Bílinn sem IB fluttu inn er líka með ábyrgð.
Bílar sem framleiddir eru fyrir Bandaríkjamarkað en síðan fluttir út eru ekki með sömu ábyrgð eins og í Bandaríkjunum. Að halda öðru fram er rangt og kemur skýrt fram í ábyrgðarskilmálum Ford. Eina undantekningin eru bílar fyrir hermenn og sendiráð. Þetta er staðreynd en því miður eru einhverjir sem hafa haldið öðru fram og við fáum reglulega fólk til okkar sem hefur keypt bíla beint úti eða í gegnum aðila hér heima sem hafa bilað og fólk heldur að ábyrgðin gildi hjá Brimborg. Því miður er það ekki svo. Einn hringdi í mig um daginn og hafði keypt notaðan bíl í USA og lenti síðan í 60 þús. króna viðgerðarkostnaði og hélt því fram að bíllinn væri i 4 ára ábyrgð. Viðkomandi hafði engin gögn til að styðja þetta og vitnaði í bílasalann í USA. Ég varð því miður að vísa henni á söluaðilann þ.e. bílasalann og segja henni að ganga á hann. Ef einhver bæri ábyrgðina væri það síðasti söluaðili. Þetta er í raun mjög einfalt en því miður hefur fólk verið platað upp úr skónum. Í þessu tilviki getur t.d. 4 ára ábyrgð gilt á ákveðnu markaðssvæði t.d. í USA en hvergi annarsstaðar.
Í öllum tilvikum er samið um ábyrgð á hverju markaðssvæði fyrir sig. Ég get nefnt dæmi. Áður en nýju lögin um neytendavernd komu hér á landi og í evrópu þá var Ford, hvort sem hann kom frá USA eða Evrópu eingöngu með 1 árs ábyrgð. En Brimborg bauð þriggja ára ábyrgð og sá þá um mismuninn sjálft. Þegar lögin voru sett var það Brimborg sem vann í því að þýða lögin, senda þau til Ford USA og Ford Evrópu og fá þá til að auka ábyrgðina á Íslandi í 2 ár. Það komst í gegn á endanum en Brimborg greiðir aukagreiðslu á hvern bíl fyrir þessa auknu ábyrgð. Síðan bætir Brimborg við þriðja árinu sjálft.
Því er það svo augljóst hverjum heilvita manni að ef bíll er fluttur inn beint frá Bandaríkjunum eða Kanada til Íslands að Brimborg ber enga ábyrgð á honum. Auðvita veitum við þessum bílum fulla þjónustu en eigandinn getur síðan farið í síðasta þjónustuaðila og óskað eftir því að fá endurgreitt. En þá þarf hann auðvitað að sanna að um galla hafi verið að ræða og að bíllinn sé í ábyrgð.
Ef keypt er beint af Brimborg þá er ekki tekin nein áhætta og samt borgað lægra verð. Að mínu viti "no brainer". Það er furðulegt að mínu mati að borga hærra verð fyrir bílinn og taka á sig aukna áhættu.
Varðandi að Mustaninn sé í ábyrgð. Auðvitað er það þannig að skv. íslenskum lögum þá bera allir söluaðilar á hvaða vöru sem er ábyrgð í 2 ár. Það er skylda. Þá er bara spurning hvernig tekið verði á álitamálum sem ekki endilega þurfa að vera gallar að mati framleiðanda. Það gerum við á hverjum degi. Einnig er spurning hvernig er tekið á 3ja árinu og einnig ef koma fram stórir og dýrir gallar sem virkilega reynir á fyrirtækið að taka á. Allt þetta verða menn að hafa í huga og bera saman við sparnaðinn við að kaupa annarstaðar sem virðist ekki neinn vera.
Það var t.d. hringt í mig í dag og sagt að bíllinn sem IB er með sé boðinn á 4.570.000 svipað búinn og okkar sýningarbíll sem við bjóðum á 4.199.000. Skrítið að umboðið skuli verða 370.000 krónum ódýrara og býður fulla ábyrgð og auðvitað ALLAN kostnað innifalinn.
Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson