Poll

Hvað vilt þú sjá fyrst gert á svæðinu í Kapelluhrauni?

Hringakstursbraut í forgang
50 (49%)
Koma upp svæði fyrir AutoX og Drift keppnir
11 (10.8%)
Breikka og lengja kvarmtílubrautina
41 (40.2%)

Total Members Voted: 100

Voting closed: March 22, 2006, 02:47:26

Author Topic: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?  (Read 24354 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Mér datt í hug að setja inn litla könnun til að athuga hug fólks til komandi verkefna hjá klúbbnum. Hverju á stjórn klúbbsins að beita sér fyrir fyrst?



Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline typer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
  • DropDeadSexy
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #1 on: March 19, 2006, 03:02:44 »
Mér persónulega finnst Nauðsin að vera með AutoX eða Driftplan.
En það er svo rosalega "auðvelt" að búa til svoleiðis plan. svo ég valdi það ekki í "Forganginum".

Það er jú nauðsinlegt að breikka og reyndar smá nauðsin að lengja kvartmílubrautina. en hún er nú þegar til staðar svo sá möguleiki er ekki í forgangi.

Þannig ég valdi akstursbraut sem forgang. Algjör nauðsin og einnig hægt að drifta svoldið þar. í beygju köflum, jafnvel slide-a eitthvað smá...
En fyrst og fremst að taka skarpar beygjur, komast á góðann hraða og svoleiðis.
Mitsubishi Starion '87 (LG-553) Varahlutir
Mitsubishi Starion '87 (LG-555) Spyrnugræjan

Offline Bebecar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 9
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #2 on: March 19, 2006, 10:12:42 »
Hringakstursbraut er það sem mér finnst vera í algjörum forgang, hitt er hægt að stunda nú þegar auk þess sem hringakstursbraut myndi nýtast í meira meili til útleigu, þjálfunar, ökukennslu, kynningarmála hjá umboðunum og svo mætti lengi telja.

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #3 on: March 19, 2006, 11:50:19 »
ég kaus efsta, mér fynnst uppröðin á þessu eiginlega bara forgangsröðin

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #4 on: March 19, 2006, 12:49:53 »
Það er mín skoðun að það sé brýn nauðsin að það sé í forgangi að gera aðstæður öruggari í því motorsporti sem klúbburinn var stofnaður og stendur fyrir.
Það hafa keppendur farið út af enda brautarinna vegna stutrar vegalengdar bremsukafla og einnig út af til hliðar við braut og stórskemt sýn dýru keppnistæki og aðeins heppni að ekki hafi orðið enn slys á fólki.
Hraðinn í mílunni hefur aukist mjög síðastliðin fimm ár og við vitum það að það má lítið út af bregða  vegna þess hve brautin er mjó og stutt.

Þetta er Kvartmíluklúbbur
þess vegna tel ég það eigi að vera í fyrsta forgang að gera það örugt sem við erum og stöndum fyrir að keppa í með breikun og lengingu kvartmílubrautar áður en við færum út kvíarnar í aðrar akstursíþróttir sem koma kvartmílu ekkert við.

Hringakstursbraut er gott mál en ekki forgangur í þessum klúbb.
Vettu hringakstur verður að mér finnst að bíða aðeins lengur.
Annars er þetta mikið undir Hafnarfjarðarbæ komið ef þeir eiga miljarð til að setja í þetta á einu bretti þá er það gott mál en ég veit það ekki enn hvar við eigum að fá okkar mótframlag 20%.

Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Gunni gírlausi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 169
    • View Profile
braut í hringi
« Reply #5 on: March 19, 2006, 15:04:28 »
Ég vel hringakstursbraut, því að við eigum kvartmílubraut.

Mig minnir að þau tæki sem ég hef séð fara útaf, hefðu líka farið útaf þó að brautin hefði verið 4 metrum breiðari. Endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla.

Hvað bremsukaflann varðar, þá verður lítið mál að lengja hann samhliða hringakstursframkvæmdum.

Ég vona að DrAggi tali ekki fyrir hönd stjórnarinar hér fyrir ofan, því að ég veit að okkar ágæti formaður hefur gaman af því að keyra í hringi.

Kveðja, Gunni
60ft............1.924
mid mph......93.75
660............8.006
mph...........115.68
ET..............12.287

Hoosier daddy....

VW Golf GTi-16VT

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #6 on: March 19, 2006, 15:50:09 »
Mér finnst sniðugast að græja Kvartmílu brautina fyrst svo að hú geti tekið við þessum öflugu bílum sem menn eru að græja og kaupa í útlandinu góða.Án alvöru brautar geta þessir bílar ekki keyrt hér á fullu poweri.Fyrir mína parta er einhver hringur bara dauður og ómerkur sé ekki alveg hvað það kemur Kvartmílu Klúbbnum við að vera með einhver hring þó svo að það geti verið gaman að keppa í svoleiðis.Mér finnst að við ættum ekki að vera skipta okkur af hringakstursbraut heldur að laga bara það sem við höfum og stöndum fyrir semsagt Kvartmílu.Láta einhverja aðra um hitt sportið.Kv Árni Már Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #7 on: March 19, 2006, 16:17:19 »
Sælir það sem ég skrifa hér að ofan er mín persónulega skoðun.
Enda eins og ég hef áður sagt er þetta mál ekki einusinni komið á það stig að stjórn geti tekið einhverja afstöðu til áfangaskiftingu framkvæmda sem eru enn á verkfræðistofu að mér skilst, við vitum ekki einusinni kvort um áfangaskiftingu verksins sé að ræða eina sem við vitum að þetta er dýrt .
Ég var aðeins að spá í spilinn framm í tímann  ef menn hefðu skilið  það rétt sem ég skrifaði og meinti, þá væri ekki þessi umræða hér.
Og ekkert gaman.

Kvernig ætlast menn til að að hægt sé að taka stefnumarkandi mið af þessari skoðanakönnun ef menn kvitta ekki fyrir sig?


Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #8 on: March 19, 2006, 16:45:10 »
Quote from: "ÁmK Racing"
Mér finnst sniðugast að græja Kvartmílu brautina fyrst svo að hú geti tekið við þessum öflugu bílum sem menn eru að græja og kaupa í útlandinu góða.Án alvöru brautar geta þessir bílar ekki keyrt hér á fullu poweri.Fyrir mína parta er einhver hringur bara dauður og ómerkur sé ekki alveg hvað það kemur Kvartmílu Klúbbnum við að vera með einhver hring þó svo að það geti verið gaman að keppa í svoleiðis.Mér finnst að við ættum ekki að vera skipta okkur af hringakstursbraut heldur að laga bara það sem við höfum og stöndum fyrir semsagt Kvartmílu.Láta einhverja aðra um hitt sportið.Kv Árni Már Kjartansson
Er þetta ekki spurning um að hugsa um fjöldann í þessu máli,jú flott að eyða fullt af peningum í að græja brautina fyrir hvað 3 bíla sem þurfa breiðari braut og lengri bremsukafla,eða fara í það að gera hringakstursbraut sem myndi trekkja að hátt í hundrað manns eða fleiri,mér finnst þetta vera nokkuð augljóst í hvoru peningurinn gæti mögulega skilað sér í framtíðinni eða hvað finnst ykkur?

HK RACING(sem vill keyra beint áfram og í hringi)
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #9 on: March 19, 2006, 18:33:59 »
Þeir eru nú fleiri en þrír sem þurfa alvöru braut.Mér finnst þetta hring dót bara skipta minna máli.Hvort sem það trekki að fólk eða ekki,þetta er örugglega voða sport en mér finnst þetta ekki vera mál Kvartmilu Klúbbsins.Kv Árni Már Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #10 on: March 19, 2006, 19:21:44 »
Án vafa eigum við að huga að okkar braut fyrst og fremst. Þetta er spurning að hugsa um það sem kvartmíluklúbburinn þarf, eða er klúbburinn orðinn svona margþættur að hann þarf að gera brautir fyrir alla hina líka ?

Mbk.

