Author Topic: Listin að bulla.....  (Read 5181 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Listin að bulla.....
« on: July 26, 2007, 20:50:17 »
Það hefur nokkuð borið við undanfarið að maður hefur fundið fyrir fordómum í garð þeirra sem hafa áhuga á bílum og bifreiðaíþróttum.  Sjálfskipaðir vitringar af báðum kynjum virðast eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum með allskyns bull m.a. um persónueinkenni þeirra sem eru með bíladellu.  Eitt kostulegasta bullið í þessu sambandi er að þeir sem eiga stóra/flotta/kraftmikla bíla séu jafnframt með lítið undir sér.  Það þarf ekki að taka það fram að engar mælingar hafa sýnt fram á þetta en samt er þessi fullyrðing notuð t.d. í nýlegri ástralskri auglýsingu gegn glæfraakstri.

Í Mogganum í dag var grein sem heitir "Hin heilaga sjálfrennireið" þar sem höfundur á vegum Moggans er að tala um Tarantino myndina sem núna er sýnd í Háskólabíó.  Höfundur segir m.a.:  "Flottur bíll er ekki lengur leiðin til þess að ná sér í stelpu, hann er takmark í sjálfu sér, eina leið Bandaríkjamanna með lítið undir sér til að öðlast karlmennskuna sína á ný."

Þar sem ég er orðinn þreyttur á þessu bulli skrifaði ég höfundi greinarinnar eftirfarandi bréf sem hann svaraði og viðurkenndi að hann gæti ekki rökstutt þetta.  Ég mæli með því að við sem höfum áhuga á bílum bregðumst við þegar við verðum vör við svona fordóma og rakalausar fullyrðingar með því að biðja höfunda slíks efnis um að rökstyðja mál sitt.

Err

PS:  Væri eitthvað til í svona bulli hvernig er þá staðan hjá rútu- og flutningabílstjórum? :)  Og kranabílstjórarnir maður, það er þá sennilega ekkert undir þeim.

                                                                                                                                             
                    To: <asgeirhi@mbl.is>                                                                                                  
Subject:     Hin heilaga sjálfrennireið                                                              
                    Sent by: irores@centrum .is                                                                                                                      
                   26.07.2007  12:34                                                                                                                    
Ásgeir

Ég las þessa grein þína (Mbl. 26.07.07 bls. 40). Þar stendur meðal annars:
"Flottur bíll er ekki lengur leiðin til þess að ná sér í stelpu, hann er
takmark í sjálfu sér, eina leið Bandaríkjamanna með lítið undir sér til að
öðlast karlmennskuna sína á ný."

Ertu með þessari fullyrðingu að opinbera fordóma þína og fáfræði eða
lúrirðu á vísindalegum niðurstöðum sem sýna að þeir sem eiga "flotta" bíla
séu með lítil typpi og þar af leiðandi skorti þá eitthvað sem heitir í
þínum skrifum "karlmennska" ?

Ragnar S. Ragnarsson

 

----- Original Message -----
From: "Ásgeir H Ingólfsson" <asgeirhi@mbl.is>
To: "Ragnar og Inga" <irores@centrum.is>
Sent: Thursday, July 26, 2007 4:06 PM
Subject: Re: Hin heilaga sjálfrennireið

Sæll Ragnar,

Nei, ég lúri ekki á slíkum vísindalegum niðurstöðum - en tilvitnunin sem þú
vísar til kemur hins vegar beint á eftir umfjöllun um bíómyndina Death
Proof og þetta er fyrst og fremst útlegging á þeirri heimssýn sem sú mynd
birtir, samanber næsta dálk á undan.

Pistillinn hefur yfirskriftina "Af listum" og ég er aðallega að fjalla um
afskaplega misvísindi og mótsagnakenndar tilfinningar okkar til bíla sem
birtast bæði í kvikmyndum, auglýsingum og fréttum. Hins vegar eru þetta
alls ekki vísindalegar niðurstöður og án þess að hafa rannsakað það þá held ég að hvorki flottur bíll, ljótur bíll né enginn bíll sé nein trygging
fyrir karlmennsku eða skorti á karlmennsku - karlmennska er mun flóknara fyrirbæri en svo.

kveðja,

Ásgeir H Ingólfsson
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #1 on: July 26, 2007, 21:02:13 »
er það nú, hvað meinar hann með þessu, að þeir sem eru á stórum flottum bílum séu með lítið undir sér? bílar eru nú bara áhugamál eins og frímerkjasöfnun eða plötusöfnun
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #2 on: July 26, 2007, 21:08:43 »
Ég skal afsanna þetta fyrir hverjum sem er :lol:

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #3 on: July 27, 2007, 00:13:07 »
Spurning um að taka smá Pulp Fiction senu á Ásgeiri og ath hvað honum finnst um stærðina.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #4 on: July 27, 2007, 09:51:02 »
Iss þið eigið ekkert í mig, ég er 2faldur sigurvegari standpínukeppninnar á Akureyri (svokölluð börnout keppni) :D
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Charger R/T 440

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 375
    • View Profile
listin að bulla
« Reply #5 on: July 27, 2007, 10:15:10 »
jæja Stebbi.

nú held ég að Heimasætan á Sólheimum brosi breitt.
Kveðja Gulli.
 896-6397 og 486-6797og á elge@islandia.is

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #6 on: July 27, 2007, 10:25:21 »
Var ekki mælieiningin hversu sver
aftur hásingin var :roll:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #7 on: July 27, 2007, 12:37:51 »
Quote
jæja Stebbi.

nú held ég að Heimasætan á Sólheimum brosi breitt.


 :D  :D  :D  :D  :D  :D  :D
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #8 on: July 27, 2007, 12:41:40 »
já Stebbi þú verður að fara að riða út með henni aftur  :lol: og  já stebbi er búinn að prufa 1 hö :lol:  :lol:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Junk-Yardinn

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Pabbi svarar.
« Reply #9 on: July 29, 2007, 12:23:56 »
Pabbi heimasætunnar á Sólheimum svarar:

Hún á öndvegis hesta sem heita Cuda og DeSoto.
Cuda er rauð meri en DeSoto er ógeltur hestur og eineistingur i þokkabót. Allavega kemur annað eistað ekki niður, sennilega svona stórt. Heimasætan myndi þiggja hjálp við að ná því niður.
Strákar.... þið getið því fengið að ríða út með henni á Cudu eða DeSoto.
Varið ykkur samt á hrútnunum Hemí, Dodge og Plymma. Þeir eru með þeim öflugustu sem finnast.

kveðja  veðrandi tengdapabbi einhvers............. :D  :lol:

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Listin að bulla.....
« Reply #10 on: July 30, 2007, 14:13:22 »
Hehe, var það þá cuda sem ég testaði?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

einarg

  • Guest
heheToni tengdasonur
« Reply #11 on: August 03, 2007, 21:01:46 »
Jæja billinn er langur!!!
eg var í efri kojunni á Egilstöðum!!!! hehe,,,,tja þú getur sennilega pottþétt gert mig að afa en!!!???? :D

ekki viljum við myndir hér er það nokkuð,,,,verða þær ekki bara í fjölsyldualbúminu!!!!!!?