Kvernig ætlast menn til að að hægt sé að taka stefnumarkandi mið af þessari skoðanakönnun ef menn kvitta ekki fyrir sig?
Agnar H Arnarson
Á stjórnarfundi í febrúar þegar flokkar voru til umræðu og ég var að reyna að fá menn til að gefa sekúnduflokkum meiri séns heldur en eitt sumar þá spurðir þú hvort við ættum þá að hunsa þessa skoðanakönnun sem var í gangi þá um vilja keppenda um keppnisflokka þar sem kannski 10 kvittuðu fyrir sig en 42 tóku þátt. Verður maður ekki að fara eftir sömu reglum alltaf en ekki bara þegar manni hentar eitthvað?
Ég er sjálfur ekki búinn að taka þátt í þessari könnun vegna þess að ég vildi sjá hvað fólk vildi, ég ætti kannski að taka þátt.
Þau tæki sem farið hafa útaf brautinni á síðustu árum hafa yfirleitt gert það vegna bilana í þeim sjálfum, menn með tuskubremsur hafa ekki lent í vandræðum.
Þú segir að þetta sé Kvartmíluklúbbur, þetta er auðvitað rétt hjá þér. Hitt er annað að ef við viljum stækka klúbbinn og ná allt upp í 300-400 meðlimum verðum við að stofna deild innan KK sem nær yfir þetta sport. FH var líka fimleikafélag í upphafi en er nú stórveldi, það væri ekki ónýtt ef KK yrði stórt félag, kannski ekki eins og FH en eitt félag sem héldi utan um fleiri sportgreinar.
Félagar, varið ykkur á að tala út um afturendann, fram á veginn er málið.
Söfnum liði og peningum og förum sem fyrst út í þessa framkvæmd, lagfæring kvartmílubrautarinnar er svo hægt að hafa inni í heilu framkvæmdinni. Það er ekki rétt sem hér hefur komið fram að það kosti milljarð króna að koma upp hringakstri, það er aðeins sett fram til að slá það út af borðinu og hræða menn. Látum ekki hagsmuni örfárra aðila koma fram fyrir hagsmuni fjöldans, slysið í dag er bara eitt dæmi um að menn vantar svæði til að keyra hratt og fá útrás. Það væri ekki amalegt að keyra svona braut á hjóli sem er yfir 200 hö í aftruhjólið eins og formaðurinn á.
Þeir sem ekki geta með nokkru móti bremsað í endan geta bara keyr 1/8
Kv. Nóni