Author Topic: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands  (Read 22513 times)

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« on: October 22, 2004, 19:10:36 »
Sælt veri kvartmílufólkið.

Undirrituðum var bent á að komment væri um nýja Ford Mustang bílinn á Til sölu þræðinum. Þar sem ég gat ekki svarað á þeim þræði tek ég mér það bessaleyfi að stofna nýjan þráð hér og svara. Vona að því verði vel tekið. Kommentið á "til sölu" þræðinum var svona:

"2005 Mustang GT Coupe boðinn til sölu hjá Sparibíl. Það er vonandi að þetta verði eitthvað ódýrara hjá Brimborg þegar þeir bjóðast til kaups þar ...."

Mitt svar, fyrir hönd Brimborgar:

Brimborg hefur nú þegar pantað fyrstu bílana af Ford Mustang 2005 og má búast við fyrsta bílnum upp úr áramótum. Verðið er frábært og mun lægra en t.d. kemur fram á vefnum sparibill sem vitnað er í hér að ofan. Grunnverðið er frá kr. 2.990.000 fyrir V6 bílinn og GT V8 bíllinn mun kosta frá kr. 3.720.000. GT V8 bíllinn með premium pakkanum verður á kr. 3.990.000.

Upplýsingarnar um bílinn á sparibil voru ekki mjög ítarlegar en með því að rýna í þær og bera saman við gögnin sem við höfum þá tel ég mig hafa fundið nokkurn veginn út sambærilegan bíl sem Brimborg getur boðið. Bíllinn sem um ræðir er Mustang V8 Deluxe og er hann beinskiptur með leðri og 6 diska spilara og 9 hátölurum. Verðið á sambærilegum bíl verður hjá Brimborg kr. 4.430.000 en skv. sparibill er verðið hjá þeim 5.520.000.  Sparibill er því um 30% dýrari en Brimborg. Að sjálfsögðu fylgir full verksmiðjuábyrgð frá Brimborg enda bíllinn fluttur inn beint frá verksmiðju.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá ráðgjöfum Brimborgar í síma 515 7000. Brimborg reiknar með að frumsýna Ford Mustang í janúar 2005.

Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Mustanginn leggur að bryggju
« Reply #1 on: December 08, 2004, 14:26:59 »
Sælir Kvartmílu menn og konur

Nú var fyrsti Mustanginn að leggja að bryggju á Íslandi og er óhætt að segja að spennan er farin að magnast hjá starfsfólki Brimborgar og Ford áhugamönnum. Mun verða tilkynnt nánar síðar hvenær frumsýning verður haldin í Brimborg.

Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson

Offline ZeroSlayer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #2 on: December 08, 2004, 18:20:12 »
viltu posta inn mynd af þessu tæki?
"The Only Way Is All The Way"

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #3 on: December 08, 2004, 19:29:24 »
Sæll

Ég mun reyna að setja mynd inn á morgun. En fleiri myndir, litir, búnaður, vélar og fleira er hægt að sjá á www.ford.com. Slóðin beint inn á Mustang 2005 er.

http://www.fordvehicles.com/cars/mustang/

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #4 on: December 10, 2004, 01:50:30 »
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Gummitz_

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
    • http://www.nohomepageatall.com
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #5 on: December 10, 2004, 17:46:17 »
ef ég myndi hafa eitthvað með sölu á þessum bílum að gera þá myndi ég ekki taka annað í mál en að fá fyrst vel búin 8gata bíl því að það er jú hellingur eflaust af fólki sem kemur að skoða þetta.. og um að gera að gera fyrstu kynnin aðeins meira "impressive" en 6 cyl útgáfurnar eru ekkert annað en boddy í hvíldarstöðu (IMO) sem kemur sér svo vel seinna þegar það er búið að rúlla velta endastinga og yfirhöfuð jaska öllum gt bílunum út því þá getur maður jú notað boddyin úr 6bangerunum í swap
til sölu...
Bmw 735,
Toyota corolla gli liftbak
dodge dakota sport,

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #6 on: December 10, 2004, 17:54:53 »
Quote from: "Lindemann"
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:
Næstum því rétt,Hann virkar eins og 6 cyl  :mrgreen:
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #7 on: December 10, 2004, 19:35:24 »
Á ekki að fara að þvo jeppa/útikamarinn þinn með piss on ford aðferð?
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #8 on: December 11, 2004, 00:54:02 »
Quote from: "Lindemann"
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:


Alltaf gaman að sögusögnum. Nei, auðvitað er fyrsti bíllinn af dýrustu og flottustu gerð. Bíllinn sem er kominn til landsins er Mustang GT V8 svartur að lit og rauður að innan á 18" álfelgum. Í honum eru meira og minna allir þeir aukahlutir sem fáanlegir eru í þennan bíl.

Sjón verður sögu ríkari fljótlega.

Virðingarfyllst
Brimborg
Egill Jóhannsson

Offline Saloon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 108
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #9 on: December 11, 2004, 10:11:52 »
Quote from: "Brimborg"
Quote from: "Lindemann"
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:


Alltaf gaman að sögusögnum. Nei, auðvitað er fyrsti bíllinn af dýrustu og flottustu gerð. Bíllinn sem er kominn til landsins er Mustang GT V8 svartur að lit og rauður að innan á 18" álfelgum. Í honum eru meira og minna allir þeir aukahlutir sem fáanlegir eru í þennan bíl.

Sjón verður sögu ríkari fljótlega.

Virðingarfyllst
Brimborg
Egill Jóhannsson


Á ekkert að pósta inn myndum
Saloon

Offline 2tone

  • In the pit
  • **
  • Posts: 77
    • View Profile
    • http://community.webshots.com/user/yellstang
Forsýning
« Reply #10 on: December 14, 2004, 22:05:54 »
Fekk þessar sendar í dag, mms myndir.
In 1964,a man slept in his Mustang at the dealership untill his check cleared.
Now that´s love!!!

Arnar Ólafsson

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #11 on: December 14, 2004, 23:48:03 »
Sæl

Takk fyrir að setja þessar myndir inn af fyrsta Ford Mustang 2005. Brimborg mun setja nokkrar myndir inn í fyrramálið af bílnum en það tókst ekki fyrr því hann kom ekki úr skipi fyrr en í dag.

Hann var standsettur í kvöld á verkstæði Brimborgar og verður þrifinn í kvöld og settur í sýningarsal í fyrramálið.

Komið og skoðið. Allir velkomnir.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

E.s. verðið er enn betra núna en þegar þessi þráður var stofnaður því eins og þið vitið hefur dollar lækkað enn frekar. Fleiri bílar á leiðinni og er Brimborg að reyna að útvega fleiri framleiðslupláss fyrir Ísland.

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #12 on: December 15, 2004, 00:31:32 »
Fyrsta.....Ingimar í IB var kominn á svona bíl á mánudaginn þannig að þú vinur minn.....Ert annar....

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #13 on: December 15, 2004, 00:39:42 »
Quote from: "MrManiac"
Fyrsta.....Ingimar í IB var kominn á svona bíl á mánudaginn þannig að þú vinur minn.....Ert annar....
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #14 on: December 15, 2004, 00:50:28 »
Sæll MrManiac

Brimborg er umboðsaðili Ford hér á landi og leggur því áherslu á að fylgja algerlega fyrirmælum Ford varðandi pantanir, útflutning, ábyrgðir og þess háttar hluti. Brimborg fékk eitt af fyrstu framleiðsluplássum  á Mustang fyrir útflutning og er ástæðan einstakur árangur okkar á þessu ári. Reiknum við með að selja yfir 400 Ford bíla frá USA á þessu ári og yfir 800 Ford bíla frá Evrópu eða samtals 1200 Ford. Það er stærsta ár Ford hér á landi síðan 1979 og er Ford nú 3 stærsta merkið hér á landi og sækir fast að öðru sætinu - og jafnvel því fyrsta.

Brimborg hefði auðveldlega getað komið með bíl fyrr með því að kaupa hann af söluaðila í USA en það hefði ekki verið löglegt skv. reglum Ford. En betra er að flýta sér hægt og vanda til verka. Því fylgjum við ferli framleiðanda sem tryggir okkur hagstæðasta verðið og ekki síst tryggir að við getum veitt fulla 3 ára ábyrgð. Það er gífurlega mikilvægt þegar menn eru að kaupa dýra og flókna bíla.

Það sem skiptir auðvitað mestu máli í þessu samhengi er að Brimborg er kominn með glænýjan Ford Mustang 2005 í sýningarsal á mettíma á verði sem mjög erfitt verður að keppa við - og allur kostnaður við að koma bílnum á götuna fylgir - og full 3 ára ábyrgð.

Vertu velkominn að skoða á morgun. Allir hinir líka.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Myndir af fyrsta Ford Mustang 2005
« Reply #15 on: December 15, 2004, 11:58:14 »
Sælir

Hér koma myndir af fyrsta Ford Mustang 2005. Gífurlegur áhugi hefur verið á bílnum hér í Brimborg og múgur og margmenni komið til að skoða.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Fleiri myndir
« Reply #16 on: December 15, 2004, 12:00:44 »
Sælir

Fleiri myndir

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #17 on: December 15, 2004, 15:12:20 »
finn aukapakki tessi stulka hehe.

eitthvad er tvinni og eitthvad hvitt ad pirra mig a okumanns saetinu.

finn bil enda mustang :lol: to lookid er of nutimalegt.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline 2tone

  • In the pit
  • **
  • Posts: 77
    • View Profile
    • http://community.webshots.com/user/yellstang
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #18 on: December 15, 2004, 19:29:31 »
Racer. Það er miði á sætinu sem á stendur AIRBAG.
In 1964,a man slept in his Mustang at the dealership untill his check cleared.
Now that´s love!!!

Arnar Ólafsson

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
« Reply #19 on: December 15, 2004, 21:09:26 »
Sæl

Það er búinn að vera gífurleg traffík að skoða Ford Mustang 2005 í dag hjá Brimborg. Við reiknum með að næstum 500 manns hafi komið í dag að skoða bílinn, þreifa á honum og setjast inn. Mikið var spurt um verð og komu margir með háar hugmyndir í hausnum, allt að 6 milljónum. Ég ákvað því að setja hreinlega verðið hér inn á vefinn m.v. dollar eins og hann stendur í dag. Fullyrði ég að lægra verð fáist ekki annarsstaðar og ekki síst ef haft er í huga að þetta er verð á götuna með öllum skráningarkostnaði, fullum bensíntank og fullri 3ja ára ábyrgð - sem aðeins fæst hjá Brimborg.

Verðlisti:
Mustang V6 Deluxe 4.0L SOHC V6 210 hö. 5 gíra 2.780.700
Mustang V6 Premium 4.0L SOHC V6 210 hö. 5 gíra 2.873.700
Mustang V8 Deluxe 4.6L 24V V8 300 hö. 5 gíra 3.524.700
Mustang V8 Premium 4.6L 24V V8 300 hö. 5 gíra 3.710.700

Sjálfskipting kostar kr. 139.500

Sýningarbíllinn sem við erum með í salnum kostar kr. 4.199.000

Það er Mustang V8 Premium 4.6L 24V V8 300 hö. sjálfskiptur en hann er með neðangreindum aukabúnaði ofan á grunnbúnaðinn skv. ofangreindum verðlista.

Sjálfskipting 5 gíra 139.500
Leðuráklæði 63.240
Rautt litur á innréttingu 25.110
Hliðaröryggispúðar 52.080
17" álfelgur 27.900
Shaker 1000 hljómkerfi 181.350
(Hljómkerfi með AM/FM útvarpi, 6 diska spilara, MP3 spilara, 9 hátölurum og 2x10" keilum)

Brimborg á síðan von á að fá í salinn Ford Mustang ´66 í lok vikunnar.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson