Ryðvörn!!Þetta er alveg sér kapítuli út af fyrir sig.Jú,ryðvörn hefur oft verið umdeild.Gamla svarta Tectyl efnið t.d.harðnaði og sprakk,hleypti raka bak við sig og hélt honum að stálinu,þess vegna var talað um að bílar ryðguðu,ryðvarnarinnar vegna.Efnin sem notuð eru í dag eru vaxefni og harðna mun síður, þynnri og smjúga nánast allsstaðar á milli.Ástæðan fyrir því að nýjir bílar eru ryðvarðir í mun minna mæli en áður,er sú,að öll efnameðhöndlun á stálinu er mun betri en áður.Þegar BÚIÐ er að sjóða skelina saman,er henni dýft í mörg mismunandi efnaböð,sem mynda mjög góða tæringarvörn...ath.eftir samsetningu!!! Við eru hins vegar að fást við allt aðra hluti!Við getum aðeins að litlu leiti meðhöndlað stálið á þessa vegu fyrir málningarferliðog verðum þess vegna að ryðverja eftir á með til þess gerðum ryðvarnar efnum.Tæknimaður frá Benz verksmiðjunum kom til okkar fyrir nokkrum misserum og ræddum við einmitt þessa hluti við hann.Hann lagði mikla áherslu á ryðvarnarþáttinn á nýjum stykkjum,soðnum sem boltuðum,m.a.s.vildi hann láta sprauta vaxi í ný stykki úr áli,t.d. frambretti,húdd og skottlok!!!!
Hvað uppgerðina á þessari Chevellu varðar,þá sýnist mér maðurinn vanda eins vel til verka eins og hann mögulega getur.....öllu skiftir að hann sé sáttur við sinn bíl,og ef hann lærir eitthvað á þessari vegferð þá er það af hinu góða!!!