Það mætti nú alveg bjóða mér þennan á rétt rúmar 4 millur kominn heim.....
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=47588&item=4512742180&rd=1
Veit ekki hvað þessi gæti kostað hérna heima, en þegar menn eru að flytja inn bíla og fá þá verulega undir verði hérna heima er nú sennilega allt í lagi að reikna með einhverjum skakkaföllum.
Ég er búinn að vera að skoða þetta aðeins og það er hægt að gera flotta díla á ebay á fínum bílum og í mörgum tilfellum er hægt að vera um milljón undir verði og meira. Þá segi ég, ég er alveg til í að sleppa ábyrgðinni fyrir milljón, ég held til dæmis að þessi VOLVO sé það mikið gæðastykki að ég væri ekkert hræddur þó að hann væri ekki í ábyrgð. Það getur svosem komið upp eitthvað rafmagnsproblem sem þeir á Brimborgarverkstæðinu væru örugglega ekki lengi að kippa í liðinn, og þó að ég þyrfti að borga einhverja tugi þúsunda þá verð ég bara að reikna það inn í bílverðið.
Hins vegar eru menn að flytja þetta inn gagngert til að selja og setja þá á bílana það verð sem gildir hér heima og vilja svo ekki taka ábyrgð á neinu. Þess vegna er betra að gera þetta bara sjálfur og taka sénsinn.
Kv. Nóni
Sæll Nóni
Á nánast hverjum degi hitti ég fólk sem talar eins og að kaupa notaðan bíl á ebay sé eins og að drekka vatn. Svo er ekki eins og kemur fram í þessari frétt sem var í Fréttablaðinu á laugardaginn.
http://www.visir.is/?PageID=92&NewsID=24471Það sem ég greini þegar ég hlusta á fólkið þá er það fyrirfram búið að ákveða að gróðinn er augljós og sleppir öllum augljósum varúðarreglum sem allir ættu að hafa í huga þegar þeir kaupa notaða bíla. Tökum þín ummæli t.d.
Þú segir fyrst " Það mætti nú alveg bjóða mér þennan á rétt rúmar 4 millur kominn heim....."
Skv. mínum einföldum útreikningum þá væri bílinn að koma hingað á a.m.k. rúmar 4,5 milljónir. Það getur vel verið að rétt rúmar 4 þýði 500 þús. yfir fjórar en fyrir flesta bílkaupendur er hálf milljón slatti ef peningum.
Þú segir síðan "Veit ekki hvað þessi gæti kostað hérna heima, en þegar menn eru að flytja inn bíla og fá þá verulega undir verði hérna heima er nú sennilega allt í lagi að reikna með einhverjum skakkaföllum."
Þetta er einmitt málið hjá mörgum. Þeir athuga ekki einu sinni hvað bílarnir kostar hér heima áður en þeir fara að reikna út gróðann á því að kaupa bílinn að utan. Volvo S60R er á listaverði 4.990.000 hjá Brimborg og bíll með öllum aukahlutum kostar um 5,5 milljónir.
En þá segir einhver, já en munar þá ekki milljón? Jú, en bíllinn sem um ræðir er notaður bíll, 2004 árgerð, ekinn 12.000 mílur eða um 20.000 km. Bíllinn á verðlista Brimborgar er nýr 2005. Það er því mikil einföldum að bera saman verð á nýjum bíl og notuðum og segja að mismunurinn sé gróði. Þarf ég að segja meira? Hvað varð um afföllin?
Tökum dæmi ef svona bíll væri í sölu hjá Brimborg, þ.e. notaður S60R 2004 ekinn 20. þús. km. og sett væri á hann 4,5 milljónir. Síðan kæmi viðskiptavinur og vildi hugsanlega kaupa. Hann fengi að prófa bílinn, kæmi jafnvel með sérfræðing úr ættinni með sér, færi með bílinn til Frumherja til að láta skoða hann og bæði síðan um afrit að þjónustusögu bílsins hjá Brimborg, eigendasögu og krefðist þess að fá þjónustubók og smurbók með. Afhverju myndi hann gera þetta? Jú, því þetta eykur líkurnar á því að hann sé með rétta sögu á bak við bílinn og eykur líkurnar á því að bíllinn sé í góðu lagi. Síðan myndi hann skoða bílinn enn og aftur í krók og kima og gera kröfu um afslátt ef hann sæi skemmdir á bílnum. Svona er ferlið þegar væntanlegir kaupendur skoða notaða bíla hjá Brimborg. Og ef eitthvað færi úrskeiðis þá myndi hann vita að skv. íslenskum kaupalögum og stefnu Brimborgar þá getur kaupandinn komið í allt að 2 ár og kvartað við Brimborg.
Ímyndum okkur nú að við séum á ebay, sami bíll er á sama verði og af einhverjum ástæðum er væntanlegur kaupandi tilbúinn að sleppa öllum ofangreindum varúðarreglum og kaupir bílinn án þess að skoða hann, án þess að fá þjónustusögu, án þess að fá eigendasögu, án þess að fá þjónustubók eða smurbók - án nokkurs skapaðar hlutar - og auðvitað án ábyrgðar framleiðanda og án ábyrgðar um sölu notðara lausafjármuna eins og gildir hér á landi.
Bíllinn kemur til landsins og á honum eru smá beyglur, smá rafmagnsproblem því hann hafði ekki verið þjónustaður reglulega, seinna kemur í ljós að einn eigandinn hafði verið tryggingarfélag. Síðan ætlar viðkomandi að selja bílinn eftir einhvern tíma og þá fær hann lægra verð fyrir hann því hann getur ekki sýnt fram á þjónustusögu, þjónustubók, smurbók, eigendasögu o.s.frv. - og auðvitað fylgir engin verksmiðjuábyrgð.
Og í þessum ímyndaða dæmi sem þó byggir á þessum bíl sem Nóni nefndi hér í upphafi þá er ekki gert ráð fyrir stærri áföllum t.d. ef vél myndi gefa sig t.d. vegna slælegs viðhalds.
Ég segi því bara eitt að lokum. Lesið fréttina sem ég póstaði hér fyrir ofan og hafið ofangreint í huga ef þið ætlið að versla notaða bíla erlendis. Ef allt að ofan er tryggt og verðið er ca. 10% lægra en verðið á SAMBÆRILEGUM BÍL (þ.e. notaður á móti notuðum o.s.frv.) hér þá er þetta hugsanlega hagstætt - en þá er samt ekki gert ráð fyrir áföllum vegna stórra bilana.
Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson