Mér datt í hug vegna umræðunnar um Novur þetta með 4 cyl. Pabbi átti eitt stykki Novu árg 1970 með 4 cyl. beinbíttað, held að það hafi verið 193 c.i. Að vísu veit ég ekki hvort mönnum þyki þetta eintak merkilegt þar sem það var 4 dyra, svokölluð taxi-cab útfærsla. Einhvern tíma rakst ég á grein í blaði sem sagði að það hefði verið framleidd 181 eintök. Sel það ekki dýrara en ég las það. Öllu fleiri eintök voru framleidd af Chevelle með fjarka meðal annars átti Bifreiðarstöð Steindórs nokkra 4 cyl. Chevelle. Maður hélt alltaf að þetta væri dísilbílar svo leiðinlegur var gangurinn í þeim. Þessari Novu var hent af síðasta eiganda .því miður