Ég er ekki skráður félagi í kvartmíluklúbbnum enda á ég ekki kvartmílubíl og mun aldrei eiga.
Ég hef hinsvegar mætt á föstudagsæfingar (MEÐ MINN HJÁLM) og tekið þátt í þeim og dregið marga vini mína með mér.
Það var NÓG fyrir mig. Og þar liggur akkúrat vandi KK, það er fullt af fólki, alveg haugur af fólki, sem vill koma og prófa en hefur engan áhuga á að keppa í kvartmílu að jafnaði. Þetta fólk mun ekki borga félagsgjöld fyrr en það er eitthvað í boði fyrir það (þetta er fólk af 4 stórum spjallsvæðum og telur líklega um 3-4 þúsund manns).
Hringakstursbraut og beinn kafli myndi gefa svæði þar sem hægt er að stunda hvorutveggja og það er einmitt mikil og skemmtileg tækifæri á hringakstursbraut þegar hún er blaut! Þannig að það skerist á við kvartmílubrautina þarf ekki að koma til.
Auðvitað þurfa menn sem keppa á svona braut að hafa öryggisútbúnaði í lagi... en allsstaðar í evrópu fá menn að mæta á sínum fjölskyldu bílum á svokallaða "track days" þar sem þú þarft ekkert annað en hjálm. EF ykkur fannst föstudagsæfingarnar vel heppnaðar, þá getið þið ímyndað ykkur viðbrögðin við svona track day.
Á spjallsvæðunum hefur komið fram að flestir eru til í að borga 3-5 þúsund krónur fyrir svona track day þegar þeir mæta á eigin bíl (svipað og góður túr í go-kart)... Það er líka hægt að selja hringi (stykkið á 1000 kall t.d. eins og á stærstu braut evrópu)
Margir möguleikar ef svona svæði er komið upp. Ég hvet ykkur líka til að kíkja á þráðinn sem að GStuning henti hér einhversstaðar á undan þar sem verið er að ræða Patterson flugvöll utan við hliðið á Varnarsvæðinu. Það svæði virðist henta mjög vel.
Að lokum, er ég eitthvað að misskilja eða var stjórn kvartmíluklúbbsins ekki búin að samþykkja eftirfarandi???
Stjórn kvartmíluklúbbsins hefur ákveðið að víkka svið klúbbsins, þ.e.a.s. að búa til akstursbraut með beygjum á svæði klúbbsins í Kapelluhrauni. Stefnan er að fá fyrirtæki, einstaklinga og hagsmunaaðila sem kostunaraðila með í lið og búa til braut sem hægt væri að taka tíma í.
Hugmyndir eða aðstoð í einhverju formi eru vel þegnar og væri vel skrifaður tölvupóstur vel þeginn.
kveðja,
Ingvar Örn Ingvarsson