Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: ljotikall on January 08, 2009, 09:58:03

Title: þýskar v8
Post by: ljotikall on January 08, 2009, 09:58:03
fór ad spa i þessu i gærkvöldi, vitiði til þess ad þær hafi verið settar i ameríska bila? ef ekki hvi þá? er einhvad sem mælir gegn þvi ad setja þyskav8 i drekann?
þvi þær eru oftast léttari, færri litrar, öflugri og snúast hraðar
Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 08, 2009, 10:12:10
Nú erum við að tala saman sko  8-)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 08, 2009, 10:23:47
Quote
The LS9 engine found under the hood of the Chevrolet Corvette ZR1 was inspired by the V10 engine used in BMW’s M line of cars, a new report finds. Rather than using the Dodge Viper as a bench mark, Chevrolet engineers designed the LS9 with cars like the BMW M5 and M6 in mind.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 08, 2009, 10:25:37
1961 Impala með BMW V12  8-)

http://videos.streetfire.net/vidiac.swf?video=614a6f3b-7526-4018-a95d-9ac300cb3093<br/><a href="http://videos.streetfire.net/video/1961-Chevrolet-Impala-V12_167433.htm?ref=95a2e429-af45-4364-a83c-452bdba87111">1961 Chevrolet Impala V12 - Cheemer</a>
Title: Re: þýskar v8
Post by: Ramcharger on January 08, 2009, 11:25:02
Hér er ein góð að störfum 8-)
Þetta boddy af MB þótti og þykir mér það flottasta :idea:

http://www.youtube.com/watch?v=v4M4tRf0eoo
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 08, 2009, 12:25:04
sælir félagar,halló virka betur og eru léttari OK strákar kynnið ykkur málið áður en þið farið að bulla svona ,bara í guðanna bænum.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: þýskar v8
Post by: íbbiM on January 08, 2009, 14:14:21
það náttúrulega veit það hver maður sem hefur eitthvað átt við alvöru þýska mótora, að þarna eru á ferðini mótorar sem eru ekki sambærilegir á neinn hátt við amerísku v8 mótorana, maður þyrfti að fara aftur til 1991 siirka í bmw/benz til að finna mótora sem eru á svipuðum stað í þróunarsöguni og amerísku v8 mótorarnir eru núna allra síðustu ár,

1984 fóru bmw að leggja drögin af 32v v8 mótor með 4 yfirliggjandi kambásum. með individual kefli á hvern cyl, sömuleiðis voru benz að koma með slíkan mótor (m119) sem er í grunnin porsche v8 mótor,

nýja ///M v8 vélin er yfir 100hö per liter, N/A,   Þú getur fengið rúmlega 2tonna benz fleka úr umboði sem fer undir 12 út kvartmíluna í D með spólvörnina á,

en það er svo hinsvegar annað mál að það er miklu meira mál að eiga við þessa mótora, það er margfalt kostnaðasamara, minna úrval íhluta, flóknari stýri og tölvukerfi til að brasa með og flr og flr,
ég elska þýska high tech mótora, og en ég vill ekki hafa þá í einhverju öðru en bílum af sömu tegund,  mig dauðlangar að swappa m62b44 bmw v8 í E36 boddý, eða m119/m113
í w124 coupe boddý,
en í einhverjar tjúningar, og mótorsport, fá amerísku mótorarnir mitt atkvæði, úrvalið, verðin og flr,

þess má kannski til gamans geta að ég rúllaði oft upp verðum á benz mótorum þegar ég vann í ræsir, og meðal v8 mótor frá benz, (ekki amg) voru 4millur og uppúr, á gamla genginu,
Title: Re: þýskar v8
Post by: js on January 08, 2009, 18:00:19
Srákar,amerisk hestöfl eru miklu ódýrari en þýsk,ANY TIME :mrgreen:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Kristján Ingvars on January 08, 2009, 18:05:50
Amerískur mótor fær klárlega mitt atkvæði en ég verð nú samt að segja að þetta finnst mér töff, V12 BMW mótor í 61 Impala 8-)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Dodge on January 08, 2009, 21:51:12
þvi þær eru oftast léttari, færri litrar, öflugri og snúast hraðar

oft léttari, færri lítrar er ekki kostur  :roll: sjaldnast öflugri :!: og á svipuðu snúningssviði.

5 - 10 sinnum dýrari í þennan bransa, og full weak fyrir Uber HP, ameríska dótið lifir endalaust á því
að það er helvíti gott í þessu og VEL af efninu :)

sennilega ef þú ert að spá í létt og öflugt er ódýrara að kaupa ameríska ál Small block short block
7 - 8l. svo geturu valið um flóruna af drasli ofaná það fyrir klink og ert með potential uppað hugsanlega 2000 hö
Title: Re: þýskar v8
Post by: jeepson on January 08, 2009, 22:56:01
motor með færri lítra. minna tog til dæmis.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Heddportun on January 09, 2009, 03:47:07
Það er ekki hægt að bera saman vélar með mismunandi ventlakerfi sem eru mishenntugt í áhveðinn snúning

Pushrod er að snúast algent í 5500rpm með skert ventla og öndunarkerfi,hinar 7000-9000rpm með breytilegan ventlatíma sem segir allt um öndun vélarinnar á þessum snúningum

HP vs Cid er eins heimsk mælieingin á skilvirkni sem getur hugsast nema sé verið að bera saman eins vélar með sama ventlabúnað og stærð ventla

HP vs CID er fyrir Ricera af því þeir vita ekki betur

Spólvörn er kostur en ekki galli,væri fínt að vera með spólvörn á gömlu köggunum til að koma þeim af stað
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 09, 2009, 21:26:05


HP vs Cid er eins heimsk mælieingin á skilvirkni sem getur hugsast nema sé verið að bera saman eins vélar með sama ventlabúnað og stærð ventla


Þetta er án efa fáránlegasta comment sem ég hef séð.
Hefurru skoðað sumar FIA reglurnar?

Þar segir til um rúmmáls hámark. Ætlarru að segja mér að EITT keppnislið myndi þá nota wedge/hemi chamber 2ventla hedd
og takmarka hestöflin sem það hefur í vélinni sinni, því það telur að vélin sé fullkomlega skilvirk svoleiðis?
Hversu æfur heldurru að driverinn væri þegar það taka allir framúr honum?
Það munar heilum 16% í afli við að hafa ákveðið tog í 6k rpm og 7k,
og það munar 42% afli á því að hafa ákveðið tog í 7k og 10k snúningum.


HP / Líter er name of the game þegar maður keppnir við takmarkanir.
Hverskonar skilvirkni ert þú eiginlega að tala um?
ég er að tala um þá sem vinnur keppnir..

Title: Re: þýskar v8
Post by: TONI on January 10, 2009, 02:45:56
Eru menn ekki að gleyma sér aðeins, kaninn kom t.d með 4.6 V8 álvél (cobra) fjölventla einhver 300 hp, GM kom með vél í corvette að mig minnir 1992 fjölventla, svo er GM með álvélar í dag (og hafa verið lengi þannig séð) sem eru að skila sínu hlutverki bara þokkalega.....ég sé ekkert annað en léttleika og hestöfl í þessum USA vélum.....og ef menn vilja fullkomna mótora var 4.6 vélin í Caddy ein fullkomnasta fjödaframleidda vélin í heiminum frá 1993 og lengur, sama vél kom minni í Olds Aurora eins fullkomin svo ekki sé t.d talað um 2.5 v6 Mopar vélina sem er snilldar smíði í alla staði, byggður upp eins og flottasti race motor og endingin frábær. Nota munnin þegar menn tala en  ekki rassinn, rassinn er notaður í allt aðra hluti elskurnar.
Kv. Anton
P.s Þetta eru tryggilega ekki tæmadi uppl sem ég hef, eflaust fleiri motorar frá USA sem eru verðugir kandidatar.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Heddportun on January 10, 2009, 03:44:40


Hefur þú lesið það sem verið er að tala um í þessum þræði? Lestu fyrst þráðinn áður en þú byrjar........

Það er enginn að tala um reglur FIA  :roll: og þessar % tölur sem þú kemur með eiga sér enga stoð í raunvöruleikanum nema á reiknivélinni þinni
Reglurnar eru margfalt flóknari en takmörk á sprengirými- t.d. RPM,Bensín og það sem skiptir mestu máli.. ventla og öndunarkerfi

Þú er stax búinn að sprengja loftbóluna þína með eigin rökum,ventla og innöndunarkerfið takmarkar af vélarinnar ekki sprengirými

Þar segir til um rúmmáls hámark. Ætlarru að segja mér að EITT keppnislið myndi þá nota wedge/hemi chamber 2ventla hedd

En þú mátt hafa þetta eins og þú vill það nennir engin að rökræða þetta við þig og er ekki umræðuefni í þessum þræði... ég sé enga nauðsyn fyrir að útskýra þetta frekar en það að þú getur ekki metið þetta úrfrá 1 breytu og flaggað síðan FIA reglunum


Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 10, 2009, 11:52:54


Hefur þú lesið það sem verið er að tala um í þessum þræði? Lestu fyrst þráðinn áður en þú byrjar........

Það er enginn að tala um reglur FIA  :roll: og þessar % tölur sem þú kemur með eiga sér enga stoð í raunvöruleikanum nema á reiknivélinni þinni
Reglurnar eru margfalt flóknari en takmörk á sprengirými- t.d. RPM,Bensín og það sem skiptir mestu máli.. ventla og öndunarkerfi

Þú er stax búinn að sprengja loftbóluna þína með eigin rökum,ventla og innöndunarkerfið takmarkar af vélarinnar ekki sprengirými

Þar segir til um rúmmáls hámark. Ætlarru að segja mér að EITT keppnislið myndi þá nota wedge/hemi chamber 2ventla hedd

En þú mátt hafa þetta eins og þú vill það nennir engin að rökræða þetta við þig og er ekki umræðuefni í þessum þræði... ég sé enga nauðsyn fyrir að útskýra þetta frekar en það að þú getur ekki metið þetta úrfrá 1 breytu og flaggað síðan FIA reglunum




Ef þú getur haft sama tog á öðrum snúning þá breytist aflið á nýjum snúning.
tog * 5252 / rpm = hp
mjög einfalt
Og þær eiga sér nú alveg fullt gildi í raunveruleikanum. Ég nenni ekki að lista allar þær vélar sem eru með hámarks afl við 8-9k
til að reikna svo fyrir þig togið í þeim til að útskýra þetta nánar.

Bensín er þá algilt á keppnis seríu þannig að það er ekki tilgangur í að tala um það.

Ég er bara að commenta á svar þitt um að hp/líter skipti engu máli og segji ekkert um skilvirkni vélar.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Serious on January 11, 2009, 23:54:39
Ef það eitthvað sem kaninn kann er það að smíða v8 vélar og því fá þær mitt athvæði og svona til gamans má geta að vinur minn einn vann á verkstæði fyrir BMW og sagði að v8 vélarnar væru alltaf til vandræði í bimmanum alltaf eitthvað að bila en hey ég veit ekki meyr ég sel það ekki dýrar en ég stal því  :-"
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 00:15:06
Þetta hérna er amerísk V8 HEMI vél með blásara byggð á gömlu hönnuninni... hún er ríflega 8000hp og er aflmesta bílvél í heiminum. punktur.

Although the Top Fuel engine is built exclusively of aftermarket parts, it retains the basic configuration with two valves per cylinder activated by pushrods from a centrally-placed camshaft. The engine has hemispherical combustion chambers, a 90 degree V angle; 4.8" bore pitch and a 5.4" cam lift. The configuration is identical to the overhead valve, single camshaft-in-block

(http://www.anita-fred.net/images/Drag%20Racing/Fuel%20Engine.JPG)
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 00:41:17
Þetta var nú lélegt og á ekkert heima í neinum samræðum um vélar sem þurfa að haldast samann lengur enn
per run eða per event ,

Það er bara stærðfræðilega þannig að vélar með
fjölventla hedd, fjöl cylendra (miðað við 1cyl vél ) og stutt stroke geta búið til fleiri hestöfl miðað við vélarstærð.
Það er það sem minn og allra vasareiknar segja og er svo.

Ég skil bara ekki afhverju 4ventla hedd hafa ekki verið standard á öllum amerískum V8 vélum,
Getur einhver sagt mér það?

Hvað er það sem ameríkönum finnst svona rangt við fleiri hestöfl á líter?
er það ofur togið í lágum snúningum sem menn halda svona fast í?



Title: Re: þýskar v8
Post by: Serious on January 12, 2009, 00:55:54
GS einfalt er betra minna sem getur bilað og sterkari hönnun og já öflugt tog er það sem gildir í flest öllu motorsporti hestöfl eru góð en þaug eru ekki allt togið er það sem gildir og telur meyra þegar upp er staðið einfalt 8-)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 00:56:52
Þetta var nú bara til að sýna að það þarf ekkert fjölneitt og fjölhitt og 4 ventla þarna og tölvur þarna til að stjórna þessu og bla bla bla.... til að framkalla power... en jújú, þetta er kannski ekki alveg það sama....

Tölum þá um þessa hér (sem þarf ekki að þjónusta milli ferða):

500cid, 1300+ hp, engin tölva, 2v per cyl, blöndungar... engin innspýting, 90° V8, 1 knastur, pushrods... etc etc...

(http://image.carcraft.com/f/9576663/p164871_large+Oldsmobile+Pro_Stock_Engine.jpg)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Serious on January 12, 2009, 01:29:18
Þessi yrði flott í bensinn minn en verst væri að sennilega myndi hann hrinja utanaf vélinni  :lol:
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 02:09:12
Þessi 500cid runnar dælu bensín?
Varla.

Helvítið fyndið að 162hö/líter þessi 500cid er það sama og
Powertec V8 2.8 gerir á dælu bensíni. 455hö.

Þýðir lítið að pósta einhverjum dragstera vélum sem runna funky fuels.

Það er ekkert frá því komist að fleiri ventlar (euro og jap vélar) geta flætt meira loft miðað við bore stærð (takmörkun á ventlastærð)
þannig að það þýðir ekkert að röfla um þetta.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Aron Fridrik on January 12, 2009, 02:10:38
Eru menn ekki að gleyma sér aðeins, kaninn kom t.d með 4.6 V8 álvél (cobra) fjölventla einhver 300 hp, GM kom með vél í corvette að mig minnir 1992 fjölventla, svo er GM með álvélar í dag (og hafa verið lengi þannig séð) sem eru að skila sínu hlutverki bara þokkalega.....ég sé ekkert annað en léttleika og hestöfl í þessum USA vélum.....og ef menn vilja fullkomna mótora var 4.6 vélin í Caddy ein fullkomnasta fjödaframleidda vélin í heiminum frá 1993 og lengur, sama vél kom minni í Olds Aurora eins fullkomin svo ekki sé t.d talað um 2.5 v6 Mopar vélina sem er snilldar smíði í alla staði, byggður upp eins og flottasti race motor og endingin frábær. Nota munnin þegar menn tala en  ekki rassinn, rassinn er notaður í allt aðra hluti elskurnar.
Kv. Anton
P.s Þetta eru tryggilega ekki tæmadi uppl sem ég hef, eflaust fleiri motorar frá USA sem eru verðugir kandidatar.

Lotus hannaði það fyrir kanann..


annars er gumpert apollo 880 hö út úr 4.2 lítra vél (260 tommu kúbik).. ég er ekki að sjá fjöldaframleiddan bíl í usa með þær hö tölur
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 02:54:47
1740hp útí dekk á 93okt bensíni. Sami maður var með 5.8L vél sem var 1200+ ennþá gert með blöndung (og talaði um að 1500+ væru möguleg), 2v per cyl., single cam, 90° V8...

(http://i165.photobucket.com/albums/u44/alfonsothefons/Steve-Morris-Wagon.jpg)

Varðandi Gumpert Apollo... sem ég hef aldrei heyrt um reyndar fyrr en nú:

Gumpert hopes to produce 150 Apollos between 2005 and 2008. A new 800 bhp (600 kW) version is also being created. The manufacturers say that the Apollo is theoretically capable of driving upside down at 190 mph (310 km/h) (top of a tunnel) because of the amount of downforce it produces.

There are 3 engine types available, a base version for the amateur with about 550bhp, a sport for more experienced drivers with around 600bhp, and a fully unleashed race version with around 650bhp.

P.S..... taktu túrbínurnar af og sjáðu hvað hann býr til mikið power þá  :wink:
Þetta er allt mjög skemmtilegt... gaman að tuða smá  :-"

En afhverju eru þessi gríðarlegu tækniundur hjá bmw, benz o.sv.frv ekki í hverjum einasta race bíl fyrst þetta er svona rosalega gott ?
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 03:58:22
1740hp útí dekk á 93okt bensíni. Sami maður var með 5.8L vél sem var 1200+ ennþá gert með blöndung (og talaði um að 1500+ væru möguleg), 2v per cyl., single cam, 90° V8...

(http://i165.photobucket.com/albums/u44/alfonsothefons/Steve-Morris-Wagon.jpg)

Varðandi Gumpert Apollo... sem ég hef aldrei heyrt um reyndar fyrr en nú:

Gumpert hopes to produce 150 Apollos between 2005 and 2008. A new 800 bhp (600 kW) version is also being created. The manufacturers say that the Apollo is theoretically capable of driving upside down at 190 mph (310 km/h) (top of a tunnel) because of the amount of downforce it produces.

There are 3 engine types available, a base version for the amateur with about 550bhp, a sport for more experienced drivers with around 600bhp, and a fully unleashed race version with around 650bhp.

P.S..... taktu túrbínurnar af og sjáðu hvað hann býr til mikið power þá  :wink:
Þetta er allt mjög skemmtilegt... gaman að tuða smá  :-"

En afhverju eru þessi gríðarlegu tækniundur hjá bmw, benz o.sv.frv ekki í hverjum einasta race bíl fyrst þetta er svona rosalega gott ?

Þú þarft nú aðeins að opna augun, flestir sportbílar í heiminum hafa BMW vél eða MB vél.
Fleiri MB vél samt.
Í evrópu eru fullt af sportbíla framleiðendum sem eru ekki Ferrari og Porsche.


Einn smekkleg V8 sem ég sá á autosport sýningunni frá Powertec í bretlandi.
3,4lítrar 550hö. V8. 212kúbik tommur. Venjulegt bensín.
Hvað vigtar svoleiðis setup? undir 100kg...

Fjölventla vélar geta sýnt 300hö+/líter og vigtað undir 100kg. (Formula 1) og verða að duga helgina.
3-5tíma akstur og ganga á svo gott sem venjulegu bensíni.
Og þar er verið að takmarka snúninga, efnisval í vél og eldsneytis eyðslu.
Þetta eru fjölventla V8 vélar sem eru 2,4lítrar (~ 150cid)
Þessar vélar verða að vigta 95kg eða meira.

Má ég fá EINA Hemi/Wedge vél sem getur gert það með engum supercharger, turbo, noz, súrefnisríkara bensín, alcohol, methanol.
Mér er sama um vélarstærð, fjölda cylendra, bara að wedge/hemi geti sýnt svona tölur NA.

Fjölventla hedd >>> 2v hedd.

Það er enginn leikur að list að fá sér bara fleiri kúbik tommur.
Ég myndi segja að það sé innan við 5ár að við sjáum 2-3lítra vélar rúlla yfir 1000hö mjög algengt.
nú þegar eru nokkrar 3.0Lítra BMW vélar komnar vel yfir 1000hö.
Og þá meina ég heimasmíðuð setup.

Og 5lítra+ V8 rúlla yfir 2000hö á heimasmíðum túrbo setupum, þá meina ég amerískum vélum,.

Ég meina hverjir eru að pósta 150hö/cyl eða 300hö/líter í heimasmíðaða geiranum þegar kemur að boosti?
Ha? Heimasmíðaður 1700hö 350cid?

Ég meina það eru slatti af mönnum keyrandi 600hö+ 2lítra Mitsubishi bíla.
Sama með Hondurnar. Allt smíðað HEIMA.
Og það er töluvert af 6cyl Japa og BMW mönnum farnir að rúlla 600hö+ mjög algengt , oft á ORIGINAL stimplum og stöngum.
Allt bara menn að skrúfa samann dótarí í skúrnum hjá sér með
littlu vélarnar sínar og feitar túrbínur og þetta eru daily driverar sem menn fara í vinnuna á, dag eftir dag.
Og þessir mega sitja í umferð svo klukkutímum skiptir ef þess þarf.

Samantekt..

Túrbínur owna superchargera
Margir ventlar owna fáa

Framtíðin ownar fortíðina.
















Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 12, 2009, 05:30:10
sælir félagar.ég er svona aðeins búin að fylgjast með þessu spjalli hérna og er ekki alveg að sjá tilgangin með þessu sér í lagi hjá þér GUST eitthvað skiptir engu svo sem.en málið er þetta þú átt ekki að vera gera lítið úr því að menn séu að stróka eða bara gera eitthvað skemmtilegt ,pabbi minn er betri en pabbi þinn þetta er frekar þreytt.eina sem ég get ráðlagt þér er það láttu verkin tala og ekki vera hér á þessu spjalli eingöngu til að brjóta niður og eyðileggja annars ágæta síðu.ég veit að menn geta komið með fleiri dæmi en ég held að menn nenni því ekki enda breytir það engu það koma bara meiri leiðindi í kjölfarið því miður.eins og segir í textanum það einfaldasta er alltaf best .kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: þýskar v8
Post by: Kiddi on January 12, 2009, 08:55:06
Er þetta farið að snúast um hámarksnýtni eins og venjulega.....  :lol:

800 ft/pounds við 0 sn/mín
Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 12, 2009, 09:28:04
Auðunn minn, það er enginn að drulla yfir neinn hér :)  Bara verið að rökræða hvaða leið sé best :)  Óþarfi að vera sár þó USA mótornarnir séu að tapa í þessum umræðum  :lol:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Racer on January 12, 2009, 09:40:46
getum líka sagt 1.0L 500-800 hö , skella mjög góðri túrbínu á mótor hjól  :mrgreen:

verst fáir myndu vilja keyra það án þess að eiga hættu að stúta því
Title: Re: þýskar v8
Post by: Kiddi on January 12, 2009, 09:56:12
Bara verið að rökræða hvaða leið sé best :) 

Það fer algerlega eftir því hverju menn sækjast eftir......

Nú af því við erum á kvartmílusíðu og geri þá ráð fyrir að um sé að ræða kvartmílubíl þá tel ég að þar sem þú færð mest fyrir peninginn sé gömul brutal BBC eða eitthvað sambærilegt.. færð 650 hö léttilega við mjög litlar og ódýrar breytingar og enginn power adder inn í myndinni eða þá funky fuel.

Það væri gaman að sjá tölur eins og kostnaður/hestafl hjá flestum af þessum hö/liter dúddum.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 12, 2009, 10:00:48
Hehe, ok reyndar, ekki kannski "best"..  En sumir hafa gaman að USA mótorum og aðrir þýskum.  Ætli þetta sé ekki svipað og Chevy vs Ford.  Þú breytir ekki Fordara með nokkrum línum á internetinu  :lol:

En jújú, ég myndi t.d. fara frekar í meiri kostnað og BMW heldur en Camaro..  Hægt að nota BMWinn í svo miklu miklu meira en að spyrna :)  Og mig langar enganvegin í "kvartmílubíl".  En ég vil geta notað hann þar samt ásamt því að nota hann sem daily driver og í fleiri akstursíþróttir.  Það gerir maður nú líklega ekki við marga af þessum bílum sem þið tölduð upp hér :)
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 10:39:39
Bara verið að rökræða hvaða leið sé best :) 

Það fer algerlega eftir því hverju menn sækjast eftir......

Nú af því við erum á kvartmílusíðu og geri þá ráð fyrir að um sé að ræða kvartmílubíl þá tel ég að þar sem þú færð mest fyrir peninginn sé gömul brutal BBC eða eitthvað sambærilegt.. færð 650 hö léttilega við mjög litlar og ódýrar breytingar og enginn power adder inn í myndinni eða þá funky fuel.

Það væri gaman að sjá tölur eins og kostnaður/hestafl hjá flestum af þessum hö/liter dúddum.

Keppir ekki í RS eða GT flokkum með big block, stundum er vandamálið reglurnar.

Ætlar enginn að svara því afhverju menn vilja Wedge eða Hemi yfir 4ventla Pentroof style hedd??
Það er ekkert svoleiðis er betra svar. Þetta hlýtur þá að vera útaf einhverju öðru,






Title: Re: þýskar v8
Post by: Kiddi on January 12, 2009, 11:21:13
Bara verið að rökræða hvaða leið sé best :) 

Það fer algerlega eftir því hverju menn sækjast eftir......

Nú af því við erum á kvartmílusíðu og geri þá ráð fyrir að um sé að ræða kvartmílubíl þá tel ég að þar sem þú færð mest fyrir peninginn sé gömul brutal BBC eða eitthvað sambærilegt.. færð 650 hö léttilega við mjög litlar og ódýrar breytingar og enginn power adder inn í myndinni eða þá funky fuel.

Það væri gaman að sjá tölur eins og kostnaður/hestafl hjá flestum af þessum hö/liter dúddum.

Keppir ekki í RS eða GT flokkum með big block, stundum er vandamálið reglurnar.

Ætlar enginn að svara því afhverju menn vilja Wedge eða Hemi yfir 4ventla Pentroof style hedd??
Það er ekkert svoleiðis er betra svar. Þetta hlýtur þá að vera útaf einhverju öðru,


Ertu þá að tala um t.d. Top fuel dragster flokkana úti eða bara yfirhöfuð? A.m.k. Top fuel NHRA reglurnar leyfa held ég ekki miklar vélaþróanir meðal annars pentroof 4 valves per strokk, elektróniskar innspýtingar o.m.fl. tækninýjungar svo ég best viti. Það væri fróðlegt hvert menn væru komnir í þeim bransa ef allt væri leyft samanber F1 o.fl. akstursíþróttir þ.s. menn eru að ná ótrúlegum framförum með "pínu" R&D  :lol: .
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 13:36:51
Þetta er rétt hjá þér Kiddi með Top Fuel, allt mekaníst í þessu gumsi.

En Gustur minn ekki svona reiður... flest hp per krónu koma á gömlum fúlum BBC rétt eins og Kiddi benti á....

Ég þarf að finna vélina aftur en það er race strumpur í Vesturheimi með 290cid SBC, gengur á svo til eins og þú orðaðir það fallega, dælubensíni (þetta er ekki racebensín..) er rúml 1000hp, MEÐ 1x blöndung, 1x knastás, 2v heddum, ekki einu sinni HEMI... 290cid = 4.7ltr... mér finns það mun meira impressive en þetta formúlu gums.. bara verður að afsaka.

Framtíðin ownar fortíðina segiru.... fortíðin er ennþá að gera hluti sem framtíðin er ekki búin að ná... magnað.
Title: Re: þýskar v8
Post by: baldur on January 12, 2009, 13:51:51
Ástæðan fyrir því að pushrod 2 ventla vélar eru svona mikið notaðar er einfaldlega sú að þær eru svo ódýrar. Það næst eiginlega í öllum tilfellum betri árangur með því að færa knastásana upp í heddin og fjölga ventlunum. Það þýðir samt ekki endilega að það borgi sig. Það er vel hægt að ná helling af poweri út úr þessu 2 ventla pushrod dóti, það gefur bara aðeins þrengra vinnslusvið heldur en yngri hannanir sem eru svipað tjúnaðar, og flóknari ventlabúnaður er ekki jafn áreiðanlegur og bucket followers þegar snúningurinn er kominn nær 10 heldur en 5 þúsund.
2 ventla wedge heddin taka líka minna pláss þannig að það er hægt að búa til vél sem er fleiri kúbik miðað við ytri stærðir.

Af hverju bílaframleiðendur í USA framleiða ennþá svona mótora, þá hugsa ég að það sé eingöngu markaðssetningardæmi
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 14:03:47
Þetta er rétt hjá þér Kiddi með Top Fuel, allt mekaníst í þessu gumsi.

En Gustur minn ekki svona reiður... flest hp per krónu koma á gömlum fúlum BBC rétt eins og Kiddi benti á....

Ég þarf að finna vélina aftur en það er race strumpur í Vesturheimi með 290cid SBC, gengur á svo til eins og þú orðaðir það fallega, dælubensíni (þetta er ekki racebensín..) er rúml 1000hp, MEÐ 1x blöndung, 1x knastás, 2v heddum, ekki einu sinni HEMI... 290cid = 4.7ltr... mér finns það mun meira impressive en þetta formúlu gums.. bara verður að afsaka.

Framtíðin ownar fortíðina segiru.... fortíðin er ennþá að gera hluti sem framtíðin er ekki búin að ná... magnað.

Eru ekki túrbínur líka bannaðar í top level kvartmílu, minnir það.

Ertu með link á þessa vél?
Hvernig er hún meira impressive heldur enn F1 vél?

Og hvað væri það sem gamlar vélar gera svona svakalega sem nýjar gera ekki?
Hvað er það sem nýjar vélar eru ekki búnar að ná að gera miðað við gamlar?

Ég hef virðingu fyrir því sem menn nenna að eltast við með 2v hedd.
Verst er að þeir sömu menn með sýna þekkingu gætu gert svo ofboðslegar vélar ef þeir fengu betri ventlakerfi.
Bandaríkin hafa líklega overall hæsta level af amateur vélarsmiðum sem geta gert kraftaverk á 2v vélar.
Væri til í að sjá sömu menn spreyta sig á fjölventla heddum með vélar af almennilegri stærð.
Á meðan allstaðar annarstaðar eru menn að leika sér með bæði, ekki bara að fókusa á eina hönnun.

Ætli þetta sé ekki tæknilegasta umræðan á þessu spjalli síðustu tvö ár?
Því miður enn þetta er alveg ótæknilegasta spjall sem ég veit um, minna enn L2C .


 


Title: Re: þýskar v8
Post by: Kristján Stefánsson on January 12, 2009, 14:34:40
Þetta er rétt hjá þér Kiddi með Top Fuel, allt mekaníst í þessu gumsi.

En Gustur minn ekki svona reiður... flest hp per krónu koma á gömlum fúlum BBC rétt eins og Kiddi benti á....

Ég þarf að finna vélina aftur en það er race strumpur í Vesturheimi með 290cid SBC, gengur á svo til eins og þú orðaðir það fallega, dælubensíni (þetta er ekki racebensín..) er rúml 1000hp, MEÐ 1x blöndung, 1x knastás, 2v heddum, ekki einu sinni HEMI... 290cid = 4.7ltr... mér finns það mun meira impressive en þetta formúlu gums.. bara verður að afsaka.

Framtíðin ownar fortíðina segiru.... fortíðin er ennþá að gera hluti sem framtíðin er ekki búin að ná... magnað.

Eru ekki túrbínur líka bannaðar í top level kvartmílu, minnir það.

Ertu með link á þessa vél?
Hvernig er hún meira impressive heldur enn F1 vél?

Og hvað væri það sem gamlar vélar gera svona svakalega sem nýjar gera ekki?
Hvað er það sem nýjar vélar eru ekki búnar að ná að gera miðað við gamlar?

Ég hef virðingu fyrir því sem menn nenna að eltast við með 2v hedd.
Verst er að þeir sömu menn með sýna þekkingu gætu gert svo ofboðslegar vélar ef þeir fengu betri ventlakerfi.
Bandaríkin hafa líklega overall hæsta level af amateur vélarsmiðum sem geta gert kraftaverk á 2v vélar.
Væri til í að sjá sömu menn spreyta sig á fjölventla heddum með vélar af almennilegri stærð.
Á meðan allstaðar annarstaðar eru menn að leika sér með bæði, ekki bara að fókusa á eina hönnun.

Ætli þetta sé ekki tæknilegasta umræðan á þessu spjalli síðustu tvö ár?
Því miður enn þetta er alveg ótæknilegasta spjall sem ég veit um, minna enn L2C .


 





Viltu þá ekki bara halda þig á L2C með hinum tækni strumpunum  :roll:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 14:48:35
Quote
Viltu þá ekki bara halda þig á L2C með hinum tækni strumpunum  :roll:

bwahahahaha  =D>
Title: Re: þýskar v8
Post by: dodge74 on January 12, 2009, 14:59:36
einar k möller og kiddi fá mitt athvæði =D> :mrgreen:
Quote
Viltu þá ekki bara halda þig á L2C með hinum tækni strumpunum  :roll:..... :lol:


Title: Re: þýskar v8
Post by: JONNI on January 12, 2009, 15:51:44
Æi hættiði þessu rugli

http://www.youtube.com/watch?v=JKxyHycSEjQ

Kv

Title: Re: þýskar v8
Post by: Kiddi on January 12, 2009, 16:01:26
Æi hættiði þessu rugli

http://www.youtube.com/watch?v=JKxyHycSEjQ

Kv



Múahaha
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 16:15:07
Street driven, 400cid SBC Twin Turbo, 2200+ hp.... það er video af þessari græju á Youtube á hraðbraut.. bara snilld

(http://www.cfscshootout.com/saboury2.jpg)

http://www.youtube.com/watch?v=jLyDkbvxEEY
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 16:18:34
Nice,
ætlið þið að fá fleira fólk í klúbbinn með þessu attitude?

Hverjir eru það sem mæta að horfa á míluna á íslandi?
90% eru eigendur Jap og Euro bíla, fólk yngra enn 30ára.
Væri soldið dapurlegt þarna ef þið viljið ekki svoleiðis fólk á staðnum.

Klúbburinn myndi rúlla um koll á innan við ári ef það væri ekki fyrir þessa "krakka" að mæta á non amerískum bílum.





Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 16:25:13
 :cry: ég ætla bara að hætta við að koma með bílinn minn núna... það eru bara 10% þeirra sem mæta sem vilja horfa á hann  :cry:

Gustur minn..... HVAÐ ER AÐ FRÉTTA ?.... sló eitthvað saman hjá þér ?

Þessi klúbbur hefur starfað í rúm 30 ár... flest þessi ár án Euro/Jap bíla og honum gekk ekki illa þá... en gengur jú betur núna, það er enginn að dissa okkar keppendur heldur erum við að tuða um ágæti véla hingað og þangað...

STUBBAKNÚS !
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 16:58:16
Ég er líka að reyna koma fram spurningum sem bara Baldur er búinn að nenna svara.

Og var að vonast eftir ykkar áliti/tæknilegum útskýringum afhverju þessi tegund af heddum eru enn notuð.

Þýðir ekkert að rífast um neitt hvort flæðir meira eða hvað þar sem að fjölventla gerir það án spurninga.
Og það þýðir hreinlega akkúrat ekki neitt að eyða einu orði meira um það.

Ég er bara þannig að ég held ekki kjafti þegar er verið að varpa fram áliti sem staðreyndum þegar menn vita betur enn svo.







Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 12, 2009, 17:20:40
Og þegar menn vita ekki svörin er alltaf best að segja..

"Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, vertu bara úti!"  :lol:

Allavega ekkert nýtt á þessarri síðu  :wink:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 17:43:05
Allaveganna hvað keppnisbíla varðar þá eru 2v heddin besti kostur budget-lega séð því það er ennþá hægt að búa til svo gríðarlegt afl með þessum vélum fyrir minni pening.....

Ég er ekkert að setja útá rest, en mér finnst þetta bara meira impressive...

Við sáum nú lítinn Datsun eða hvað það var útá Flórída í haust fara 7.90 með lítinn boxer mótor og turbo... en einn aðili sem er með svona apparat sagði gallann vera sá að þetta væriru ALLTAF með í höndunum.. en þetta væri gaman.

Ég segi bara eins og einn góður sagði við mig í símann áðann...

Þetta snýst um að hafa val.

Hvenær fáum við svo að sjá 1000-2000hp BMW á brautinni ?
Title: Re: þýskar v8
Post by: Heddportun on January 12, 2009, 17:45:08
Well.. það er búið að sýna þér að þessi "álit" eins og þú kallar þau eru meira en álit ef þú skoðar það sem aðrir eru búnir að pósta og búið að vera þannig í þessi 30ár þín

Það er engin með attitide nema þú því það er bara verið að benda þér á það að þú ert að bera saman Hi-tech nútíma vélar við Mechaniskar vélar en samt eru þær að skila meiru og endast fyrir allan peningin svo það sprengir þessar kenningar þínar um Hp per Liter,4v breytilegan ventlatíma og allt það...

Einu tjúningarnar sem gerðar eru á Jap/Euro eru með túrbínum því þessar 4v vélar eru svo gott sem maxaðar út,



Title: Re: þýskar v8
Post by: Dodge on January 12, 2009, 19:12:33
Ertu með link á þessa vél?
Hvernig er hún meira impressive heldur enn F1 vél?

Humm... ég skal spreyta mig á að skjóta.

þessi vél er 1000hö en formúlu vélin hvað...750 ...ish?

Einnig treisti ég mér til að giska á að þessi sé með allavega 1 núlli minna í verðmiðanum en F1 vélin
og smíðuð af gúrú í skúrnum sínum en ekki landsliði af overpayed bókabéusum.

Svo að sjálfsögðu snýst þetta um að menn nota þann búnað sem þeir hafa áhuga á og velja sér svo flokk eftir
því, og þessvegna kemur það okkur voðalega lítið við hvað mundi virka best í RS eða GT....  :roll:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Aron Fridrik on January 12, 2009, 20:06:23
Ertu með link á þessa vél?
Hvernig er hún meira impressive heldur enn F1 vél?

Humm... ég skal spreyta mig á að skjóta.

þessi vél er 1000hö en formúlu vélin hvað...750 ...ish?

Einnig treisti ég mér til að giska á að þessi sé með allavega 1 núlli minna í verðmiðanum en F1 vélin
og smíðuð af gúrú í skúrnum sínum en ekki landsliði af overpayed bókabéusum.

Svo að sjálfsögðu snýst þetta um að menn nota þann búnað sem þeir hafa áhuga á og velja sér svo flokk eftir
því, og þessvegna kemur það okkur voðalega lítið við hvað mundi virka best í RS eða GT....  :roll:


F1 vélar voru komnar upp í 900 hö NA áður en þeir voru skyldaðir til að fara niðrí V8 vélar

þá var bmw vélin 900hö og 91kg


ég ætla nú samt að vona að þú sért ekki að hæðast af vélarverkfræðingum  :roll:
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 20:28:32
Well.. það er búið að sýna þér að þessi "álit" eins og þú kallar þau eru meira en álit ef þú skoðar það sem aðrir eru búnir að pósta og búið að vera þannig í þessi 30ár þín

Það er engin með attitide nema þú því það er bara verið að benda þér á það að þú ert að bera saman Hi-tech nútíma vélar við Mechaniskar vélar en samt eru þær að skila meiru og endast fyrir allan peningin svo það sprengir þessar kenningar þínar um Hp per Liter,4v breytilegan ventlatíma og allt það...

Einu tjúningarnar sem gerðar eru á Jap/Euro eru með túrbínum því þessar 4v vélar eru svo gott sem maxaðar út,





Hvernig væri að fá SKÝR svör við þessum þá.

Hvernig er búið að sprengja þessar "kenningar" sem ég er nú þegar búinn að pósta staðreyndum fyrir?

Svo ég endurtaki. Að flæðilega séð þá mun 4v með stærstu mögulegum ventlum alltaf flæða meira enn 2v með stærstu mögulegum ventlum fyrir sama bore. Þetta er ekki eitthvað sem ég er hérna að bulla útúr mér fyrir ykkur að "dæma" , Þetta er bara algild eðlisfræði sem ekkert rifrildi getur
breytt. Fyrst að vél getur komið inn meira lofti þá mun sú vél geta framleitt meiri power.


Hvernig færðu að þessar vélar séu svo gott sem maxaðar út?

Hvaða vélar ertu akkúrat að tala um?

Hvað ertu að meina með "skila meiru"? Í hvaða samhengi er sú skilgreining?

Þessi svör hjá þér eru óljós í allra besta lagi.

Að bera samann vélar sem eru ekki af sömu stærð og í 100% tilfella er 2v vélin með meira rúmmál
og ætla að reyna telja mér trú um það að ÞAÐ ákveði hversu góð hún sé og sé því BETRI enn
mikið minni vél er á engann hátt sambærilegt.

Ég sé ekkert svar í þessum þræði frá ykkur bera samann vélar á neinum grundvelli nema hestöflin sem sú vél skilar.
Auðvitað er hægt að smíða vél sem er jafn stórar og þessar 2v vélar sem þið talið um.

Ætlar einhver að segja mér að ef þessar væru til vals fyrir 0kr ekkert útlagt, engir vextir.
4v vél NA 5,7lítra V8
2v vél NA 5,7lítrar V8.

Að 4v vélin geti ekki skilað meiri afli?

Og í alvörunni, ekki pósta bara einhverju hestafla tölum nema það fylgi þá einhverjar statíkir þar á bakvið.
Sem er hægt að nota til að gefa sambærilegann samanburð.

Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 12, 2009, 21:00:38
Aron,

Vélin mín er tæp 1000hp N/A og þú mátt bóka að hún er allskostar ekki búinn þeim búnaði og hönnuð eins og F1 vél... þetta er ekkert til að bera saman finnst mér.

Gustur,

4v meikar power... en það er bara ekki praktíst budgetlega séð... en það vekur þó óskipta athygli að í öflugustu outlaw bílaflokkunum er oft opið fyrir 4v heddin... en enginn notar þetta... afhverju skyldi það vera, og þó eru þarna gaurar sem liggur við prenta peningana sjálfir....?
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 21:12:28

Gustur,

4v meikar power... en það er bara ekki praktíst budgetlega séð... en það vekur þó óskipta athygli að í öflugustu outlaw bílaflokkunum er oft opið fyrir 4v heddin... en enginn notar þetta... afhverju skyldi það vera, og þó eru þarna gaurar sem liggur við prenta peningana sjálfir....?

Það er það sem ég vil vita?

Menn runna svona fjölventla vélar fleiri hundruð þúsund kílómetra alveg eins og 2v vélar.

Fyrir það fyrsta eru til aftermarket hedd fyrir amerískar v8?

Geturru útskýrt hvað þú meinar með budgetlega séð? Er það þá þróun og framleiðsla á 4v heddum?
Title: Re: þýskar v8
Post by: Kristján F on January 12, 2009, 21:41:09



Fyrir það fyrsta eru til aftermarket hedd fyrir amerískar v8?



Ertu ekki að grínast búin að blammera hér í allar áttir og kemur svo með svona spurningu.
 Hérna er td 4v hedd http://araoengineering.com/Chevy/chevysmb.htm
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 12, 2009, 23:38:58
Enda þarf ég ekkert að vita um amerískt aftermarket til að vita hvað er rétt og hvað ekki.

Enn þakka þér fyrir þennan link.

Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 12, 2009, 23:49:24
sælir félagar.mín spurning er sú er þessi maður nýbúinn að missa vinnuna eða hvað er málið.ég verð bara að segja það að svona framkoma er bara ekki að gera sig hér á spjallinu margbúið að svara þér, nákvæmlega öllu sem þú hefur spurt um marg ýtrekað .svo ég spyr ert þú í KK og ef svo er hver ert þú þetta er farið að fara í minar fínustu og þarf mikið til þess BARA SORRY STRÁKAR.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: þýskar v8
Post by: ljotikall on January 13, 2009, 00:50:49
en drengir það er engin af ykkur buinn ad svara spurningu minni og samt eru komnar 3siður.. vitiði til þess ad þær hafi verið settar i ameríska bila? ef ekki hvi þá? er einhvad sem mælir gegn þvi ad setja þyskav8 i drekann og þa er eg ekki ad meina 1000-8000hp dragstera bara venjulegan v8 götubil
Title: Re: þýskar v8
Post by: JHP on January 13, 2009, 01:06:59
Þessi þráður er alveg met  :-s  :lol:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Aron Fridrik on January 13, 2009, 07:42:42
en drengir það er engin af ykkur buinn ad svara spurningu minni og samt eru komnar 3siður.. vitiði til þess ad þær hafi verið settar i ameríska bila? ef ekki hvi þá? er einhvad sem mælir gegn þvi ad setja þyskav8 i drekann og þa er eg ekki ad meina 1000-8000hp dragstera bara venjulegan v8 götubil

þýskar vélar kosta meira og eru alltaf með flóknari ECU
Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 13, 2009, 10:24:19
sælir félagar.mín spurning er sú er þessi maður nýbúinn að missa vinnuna eða hvað er málið.ég verð bara að segja það að svona framkoma er bara ekki að gera sig hér á spjallinu margbúið að svara þér, nákvæmlega öllu sem þú hefur spurt um marg ýtrekað .svo ég spyr ert þú í KK og ef svo er hver ert þú þetta er farið að fara í minar fínustu og þarf mikið til þess BARA SORRY STRÁKAR.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
það er samt svolítið spes að það skuli enginn treysta sér til að svara manninum með neinu öðru en "af því bara" :)
Title: Re: þýskar v8
Post by: KiddiJeep on January 13, 2009, 10:30:19
Það er nú búið að minnast á kostnað oftar en einu sinni og ábyggilega oftar en 10 sinnum :roll:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 13, 2009, 10:35:14
Það er nú búið að minnast á kostnað oftar en einu sinni og ábyggilega oftar en 10 sinnum :roll:
Ok, þá þarf ekki að ræða þetta meira..
4 ventla er betra, meira power, endist lengur.. En 2 ventla er ódýrara og því fara menn þá leið :)

Problem solved :)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 13, 2009, 14:19:25
sælir félagar,hvað er hlaupið í þig VALLI ertu í tilvistarkreppu .það er þannig að menn eiga að lesa það sem er skrifað og ef menn skilja ekki þá lesa þeir bara aftur svo einfalt er það nú.það er marg búið að svara þessu og það veistu ekki vera með svona .nú ætla ég að koma með smá í þessa umræðu .hrúgu ventla hedd já já hugmyndin er ágæt og ætti að virka betur en gerir hún það ÞAÐ ER SPURNING.á 9 áratugnum gerði JAPANINN út á þessa hugmynd allur þeirra bilaiðnaður var markaðsettur með þessa hugmynd að leiðarljósi.ok vitlausa fólkið gleypti þetta að sjálfsögðu,en á sama tíma var LANCIA að dómenera í rallinu engin átti séns.það er gaman að minnast á það að þeir voru með 2 bíla annan fjölventla og hinn með GAMLA DRASLIÐ og eins og þeir sögðu það er að segja sérfræðingarnir hjá FIAT það er engin munur á þessum bílum en ef við erum nákvæmir þá er hestaflamunurin stundum 3 stundum engin en fór mest í 7 og við erum að tala um bíla sem voru um 500 hp ef minnið svikur mig ekki,þetta var mun rýmra þá það er reglurnar heldur en þær eru núna.eigum við ekki bara að opna þetta upp á gátt þá hlítur þetta að virka betur er ekki upplagt að setja 560 cfm pro stock hedd á standard 396 það hlítur að koma vel út.strákar þetta er svo viðtækt og af svo mörgu að hyggja að það er ekki hægt að alhæfa neitt í þessu.sá flokkur sem hefur þetta allt er COMP ELIMINATOR.þar er öll flóran að keppa draggar með SUBARU vélar draggar með SBC BBC SM FORD NISSAN BMW BENZ bara nefndu það, þar er allt í gangi og allur búnaður meira segja línu 6ur 30 til 60 ára gömul hönnun útúr preppað og hef ég séð svoleiðis vélar vinna keppnir.2005 var strákur meistari í þessum flokki á dragga með 300 cid sbc einn 750 HOLLY ekkert nos ekkert turbo bara NA OG FÓR HANN BEST 6, 90 .202 MPH .það hefur orðið svo mikil þróun í þessu öllu saman komnir 7 4 rúllukambar undirliftur orðnar úr CARBON FIBER alltaf að koma nyjar gerðir að heddum og milliheddum þetta er ekkert stopp í þessu sem gerir þetta svo skemmtilegt.hér er til dæmis eitt.1993 fór fyrsti PRO STOCKARINN NIÐUR FYRIR 7 SEC.hann fór 6,98.OG EINNIG SAMA ÁR VAR FARIÐ YFIR 200 MPH.í dag eru bílar í þessum flokki að fara 6 ,50 213 mph.þessir bílar eru eins 500 cid NA allt eins en búið að vinna og þróa mikið en samt 2 ventlar .þetta eru kraftmestu na vélar sem til eru.ég meina þær snúast ekki 18 þúsund eins og F1 enda er það ekki hægt samkvæmt lögmálinu þegar vél stækkar minnkar snúningur,skipavélar eru gott dæmi um það.fyrir þá sem leitast eftir því að misskilja eða bara ekki skilja þá er eitt gott hér .ég til dæmis ef ég væri með skóflu moka ég mun hraðar en SMÁRI vinur minn á gröfuni en hann mokar meira það er klárt.
kv AUÐUNN HERLUFSEN.







Title: Re: þýskar v8
Post by: Valli Djöfull on January 13, 2009, 14:26:01
Quote
hvað er hlaupið í þig VALLI ertu í tilvistarkreppu
Hehe, nei bara fyndið að sjá hve margir fara í hnút þegar einhver vogar sér að nefna að eitthvað sé betra en þetta usa dótarí :)
Þá eru það einhverjir aðrir en ég sem fara í hnút  :lol:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Jón Bjarni on January 13, 2009, 16:35:14
sælir félagar,
Hvað er hlaupið í þig VALLI ertu í tilvistarkreppu. 
Það er þannig að menn eiga að lesa það sem er skrifað og ef menn skilja ekki þá lesa þeir bara aftur svo einfalt er það nú. 
Það er marg búið að svara þessu og það veistu ekki vera með svona. 
Nú ætla ég að koma með smá í þessa umræðu,  hrúgu ventla hedd já já hugmyndin er ágæt og ætti að virka betur en gerir hún það ÞAÐ ER SPURNING. 
Á 9 áratugnum gerði JAPANINN út á þessa hugmynd allur þeirra bilaiðnaður var markaðsettur með þessa hugmynd að leiðarljósi. 
Ok vitlausa fólkið gleypti þetta að sjálfsögðu,  en á sama tíma var LANCIA að dómenera í rallinu engin átti séns. 
Það er gaman að minnast á það að þeir voru með 2 bíla annan fjölventla og hinn með GAMLA DRASLIÐ og eins og þeir sögðu það er að segja sérfræðingarnir hjá FIAT það er engin munur á þessum bílum en ef við erum nákvæmir þá er hestaflamunurin stundum 3 stundum engin en fór mest í 7 og við erum að tala um bíla sem voru um 500 hp ef minnið svikur mig ekki,þetta var mun rýmra þá það er reglurnar heldur en þær eru núna.

Eigum við ekki bara að opna þetta upp á gátt þá hlítur þetta að virka betur er ekki upplagt að setja 560 cfm pro stock hedd á standard 396 það hlítur að koma vel út.
Strákar þetta er svo viðtækt og af svo mörgu að hyggja að það er ekki hægt að alhæfa neitt í þessu. 
Sá flokkur sem hefur þetta allt er COMP ELIMINATOR,  þar er öll flóran að keppa draggar með SUBARU vélar draggar með SBC BBC SM FORD NISSAN BMW BENZ bara nefndu það,  þar er allt í gangi og allur búnaður meira segja línu 6ur 30 til 60 ára gömul hönnun útúr preppað og hef ég séð svoleiðis vélar vinna keppnir.
2005 var strákur meistari í þessum flokki á dragga með 300 cid sbc einn 750 HOLLY ekkert nos ekkert turbo bara NA OG FÓR HANN BEST 6, 90 .202 MPH.
Það hefur orðið svo mikil þróun í þessu öllu saman komnir 7 4 rúllukambar undirliftur orðnar úr CARBON FIBER alltaf að koma nyjar gerðir að heddum og milliheddum þetta er ekkert stopp í þessu sem gerir þetta svo skemmtilegt.

Hér er til dæmis eitt:
1993 fór fyrsti PRO STOCKARINN NIÐUR FYRIR 7 SEC, hann fór 6,98  OG EINNIG SAMA ÁR VAR FARIÐ YFIR 200 MPH.
Í dag eru bílar í þessum flokki að fara 6,50 213 mph.
Þessir bílar eru eins 500 cid NA allt eins en búið að vinna og þróa mikið en samt 2 ventlar.
Þetta eru kraftmestu na vélar sem til eru.
Ég meina þær snúast ekki 18 þúsund eins og F1 enda er það ekki hægt samkvæmt lögmálinu þegar vél stækkar minnkar snúningur,  skipavélar eru gott dæmi um það.
Fyrir þá sem leitast eftir því að misskilja eða bara ekki skilja þá er eitt gott hér:
Ég til dæmis ef ég væri með skóflu moka ég mun hraðar en SMÁRI vinur minn á gröfuni en hann mokar meira það er klárt.
kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Það er aðeins þæginlegara að lesa þetta svona.....
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 13, 2009, 17:25:38
sælir félagar.já rétt JÓN BJARNI þakka þér fyrir þetta ,svona er þetta augu sjá betur en auga.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: þýskar v8
Post by: íbbiM on January 13, 2009, 17:38:58
hvað er málið með þig sshafiroff, er eitthvað persónulegt í gangi? gunni er að einfaldlega að færa rök fyrir því af hverju evróspakr v8 eru framar heldur en us v8, og mér sýnist þú bara ekki geta tekið því?

ég nenni ekki að taka þátt metings umræðum, okkar skoðanir hafa ekkert með staðreyndirnar að gera,  ef þið viljið bera saman raunverulega mótora, berið saman t.d nýju hemi og nýju v8 bmw vélina, eða nýju audi/benz vélarnar,  ef ykkur líkar skiljanlega ekki við nýrri árgerðirnar af hemi, takið þá lsx vélarnar,  báðar þessar vélar eru eins og a.m.k 20ára gamlar hönnunarlega séð,

ls vélarnar eru eflaust með bestu vélum á markaðinum til breytinga,  en það breytir því samt ekki að þessi vél er MJÖG gamaldags, og ekki að sjá á þeim nema á örfáum atriðum að þetta sé nýlegur mótor,  2v hedd, kambásinn inní miðri blokk, og svo framvegis,

ekki koma með einhvern 3000hö kvartmílumótor og segja að hann sé kraftmeiri en einhver 2000hö þýskur, ég er bara að tala um þróun og hönnun,  ég færi aldrei að drulla yfir amerískar vélar, hef verið v8 fan frá því ég man eftir mér, og á camaro í þokkabót
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 13, 2009, 17:50:24
Link á þessa 300cid vél bíl sem umræðir?
eða meiri upplýsingar.

Verðið af afsaka enn ég vil fá þá að vita hvaða eldsneyti hann notaði,
hvaða þjappa. Hvað vigtaði bílinn cirka. Hverskonar snúningar í gangi,

Það er rétt ÞETTA ER SKEMMTILEGT. Þróun er skemmtileg, enn að vilja ekki skoða aðra hluti er þröngsýni,
nú er ég að reyna fá að vita meira af þessum 2v heddum sem þið hafið svo mikið dálæti á.
Ég þarf meira info heldur enn bara 2v er gott DEAL WITH IT.

Ef þið hafið þær upplýsingar ekki sjálfir, þá væri gamann að fá link sem hefur þær útskýringar.
Ég væri einnig til í að sjá svipaða þræði af örðum kvartmílu/v8 spjöllum þar sem ég gæti fengið upplýsingar.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 13, 2009, 17:52:41
SÆLIR FÉLAGAR.vertu kurteis ungi maður .gerðu eitt lestu það sem ég skrifaði aftur og ef þú ekki skilur þá bara aftur og aftur alveg þangað til þú skilur hvað ég er að tala um OK.kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 13, 2009, 18:17:01
Það er ekkert í svari þínu sem útskýrir afhverju hann fór 6,9 með 300cid vél
750cm Holley og carbon fiber pushrods útskýra ekki neitt.
Breyturnar til að ná farartæki í 6,9sek kvartmílu tíma hafa að miklu leiti meira að gera með uppsetningu bílsins heldur enn hámarksafls sem sá bíll hefur.
Þannig að ef við gætum haldið okkur við hversu mikið AFL er verið að framleiða þá væri það gott.

Afhverju er svona erfitt að skilja að maður kaupi hluti ekki bara grátt og vilji nánari útskýringar?
Hvernig er það ókurteisi?




Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 13, 2009, 18:52:53
sælir.þú ert í einhverri krisju það er greinilegt,spyrð hverja vanhugsaða hroka spurninguna eftir aðra.málið er þetta þú veist ekkert um kvartmílu bara ekkert þannig kemur þinn málfluttningur mér fyrir sjónir.ef ég má ráða þér heilt það er að segja ef þú ert áhugamaður fyrir íþróttinni þá skaltu kynna þér sportið frá öllum hliðum,nú svo eru félagsfundir á miðvikudögum kl.8 allir velkomnir ég er þar oftast og er þér velkomið að bera þig á tal við mig og skal ég reyna að fræða þig eins vel og ég hef tök á.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Aron Fridrik on January 13, 2009, 18:58:11
sælir.þú ert í einhverri krisju það er greinilegt,spyrð hverja vanhugsaða hroka spurninguna eftir aðra.málið er þetta þú veist ekkert um kvartmílu bara ekkert þannig kemur þinn málfluttningur mér fyrir sjónir.ef ég má ráða þér heilt það er að segja ef þú ert áhugamaður fyrir íþróttinni þá skaltu kynna þér sportið frá öllum hliðum,nú svo eru félagsfundir á miðvikudögum kl.8 allir velkomnir ég er þar oftast og er þér velkomið að bera þig á tal við mig og skal ég reyna að fræða þig eins vel og ég hef tök á.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Ertu menntaður eitthvað í bílum ?
Title: Re: þýskar v8
Post by: ljotikall on January 13, 2009, 19:27:04
hvernig væri ad hætta sjálfur með hroka og dónaskap auðunn?
Title: Re: þýskar v8
Post by: Alpina on January 13, 2009, 20:07:35
Þetta eru einnig trúarbrögð .. ekki má gleyma því..

Ætla ekki að taka þátt í þessari orða-styrjöld ,,,, en langar að pósta aftur grein um magnaðann mótor og bíl ,, sem var svo langt á undann sinni samtíð að hann var ekki þróaður nóg til að standast samanburðinn við gamalt oldschool,,,,  Aflið og allt átti engann sinn líkann  8-[,, en það var ekki nóg .......

Gjörið svo vel,


BRM V16. British Racing Motors

Þeir sem til þekkja og hafa fylgst með Formúlu 1 frá miðri síðustu öld ásamt því að drekka í sig fróðleik um allt sem tengist þessum þekkta og líklega frægasta kappakstri fyrr og síðar, hljóta að hafa heyrt um kappakstursframleiðanda er hét BRM.
Þetta ágæta fyrirtæki varð sérstaklega þekkt fyrir einn bíl ........og það er BRM V16.
Er þróun bílsins lauk um mitt árið 1955 var vélin að skila 600 hö. @ 12.000 rpm. en bíllinn var fyrst keyrður um 1950 með ca 500-550 hö
Samkvæmt þeim heimildum er ég (( og aðrir)) hef aflað mér er þetta mesta afl er stimpilvél miðað við rúmmál framleiddi og stóð óhaggað í 30 ár. Þetta magnaða met varð ekki brotið fyrr en um níunda áratugin er þáverandi Formúla 1 vélar náðu yfir 1100 hö @ 1.5 L
Stærsti Akkilesarhæll þessa magnaða bíls var óáræðanleiki mótorsins.
Vélin var V 16 1490 cc Supercharged með 4 yfirliggjandi knastásum.
Gráðan á V formi vélar er 135° og þykir lengdin vera gríðarleg miðað við sprengirými og umfang. Pústgreinin var allsérstök.. eða 16 einstök rör ,, tólf þumlungar að lengd
og hljóðið sem fór um þessi rör þykir að margra mati ,,,,,,,ALFLOTTASTA vélarhljóð nokkurn tíman sem komið hefur úr sprengihreyfli.Að mati allmargra er hafa hrærst í mótorsporti er þetta það vélarhljóð er kemur upp í huga þeirra ef á að velja það vélarhljóð er þykir skara framúr á einhvern máta. Með ólíkindum þykir hve mikla gleði og ánægju þetta einstaka vélarhljóð getur fært mönnum. þrumur Þórs eða Herbert von karajan með sína sveit að baki fá hreinlega ..njálg.. við að hlusta á BRM V16 í álagi. Er ansi magnað að heyra er stimplarnir örsmáu vakna til lífsins einn af öðrum og ,,ÖSKRA,, að lokum, nóg um það. Á þessum tíma voru vélar að snúast í kappakstursgræjum til ca. 6000 rpm +/- þannig að 12000 var 100% aukning í snúningi miðað við aðra framleiðendur. Mótorinn var ,,brauðfæddur með Rolls-Royce keflablásara er var þróaður uppúr þeirri reynslu er fékkst við hina frægu MERLIN flugvélavél er var notuð í Supermarine Spitfire Englendinga og Mustang vélum Bandarikjamanna í annari heimstyrjöldinni, snúningur blásarans var miðaður við ca. 40.000 rpm/min.
Vélin gekk á methanoli, Átti þessi eldfimi vökvi stundum til að frjósa í blöndungnum sem gerði ökumönnum vægast sagt erfitt fyrir, eins og vandamálin voru ekki nóg fyrir. Það þótti einnig löstur þessa mikilfengnu vélar að við 6000 rpm þá virkilega vaknaði hún til lífsins.Aflið jókst svo mikið við aukin snúning vélarinnar að við hverja 2000 rpm aukningu þá tvöfaldaðist aflið, reykspól og grip voru slíkt vandamál að menn þurftu að vera framúrskarandi snjallir ökumenn til að ná þeirri hröðun er bíllinn bauð upp á, stundum drap bíllinn á sér eins og hefði verið skorið á allt, en með smá eftirgjöf á bensínfetlinum vöknuðu allir 16 stimplarnir til lífsins með slíkum látum að allt umhverfið hvarf í reyk, dekkin sem voru ca. 25 cm breið áttu ekki nokkurn möguleika að beisla slíku afli í malbik móður jarðar, bíllin þótti svo leiðinlega .........tricky.. að jafnvel snillingar eins og ,,,,Sir Stirling Moss og sjálfur Juan Manuel Fangio gáfu frat í bílinn, en gáfu afar jákvæð ummæli um alla tæknilegu hönnunn bílsins , óáræðinleikin var það sem knésetti þennan magnaða mótor.Til gamans má geta að stærð stimpla í þessari vél er sambærileg og í sláttuorfi nútíma garðyrkjumanna.
Þessi stórkostlegi bíll var á sínum tíma algert tækniundir í Formúlu 1,
ALLIR hlutir,, gjörsamlega með tölu eru renndir úr hágæða tæringarfríu stáli og er hreint með ólíkindum að slíkt skuli hafa átt sér stað nær fjórum áratugum áður en cnc tölvu og fræsibekkir fóru að ryðjasér til rúms.
Diskabremsur voru á öllum 4 hjólum,, Gormar einnig og það besta af öllu GAS demparar,
Lokahnykkurinn í þessu tækniundri er svo gírkassinn. Engin átök eða neitt þessu þurfti til að skipta milli gíra ,,heldur rann skiptistöngin ,,slíkt mjúklega milli gíra að menn höfðu í flimptingum að Adam og Eva gætu ekki gert betur,
Eins og áður er nefnt var áræðinleiki vélarinnar það sem felldi þessa stórkostlega kappakstursgræju ,, um það bil 350 aðilar og ,,skaffendur komu við sögu bílsins og má geta þess til að á þeim tíma eða i kring um 1950 voru fjarskipti ,,ekki á sömu viðmiðunarnótum og tíðkast í dag, gallar osfrv, tóku margfalt lengri tíma að kljúfa til mergjar, ásamt að fjárflæði til kappaksturs var brotabrot miðað við það sem gerist í dag,
Einnig skal þess getið hvað hönnuðurnir lögðu hreint fásinnu metnað í að létta hina og þessa hluti ,, t.d. að hafa burðarvirki með ..götum.. allt HÁRNÁKVÆMT reiknað út af verkfræðilegri kunnáttu til að viðhalda styrk ,, en eins létt og mögulegt var,
Eitt ber einnig að nefna .
Kveikjukerfi þessa sextán cýlindra mótors var ekki að skila tilætluðum árangri,, enda voru bifvélavirkjarnir í endalausum vandræðum við að koma bílnum í gang ,,aftur og aftur ,, þurfti að taka ÖLL kertin úr ,hreinsa og prófa.
Að lokum er hægt að segja að BRM V16 er goðsögn í lifanda lífi
Vonlaus bíl með svo mikið af nútímalegum lausnum að telja mætti að um Leonardo da Vinci sins tíma væri að ræða en engin hefði skynbragð til að ná heildarsýn yfir hið mikla vandamál sem hrjáði bílinn frá grunni
........ Óáræðinleiki............
Eins frægasta F1 mótor samtímans.

((undirritaður hefur séð viðtalsþætti við þekkta safnara í Englandi er sérhæfa sig í Grand-Prix bílum og þekktum kappakstursbílum , og er það ansi oft sem samdóma álit þeirra er að BRM V 16 er sá bíll sem stendur uppúr flórunni ,, og er það líklega vélarhljóðið ásamt þeim tækninýjungum þess tíma sem heillar menn))
Title: Re: þýskar v8
Post by: íbbiM on January 13, 2009, 20:23:46
já með fullri virðingu þá er það ekki gunni (gstuning) sem er með hrokann,  heldur er það annar aðili sem er að taka allan tilfinningaskalann yfir því að einhver sé að halda því fram að eitthvað annað en amerískt sé best,

útúr preppuð 500cid+ us kepnismótor er ofboðslegt apparat, það er enginn að segja annað, en hann er hinsvegar á allan hátt tæknilega ófullkominn ef hann er borinn saman við t.d v8 vél úr formulu bíl,

gunni er nú úti í sérhæfðu námi varðandi kepnisvélar, þannig að hann er ekki bara að bulla tóma steypu og pikka fæt, beinharðar staðreyndir eru ekki endilega alltaf það sem manni finnst,
Title: Re: þýskar v8
Post by: Contarinn on January 13, 2009, 21:17:47
Ljotikall.
Ég skal reyna að svara þér. Ástæðan fyrir því að menn hafa ekki gert mikið af því að setja þýskar V8 í amerísku bílana sína:
Þetta eru flóknari og dýrari vélar. En hins vegar ef menn eiga nóg af seðlum og tíma þá er ekkert sem stoppar þá.                                         Ástæðan fyrir því að Ég myndi ekki gera þetta er sú að ég hef ekki þolinmæðina til að brasa í miklu rafmagns og tölvudóti. Ég er alveg handviss um að þetta eigi við um fleiri.

Ég veit líka að þetta snýst rosalega um prinsip, eins og þú hefur kannski séð á þessum þræði.

En ef þú vilt gera þetta, þá þarftu vissulega að eiga Allt rafkerfið af vélinni sem þú ætlar að nota og prjóna það í drekann.
Title: Re: þýskar v8
Post by: bimmer on January 13, 2009, 22:54:16
sælir.þú ert í einhverri krisju það er greinilegt,spyrð hverja vanhugsaða hroka spurninguna eftir aðra.málið er þetta þú veist ekkert um kvartmílu bara ekkert þannig kemur þinn málfluttningur mér fyrir sjónir.ef ég má ráða þér heilt það er að segja ef þú ert áhugamaður fyrir íþróttinni þá skaltu kynna þér sportið frá öllum hliðum,nú svo eru félagsfundir á miðvikudögum kl.8 allir velkomnir ég er þar oftast og er þér velkomið að bera þig á tal við mig og skal ég reyna að fræða þig eins vel og ég hef tök á.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Herra Auðunn Herlufsen,

Það er þónokkur hroki í þessum þræði og það vill svo til að hann er að mestu leyti hjá þér.

Gunni er að biðja um rök og fær lítið af þeim.

Ef rökin fyrir því að 2V sé "betra" eru "þetta er skítbillegt dót sem einfalt er að vinna með" þá skulu menn bara segja það beint út.

Ef menn ætla að segja að 2V sé betra en 4V út frá tæknilegum atriðum svo sem afl pr. líter þá verða menn að koma með rök,
ekki skæting.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Aron Fridrik on January 13, 2009, 23:02:07
vantar líka inn í þetta hvernig mótorinn gengur..

þarftu að hafa hæganganginn í 1500 bara svo að mótorinn haldist í gangi og ertu með 3000hp kvartmílu mótor sem endist hvað 10 keppnir.. það er sirka 80 km..

eða ertu með reliable mótor með mikið af hestöflum helling af togi og síðan mjúkan hægagang..
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 13, 2009, 23:23:10
sælir félagar.já allt í lagi sitt sýnist hverjum.í fyrsta lagi þá hef ég ekki haldið því fram að USA vélar séu betri á allan hátt en vélar frá öðrum það er bara ekki rétt .ég vil enn og aftur skora á menn að lesa það sem skrifað er PÚNKTUR.eina sem ég hef tíundað hér eru staðreyndir ekkert annað svo hitt að vera með svona samanburð F1 vél sem kostar fleiri hundruð millur og vera bera það saman við fjöldaframleiddar vélar frá usa sem er réttnefni meira segja  pro stock fellur þar inn því það eru allir velkomnir í kvartmíluna en það er ekki hægt að segja það um F1.ef ykkur finnst ég hafa verið með hroka þá þykir mér það leiðinlegt ,kannski hljómar þetta svona veit ekki en það var ekki meiningin bara alls ekki strákar.kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 14, 2009, 00:04:36
Smá pæling hérna.. ég nenni engann veginn að rífast meira yfir þessu, þetta er bara kjánalegt.

En, hvað með þýskar 2v per cyl vélar ? Eru þær til á annað borð (ég veit ekkert um það og hef ekki leitað mér upplýsinga um það) og hvað er performance-ið á þeim, setjum á borðið þýska V8, 2v per cyl, blöndung, single cam (ef það er til) og berum svo saman við US V8.... hvað gerist þá?

Er ekki að hleypa þessu uppí nýtt rifrildi, núna er ég bara forvitinn.
Title: Re: þýskar v8
Post by: maxel on January 14, 2009, 00:33:43
Einhver póstaði link á aftermarket hedd fyrir V8... og þið grófuð ykkar eigin gröf.
http://araoengineering.com/Chevy/chevysmb.htm
HORSEPOWER

The chart shows the Arao Performance 32-valve heads made 474 HP @ 6000 RPM, 159 more than the high-end 2-valve aluminum head (Brand X) and 203 more than stock iron!

(http://www.araoengineering.com/Chevy/popwin/images/chart_hp-rpm_lg.jpg)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 14, 2009, 00:38:57
Það hefur enginn neitað að 4v búi til meira power Maxel..... en við verðum samt að skoða eitt, álheddin sem Arao tala um, hvaða hedd eru það... því það geta vel verið önnur álhedd sem out-performa þau...

Munurinn á 2v og 4v er power og svo MEIRA power... það er ekkert leyndó...

Mér sýnist hér að menn, þar með talið ég sjálfur, hafi túlkað það þannig að 2v sé bara outdated piece of crap og 4v eigi heiminn... og við að sjálfsögðu svarað í sömu mynt...

En skoðaðiru verðmiðann á Arao heddunum... t.d á BBC kosta þau rúml. $10.000.....
Title: Re: þýskar v8
Post by: maxel on January 14, 2009, 00:42:29
Þau eru outdated fyrir framleiðslu. - Check
Enginn neitar að SBC sé alveg bang for the buck fyrir cheap HP. - Check
Fjölventlahedd meika meiri hp en 2v hedd. - Check
Þið eruð allir nöldurskarfar. - Check
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 14, 2009, 00:45:20
good point. Check.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Heddportun on January 14, 2009, 00:47:13
Hvernig færðu að þessar vélar séu svo gott sem maxaðar út?

Hvaða vélar ertu akkúrat að tala um?

Hvað ertu að meina með "skila meiru"? Í hvaða samhengi er sú skilgreining?

Þessi svör hjá þér eru óljós í allra besta lagi.

Að bera samann vélar sem eru ekki af sömu stærð og í 100% tilfella er 2v vélin með meira rúmmál
og ætla að reyna telja mér trú um það að ÞAÐ ákveði hversu góð hún sé og sé því BETRI enn
mikið minni vél er á engann hátt sambærilegt.

Ég sé ekkert svar í þessum þræði frá ykkur bera samann vélar á neinum grundvelli nema hestöflin sem sú vél skilar.
Auðvitað er hægt að smíða vél sem er jafn stórar og þessar 2v vélar sem þið talið um.

Ætlar einhver að segja mér að ef þessar væru til vals fyrir 0kr ekkert útlagt, engir vextir.
4v vél NA 5,7lítra V8
2v vél NA 5,7lítrar V8.

Að 4v vélin geti ekki skilað meiri afli?

Og í alvörunni, ekki pósta bara einhverju hestafla tölum nema það fylgi þá einhverjar statíkir þar á bakvið.
Sem er hægt að nota til að gefa sambærilegann samanburð.



Gust-Eins og Auðunn segir þá þarftu að lesa það sem er skrifað og skilja það eða læra það á eigin spýtur en ekki koma með 10 aðrar spurningar um upplýsingar og annað slíkt sem engin nennir að vera að brasa við að útskýra nánar

4v breytilegur ventlatími,með snúningsgetu í 9000 RPM VE 90-95% þ.e meiri nýtni og nær því að vera maxaðar út miðavið búnað
2v pushrod með snúnigsgetu í 5500rpm VE 80-85%,segir sig sjálft þær eru ekki með sama búnað
Minni vélar(minna rúmmál fleiri cyllendrar) eru alltaf með hlutfallslega betri nýtni per rúmmál svo HP per rúmál er villandi mælieining því hún tekur ekki inn í myndina mismunandi RPM,cyllendra fjolda,ventlastærð,breytilegan ventlatíma  eða stýringarbúnað

Ef 4v væru betri en 2v væri verið að nota það í þeim flokkum sem leifa 4v en svo er ekki og það er góð ástæða fyrir þvi sérstaklega þar sem peningar eru ekki vandamál í þeim.Fleiri slithlutir eru meira vesen,fleiri port þýða meira flæðitap vegna viðloðun og rýmisvesen.Það er ekki hægt að bera saman port sem liggja ekki eins á veltlana t.d 23° vs 8°,ekki reyna það!!!-Þegar allt kemur til alls með tækni þá er aukningin ekki svo mikil miða við kostnað og þessháttar-það er það sem ég meina með skila meiru fyrir minna og endast

Vélasmíði er ekki reiknivélaleikur eins og þú vilt halda framm heldur R&D og þróun utan um reglur í hverri keppnisgrein fyrir sig svo að bera saman vélar frá F1,Nascar,Kart Racing,Dragracing með ólíkum búnaði og kostnaði er gert af fólki sem skilur ekki útá hvað þetta gengur

Hvað endingu varðar þá eru BBC ect.. að þola mun betur Hp per Cid output heldur en sama output SBC,4cyll ofl

Það er ekki verið að tjúna mikið af Hondu,BMW,BENS ofl N/A er það nokkuð?Gætiru þá ekki sýnt okkur þær upplýsingar og allar þær upplýsingar um það sem þú talar um og vilt frá okkur??




Title: Re: þýskar v8
Post by: Heddportun on January 14, 2009, 01:06:01
Einhver póstaði link á aftermarket hedd fyrir V8... og þið grófuð ykkar eigin gröf.
http://araoengineering.com/Chevy/chevysmb.htm
HORSEPOWER

The chart shows the Arao Performance 32-valve heads made 474 HP @ 6000 RPM, 159 more than the high-end 2-valve aluminum head (Brand X) and 203 more than stock iron!

(http://www.araoengineering.com/Chevy/popwin/images/chart_hp-rpm_lg.jpg)

Lestu rétt af ritinu...

5000rpm er þar sem vélin peakar,berðu það saman við 5000rpm á hinum Aero heddunum og þá sérðu strax að aukningin er ekki svo mikil fyror 10.þús böks + að rpm er free power.

Það er hvorki talað um ventlastærð,lift,duration á ási né CC á heddum eða sprengirými svo þetta er hlutdræg mæling.Þessi hedd eru búin að vera til lengi en engin kaupir þetta-Verður að fá óhlutdrægan aðila til að mæla þetta til að fá rétta útkomu

check
Title: Re: þýskar v8
Post by: maxel on January 14, 2009, 01:10:11
Halló? Ég er að tala um að þú færð meira afl úr 4v
Og jú þú myndir sjá verulegan mun þegar þú myndir blása þetta.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Heddportun on January 14, 2009, 01:45:03
Halló? Ég er að tala um að þú færð meira afl úr 4v
Og jú þú myndir sjá verulegan mun þegar þú myndir blása þetta.

Hæ,Elskan :oops:

það er engin spurning að nýtnin er meiri enda hefur engin reynt að segja það
Þegar þú forhleður vélin þá hefur fjölda ventla og porthönnun minni áhrif heldur en allt annað,þá ertu ekki í vandræðum með að fá loft heldur stýra því uppá þrýsting
Title: Re: þýskar v8
Post by: ljotikall on January 14, 2009, 02:37:54
Ljotikall.
Ég skal reyna að svara þér. Ástæðan fyrir því að menn hafa ekki gert mikið af því að setja þýskar V8 í amerísku bílana sína:
Þetta eru flóknari og dýrari vélar. En hins vegar ef menn eiga nóg af seðlum og tíma þá er ekkert sem stoppar þá.                                         Ástæðan fyrir því að Ég myndi ekki gera þetta er sú að ég hef ekki þolinmæðina til að brasa í miklu rafmagns og tölvudóti. Ég er alveg handviss um að þetta eigi við um fleiri.

Ég veit líka að þetta snýst rosalega um prinsip, eins og þú hefur kannski séð á þessum þræði.

En ef þú vilt gera þetta, þá þarftu vissulega að eiga Allt rafkerfið af vélinni sem þú ætlar að nota og prjóna það í drekann.
takk :)
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 14, 2009, 03:29:22
Hvernig færðu að þessar vélar séu svo gott sem maxaðar út?

Hvaða vélar ertu akkúrat að tala um?

Hvað ertu að meina með "skila meiru"? Í hvaða samhengi er sú skilgreining?

Þessi svör hjá þér eru óljós í allra besta lagi.

Að bera samann vélar sem eru ekki af sömu stærð og í 100% tilfella er 2v vélin með meira rúmmál
og ætla að reyna telja mér trú um það að ÞAÐ ákveði hversu góð hún sé og sé því BETRI enn
mikið minni vél er á engann hátt sambærilegt.

Ég sé ekkert svar í þessum þræði frá ykkur bera samann vélar á neinum grundvelli nema hestöflin sem sú vél skilar.
Auðvitað er hægt að smíða vél sem er jafn stórar og þessar 2v vélar sem þið talið um.

Ætlar einhver að segja mér að ef þessar væru til vals fyrir 0kr ekkert útlagt, engir vextir.
4v vél NA 5,7lítra V8
2v vél NA 5,7lítrar V8.

Að 4v vélin geti ekki skilað meiri afli?

Og í alvörunni, ekki pósta bara einhverju hestafla tölum nema það fylgi þá einhverjar statíkir þar á bakvið.
Sem er hægt að nota til að gefa sambærilegann samanburð.



Gust-Eins og Auðunn segir þá þarftu að lesa það sem er skrifað og skilja það eða læra það á eigin spýtur en ekki koma með 10 aðrar spurningar um upplýsingar og annað slíkt sem engin nennir að vera að brasa við að útskýra nánar

4v breytilegur ventlatími,með snúningsgetu í 9000 RPM VE 90-95% þ.e meiri nýtni og nær því að vera maxaðar út miðavið búnað
2v pushrod með snúnigsgetu í 5500rpm VE 80-85%,segir sig sjálft þær eru ekki með sama búnað
Minni vélar(minna rúmmál fleiri cyllendrar) eru alltaf með hlutfallslega betri nýtni per rúmmál svo HP per rúmál er villandi mælieining því hún tekur ekki inn í myndina mismunandi RPM,cyllendra fjolda,ventlastærð,breytilegan ventlatíma  eða stýringarbúnað

Ef 4v væru betri en 2v væri verið að nota það í þeim flokkum sem leifa 4v en svo er ekki og það er góð ástæða fyrir þvi sérstaklega þar sem peningar eru ekki vandamál í þeim.Fleiri slithlutir eru meira vesen,fleiri port þýða meira flæðitap vegna viðloðun og rýmisvesen.Það er ekki hægt að bera saman port sem liggja ekki eins á veltlana t.d 23° vs 8°,ekki reyna það!!!-Þegar allt kemur til alls með tækni þá er aukningin ekki svo mikil miða við kostnað og þessháttar-það er það sem ég meina með skila meiru fyrir minna og endast

Vélasmíði er ekki reiknivélaleikur eins og þú vilt halda framm heldur R&D og þróun utan um reglur í hverri keppnisgrein fyrir sig svo að bera saman vélar frá F1,Nascar,Kart Racing,Dragracing með ólíkum búnaði og kostnaði er gert af fólki sem skilur ekki útá hvað þetta gengur

Hvað endingu varðar þá eru BBC ect.. að þola mun betur Hp per Cid output heldur en sama output SBC,4cyll ofl

Það er ekki verið að tjúna mikið af Hondu,BMW,BENS ofl N/A er það nokkuð?Gætiru þá ekki sýnt okkur þær upplýsingar og allar þær upplýsingar um það sem þú talar um og vilt frá okkur??






Það er nefninlega verið að tjúna Hondur,Bmw og fleiri 4v í NA formi meira enn nokkurn tímann túrbó,
Og hefur verið gert síðan ´60 þegar svona vélar komu á sjónarsviðið í mótorsporti í evrópu.

Hérna er hægt að lesa smá útí mun á 2v og 4v keppnis bílum í evrópu snemma á sjöunda áratugnum.
4v heddin að skila 140hö/líter
2v heddin að skila um 112hö/líter í betra lagi.
Camaro þarna 7lítrar 585hp - 83hö/líter ,, en við skulum ekki taka þennan með , bókað limp mode.
Linkur eins og beðið var um http://homepage.mac.com/frank_de_jong/Pages/1974%20Cars.html (http://homepage.mac.com/frank_de_jong/Pages/1974%20Cars.html)

Hérna er ein 250cid vél með túrbó
http://www.turbomagazine.com/tech/0202tur_norwoods_racing_funnycar_integra/index.html
4ventlar á cyl, 4stimplar, 4lítrar, 4000hö.

Hérna er ein 4cylendra BMW vél í 2.5 formi, 154hö/líter. Upprunalega vél frá 1985 að mestu leiti.
http://www.cncheads.co.uk/bmw_m3_25_dtm.html

Hérna er ein BMW V8 eins og finnst í BMW E39 M5 frá 1999 og uppúr. 132hö/líter 662hö, 5lítra vél.
http://www.cncheads.co.uk/bmwm5.html

Hérna er Dinan M6 V10 vélin, original 507hö úr 5lítrum, Hérna í 633hö útfærslu í 5,7lítrum,
http://www.dinancars.com/store/product.php?productid=3837&cat=462&page=1

Hérna er það sem þeir gera við hondurnar.
2lítrar - 122kúbik tommur , 268whp (134whp/líter), togið helst yfir 80% af hámarki frá 3000rpm alveg uppí topp ekkert fancy ventla tíma bull.
Note að þessi vél situr í 9sek Hondu, ekkert turbo, ekkert noz. Allt mótor og framhjóladrifið BTW.
http://www.ericksracing.com/sitebuildercontent/sitebuilderfiles/9seconds.avi 2.1mb




4v hedd skila alveg eðlilega í dag 100% VE á fjöldaframleiddri vél (Og þú veist alveg jafn vel og ég hvað það þýðir.)og það eru vélar sem eru hannaðar í að þola allt veðurfar allstaðar á jörðinni,
og geta keyrt í vinnunna á hverju einasta degi, heitt eða kalt, rok eða rigning, og dugað 200,000km án þess að heddið þarf að fara af.
Og skilað EITT HUNDRAÐ HESTUM FYRIR HVERN EINN LÍTER AF RÚMMÁLI og jafnvel betra,.
Ef það er til EIN amerísk fjöldaframleidd V8 sem getur gert það þá...... Nevermind það er ekki til!!

Linkur eins og beðið var um
http://www.ukipme.com/engineoftheyear/winners_08/3_4.html (http://www.ukipme.com/engineoftheyear/winners_08/3_4.html)



Einnig í úskýringu þinni setur þú 2v vélum fötlun við 5500rpm og fatlar þær við "ekki sama búnað"
við erum akkúrat að bera samann þennan búnað, getur ekki sagt hann ekki þá skipta máli því það er það sem við erum að tala um.
Og ef ég er að smíða vél, þá algjörlega vil ég sem mest loftflæði, sama hvaða viðloðun portin eða halla ventlarnir hafa.
Og þú veist alveg að tveir ventlar á inntaki hafa stærra heildar opnun ofan í stimpilrýmið heldur enn bara einn, sama á við um pústið.
Það er einna helst þessi göt sem leyfa 4v heddum að anda betur enn 2v heddum og alveg burtséð frá portum þá eru það á endanum ventlarnir sem segja til um hvað mikið loft kemst í gegnum X stór göt og 2 ventlar hafa ALLTAF möguleika á stærri gati heldur enn einn við sama bore, eða á að fara reyna þræta eðlisfræði líka?


Þegar er verið að segja að eitthvað sé BETRA. Þá kemur 2v bara upp með einn kost, ódýrarra.
Ekkert að því og enginn að reyna segja annað, allaveganna ekki ég.
Og hvernig getur það verið mikið viðhald ef 4v vél getur keyrt mörg hundruð þúsund kílómetra án þess að vera tekin upp?
Það er því ekki hægt að bera það saman þegar hvað 80% ef ekki meiri allra véla í heiminum hafa 4ventla og þær rúlla alveg jafn langt og 2v vélar.
Afhverju eru þær allar 4ventla ef það er dýrarra? Nú er ég alveg lost.........
Hver þversögnin á eftir annarri,

Þið segið að 4v sé dýrarra og endist verr, þegar það er algjörlega rangt miðað við að allir nema 3 vélaframleiðendur runna 4v hedd?????
Það vitum við allir að 4v hedd geta flætt meira fyrir sama bore, sem þýðir að á endanum getur vél með X rúmmál, Y fjölda af stimplum alltaf framleitt meira power með 4v heddi.

Ef bandarískar V8 vélar eru svona frábærar afhverju er enga að finna á þessum lista?
http://www.ukipme.com/engineoftheyear/previous04.html



Smá pæling hérna.. ég nenni engann veginn að rífast meira yfir þessu, þetta er bara kjánalegt.

En, hvað með þýskar 2v per cyl vélar ? Eru þær til á annað borð (ég veit ekkert um það og hef ekki leitað mér upplýsinga um það) og hvað er performance-ið á þeim, setjum á borðið þýska V8, 2v per cyl, blöndung, single cam (ef það er til) og berum svo saman við US V8.... hvað gerist þá?

Er ekki að hleypa þessu uppí nýtt rifrildi, núna er ég bara forvitinn.

Til að svara Einari sem kemur með helvíti skemmtilegann punkt um sniðugann samanburð.
Nú hefur ekki verið framleidd að mér vitandi 2v þýsk vél í soldinn tíma og hvað þá keppt í motorsporti (bmw hætti með það áður enn ég fæddist)

Alpina í þýskalandi skilaði af sér 2.7vél sem skilaði árið 1990 77hö/líter.
Sem var upprunalega BMW 325i. Held að þetta hafi nú verið í hærra markinu yfir hvað 2v hedd gerðu úr BMW hersveitunum í bílum sem urðu að komast
minnst 200k km án vandræða. Meira um helstu road going NA 2v vélar frá BMW / Alpina hérna
http://www.bmw-e21e30.de/typseiten/alpina/index-en

Keppnislega séð þá eru 2002 bílarnir frá 1972 þá nýjasta sem hægt að bera samann víst, :(
http://homepage.mac.com/frank_de_jong/Pages/1972%20Cars.html

2lítra 223hö. þá allra besta lagi 111hö/líter
2,8lítra 345hö. eða 115hö/líter.

Ég man ekki eftir neinum sem hefur sett svakalegann tíma í svona 2v hedd til að þróa það eitthvað frekar fyrir BMW.,
púst meginn er alveg heavy skítt allaveganna,
Hérna er samanburður á 2v heddum í beinum samanburði við bore stærð þeirrar vélar.
(http://i273.photobucket.com/albums/jj229/MarquisRex/AlphaK.jpg)

Texti til að útskýra
'Alpha K' or Flow Coefficient relative to bore size shows how good an engine is at filling its cylinder. Unlike CFM you can compare engine to engine, regardless of capacity. In the comparison plots I've show some notably good flowing 2 valvers (including the LS1 Vette engine). For the design compromises involved the LS1 is very repsectable but gets most of its flow through sheer size of the ports. Unfortunately this means that the gas velocities are quite low. These's always a compromise of gas velocity, in cylinder motion and outright flow. The Peugeot is 2 valver is the one that suprised me the the most as that engine I believe doesn't have inclined/angled valves at all. I've also included some old legends such as the 1.6 GT Ford Cross flow engine from the 1970s for reference. Out of the BMW stuff tested, I would say that the 1277731 BMW head cuts it pretty well compared to the few 2 valvers out there today and the 1705885 325i is quite good indeed. The Porsche 911/993 (last of the air cooled) show what is possible for a road engine. This head doesn't produce much in cylinder motion at all but at high lift flows almost like a reasonable 4 valver (it's a relatively large angle classical hemi). From my experience, I would say that at high valve lifts an 'Alpha K' of 16% represents an exceptionally good 2 valve head feeding a cylinder. 11-12% is pretty good going at high lifts, and anything around the 10% is a well developed road port for good cylinder filling.

Hérna er svo samanburður á heddunum byggður á flæði hlutfalli af innri sætis þvermáli (inner seat diameter)
(http://i273.photobucket.com/albums/jj229/MarquisRex/Cf.jpg)
Og á ensku til að úskýra.
Finally, I'm showing flow coefficient relation to the Inner seat diameter.
This figure ignores how well a port can feed a cylinder and purely focuses on just how good that port is when considering the ISD size. Both the '731' and '885' ports are very accomplished and compare favourably even with a modern LS1 cylinder head. It also outlines the inferiority in this company of the '200' early 3 series port, and should hopefully bring home the folley in people who continue to pedal these cylinder heads for high performance/high capacity M20 conversions. Forget it. The '885' head casting is the undisputed best. Just to keep an eye on port velocities however at 6000 rpm peak powerspeed and taking into account the cylinder capacity, I calculate the following for the '200', '731' and '885' respectively:93m/s, 76m/s and 77 m/s the last two are lower than I had expected. I usually design ports for a velocity in the 'trouser leg' of over 90 m/s. You can move the compromise towards flow perhaps (making them bigger), if the design of the port won't deliver. The worst aspect of the M20 is the low roof of the port close to the valve seat.



Mér persónulega sýnist vandamálið liggja í því að handa ykkur eru ekki framleidd 4v hedd í massavís eins og fyrir akkúrat ALLAR aðrar nútíma vélar.
Þetta veldur því að kostnaður væri hærri fyrir YKKUR til að verða ykkur útum svoleiðis eins og sést í kringum $10k. Á meðan allir aðrir picka bara upp hedd hvaðan sem er á $500 af næstu vél.

Ég get séð afhverju þið lítið á þetta sem meiri kostnað. Því það er eina sem 2v hefur enn yfir 4v fyrir amerískar V8 á meðan 4v er bara standard allstaðar annarstaðar, enginn tæki við pening til að setja 2v hedd á vélina sína annarstaðar frá.
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 14, 2009, 04:22:25
Bara bæta því við.

Skoðaði hverja eina og einustu V8 vél á Nelsonracing.com
Þar sá ég best 125hö/líter á race bensíni á 702cid vél, 114hö/líter á 427cid vél og 565cid vél og 116hö/líter á 572cid vél.
Ekkert noz, ekkert turbo, ekkert supercharger.

Líst vel á þessa 125hö/líter vél hæðsta power/líter level fyrir 2v sem ég hef séð, sýnir hvað er búið að þróast mikið síðan 1970. Enn er einhver vél sem hefur meira power per líter
án power adder eða alcahol?
Title: Re: þýskar v8
Post by: Kristján Skjóldal on January 14, 2009, 09:19:54
hér er ein sem GM lét gera þegar þeir áttu Lotus árið 90 allt ál 32v 4 cam sem er sambærileg ef ekki betri en þýskar vélar ja allvega á þessum árum :D
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar Birgisson on January 14, 2009, 11:04:20
http://www.racingjunk.com/post/1354255/400CI-900HP-SMALL-BLOCK-CHEVY-1X4-.html

136,36 á líter NA
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar Birgisson on January 14, 2009, 11:15:36
http://www.racingjunk.com/post/1392577/SB2-SBChevy-396-cuin-888-HP-NEW-BUILD-.html
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 14, 2009, 14:29:33
hér er ein sem GM lét gera þegar þeir áttu Lotus árið 90 allt ál 32v 4 cam sem er sambærileg ef ekki betri en þýskar vélar ja allvega á þessum árum :D

Hvernig er hún betri? Hún er 405hp með 70/líter.

Einar Birgisson,
meira info um þessar sem þú póstaðir?

Ég fann þessa svo.
http://www.bennettracing.com/Custom%20Engines/400%20CID%20930HP%20CANTED%20VALVE%20HEADS.html (http://www.bennettracing.com/Custom%20Engines/400%20CID%20930HP%20CANTED%20VALVE%20HEADS.html)
400cid 930hp. 143hp/líter. Líst enn betur á hana :)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 14, 2009, 14:37:13
Ég þarf að finna SBF vélina sem ég rambaði á um daginn, slétt 400cid og var 1070hp.....
Title: Re: þýskar v8
Post by: Björgvin Ólafsson on January 14, 2009, 14:46:02
Ég þarf að finna SBF vélina sem ég rambaði á um daginn, slétt 400cid og var 1070hp.....

Ég held að hún sé nú bara í Mercuryinum hjá mér :lol:

kv
Björgvin
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar K. Möller on January 14, 2009, 14:49:26
Svo er alltaf Schubeck >> http://www.schubeckracing.com/
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 14, 2009, 15:43:20
sælir félagar.EINAR B EINAR MÖLLER KRISTJÁN SKJÓLDAL hvernig nenniði að svara þessu bulli þetta er greinilega einhver þráhyggja í þessum manni mikið USA hatur á ferðinni.það á ekki að leyfa svona rugl hér á spjallinu .allt sem ég hef skrifað hefur verið rangtúlkað og eða bara ekki lesið.en ég ætla að reyna einu sinni enn og ekki meir.þessi DRAGGI MEÐ 300 CID sem fór 6,90 202 mph ég er búinn að setja hann í MOROSO STOKKINN og er hann 1160 hp .og ég tek það fram að hann var með einn 750 holly ekkert nos ekkert turbo.sem sagt NA.´svo gerði ég það að gamni minu að setja pro stock bílinn hans GREG ANDERSON inn í stokkinn.6,50 213 mph 2350 pund.þetta er að sjálfsögðu NA BÍLL.2400 hp samkvæmt stokknum.vélin er 499 cid og hananú.kv AUÐUNN HERLUFSEN VARAFORMAÐUR KK.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Einar Birgisson on January 14, 2009, 15:50:39
http://www.brodix.com/heads/bd.html
 þetta eru svipuð hedd og eru á þessari vél sem ég póstaði, líka til frá GM,

 Auðunn er ekki " stokkurinn" eitthvað beiglaður ? NHRA pro-stock bílarnir eru ekkki nein 2400hp 1400++ er nær lagi.
Title: Re: þýskar v8
Post by: maxel on January 14, 2009, 15:56:42
sælir félagar.EINAR B EINAR MÖLLER KRISTJÁN SKJÓLDAL hvernig nenniði að svara þessu bulli þetta er greinilega einhver þráhyggja í þessum manni mikið USA hatur á ferðinni.það á ekki að leyfa svona rugl hér á spjallinu .allt sem ég hef skrifað hefur verið rangtúlkað og eða bara ekki lesið.en ég ætla að reyna einu sinni enn og ekki meir.þessi DRAGGI MEÐ 300 CID sem fór 6,90 202 mph ég er búinn að setja hann í MOROSO STOKKINN og er hann 1160 hp .og ég tek það fram að hann var með einn 750 holly ekkert nos ekkert turbo.sem sagt NA.´svo gerði ég það að gamni minu að setja pro stock bílinn hans GREG ANDERSON inn í stokkinn.6,50 213 mph 2350 pund.þetta er að sjálfsögðu NA BÍLL.2400 hp samkvæmt stokknum.vélin er 499 cid og hananú.kv AUÐUNN HERLUFSEN VARAFORMAÐUR KK.
Ert þú ekki að svara þessu "bulli"?
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 14, 2009, 15:56:53
SÆLL EINAR,jú jú það er nær lagi reyndar tala þeir um 1600 hp en stockurinn segir þetta er reyndar gamalt apparat skiptir svo sem engu en EINAR minn þetta er þreytandi svona vitleysa.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Shafiroff on January 14, 2009, 16:01:32
SÆLL ,jú ég er að því og í það síðasta vonandi nema kannski að spjalla við vini mina sem eru aðeins að tjá sig um þetta.en vert þú spakur kallinn engin leiðindi það gæti dregið dylk á eftir sér.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Kiddi on January 14, 2009, 16:16:29
Jæja  :roll: :roll: :roll:
Title: Re: þýskar v8
Post by: maxel on January 14, 2009, 16:22:36
SÆLL ,jú ég er að því og í það síðasta vonandi nema kannski að spjalla við vini mina sem eru aðeins að tjá sig um þetta.en vert þú spakur kallinn engin leiðindi það gæti dregið dylk á eftir sér.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Ertu á túr gamli?  :lol:
Ég er mjög rólegur...
Mesta bullið í þessum þræði hefur komið frá þér...
Title: Re: þýskar v8
Post by: Stefán Már Jóhannsson on January 14, 2009, 16:24:07
SÆLL ,jú ég er að því og í það síðasta vonandi nema kannski að spjalla við vini mina sem eru aðeins að tjá sig um þetta.en vert þú spakur kallinn engin leiðindi það gæti dregið dylk á eftir sér.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Svona án alls gríns, þá er einn maður búinn að vera með leiðindi hér á þessum þræði. Og það er þú, minn kæri.
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 14, 2009, 16:55:27
sælir félagar.EINAR B EINAR MÖLLER KRISTJÁN SKJÓLDAL hvernig nenniði að svara þessu bulli þetta er greinilega einhver þráhyggja í þessum manni mikið USA hatur á ferðinni.það á ekki að leyfa svona rugl hér á spjallinu .allt sem ég hef skrifað hefur verið rangtúlkað og eða bara ekki lesið.en ég ætla að reyna einu sinni enn og ekki meir.þessi DRAGGI MEÐ 300 CID sem fór 6,90 202 mph ég er búinn að setja hann í MOROSO STOKKINN og er hann 1160 hp .og ég tek það fram að hann var með einn 750 holly ekkert nos ekkert turbo.sem sagt NA.´svo gerði ég það að gamni minu að setja pro stock bílinn hans GREG ANDERSON inn í stokkinn.6,50 213 mph 2350 pund.þetta er að sjálfsögðu NA BÍLL.2400 hp samkvæmt stokknum.vélin er 499 cid og hananú.kv AUÐUNN HERLUFSEN VARAFORMAÐUR KK.

Ekkert hatur á einu eða neinu,
þetta er ekki amerískar V8 spjallið sko.

Enn samkvæmt þessu sem þú nefnir að 300cid vélin sé 1160hp þá er hún 269hp/líter. Sem er 125hestöflum kraftmeira enn nokkur önnur 2v vél sem ég er núna búinn að eyða helvíti miklum tíma í reyna finna. Til þess að taka þessu trúanlegu þá vantar mig að vita meira um vélina.
Þá einna helst hvaða eldsneyti hún notar. Hefur þú Auðunn það svar eða geturru bent mér í rétta átt til að finna það svar á internetinu eða í einhverju tímariti?
Ef hvergi á internetinu er rætt um þessa mögnuðu vél þá verð ég að stórefast um þessar tölur.