EKM
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #11 on: March 19, 2006, 20:48:18 »
Quote from: "ÁmK Racing"
Þeir eru nú fleiri en þrír sem þurfa alvöru braut.Mér finnst þetta hring dót bara skipta minna máli.Hvort sem það trekki að fólk eða ekki,þetta er örugglega voða sport en mér finnst þetta ekki vera mál Kvartmilu Klúbbsins.Kv Árni Már Kjartansson


Málið er að á hringaksturbraut væri hægt að hafa um 800-900m beinan kafla sem væri notaður í kvartmílu líka,
Þetta er gert á öllum brautum sem eru með nógu langann beinan kafla

Ég vill að kappakstursbraut sé í forgangi, en þegar hún er hönnuð að kvartmílu hlutinn sé tekinn með, þannig eru allir ánægðir..

Íslandi ÞARF kappakstursbraut.
Drift svæði = kappakstursbraut/malbiks plan
kvartmílubraut = hluti af kappakstursbraut.

Árni K : Kvartmílu klúbburinn er að taka að sér þá ábyrgð að koma af stað kappakstri á íslandi,, og það er mjög lofvert og verður aldrei gleymt.

Svo myndu mikið meiri peningar koma í kvartmíluklúbbinn þegar hann ætti svona braut, nóg til að kaupa allt kvartmílu dótið ;)
eins og tímaskilti.
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline strumpur1001

  • In the pit
  • **
  • Posts: 55
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #12 on: March 19, 2006, 20:48:50 »
Ég vill fá hringaksturbraut...

Ég held að þannig braut þýði bara auknar tekjur fyrir klúbbinn og auknar tekjur þýða væntanlega meira fjármagn til aðgerða ? .. spái því að mun fleiri áhorfendur og keppendur verði ef bæði kvartmílubraut og "kappaksturbraut" verði til
staðar.. verður endilega aukning á keppendum og áhorfendum ef brautin verður stækkuð og lengd ?

Offline Davíð S. Ólafsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 306
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #13 on: March 19, 2006, 21:15:34 »
Varðandi breytingar á kvartmílubrautinni þá hefur sú hugmynd komið upp að lagfæra startið og lengja öryggissvæði í enda brautarinnar.
Við keppendur sem erum farnir að keyra undir 10sec og lægra þurfum á  því að halda að hafa brautina lengri svo að fyllsta öryggis sé gætt.
Lagfæra þarf startið og koma þeim málum í gott horf. Hugmyndin að breyta startinu er sem sagt , færa það aftar og vinna með því nokkra tugi metra sem þá kemur til með að nýtast í lengri bremsukafla.
Ef lagfæring verður gerð á startinu þá er eina vitið að steypa startið. Rífa upp malbikið og leggja steypu í staðin. Ekki væri verra að leggja hitalagnir í startið og þá eigum við möguleika á að hita það þegar kalt er í veðri og svo þornar startið fyrr ef við getum keyrt hita í það.
Svona framkvæmd gagnast ekki bara fáum keppendum heldur okkur öllum. Betra trakk,betri 60 fet og svo betri tímar.
Er það ekki þetta sem við erum að keppa að.
Hver er fljótastur að fara frá A-B er kvartmíla  :)
Ekki hversu nálægt fyrir fram ákveðnum tíma við erum. :shock:

Kv Davíð

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #14 on: March 19, 2006, 21:36:39 »
Quote from: "Dr.aggi"

Kvernig ætlast menn til að að hægt sé að taka stefnumarkandi mið af þessari skoðanakönnun ef menn kvitta ekki fyrir sig?


Agnar H Arnarson


Á stjórnarfundi í febrúar þegar flokkar voru til umræðu og ég var að reyna að fá menn til að gefa sekúnduflokkum meiri séns heldur en eitt sumar þá spurðir þú hvort við ættum þá að hunsa þessa skoðanakönnun sem var í gangi þá um vilja keppenda um keppnisflokka þar sem kannski 10 kvittuðu fyrir sig en 42 tóku þátt. Verður maður ekki að fara eftir sömu reglum alltaf en ekki bara þegar manni hentar eitthvað?

Ég er sjálfur ekki búinn að taka þátt í þessari könnun vegna þess að ég vildi sjá hvað fólk vildi, ég ætti kannski að taka þátt.

Þau tæki sem farið hafa útaf brautinni á síðustu árum hafa yfirleitt gert það vegna bilana í þeim sjálfum, menn með tuskubremsur hafa ekki lent í vandræðum.

