Ég kíkti í heimsókn til Krossanesbræðrana 17. júní þegar ég og Svavar vorum með bílinn hans á bílasýningu BA, og eru þetta miklir Novukallar.
Þeir eru að gera upp sitthvorn 2 dyra bílinn og voru með einn fyrir utan sem var ökuhæfur.
Ég var að velta því fyrir mér, ef menn eru svo óskaplega spenntir fyrir 4 dyra Novu, af hverju þeir reyna ekki að fá keyptar Novurnar hjá Krossanessbræðrunum, þeir eiga 2 stk. 4 dyra.
það vill nú svo skemmtilega til að það er bílablað, sérstaklega um Nova, til sölu í Pennanum núna, ég legg til að menn kíki á það og kaupi.
Stór hluti af þessum Nova bílum er kominn undir græna torfu, þannig að finna mynd af einhverjum sem var til fyrir einhverjum 15-20 árum og spyrja hvar þessi og hinn sé í dag er oft erfitt því oft er búið að mála bílanna eða rífa í varahluti, t.d. þessi hvíti, mig minnir að Sigurjón Haraldsson átti hann þarna á myndinni, bíllinn var orðin eitthvað lasinn en var fjarska fallegur og endaði ævi sína nokkrum árum eftir þetta.