Og þessi 499cid vél sem þú nefnir ætti þá að vera 293hö/líter sem er svo merkilega akkúrat tvöfalt kraftmeiri enn nokkur 2v vél sem ég hef séð miðað við rúmmál. Þetta er þá 4,8hp/cid . Þetta get ég sagt fyrir víst að er ekki rétt nema þú getir póstað þá hvaða eldsneyti umrædd vél gengur á.
Og myndum af henni.

Ef einhver veit meira um þessar vélar þá væri ég alveg til í að vita meira um þær.
Þangað til verð ég að efast um sanngildi þessara upplýsinga.


Title: Re: þýskar v8
Post by: Dodge on January 14, 2009, 17:00:14
"The chart shows the Arao Performance 32-valve heads made 474 HP @ 6000 RPM, 159 more than the high-end 2-valve aluminum head (Brand X) and 203 more than stock iron!"

pottþétt ekki hlutdrægur samanburður :)
með brand x "high end aluminum head" - 315 hö
með stock pottheddum - 271 hö
hvað var bilað í þessum?

Þetta er pínu erfiður þráður fyrir fullyrðingar þar sem það eru engir 2 hérna að tala um sama hlutinn..

hestöfl á lítra eru nokkrir með - tala sem kemur engum við nema til að passa í örfáa flokk í einhverjum greinum, hér koma kanarnir líka vel inn þegar allt er leyft með hátt í 1000hp/l í top fueler

hestöfl á kíló hjá nokkrum - kemur öllum og öllu við, má leisa á 2 vegu, með minni vigt líkt og formúlu bílar eða með fleiri hö, þar sem kaninn kemur aftur með top fueler með mörgþúsund hö á hva..300kg?

sumir eru að bera saman ameríska og alla hina - hér er gott að veita því athygli að LANG öflugustu bílvélar heims eru amerískar.

aðrir eru að bera saman 2V og 4V - Hér er einnig gott að stoppa aðeins og íhuga að Lang öflugustu bílvélar heims eru 2V.

flestir eru að streða við að bera þetta allt saman fram í einni hræru, í þeirri hræru ætla ég að sulla inn því hráefni að 4V búnaðurinn er þyngri og fyrirferðarmeiri en 2v, og ef bera á allt saman í þessum dásemdar graut þá er í góðu lagi að nota auka þyngdina og fyrirferðina til að auka rúmtak alveg eins og að fokka í ventlabúnaði.

Og tekið skal hrakalega fram STRAX til að forðast allan misskylning í næstu svörum að það er EKKI HÆGT AÐ KOMA MEÐ FORMÚLU VÉL INNÍ JÖFNUNA OG ÆTLA SVO AÐ BLÁSA TOPFUEL VÉL ÚTAF BORÐINU.

 hvað var það svo... já CHECK  :D
Title: Re: þýskar v8
Post by: Dodge on January 14, 2009, 17:27:36
Úbbs gleymdi 2 flokkum..

Sumir eru að tala um afl fyrir peninginn - Kemur ÖLLUM við og hér hefur kaninn nær undantekningalaust vinninginn.

Og aðrir eru að tala um endingu á hverju systemi, kemur öllum við en hefur þann galla að við höfum engar staðreyndir á borðinu nema einhverja metbíla sem eru keirðir einhverjar milljónir og eru svipað dæmi og smiðurinn með gamla trausta hamarinn sinn...

...sem er reyndar búinn að skifta 5 sinnum um skaftið og 2svar um haus :)
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 14, 2009, 17:48:39
Pro stock eru 2.5hp cui. ekki 4,8hp cui.
Svo Auðunn sé leiðréttur réttilega.


Það er enginn að segja að amerískar séu ekki kraftmestar eða gefa mest per kíloið þegar er komið í svona Top Fuel level.
Einnig eru ekki til neinar vélar frá öðrum löndum sem hafa svipaðar vélarstærðir og ekki einu sinni nálægt, því er ekki hægt að segja neitt á móti aflmestu vélunum til að reyna við neinn samanburð. Hérna er stærsta 4v vél sem ég veit um frá evrópu
http://en.wikipedia.org/wiki/TVR_Cerbera_Speed_12
Sagt vera 980hö / 7,7lítrar (470cid) á þá líklega Vpower bensíni eða einhverju sem hægt er að nálgast á næstu dælu í bretlandi.


Því miður þá er 4v ventlakerfi ekki þyngri á neinn hátt til að geta talist kvöð við afl/kg pælingu. Eða geyma dót í hillu pælingu.


Það er löngu ljóst að 4v vélar geta alltaf framleitt meira power heldur enn 2v vélar af sömu stærð. Þannig að sá samanburður er ekki þurfi.
Einnig vitum við að amerískar v8 vélar eru kraftmestar , enn eina ástæðan er rúmmál þeirra.

Kostnaður

Hvað kostar akkúrat 1000hö ný upptekin amerísk V8 vél, hvað er minnsti mögulegi kostnaðurinn????






Title: Re: þýskar v8
Post by: Dodge on January 14, 2009, 18:42:27
Bróðir minn er að selja þessa núna
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=37654.0
ca 2 mills, ætti að geta 2000, en vissulega er það ekki akkúrat og ekki 1000.

gamla vélin hans (sem stjáni er með núna mestmegnis) var rétt uppúr 1000
man ekki hvort hann auglýsti hana einhverntíma heila en það er ekki yfir 1,5.
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 14, 2009, 19:23:12
Ok,

snöggt álitið myndi ég telja mig geta tekið eina 3lítra BMW M3 vél og sett í 1000hö fyrir um 1,5mills í hráum kostnaði.
Þá allt ný upptekið í henni. Enn til að fara lengra enn 1000hö á svoleiðis vél þá fer kostnaðurinn mögulega ólínulega hratt upp ekki það að ég þekki þau atriði neitt sérstaklega.

Borg Warner S400 seríu túrbína
Stangir , stimplar, ásar, heavy dýrt port job. botn grind á blokkina. balanceraður sveifarás,
Ventlakerfi læst . Léttari ventlar og stífari gormar,. Ný soggrein, spes túrbógrein. pyramid hringir í blokk til að þétta úr stimpilrými.


Svíarnir hafa verið að setja svona vélar í 1000hö "reglulega" og þá meina ég reglulega mjög lauslega.
(http://www.pure-pf.com/bromsdata/keld.jpg)
http://uk.youtube.com/watch?v=EJ52gyTCQlw

Engine: s50b32
Wiseco pistons 8.8:1 comp
Forged rods
Arp head studs
Arp main studs
PPF cuttingrings
Precision turbo, PT76 GTS, 0.96 a/r
60mm wastegate
PPF 75mm blowoff
600x300x100mm ic
Autronic Sm4
Msd 8245 coils
4" downpipe
3.5" exhaust
PPF fuelrail
1600cc injectors
Aeroemotive AN10
3 x walbro
(http://www.zatzy.com/attachments/projekt/60743-andreast-bmw-e36-turbo-912hk.jpg)

Þessi er notuð í daily driver bíl.
(http://i198.photobucket.com/albums/aa11/pelko_90/aa-3.jpg)

Svona power í daily myndi já kosta 1,5mills




Title: Re: þýskar v8
Post by: Kristján Skjóldal on January 14, 2009, 20:17:19
1,5 ekki í dag á Islandi :-"
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 14, 2009, 21:25:21
1,5 ekki í dag á Islandi :-"



Best að halda þessu bara í dollurum,

Túrbína , $1600
pústgrein , $1800
Stangir $800
Stimplar $800
portun $700
botn grind $ 200
balancering á sveifar ás $300
Ventla kerfi læst $100
Ventlar og gormar $1500
Soggrein $1000
pyramid hringir $600

$8,8k í USA , myndi henda á þetta $4k í Misc kostnað í það minnsta.
$12,5k total



Title: Re: þýskar v8
Post by: Dodge on January 14, 2009, 22:12:52
ég held líka að vélin mín sé 700 hö fyrir 250.000 total... en hver veit.

þetta er allt dásamlegt á sinn hátt, kostirnir fara bara eftir áætluðu notagildi.
ef ég er að fara að keppa í rallýkrossi í 2000cc flokki þá nota ég ekki ameríska vél,
en ég mundi setja á hana amerískann blásara ef það má.

En fyrir fátæka íslendinga sem ætla að ná góðum tíma í kvartmílu þá er stór amerísk 8 ðe vei tú gó.
Title: Re: þýskar v8
Post by: Phi on January 16, 2009, 16:55:26
Sem áhugamaður til margra ára um aflmiklar vélar þá kemst þessi þráður mjög ofarlega á listan yfir mjög áhugaverða þræði.
þ.e.a.s ef maður ignorar allt skítkast og leiðindi.

Væri gaman að sjá meira af málefnalegri umræðu um það afhverju menn velja þær leiðir sem þeir fara.

Myndi segja að það væri engin leið réttari en önnur, bara spurning um val manna.
Title: Re: þýskar v8
Post by: gstuning on January 16, 2009, 17:22:37
Það er rétt hjá þér, þess vegna bjó ég til þennan þráð.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=37662.0

Og var að vonast að menn væru til í að setja fram upplýsingar fyrir aðra að skoða um hvernig hægt er að ná 1000hö takmarki,
gefið að maður sé að reyna að spara pening, best væri að hafa allt í dollurum og gert í bandaríkjunum til að vesenast ekki með flutning, skatta og álagningar eða álíka.

Finnst áhuginn ekki vera alveg sá sem ég var að vonast eftir. Og ætla að vona að ástæðan sé ekki að hugarfar sé þannig að menn
vilja ekki aðstoða félagann eða mögulega meðlimi klúbbsins.
Allstaðar þar sem ég sé góða upplýsingaveitu/tæknilegar umræður sé ég samfélag áhugamanna stækka.

Mér persónulega finnst að þaulreyndir kvartmílukallar til margra áratuga ættu að skrifa tæknilegar greinar sem snúa að kvartmílu sem aðrir geta svo skoðað þegar þeir eru að velta fyrir sér að dempa sér í kvartmílukeppni í versta falli hlustar enginn á þetta og ekkert tapast , í besta lagi dafnar allt íslenskt mótorsport sem og kvartmíla með því.

Það sem þeir geta skrifað um
Fjöðrunarkerfi og uppsetning til kvartmílu
Öryggiskerfi og uppsetning til kvartmílu
Skóbúnaður og uppsetning til kvartmílu
Vélar og drifkerfis uppsetningar til kvartmílu.

Bara hugmynd.
Title: Re: þýskar v8
Post by: js on January 16, 2009, 20:56:59
 Strákar,ef við hefðum allir sama smekkinn,þá værum við allir að elta einu konuna í heiminum,sem betur fer erum við ekki að því.það eru nefnilega til margar týpur af vélum og óteljandi óteljandi týpur af konum :D

 Slaka á,heimsendir er ekki á næstunni


 KV:JS
Title: Re: þýskar v8
Post by: ljotikall on February 15, 2009, 14:46:48
sa þetta a bmwkraftinum
http://forums.bimmerforums.com/forum/showthread.php?t=1170068
fer kannski fyrir brjóstið a einhverjum :roll: en það verður bara ad hafa það
Title: Re: þýskar v8
Post by: Kristján Ingvars on February 15, 2009, 18:49:08
Þetta getur alveg orðið töff  8-)
Title: Re: þýskar v8
Post by: Serious on February 18, 2009, 00:13:59
sa þetta a bmwkraftinum
http://forums.bimmerforums.com/forum/showthread.php?t=1170068
fer kannski fyrir brjóstið a einhverjum :roll: en það verður bara ad hafa það



þetta er það hræðilegasta sem ég hef séð eftir að ég sá myndina Fast and the Furious Tokyo drift.
En hví ekki að ganga alla leið í vitleysunni  og setja v6 3,0 Toyotavél í hann það er álíka gábbulegt . :roll:
Title: Re: þýskar v8
Post by: ljotikall on February 18, 2009, 00:32:34
hann var með 2001 Nissan Skyline GT-R RB26DETT ekki toyota v6
Title: Re: þýskar v8
Post by: Anton Ólafsson on February 18, 2009, 00:47:18
Já en einhverstaðar heyrði ég það að bíllinn sem var notaður í öll stöntin hafi verið með 351W crate motor.
Title: Re: þýskar v8
Post by: kallispeed on February 18, 2009, 02:01:42
Já en einhverstaðar heyrði ég það að bíllinn sem var notaður í öll stöntin hafi verið með 351W crate motor.
var það ekki bara í draumi .... :mrgreen:
Title: Re: þýskar v8
Post by: Moli on February 18, 2009, 02:12:07
Já en einhverstaðar heyrði ég það að bíllinn sem var notaður í öll stöntin hafi verið með 351W crate motor.
var það ekki bara í draumi .... :mrgreen:

Nei, það voru almennilegar vélar notaðar við þetta!  :smt066

http://www.edmunds.com/insideline/do/Features/articleId=115632
Quote from:
Inside Line ultimately tested three of the surviving Ford Mustangs — the almost pristine car with the Nissan six and two equipped with 430-cubic-inch Ford Windsor V8s and four-speed "Toploader" manual transmissions. One of the V8 drift cars was clean and ready for show duty, while the other had been battered in every way, but ran strong.

...A six-cylinder turbo engine may match a V8 in measured performance, but it will never have the charisma of a V8.

'67 6-cyl Nissan powered Mustanginn hefur verið á eBay til sölu af og til í um tvö ár.

Title: Re: þýskar v8
Post by: Serious on February 18, 2009, 02:28:24
hann var með 2001 Nissan Skyline GT-R RB26DETT ekki toyota v6


Já ég veit það ég lagaði það sem vantaði uppá skrifin hjá mér til að það skildist betur . 8-)
Title: Re: þýskar v8
Post by: chewyllys on March 08, 2009, 23:03:48
Að setja evrópska vél ofan í amerískan dreka fynnst mér bara sissy [-(... :-#
Title: Re: þýskar v8
Post by: Serious on March 08, 2009, 23:16:45
Að setja evrópska vél ofan í amerískan dreka fynnst mér bara sissy [-(... :-#



það er kanski ok að gera það hjá félaga Fidel á Cubu en ekki hérna eða annarsstaðar þar sem hægt er að fá alvöru Vélar. [-X