Þú segir að þetta sé Kvartmíluklúbbur, þetta er auðvitað rétt hjá þér. Hitt er annað að ef við viljum stækka klúbbinn og ná allt upp í 300-400 meðlimum verðum við að stofna deild innan KK sem nær yfir þetta sport. FH var líka fimleikafélag í upphafi en er nú stórveldi, það væri ekki ónýtt ef KK yrði stórt félag, kannski ekki eins og FH en eitt félag sem héldi utan um fleiri sportgreinar.

Félagar, varið ykkur á að tala út um afturendann, fram á veginn er málið.
Söfnum liði og peningum og förum sem fyrst út í þessa framkvæmd, lagfæring kvartmílubrautarinnar er svo hægt að hafa inni í heilu framkvæmdinni. Það er ekki rétt sem hér hefur komið fram að það kosti milljarð króna að koma upp hringakstri, það er aðeins sett fram til að slá það út af borðinu og hræða menn. Látum ekki hagsmuni örfárra aðila koma fram fyrir hagsmuni fjöldans, slysið í dag er bara eitt dæmi um að menn vantar svæði til að keyra hratt og fá útrás. Það væri ekki amalegt að keyra svona braut á hjóli sem er yfir 200 hö í aftruhjólið eins og formaðurinn á.

Þeir sem ekki geta með nokkru móti bremsað í endan geta bara keyr 1/8


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #15 on: March 19, 2006, 22:17:36 »
Ef menn hjálpa öðrum aksturíþróttum að komast upp án þess að huga að því sem fyrst var og það sem langflestir vilja þá fá menn mun fjölbreytari og stærri hóp manna að kvarta.. menn kvarta yfir að kvartmílubrautinn sé ekki nógu löng og breið og aðrir kvarta að drift eða hringavitleysan sé ekki nógu góð og þá er allt komið til fjandans.

eins og margir segja og standa við: allt tekur sinn tíma og allt gott gerist seint en gerist samt.

kv. Davíð
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #16 on: March 19, 2006, 23:23:57 »
Sæll nóni: Enda var ekki tekin einhliða ákvörðun eftir þeirri skoðanakönnun varðandi flokkana,við blönduðum saman tveimur valkostum könnunarinnar.

Ég var bara að kvetja menn til að kvitta fyrir sig vegna fyrri reynslu.
Og svo var ég að kveikja á því að það eru 2754 notendanöfn á þessu spjalli svo einn og sami maðurinn getur haft mörg aðgangsorð og því kosið all oft.
Svo er líka fínt að sjá kverjir eru félasmenn í KK og kverjir ekki því ef allir þessir 2754 notendur myndu greiða félagsgjöld í KK þá stæðum við sterkir fyrir svona framkvæmd.

ÞEIR HAFA VÆNTANLEGA ENNÞÁ TÍMA TIL AÐ KVITTA FYRIR SIG ÞVÍ ÉG TEL ÞÁ VÆNTANLEGA VERA AÐ FYLGJAST MEÐ ÞESSU SPJALLI.

Agnar H Arnarson     KK#8
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #17 on: March 19, 2006, 23:26:21 »
Ég kaus lengja og breikka brautina. vegna þess eins og Aggi sagði er hraði bílana orðinn gífulegur, og er að aukast í sumar ef að svo fer sem flestir vona að Þórður komi með "big fish-inn" til landsins að þá þarf að gera þessar framkvæmdir. Eins er Rúdólf að koma með sinn Pontiac og hver veit nema að þa séu að koma fleiri stórir bílar, svo er líka Einar Birgis, og fleiri

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
mikið fyrir lengingu og breikkun  :D
my racing team has a drinking problem :-(

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #18 on: March 19, 2006, 23:42:49 »
Ég mæli með hringakstursbraut vegna þess að það kemur til með að margfalda tekjur fyrir KK og af því að það er tækifæri fyrir KK að vera fyrstir að gera slíka braut.

Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
« Reply #19 on: March 19, 2006, 23:44:18 »
Ég kaus lengingu og breikkun brautarinnar.
Ég tel líka að það sé óskynsamlegt að tengja hringakstursbrautina við kvartmílubrautina til dæmis vegna veðurs,það eru ekkert of margir góðir dagar sem við höfum til að keppa og það er vont að láta það rekast á við aðrar keppnir eða æfingar á hringakstursbraut,erfiðara að fresta kvartmílukeppnum ofl.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas