Sælir félagar.
Sæll Rúnar.
Mér finnst að þú sért kominn í mótsögn við sjálfann þig núna með því að segja:
Þú ert eflaust að tala um allt sem kom uppá í "gamladaga" eða þegar klofningurinn átti sér stað. Allavega ef þú ert að tala um það þá máttu vita að stjórnin er ekki sú sama og hún var fyrir mörgum árum.
Svo aðeins ofar segir þú:
Fyrir utan það þá vil ég meina án þess að vera með neinar ýkjur að það yrði sportinu alls ekki til framdráttar að víkja þessu fólki sem situr stjórn LÍA frá sportinu. Það er ekkert að ástæðulausu afhverju þeir hafa verið þarna svona lengi.
Við skulum hafa eitt á hreinu.
Stjórnar og varastjórnarmenn (maður) LÍA eru sex, þá eru þrír af þessum sex stjórnarmönnum þeir sömu og voru í stjórn LÍA þegar klofningurinn varð.
Reyndar var einn af þeim framkvæmdastjóri LÍA þá.
Það breytir hinns vegar ekki þeirri staðreynd að helmingur núverandi stjórnar/varastjórnar LÍA var í raun ráðandi innan LÍA þegar KK sagði sig úr því.
Rúnar, vinsamlegast hafðu staðreyndir á hreinu þegar þú kemur fram með fullyrðingar.