Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Brimborg on October 22, 2004, 19:10:36

Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on October 22, 2004, 19:10:36
Sælt veri kvartmílufólkið.

Undirrituðum var bent á að komment væri um nýja Ford Mustang bílinn á Til sölu þræðinum. Þar sem ég gat ekki svarað á þeim þræði tek ég mér það bessaleyfi að stofna nýjan þráð hér og svara. Vona að því verði vel tekið. Kommentið á "til sölu" þræðinum var svona:

"2005 Mustang GT Coupe boðinn til sölu hjá Sparibíl. Það er vonandi að þetta verði eitthvað ódýrara hjá Brimborg þegar þeir bjóðast til kaups þar ...."

Mitt svar, fyrir hönd Brimborgar:

Brimborg hefur nú þegar pantað fyrstu bílana af Ford Mustang 2005 og má búast við fyrsta bílnum upp úr áramótum. Verðið er frábært og mun lægra en t.d. kemur fram á vefnum sparibill sem vitnað er í hér að ofan. Grunnverðið er frá kr. 2.990.000 fyrir V6 bílinn og GT V8 bíllinn mun kosta frá kr. 3.720.000. GT V8 bíllinn með premium pakkanum verður á kr. 3.990.000.

Upplýsingarnar um bílinn á sparibil voru ekki mjög ítarlegar en með því að rýna í þær og bera saman við gögnin sem við höfum þá tel ég mig hafa fundið nokkurn veginn út sambærilegan bíl sem Brimborg getur boðið. Bíllinn sem um ræðir er Mustang V8 Deluxe og er hann beinskiptur með leðri og 6 diska spilara og 9 hátölurum. Verðið á sambærilegum bíl verður hjá Brimborg kr. 4.430.000 en skv. sparibill er verðið hjá þeim 5.520.000.  Sparibill er því um 30% dýrari en Brimborg. Að sjálfsögðu fylgir full verksmiðjuábyrgð frá Brimborg enda bíllinn fluttur inn beint frá verksmiðju.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá ráðgjöfum Brimborgar í síma 515 7000. Brimborg reiknar með að frumsýna Ford Mustang í janúar 2005.

Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Title: Mustanginn leggur að bryggju
Post by: Brimborg on December 08, 2004, 14:26:59
Sælir Kvartmílu menn og konur

Nú var fyrsti Mustanginn að leggja að bryggju á Íslandi og er óhætt að segja að spennan er farin að magnast hjá starfsfólki Brimborgar og Ford áhugamönnum. Mun verða tilkynnt nánar síðar hvenær frumsýning verður haldin í Brimborg.

Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: ZeroSlayer on December 08, 2004, 18:20:12
viltu posta inn mynd af þessu tæki?
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 08, 2004, 19:29:24
Sæll

Ég mun reyna að setja mynd inn á morgun. En fleiri myndir, litir, búnaður, vélar og fleira er hægt að sjá á www.ford.com. Slóðin beint inn á Mustang 2005 er.

http://www.fordvehicles.com/cars/mustang/

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Lindemann on December 10, 2004, 01:50:30
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Gummitz_ on December 10, 2004, 17:46:17
ef ég myndi hafa eitthvað með sölu á þessum bílum að gera þá myndi ég ekki taka annað í mál en að fá fyrst vel búin 8gata bíl því að það er jú hellingur eflaust af fólki sem kemur að skoða þetta.. og um að gera að gera fyrstu kynnin aðeins meira "impressive" en 6 cyl útgáfurnar eru ekkert annað en boddy í hvíldarstöðu (IMO) sem kemur sér svo vel seinna þegar það er búið að rúlla velta endastinga og yfirhöfuð jaska öllum gt bílunum út því þá getur maður jú notað boddyin úr 6bangerunum í swap
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: JHP on December 10, 2004, 17:54:53
Quote from: "Lindemann"
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:
Næstum því rétt,Hann virkar eins og 6 cyl  :mrgreen:
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Racer on December 10, 2004, 19:35:24
Á ekki að fara að þvo jeppa/útikamarinn þinn með piss on ford aðferð?
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 11, 2004, 00:54:02
Quote from: "Lindemann"
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:


Alltaf gaman að sögusögnum. Nei, auðvitað er fyrsti bíllinn af dýrustu og flottustu gerð. Bíllinn sem er kominn til landsins er Mustang GT V8 svartur að lit og rauður að innan á 18" álfelgum. Í honum eru meira og minna allir þeir aukahlutir sem fáanlegir eru í þennan bíl.

Sjón verður sögu ríkari fljótlega.

Virðingarfyllst
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Saloon on December 11, 2004, 10:11:52
Quote from: "Brimborg"
Quote from: "Lindemann"
er rétt sem ég heyrði að þessi fyrsti bíll væri 6cyl  :?:


Alltaf gaman að sögusögnum. Nei, auðvitað er fyrsti bíllinn af dýrustu og flottustu gerð. Bíllinn sem er kominn til landsins er Mustang GT V8 svartur að lit og rauður að innan á 18" álfelgum. Í honum eru meira og minna allir þeir aukahlutir sem fáanlegir eru í þennan bíl.

Sjón verður sögu ríkari fljótlega.

Virðingarfyllst
Brimborg
Egill Jóhannsson


Á ekkert að pósta inn myndum
Title: Forsýning
Post by: 2tone on December 14, 2004, 22:05:54
Fekk þessar sendar í dag, mms myndir.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 14, 2004, 23:48:03
Sæl

Takk fyrir að setja þessar myndir inn af fyrsta Ford Mustang 2005. Brimborg mun setja nokkrar myndir inn í fyrramálið af bílnum en það tókst ekki fyrr því hann kom ekki úr skipi fyrr en í dag.

Hann var standsettur í kvöld á verkstæði Brimborgar og verður þrifinn í kvöld og settur í sýningarsal í fyrramálið.

Komið og skoðið. Allir velkomnir.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

E.s. verðið er enn betra núna en þegar þessi þráður var stofnaður því eins og þið vitið hefur dollar lækkað enn frekar. Fleiri bílar á leiðinni og er Brimborg að reyna að útvega fleiri framleiðslupláss fyrir Ísland.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: MrManiac on December 15, 2004, 00:31:32
Fyrsta.....Ingimar í IB var kominn á svona bíl á mánudaginn þannig að þú vinur minn.....Ert annar....
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: JHP on December 15, 2004, 00:39:42
Quote from: "MrManiac"
Fyrsta.....Ingimar í IB var kominn á svona bíl á mánudaginn þannig að þú vinur minn.....Ert annar....
(http://img.photobucket.com/albums/v439/c5zilla/Forum/wintheprize.jpg)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 15, 2004, 00:50:28
Sæll MrManiac

Brimborg er umboðsaðili Ford hér á landi og leggur því áherslu á að fylgja algerlega fyrirmælum Ford varðandi pantanir, útflutning, ábyrgðir og þess háttar hluti. Brimborg fékk eitt af fyrstu framleiðsluplássum  á Mustang fyrir útflutning og er ástæðan einstakur árangur okkar á þessu ári. Reiknum við með að selja yfir 400 Ford bíla frá USA á þessu ári og yfir 800 Ford bíla frá Evrópu eða samtals 1200 Ford. Það er stærsta ár Ford hér á landi síðan 1979 og er Ford nú 3 stærsta merkið hér á landi og sækir fast að öðru sætinu - og jafnvel því fyrsta.

Brimborg hefði auðveldlega getað komið með bíl fyrr með því að kaupa hann af söluaðila í USA en það hefði ekki verið löglegt skv. reglum Ford. En betra er að flýta sér hægt og vanda til verka. Því fylgjum við ferli framleiðanda sem tryggir okkur hagstæðasta verðið og ekki síst tryggir að við getum veitt fulla 3 ára ábyrgð. Það er gífurlega mikilvægt þegar menn eru að kaupa dýra og flókna bíla.

Það sem skiptir auðvitað mestu máli í þessu samhengi er að Brimborg er kominn með glænýjan Ford Mustang 2005 í sýningarsal á mettíma á verði sem mjög erfitt verður að keppa við - og allur kostnaður við að koma bílnum á götuna fylgir - og full 3 ára ábyrgð.

Vertu velkominn að skoða á morgun. Allir hinir líka.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Myndir af fyrsta Ford Mustang 2005
Post by: Brimborg on December 15, 2004, 11:58:14
Sælir

Hér koma myndir af fyrsta Ford Mustang 2005. Gífurlegur áhugi hefur verið á bílnum hér í Brimborg og múgur og margmenni komið til að skoða.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Fleiri myndir
Post by: Brimborg on December 15, 2004, 12:00:44
Sælir

Fleiri myndir

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Racer on December 15, 2004, 15:12:20
finn aukapakki tessi stulka hehe.

eitthvad er tvinni og eitthvad hvitt ad pirra mig a okumanns saetinu.

finn bil enda mustang :lol: to lookid er of nutimalegt.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: 2tone on December 15, 2004, 19:29:31
Racer. Það er miði á sætinu sem á stendur AIRBAG.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 15, 2004, 21:09:26
Sæl

Það er búinn að vera gífurleg traffík að skoða Ford Mustang 2005 í dag hjá Brimborg. Við reiknum með að næstum 500 manns hafi komið í dag að skoða bílinn, þreifa á honum og setjast inn. Mikið var spurt um verð og komu margir með háar hugmyndir í hausnum, allt að 6 milljónum. Ég ákvað því að setja hreinlega verðið hér inn á vefinn m.v. dollar eins og hann stendur í dag. Fullyrði ég að lægra verð fáist ekki annarsstaðar og ekki síst ef haft er í huga að þetta er verð á götuna með öllum skráningarkostnaði, fullum bensíntank og fullri 3ja ára ábyrgð - sem aðeins fæst hjá Brimborg.

Verðlisti:
Mustang V6 Deluxe 4.0L SOHC V6 210 hö. 5 gíra 2.780.700
Mustang V6 Premium 4.0L SOHC V6 210 hö. 5 gíra 2.873.700
Mustang V8 Deluxe 4.6L 24V V8 300 hö. 5 gíra 3.524.700
Mustang V8 Premium 4.6L 24V V8 300 hö. 5 gíra 3.710.700

Sjálfskipting kostar kr. 139.500

Sýningarbíllinn sem við erum með í salnum kostar kr. 4.199.000

Það er Mustang V8 Premium 4.6L 24V V8 300 hö. sjálfskiptur en hann er með neðangreindum aukabúnaði ofan á grunnbúnaðinn skv. ofangreindum verðlista.

Sjálfskipting 5 gíra 139.500
Leðuráklæði 63.240
Rautt litur á innréttingu 25.110
Hliðaröryggispúðar 52.080
17" álfelgur 27.900
Shaker 1000 hljómkerfi 181.350
(Hljómkerfi með AM/FM útvarpi, 6 diska spilara, MP3 spilara, 9 hátölurum og 2x10" keilum)

Brimborg á síðan von á að fá í salinn Ford Mustang ´66 í lok vikunnar.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: JHP on December 15, 2004, 21:43:52
En er ekki boðið upp á skárri felgur en þessar sem eru vægastsagt líti á bílnum?
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 15, 2004, 21:58:47
Sæl

Til eru aðrar gerðir af felgum og hægt að sjá þær á www.ford.com þegar farið er inn á Mustang 2005. Þetta er frábær heimasíða eins og Ford er von og vísa.

Auðvitað er misjafn smekkur en við tókum þessar felgur á bílinn og erum mjög sáttir við þær. Eins og bílinn allan sem er hreinlega að slá í gegn í USA enda frábær kaup. Og ekki eru kaupin síðri hér á landi enda Brimborg að bjóða bílinn á einstaklega hagstæðu verði. Áhuginn eftir því.

Þær fréttir voru að berast að í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna bíll ársins (TOTY og COTY) í bandaríkjunum þá er Ford Motor Company með allar 3 loka tilnefningarnar í SUV flokki (TOTY) eða Ford Escape Hybrid, Ford Freestyle AWD (Brimborg kynnir í janúar 2005) og LandRover Discovery (í eigu Ford). Sigurvegarinn verður kynntur í janúar 2005 en ljóst er að Ford Motor Company sigrar í þessum flokki.

Í Fólksbílaflokki(COTY) er 1 af þremur tilnefningum Ford og er það Ford Mustang en hinir eru Chevrolet Corvette og Chrysler 300C.

Það er því greinilegt að mikil sigling er á Ford þessi misserin og margt framundan hjá þeim.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: ÁsgeirÖrn on December 15, 2004, 23:29:47
Til hamingju Egill, Brimborgarmenn og aðrir Ford áhugasamir.

Ég verð að fá að segja að það er frábært að sjá bílaumboð bjóða svona bíl á markaðinn hér á Íslandi.

Og ekki skemmir verðið fyrir !!!
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 15, 2004, 23:42:21
Takk fyrir þetta Ásgeir.

Kveðja
Brimborg
Egill
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Lindemann on December 16, 2004, 00:25:44
nú er bara spurning að hringja í næsta banka  :lol:
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Ásgeir Y. on December 16, 2004, 01:57:50
leit á kvikindið í dag.. nokkuð hugguleg græja miðað við ford.. en þessi aftursæti eru bara uppá punt eða fyrir dverga(þar með talin lítil börn líka)  :)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Nonni on December 16, 2004, 09:02:28
Já, við sem erum vanir þriðju kynslóðar F-body sættum okkur ekki við lítil aftursæti.......... ;)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: JHP on December 16, 2004, 17:27:58
Bílinn sem IB fluttu inn er líka með ábyrgð.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 16, 2004, 19:00:21
Quote from: "nonni vett"
Bílinn sem IB fluttu inn er líka með ábyrgð.


Bílar sem framleiddir eru fyrir Bandaríkjamarkað en síðan fluttir út eru ekki með sömu ábyrgð eins og í Bandaríkjunum. Að halda öðru fram er rangt og kemur skýrt fram í ábyrgðarskilmálum Ford. Eina undantekningin eru bílar fyrir hermenn og sendiráð. Þetta er staðreynd en því miður eru einhverjir sem hafa haldið öðru fram og við fáum reglulega fólk til okkar sem hefur keypt bíla beint úti eða í gegnum aðila hér heima sem hafa bilað og fólk heldur að ábyrgðin gildi hjá Brimborg. Því miður er það ekki svo. Einn hringdi í mig um daginn og hafði keypt notaðan bíl í USA og lenti síðan í 60 þús. króna viðgerðarkostnaði og hélt því fram að bíllinn væri i 4 ára ábyrgð. Viðkomandi hafði engin gögn til að styðja þetta og vitnaði í bílasalann í USA. Ég varð því miður að vísa henni á söluaðilann þ.e. bílasalann og segja henni að ganga á hann. Ef einhver bæri ábyrgðina væri það síðasti söluaðili. Þetta er í raun mjög einfalt en því miður hefur fólk verið platað upp úr skónum. Í þessu tilviki getur t.d. 4 ára ábyrgð gilt á ákveðnu markaðssvæði t.d. í USA en hvergi annarsstaðar.

Í öllum tilvikum er samið um ábyrgð á hverju markaðssvæði fyrir sig. Ég get nefnt dæmi. Áður en nýju lögin um neytendavernd komu hér á landi og í evrópu þá var Ford, hvort sem hann kom frá USA eða Evrópu eingöngu með 1 árs ábyrgð. En Brimborg bauð þriggja ára ábyrgð og sá þá um mismuninn sjálft. Þegar lögin voru sett var það Brimborg sem vann í því að þýða lögin, senda þau til Ford USA og Ford Evrópu og fá þá til að auka ábyrgðina á Íslandi í 2 ár. Það komst í gegn á endanum en Brimborg greiðir aukagreiðslu á hvern bíl fyrir þessa auknu ábyrgð. Síðan bætir Brimborg við þriðja árinu sjálft.

Því er það svo augljóst hverjum heilvita manni að ef bíll er fluttur inn beint frá Bandaríkjunum eða Kanada til Íslands að Brimborg ber enga ábyrgð á honum. Auðvita veitum við þessum bílum fulla þjónustu en eigandinn getur síðan farið í síðasta þjónustuaðila og óskað eftir því að fá endurgreitt. En þá þarf hann auðvitað að sanna að um galla hafi verið að ræða og að bíllinn sé í ábyrgð.

Ef keypt er beint af Brimborg þá er ekki tekin nein áhætta og samt borgað lægra verð. Að mínu viti "no brainer". Það er furðulegt að mínu mati að borga hærra verð fyrir bílinn og taka á sig aukna áhættu.

Varðandi að Mustaninn sé í ábyrgð. Auðvitað er það þannig að skv. íslenskum lögum þá bera allir söluaðilar á hvaða vöru sem er ábyrgð í 2 ár. Það er skylda. Þá er bara spurning hvernig tekið verði á álitamálum sem ekki endilega þurfa að vera gallar að mati framleiðanda. Það gerum við á hverjum degi. Einnig er spurning hvernig er tekið á 3ja árinu og einnig ef koma fram stórir og dýrir gallar sem virkilega reynir á fyrirtækið að taka á. Allt þetta verða menn að hafa í huga og bera saman við sparnaðinn við að kaupa annarstaðar sem virðist ekki neinn vera.

Það var t.d. hringt í mig í dag og sagt að bíllinn sem IB er með sé boðinn á 4.570.000 svipað búinn og okkar sýningarbíll sem við bjóðum á 4.199.000. Skrítið að umboðið skuli verða 370.000 krónum ódýrara og býður fulla ábyrgð og auðvitað ALLAN kostnað innifalinn.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: firebird400 on December 16, 2004, 19:13:25
Til hamingju með afar fallegan bíl Brimborg

Nú fyrst þykir mér Mustanginn orðinn flottur, en það hefur vanntað í mörg ár að mínu mati.

En liturinn á sætunum er algjör HORROR, ekki var hann pantaður svona af ásetningi :?:  ég trúi því ekki í ljósi þess hvað hefur þótt "INN" undan farin ár og hvað það er verið að gera í AFTERMARKET málum. Rauð sæti og innréttingar voru orðnar LAME AMERICAN fyrir 15 árum að mínu mati.

Gangi ykkur vel með söluna, ég veit að það hafa ekki allir sama smekk og ég, auk þess kaupa menn sér flottann bíl þó að sætin séu rauð,
Firebirdinn minn er rauður að innan og ég er ekki alveg að fíla það en ég keypti hann samt og sé engann veginn eftir því. Auk þess má alltaf bólstra svona gamla jálka 8)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 16, 2004, 19:30:47
Sæll Firebird400

Það var nú eiginlega ég sjálfur sem barðist dáldið fyrir rauðu sætunum. Mér þykja þau svaka flott en eins og þú segir þá hafa ekki allir sama smekk.

Ég var að fá á borðið hjá mér CAR AND DRIVER nýjasta heftið January 2005. Þar er samanburður sem þeir kalla:

Comparison test 21st-Century Muscle cars

og eru bornir saman tveir bílar. Ford Mustang GT og Pontiac GTO.  Niðurstaðan er skemmtileg fyrir Ford og Brimborg því Mustanginn vinnur.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: jahá
Post by: Spoofy on December 16, 2004, 20:12:06
Mig langar nú að sjá þetta blað karlinn minn, það verður að færa einhver rök fyrir þessu  :?  :?  :?
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Kiddi on December 16, 2004, 20:19:27
Gef aldrei mikið út á test þ.s. aðrir eru að prófa bílana (ekki þú sjálfur) en allavegna þá fær Ford stig hjá C&D yfir Gto'inn fyrir chassis performance, sem mér þykir undarlegt þ.s. gamli T ford er enn á hásingu, er á verri dekkum og er með verri bremsur en jæja það er þá kostur eða hvað???

Fordinn vinnur út á "gotta have it factor", Chassis performance, styling og value ó já og trunk space :)

En sem áhugamaður um hraðskreiða sportbíla þá vel ég 6 gíra, 400 hestöfl, betri bremsur, betri stóla, meiri dekk, sjálfstæða fjöðrun, meira tog en þó með álíka eyðslu og léttari Mustang með minni og máttlausari vél (fordinn eyðir minna innanbæjar en Gto-inn minnu utan).

Fyrir áhugasama þá má sjá þessa grein hérna: http://www.caranddriver.com/article.asp?section_id=15&article_id=8908&page_number=1

Minni menn svo á Konunginn..
(http://ultimategto.com/2005/05_00095_1.jpg)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Moli on December 16, 2004, 20:34:23
Til lukku Brimborg fyrir að hafa loksins hafið innflutning á Mustang! Löngu kominn tími á það! Þetta verður kannski til að hrista upp í IH og að þeir fari að flytja inn álíka bíla frá GM. Ég kíkti á gripinn rétt eftir hádegi í gær og leist gríðarvel á! Virkilega smekklegur, að utan sem innan. Gaman að sjá að bíllinn fær svona góð viðbrögð, ég spjallaði við einhvern sölumann þarna hjá ykkur og sagði hann mér að þónokkrir bílar af "Premium" bílnum væru seldir en eru þó ekki tilbúnir til afhendingar, ertu með tölu á því hvað margir bílar eru seldir? ..og að þessi tiltekni "Premium" bíll verði sýningarbíll fram í Mars, þá fari hann í reynsluakstur, það verður gaman að fá að taka í gripinn ef sá möuleiki verður fyrir hendi!

Enn og aftur til lukku!  :wink:
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Lindemann on December 16, 2004, 22:04:15
ég hef nú aldrei verið fyrir rauðar innréttingar, en þessi er nú ´flottari finnst mér í real life en á myndum
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: firebird400 on December 16, 2004, 22:13:20
Jæja eftir að hafa lesið þessa grein þá segi ég nú bara dæmi hver fyrir sig :?

Það er alveg spurning hvort að það sem sagt er sé alveg hlutlægt,

En mér þykir nú Mustanginn flottari en GTOinn sem er í rauninni algerlega "ósýnilegur" ekkert svona spes við hann.

