Sælir félagar.
Sæll aftur "Maxel".
Ef þú ert ekki búinn að fá mótor, þá myndi ég hiklaust hugsa um að ná mér í Rover V8 ál vél.
Þetta eru skemmtilegir mótorar plús að að BMW notaði þá einu sinni með framleiðsluleyfi frá Buick.
Í Bretlandi eru menn á ná hörku tímum á bíla með þessa mótora og spila þá líka á léttleikann.
Það er líka mjög auðvelt og að mér skilst ódýrt að kaupa í þá aukahluti í Bretlandi.
Svo eru þetta einir vinsælustu mótorarnir til að setja ofan í aðra bíla en Ameríska þar í landi og víðar.
Bara svona til að nefna smá dæmi hérna heima, þá var svona 3,5L Rover vél sett í Ford Escort Rally bíl, og það varð að skipta um gorma að framan vegna þess að Rover vélin var léttari en 4cyl vélin sem var áður í bílnum.
Að mínu mati ein sniðugustu vélarskiptin í Evrópubíla, og aðra "non US" bíla í dag.
Þetta með 4. bolta blokkir hefur mér nú aðeins sýnst snúa að Chevrolet.