Strákar, mig langar aðeins að blanda mér í þessa umræðu þar sem Nova er hálfbróðir Camaro.
Það er ágætis grein um Novur á
www.bilavefur.com sem skýrir þessa umræðu um árgerðir og týpur, kíkið á hana.
Þið eruð að velta fyrir ykkur SS Novum, það er spurning hvað af þessum bílum er SS eða ekki, t. d. SS Nova (68-72) var standard með V8 350 300hp. vél, 12 bolta hásingu og diskabremsum, bláa Novan, sem myndir eru af hérna á þessum þræði, er ekki með neitt af þessu dóti, er hún þá SS eða ekki? Það er algengt að menn hafi einhvertímann skrúfað SS merki á bílanna og þá varð bíllinn sjálfkrafa að SS bíl en það er miklu meira en bara merkin.
Ég vill ekki gera lítið úr þessum umrædda bíl, hann er stórglæsilegur en mér finnst skemmtilegra að þeir bílar sem eru SS fái að vera það.
Ég man eftir einni SS Novu af síðustu kynslóðinni og endaði hún sem appelsínugula race Novan.