 8)
Title: nøldur
Post by: plymmi on December 16, 2004, 23:16:13
verid anægdir ad einhver umbod flytji inn tilvonandi muscle car i vidbot vid misvelarinn notud eintok og vonandi ad billinn verdi hitt og seljist i tugum ef ekki hundrudum eintaka kannski eru menn svekktir yfir dugleysi annarra umoda allavega se eg ekki talsmann annarra umboda her a spjallinu og ad auki ad svara misskemmtilegu nøldri i misefnudum einstaklingum af kurteisi og alud tad er meira en margur annar myndi gera

TIL HAMINGJU BRIMBORG
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Ásgeir Y. on December 16, 2004, 23:25:24
Quote from: "Nonni"
Já, við sem erum vanir þriðju kynslóðar F-body sættum okkur ekki við lítil aftursæti.......... ;)


það er nú bara hellings pláss hjá okkur miðað við þetta..  :)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: JHP on December 17, 2004, 00:13:33
Bílheimar segjast ætla að flytja inn corvettuna þegar hún kemur fyrir evrópumarkað.
Title: P
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 17, 2004, 00:42:45
http://www.fordmuscle.com/archives/2004/10/05Mustang/index.php
JAMM JAMM
Engine Details
GT
281 cu in / 4,606 cc
9.8:1 compression
SOHC, 3 valves per cylinder
Variable camshaft timing
HP: 300@5,750 rpm
TQ: 320 lb-ft@4,500 rpm

V-6
245 cu in / 4,009 cc
9.7:1 compression
SOHC, 2 valves per cylinder
HP: 210@5,250 rpm
TQ: 240 lb-ft @ 3,500 rpm
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: JHP on December 17, 2004, 01:01:10
Svo verður nú að klappa fyrir Mustangnum því hann er orðin 300 hö sem vettan hefur verið síðan ´92 því þeim er einhverra hluta vegna líkt saman af algerum snillingum því þessir bílar eiga ekkert sameiginlegt (http://www.bmwkraftur.is/spjall/images/smiles/eusa_clap.gif)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Chevyboy on December 17, 2004, 09:33:07
Dísís kræst!!!

Þetta spjall er að minna á annan klúbb!! Ekkert nema tuð yfir smáatriðum sem skifta ekki jak shitt!!
Hvernig væri nú bara að fagna því að nýji Mustanginn er kominn, þetta er geðveikt eintak sem stendur hjá þeim þarna.
Það skiftir ekki máli hver var fyrstur, það er flott verð á Tönginni hjá þeim og ég verð hissa ef að það verður ekki allt morandi af þeim í vor.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Gizmo on December 17, 2004, 16:16:27
Mér finnst nú Mustanginn vera umtalsvert fallegri bíll en þessi blöðru-Pontiac.  Ég held að mesti munurinn á þessum bílum er að þeir eru gerðir fyrir gjörólíka markhópa.  Það eru eflaust margir sem horfðu á Mustanginn 66-70 löngunaraugum þegar þeir voru ungir, með fullt af skuldum og börnum á sinni könnu, nú eru þessir sömu menn komnir með gráa fiðringinn og eiga fyrir honum.  Ég er líka alveg viss um að margir setja ekkert fyrir sig að hafa hann "bara" 6 strokka.  Margir eldri menn sem eru td að kaupa mótorhjól í dag taka frekar 650 í stað 1100, bara af því að það er þeim nóg og mismunurinn er talsverður í verði.

Mér finnst nýi Mustanginn vera einhver best heppnaði bíll USA í mörg ár útlitslega, hefur gríðarlega sterkan ættarsvip við fyrstu árgerðirnar að utan en ég varð pínu hissa á því að mælaborðið sé ekki látið vera jafn "orginal" eins og ytra lúkkið í stað þess að hafa svona staðlað FORD mælaborð.

Annars gríðarlega flottur bíll og ég er alveg að fíla rauðar innréttingar.... þær gera svona bíla bara meira sporty.  Td myndi eldraud innrétting ekki passa Landcruiser, en á alveg heima í Mustang.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Halldór Ragnarsson on December 17, 2004, 21:29:16
Og til að bíta hausinn af skömminni þá þurfti GM að leita til Holden (GM í Ástralíu) til að ná í ekta musclecar,því þeir drápu jú Firebirdinn og Camaroinn.Gott á þá að Ford skuli vera að taka þá í R$$$$g.. :D
HR
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: PGT on December 17, 2004, 23:37:25
Sad but true....
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Sigtryggur on December 18, 2004, 00:12:44
Ég myndi nú segja að mælaborðið sé bein vísun í ´67-8 mælaborðin.



              Sigtryggur H
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Gizmo on December 18, 2004, 00:54:39
Sjálfir mælarnir já vissulega ásamt efsta hlutanum, en td miðjustokkurinn er soldið sléttur og felldur og minnir mig á F150 að innan, sem er reyndar eini nýlegi Fordinn sem ég hef setið í þannig að ég hef svosem ekki mikinn samanburð.  Ég held samt að ég sjái meiri og meiri samlíkingu eftir því sem ég skoða fleiri og fleiri myndir af nýju og gömlu.

Ég var sennilega búinn að ímynda mér að hann væri jafn "gamall" að innan eins og að utan.  Bjóst kannski við krómuðum útstæðum tökkum og svoleiðis, en það er  sjálfsagt ekki gott með tilliti til öryggis.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Kiddi J on December 18, 2004, 01:02:57
Láttu þá heyra það nafni.  :lol:  :lol:

Fordinn er flottur en vantar eithvað bling bling
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Sigtryggur on December 18, 2004, 01:33:03
Þú hefur kannski búist líka við diagonal dekkjum og skálabremsum! 8)  :D
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: firebird400 on December 18, 2004, 17:09:00
Quote from: "Chevyboy"
Dísís kræst!!!

Þetta spjall er að minna á annan klúbb!! Ekkert nema tuð yfir smáatriðum sem skifta ekki jak shitt!!

quote]

Það er kannski vegna þess að það spjall liggur niðri og þess vegna losa menn um hérna í staðinn :D
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Anton Ólafsson on December 18, 2004, 20:16:40
Já það er ekki hægt að segja annað en að hann sé orðinn góður. Hvenar fáum við akureyringar að bera hann augum?
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Moli on December 18, 2004, 20:49:09
Þetta er 2005 bíllinn sem IB. flutti inn fyrir skömmu, eins bíll og Brimborg er með (GT Premium).  
Fyrir þá sem ekki vita þá stendur yfir bílasýning hjá þeim um helgina.

(http://www.ib.is/myndasafn/albums/album09/IMG_0182.sized.jpg)
(http://www.ib.is/myndasafn/albums/album09/IMG_0184.sized.jpg)


Einnig er þessi ´68 Mustang nýlentur hjá þeim.

(http://www.ib.is/myndasafn/albums/album09/IMG_0181.sized.jpg)
(http://www.ib.is/myndasafn/albums/album09/IMG_0186.sized.jpg)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: firebird400 on December 18, 2004, 21:10:47
Jæja OK þessi rauðu sæti eru svo sem ágæt :oops:  flott þá
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 19, 2004, 09:08:24
Í tilefni af þessu innleggi hér fyrir ofan og vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær, laugardag, þá set ég þetta inn hér.

Það var einmitt hringt í mig um helgina. Maður hafði komið við hjá IB og skoðað Mustanginn hjá þeim og spurt hvað hann kostaði. Þá kostar hann þar 4.490.000 og þegar þeir voru spurðir afhverju hann væri svona miklu dýrari en hjá Brimborg þá vildu þeir hjá IB meina að hann væri betur búinn en bíllinn hjá Brimborg. Þegar þeir hjá IB voru spurðir í hverju sá munur lægi þá voru þeir ekki alveg vissir um hvernig Brimborgar bíllinn væri búinn!!!!!!! Ég get upplýst þá hér að Mustang 2005 bíllinn í Brimborg er GT Premium V8 með öllum fáanlegum aukabúnaði frá verksmiðju.

Brimborgar Mustanginn er því með öllu sem hægt er að panta í bílinn og því öruggt að IB bíllinn er ekki betur búinn. Og þá er það verðið.

Verð hjá Brimborg: 4.199.000
Verð hjá IB: 4.490.000

Þarna munar hvorki meira né minna en 291.000 krónum Brimborg í hag - já, staðreyndin er að umboðið er með mun hagstæðara verð. Og þetta gildir um alla Ford USA bíla þar sem Brimborg er með mun hagstæðara verð en þeir sem flytja inn bíla frá dealerum í Bandaríkjunum eða Kanada.

Verð Brimborgar, kr. 4.199.000, er með skráningu, ryðvörn og öllum öðrum kostnaði við að koma bílnum á götuna - jafnvel fullum bensíntanki. Oft er þessi kostnaður ekki innifalinn hjá hinum en þessi kostnaður er alltaf inni hjá Brimborg. Verð er alltaf m.v. bílinn "kominn á götuna".

Og að lokum þá er full þriggja ára ábyrgð á bílnum hjá Brimborg og nýtur Brimborg stuðnings Ford verksmiðjanna til að veita þessa ábyrgð. Bílar aftur á móti sem fluttir eru inn frá USA eða Kanada í gegnum dealera eru ekki í ábyrgð hér á landi. Þetta hefur verið vitað árum saman en margir þessara söluaðila hafa verið að halda öðru fram.

Eins og ég sagði í upphafi þá var frétt í í gær, laugardag, í Fréttablaðinu þar sem viðtal var við FÍB þar sem þetta er staðfest og fjöldi manna hefur lent í vandræðum. Við hjá Brimborg höfum upplifað þetta mikið undanfarin ár og margir tapað hundruðum þúsunda eftir að hafa keypt bíla að utan eða í gegnum þriðja aðila sem síðan hafa ekki reynst í lagi. Því miður vilja menn brenna sig á þessu aftur og aftur. Lausnin er einföld. Kaupa í Brimborg á lægra verði með fullri ábyrgð.

Hér er fréttin í Fréttablaðinu á www.visir.is

http://www.visir.is/?PageID=92&NewsID=24471

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Moli on December 19, 2004, 09:27:10
sæll Egill, Premium bíllinn sem IB. er með á selfossi er alveg eins búin og bíllinn sem þið eruð með, sami pakki, fyrir utan það, þá er kannski ekki hægt að kalla bíllinn "nýjann" þar sem hann hefur verið skráður á götuna í USA.
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 19, 2004, 09:36:47
Quote from: "Moli"
sæll Egill, Premium bíllinn sem IB. er með á selfossi er alveg eins búin og bíllinn sem þið eruð með, sami pakki, fyrir utan það, þá er kannski ekki hægt að kalla bíllinn "nýjann" þar sem hann hefur verið skráður á götuna í USA.


Sæll Moli

Takk fyrir þessar upplýsingar, Moli. Þá er það staðfest að bílarnir eru eins búnir. Og mér þykja þetta merkilegar upplýsingar að bíllinn sé skráður og því notaður bíll -  og auðvitað án ábyrgðar frá framleiðanda.

Þetta þýðir auðvitað að hann er ekki eins verðmikill og gljáandi svartur, splunkunýr bíll hjá Brimborg - sem kemur beint frá verksmiðju.

Og samt er Brimborgar bíllinn á lægra verði, kr. 4.199.000 og munar þar hvorki meira né minna en 291.000 krónum. Þetta ætti sennilega að vera öfugt ef eitthvert vit ætti að vera í því að kaupa svona bíl af þessum aðila.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: lubricunt on December 19, 2004, 16:09:17
Quote from: "MrManiac"
Fyrsta.....Ingimar í IB var kominn á svona bíl á mánudaginn þannig að þú vinur minn.....Ert annar....




(http://www.mahopa.de/bilder/lustige-forenbilder/nobody-cares.jpg)
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Saloon on December 19, 2004, 16:17:35
:D
Title: Talandi um innflutning....
Post by: Nóni on December 20, 2004, 00:32:05
Það mætti nú alveg bjóða mér þennan á rétt rúmar 4 millur kominn heim.....

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=47588&item=4512742180&rd=1

Veit ekki hvað þessi gæti kostað hérna heima, en þegar menn eru að flytja inn bíla og fá þá verulega undir verði hérna heima er nú sennilega allt í lagi að reikna með einhverjum skakkaföllum.
Ég er búinn að vera að skoða þetta aðeins og það er hægt að gera flotta díla á ebay á fínum bílum og í mörgum tilfellum er hægt að vera um milljón undir verði og meira. Þá segi ég, ég er alveg til í að sleppa ábyrgðinni fyrir milljón, ég held til dæmis að þessi VOLVO sé það mikið gæðastykki að ég væri ekkert hræddur þó að hann væri ekki í ábyrgð. Það getur svosem komið upp eitthvað rafmagnsproblem sem þeir á Brimborgarverkstæðinu væru örugglega ekki lengi að kippa í liðinn, og þó að ég þyrfti að borga einhverja tugi þúsunda þá verð ég bara að reikna það inn í bílverðið.
Hins vegar eru menn að flytja þetta inn gagngert til að selja og setja þá á bílana það verð sem gildir hér heima og vilja svo ekki taka ábyrgð á neinu. Þess vegna er betra að gera þetta bara sjálfur og taka sénsinn.

Kv. Nóni
Title: Re: Talandi um innflutning....
Post by: Brimborg on December 20, 2004, 08:14:44
Quote from: "Saab Turbo"
Það mætti nú alveg bjóða mér þennan á rétt rúmar 4 millur kominn heim.....

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=47588&item=4512742180&rd=1

Veit ekki hvað þessi gæti kostað hérna heima, en þegar menn eru að flytja inn bíla og fá þá verulega undir verði hérna heima er nú sennilega allt í lagi að reikna með einhverjum skakkaföllum.
Ég er búinn að vera að skoða þetta aðeins og það er hægt að gera flotta díla á ebay á fínum bílum og í mörgum tilfellum er hægt að vera um milljón undir verði og meira. Þá segi ég, ég er alveg til í að sleppa ábyrgðinni fyrir milljón, ég held til dæmis að þessi VOLVO sé það mikið gæðastykki að ég væri ekkert hræddur þó að hann væri ekki í ábyrgð. Það getur svosem komið upp eitthvað rafmagnsproblem sem þeir á Brimborgarverkstæðinu væru örugglega ekki lengi að kippa í liðinn, og þó að ég þyrfti að borga einhverja tugi þúsunda þá verð ég bara að reikna það inn í bílverðið.
Hins vegar eru menn að flytja þetta inn gagngert til að selja og setja þá á bílana það verð sem gildir hér heima og vilja svo ekki taka ábyrgð á neinu. Þess vegna er betra að gera þetta bara sjálfur og taka sénsinn.

Kv. Nóni


Sæll Nóni

Á nánast hverjum degi hitti ég fólk sem talar eins og að kaupa notaðan bíl á ebay sé eins og að drekka vatn. Svo er ekki eins og kemur fram í þessari frétt sem var í Fréttablaðinu á laugardaginn.

http://www.visir.is/?PageID=92&NewsID=24471

Það sem ég greini þegar ég hlusta á fólkið þá er það fyrirfram búið að ákveða að gróðinn er augljós og sleppir öllum augljósum varúðarreglum sem allir ættu að hafa í huga þegar þeir kaupa notaða bíla. Tökum þín ummæli t.d.

Þú segir fyrst " Það mætti nú alveg bjóða mér þennan á rétt rúmar 4 millur kominn heim....."

Skv. mínum einföldum útreikningum þá væri bílinn að koma hingað á a.m.k. rúmar 4,5 milljónir. Það getur vel verið að rétt rúmar 4 þýði 500 þús. yfir fjórar en fyrir flesta bílkaupendur er hálf milljón slatti ef peningum.

Þú segir síðan "Veit ekki hvað þessi gæti kostað hérna heima, en þegar menn eru að flytja inn bíla og fá þá verulega undir verði hérna heima er nú sennilega allt í lagi að reikna með einhverjum skakkaföllum."

Þetta er einmitt málið hjá mörgum. Þeir athuga ekki einu sinni hvað bílarnir kostar hér heima áður en þeir fara að reikna út gróðann á því að kaupa bílinn að utan. Volvo S60R er á listaverði 4.990.000 hjá Brimborg og bíll með öllum aukahlutum kostar um 5,5 milljónir.

En þá segir einhver, já en munar þá ekki milljón? Jú, en bíllinn sem um ræðir er notaður bíll, 2004 árgerð, ekinn 12.000 mílur eða um 20.000 km. Bíllinn á verðlista Brimborgar er nýr 2005. Það er því mikil einföldum að bera saman verð á nýjum bíl og notuðum og segja að mismunurinn sé gróði. Þarf ég að segja meira? Hvað varð um afföllin?

Tökum dæmi ef svona bíll væri í sölu hjá Brimborg, þ.e. notaður S60R 2004 ekinn 20. þús. km. og sett væri á hann 4,5 milljónir. Síðan kæmi viðskiptavinur og vildi hugsanlega kaupa. Hann fengi að prófa bílinn, kæmi jafnvel með sérfræðing úr ættinni með sér, færi með bílinn til Frumherja til að láta skoða hann og bæði síðan um afrit að þjónustusögu bílsins hjá Brimborg, eigendasögu og krefðist þess að fá þjónustubók og smurbók með. Afhverju myndi hann gera þetta? Jú, því þetta eykur líkurnar á því að hann sé með rétta sögu á bak við bílinn og eykur líkurnar á því að bíllinn sé í góðu lagi. Síðan myndi hann skoða bílinn enn og aftur í krók og kima og gera kröfu um afslátt ef hann sæi skemmdir á bílnum. Svona er ferlið þegar væntanlegir kaupendur skoða notaða bíla hjá Brimborg. Og ef eitthvað færi úrskeiðis þá myndi hann vita að skv. íslenskum kaupalögum og stefnu Brimborgar þá getur kaupandinn komið í allt að 2 ár og kvartað við Brimborg.

Ímyndum okkur nú að við séum á ebay, sami bíll er á sama verði og af einhverjum ástæðum er væntanlegur kaupandi tilbúinn að sleppa öllum ofangreindum varúðarreglum og kaupir bílinn án þess að skoða hann, án þess að fá þjónustusögu, án þess að fá eigendasögu, án þess að fá þjónustubók eða smurbók - án nokkurs skapaðar hlutar - og auðvitað án ábyrgðar framleiðanda og án ábyrgðar um sölu notðara lausafjármuna eins og gildir hér á landi.

Bíllinn kemur til landsins og á honum eru smá beyglur, smá rafmagnsproblem því hann hafði ekki verið þjónustaður reglulega, seinna kemur í ljós að einn eigandinn hafði verið tryggingarfélag. Síðan ætlar viðkomandi að selja bílinn eftir einhvern tíma og þá fær hann lægra verð fyrir hann því hann getur ekki sýnt fram á þjónustusögu, þjónustubók, smurbók, eigendasögu o.s.frv. - og auðvitað fylgir engin verksmiðjuábyrgð.

Og í þessum ímyndaða dæmi sem þó byggir á þessum bíl sem Nóni nefndi hér í upphafi þá er ekki gert ráð fyrir stærri áföllum t.d. ef vél myndi gefa sig t.d. vegna slælegs viðhalds.

Ég segi því bara eitt að lokum. Lesið fréttina sem ég póstaði hér fyrir ofan og hafið ofangreint í huga ef þið ætlið að versla notaða bíla erlendis. Ef allt að ofan er tryggt og verðið er ca. 10% lægra en verðið á SAMBÆRILEGUM BÍL (þ.e. notaður á móti notuðum o.s.frv.) hér þá er þetta hugsanlega hagstætt - en þá er samt ekki gert ráð fyrir áföllum vegna stórra bilana.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: JHP on December 20, 2004, 09:26:52
NÓNI GOT


(http://img.photobucket.com/albums/v439/c5zilla/Forum/misc16.jpg)
Title: ..
Post by: mustang 2000 on December 20, 2004, 10:19:32
gott svar!
er sjálfur búinn að vera skoða mikið verðin á nýja Gt bílnum
og þið (brimborg) eruð að bjóða mjög gott verð :)
Title: Sæll Egill
Post by: Nóni on December 20, 2004, 15:24:24
Sæll Egill, það sem ég var nú meira að benda á var bíllinn með þessum link því að hann er hreint og beint svakalegur, enda sagði ég að ég vissi ekki hvað hann kostaði hér heima. Talan sem ég fékk var rétt um 4,1 milljón miðað við mína útreikninga á flutningi innan US og til IS.  Hins vegar er hægt að nálgast bíla þarna ef maður leggst yfir þetta og skoðar á virkilega fínu verði ef eitthvað er að marka vef bílgreinasambandsins eða bílasölur.is. Ég hef séð þetta allt upp í milljón undir verði hér með bæði þann góða bíl VOLVO og einnig SAAB og Benz í þessum verðflokki 2-4 milljónir, þetta eru þá bílar af árgerðum 2001 til 2004. Til að bæta aðeins við þetta þá eru bílarnir í US yfirleitt mjög vel búnir.
Það er nú bara gaman að velta þessu upp og skoða þetta ef maður er til í að kaupa til dæmis 2001 árgerð á milljón undir verði og hann er hvort eð er fallinn úr ábyrgð.

PS. Kom upp í Brimborg áðan og sá Mustanginn og VOLVOana......oooooo hvað þetta er allt flott.

Kv. Nóni
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: Brimborg on December 21, 2004, 00:54:11
Ég sá þessa grein á vefnum um heita Mustang aðdáendur í USA.

http://www.detnews.com/2004/autosinsider/0412/20/A01-37497.htm

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson
Title: Kvartmíla
Post by: Nóni on December 21, 2004, 11:32:50
Jæja segðu okkur nú heldur hvað hann á að geta á brautinni. Það er svo rosa mikill kvartmíluáhugi hér.

Kv. Nóni
Title: Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands
Post by: einarak on December 22, 2004, 00:19:45
nú geturu mælt hann.... (http://www.laketravis.com/pic_calendar.jpg)