Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nóni on March 19, 2006, 02:47:26

Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 19, 2006, 02:47:26
Mér datt í hug að setja inn litla könnun til að athuga hug fólks til komandi verkefna hjá klúbbnum. Hverju á stjórn klúbbsins að beita sér fyrir fyrst?



Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: typer on March 19, 2006, 03:02:44
Mér persónulega finnst Nauðsin að vera með AutoX eða Driftplan.
En það er svo rosalega "auðvelt" að búa til svoleiðis plan. svo ég valdi það ekki í "Forganginum".

Það er jú nauðsinlegt að breikka og reyndar smá nauðsin að lengja kvartmílubrautina. en hún er nú þegar til staðar svo sá möguleiki er ekki í forgangi.

Þannig ég valdi akstursbraut sem forgang. Algjör nauðsin og einnig hægt að drifta svoldið þar. í beygju köflum, jafnvel slide-a eitthvað smá...
En fyrst og fremst að taka skarpar beygjur, komast á góðann hraða og svoleiðis.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Bebecar on March 19, 2006, 10:12:42
Hringakstursbraut er það sem mér finnst vera í algjörum forgang, hitt er hægt að stunda nú þegar auk þess sem hringakstursbraut myndi nýtast í meira meili til útleigu, þjálfunar, ökukennslu, kynningarmála hjá umboðunum og svo mætti lengi telja.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: siggik on March 19, 2006, 11:50:19
ég kaus efsta, mér fynnst uppröðin á þessu eiginlega bara forgangsröðin
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dr.aggi on March 19, 2006, 12:49:53
Það er mín skoðun að það sé brýn nauðsin að það sé í forgangi að gera aðstæður öruggari í því motorsporti sem klúbburinn var stofnaður og stendur fyrir.
Það hafa keppendur farið út af enda brautarinna vegna stutrar vegalengdar bremsukafla og einnig út af til hliðar við braut og stórskemt sýn dýru keppnistæki og aðeins heppni að ekki hafi orðið enn slys á fólki.
Hraðinn í mílunni hefur aukist mjög síðastliðin fimm ár og við vitum það að það má lítið út af bregða  vegna þess hve brautin er mjó og stutt.

Þetta er Kvartmíluklúbbur
þess vegna tel ég það eigi að vera í fyrsta forgang að gera það örugt sem við erum og stöndum fyrir að keppa í með breikun og lengingu kvartmílubrautar áður en við færum út kvíarnar í aðrar akstursíþróttir sem koma kvartmílu ekkert við.

Hringakstursbraut er gott mál en ekki forgangur í þessum klúbb.
Vettu hringakstur verður að mér finnst að bíða aðeins lengur.
Annars er þetta mikið undir Hafnarfjarðarbæ komið ef þeir eiga miljarð til að setja í þetta á einu bretti þá er það gott mál en ég veit það ekki enn hvar við eigum að fá okkar mótframlag 20%.

Agnar H Arnarson
Title: braut í hringi
Post by: Gunni gírlausi on March 19, 2006, 15:04:28
Ég vel hringakstursbraut, því að við eigum kvartmílubraut.

Mig minnir að þau tæki sem ég hef séð fara útaf, hefðu líka farið útaf þó að brautin hefði verið 4 metrum breiðari. Endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla.

Hvað bremsukaflann varðar, þá verður lítið mál að lengja hann samhliða hringakstursframkvæmdum.

Ég vona að DrAggi tali ekki fyrir hönd stjórnarinar hér fyrir ofan, því að ég veit að okkar ágæti formaður hefur gaman af því að keyra í hringi.

Kveðja, Gunni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: ÁmK Racing on March 19, 2006, 15:50:09
Mér finnst sniðugast að græja Kvartmílu brautina fyrst svo að hú geti tekið við þessum öflugu bílum sem menn eru að græja og kaupa í útlandinu góða.Án alvöru brautar geta þessir bílar ekki keyrt hér á fullu poweri.Fyrir mína parta er einhver hringur bara dauður og ómerkur sé ekki alveg hvað það kemur Kvartmílu Klúbbnum við að vera með einhver hring þó svo að það geti verið gaman að keppa í svoleiðis.Mér finnst að við ættum ekki að vera skipta okkur af hringakstursbraut heldur að laga bara það sem við höfum og stöndum fyrir semsagt Kvartmílu.Láta einhverja aðra um hitt sportið.Kv Árni Már Kjartansson
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dr.aggi on March 19, 2006, 16:17:19
Sælir það sem ég skrifa hér að ofan er mín persónulega skoðun.
Enda eins og ég hef áður sagt er þetta mál ekki einusinni komið á það stig að stjórn geti tekið einhverja afstöðu til áfangaskiftingu framkvæmda sem eru enn á verkfræðistofu að mér skilst, við vitum ekki einusinni kvort um áfangaskiftingu verksins sé að ræða eina sem við vitum að þetta er dýrt .
Ég var aðeins að spá í spilinn framm í tímann  ef menn hefðu skilið  það rétt sem ég skrifaði og meinti, þá væri ekki þessi umræða hér.
Og ekkert gaman.

Kvernig ætlast menn til að að hægt sé að taka stefnumarkandi mið af þessari skoðanakönnun ef menn kvitta ekki fyrir sig?


Agnar H Arnarson
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: HK RACING2 on March 19, 2006, 16:45:10
Quote from: "ÁmK Racing"
Mér finnst sniðugast að græja Kvartmílu brautina fyrst svo að hú geti tekið við þessum öflugu bílum sem menn eru að græja og kaupa í útlandinu góða.Án alvöru brautar geta þessir bílar ekki keyrt hér á fullu poweri.Fyrir mína parta er einhver hringur bara dauður og ómerkur sé ekki alveg hvað það kemur Kvartmílu Klúbbnum við að vera með einhver hring þó svo að það geti verið gaman að keppa í svoleiðis.Mér finnst að við ættum ekki að vera skipta okkur af hringakstursbraut heldur að laga bara það sem við höfum og stöndum fyrir semsagt Kvartmílu.Láta einhverja aðra um hitt sportið.Kv Árni Már Kjartansson
Er þetta ekki spurning um að hugsa um fjöldann í þessu máli,jú flott að eyða fullt af peningum í að græja brautina fyrir hvað 3 bíla sem þurfa breiðari braut og lengri bremsukafla,eða fara í það að gera hringakstursbraut sem myndi trekkja að hátt í hundrað manns eða fleiri,mér finnst þetta vera nokkuð augljóst í hvoru peningurinn gæti mögulega skilað sér í framtíðinni eða hvað finnst ykkur?

HK RACING(sem vill keyra beint áfram og í hringi)
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: ÁmK Racing on March 19, 2006, 18:33:59
Þeir eru nú fleiri en þrír sem þurfa alvöru braut.Mér finnst þetta hring dót bara skipta minna máli.Hvort sem það trekki að fólk eða ekki,þetta er örugglega voða sport en mér finnst þetta ekki vera mál Kvartmilu Klúbbsins.Kv Árni Már Kjartansson
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Einar K. Möller on March 19, 2006, 19:21:44
Án vafa eigum við að huga að okkar braut fyrst og fremst. Þetta er spurning að hugsa um það sem kvartmíluklúbburinn þarf, eða er klúbburinn orðinn svona margþættur að hann þarf að gera brautir fyrir alla hina líka ?

Mbk.

EKM
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: gstuning on March 19, 2006, 20:48:18
Quote from: "ÁmK Racing"
Þeir eru nú fleiri en þrír sem þurfa alvöru braut.Mér finnst þetta hring dót bara skipta minna máli.Hvort sem það trekki að fólk eða ekki,þetta er örugglega voða sport en mér finnst þetta ekki vera mál Kvartmilu Klúbbsins.Kv Árni Már Kjartansson


Málið er að á hringaksturbraut væri hægt að hafa um 800-900m beinan kafla sem væri notaður í kvartmílu líka,
Þetta er gert á öllum brautum sem eru með nógu langann beinan kafla

Ég vill að kappakstursbraut sé í forgangi, en þegar hún er hönnuð að kvartmílu hlutinn sé tekinn með, þannig eru allir ánægðir..

Íslandi ÞARF kappakstursbraut.
Drift svæði = kappakstursbraut/malbiks plan
kvartmílubraut = hluti af kappakstursbraut.

Árni K : Kvartmílu klúbburinn er að taka að sér þá ábyrgð að koma af stað kappakstri á íslandi,, og það er mjög lofvert og verður aldrei gleymt.

Svo myndu mikið meiri peningar koma í kvartmíluklúbbinn þegar hann ætti svona braut, nóg til að kaupa allt kvartmílu dótið ;)
eins og tímaskilti.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: strumpur1001 on March 19, 2006, 20:48:50
Ég vill fá hringaksturbraut...

Ég held að þannig braut þýði bara auknar tekjur fyrir klúbbinn og auknar tekjur þýða væntanlega meira fjármagn til aðgerða ? .. spái því að mun fleiri áhorfendur og keppendur verði ef bæði kvartmílubraut og "kappaksturbraut" verði til
staðar.. verður endilega aukning á keppendum og áhorfendum ef brautin verður stækkuð og lengd ?
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Davíð S. Ólafsson on March 19, 2006, 21:15:34
Varðandi breytingar á kvartmílubrautinni þá hefur sú hugmynd komið upp að lagfæra startið og lengja öryggissvæði í enda brautarinnar.
Við keppendur sem erum farnir að keyra undir 10sec og lægra þurfum á  því að halda að hafa brautina lengri svo að fyllsta öryggis sé gætt.
Lagfæra þarf startið og koma þeim málum í gott horf. Hugmyndin að breyta startinu er sem sagt , færa það aftar og vinna með því nokkra tugi metra sem þá kemur til með að nýtast í lengri bremsukafla.
Ef lagfæring verður gerð á startinu þá er eina vitið að steypa startið. Rífa upp malbikið og leggja steypu í staðin. Ekki væri verra að leggja hitalagnir í startið og þá eigum við möguleika á að hita það þegar kalt er í veðri og svo þornar startið fyrr ef við getum keyrt hita í það.
Svona framkvæmd gagnast ekki bara fáum keppendum heldur okkur öllum. Betra trakk,betri 60 fet og svo betri tímar.
Er það ekki þetta sem við erum að keppa að.
Hver er fljótastur að fara frá A-B er kvartmíla  :)
Ekki hversu nálægt fyrir fram ákveðnum tíma við erum. :shock:

Kv Davíð
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 19, 2006, 21:36:39
Quote from: "Dr.aggi"

Kvernig ætlast menn til að að hægt sé að taka stefnumarkandi mið af þessari skoðanakönnun ef menn kvitta ekki fyrir sig?


Agnar H Arnarson


Á stjórnarfundi í febrúar þegar flokkar voru til umræðu og ég var að reyna að fá menn til að gefa sekúnduflokkum meiri séns heldur en eitt sumar þá spurðir þú hvort við ættum þá að hunsa þessa skoðanakönnun sem var í gangi þá um vilja keppenda um keppnisflokka þar sem kannski 10 kvittuðu fyrir sig en 42 tóku þátt. Verður maður ekki að fara eftir sömu reglum alltaf en ekki bara þegar manni hentar eitthvað?

Ég er sjálfur ekki búinn að taka þátt í þessari könnun vegna þess að ég vildi sjá hvað fólk vildi, ég ætti kannski að taka þátt.

Þau tæki sem farið hafa útaf brautinni á síðustu árum hafa yfirleitt gert það vegna bilana í þeim sjálfum, menn með tuskubremsur hafa ekki lent í vandræðum.

Þú segir að þetta sé Kvartmíluklúbbur, þetta er auðvitað rétt hjá þér. Hitt er annað að ef við viljum stækka klúbbinn og ná allt upp í 300-400 meðlimum verðum við að stofna deild innan KK sem nær yfir þetta sport. FH var líka fimleikafélag í upphafi en er nú stórveldi, það væri ekki ónýtt ef KK yrði stórt félag, kannski ekki eins og FH en eitt félag sem héldi utan um fleiri sportgreinar.

Félagar, varið ykkur á að tala út um afturendann, fram á veginn er málið.
Söfnum liði og peningum og förum sem fyrst út í þessa framkvæmd, lagfæring kvartmílubrautarinnar er svo hægt að hafa inni í heilu framkvæmdinni. Það er ekki rétt sem hér hefur komið fram að það kosti milljarð króna að koma upp hringakstri, það er aðeins sett fram til að slá það út af borðinu og hræða menn. Látum ekki hagsmuni örfárra aðila koma fram fyrir hagsmuni fjöldans, slysið í dag er bara eitt dæmi um að menn vantar svæði til að keyra hratt og fá útrás. Það væri ekki amalegt að keyra svona braut á hjóli sem er yfir 200 hö í aftruhjólið eins og formaðurinn á.

Þeir sem ekki geta með nokkru móti bremsað í endan geta bara keyr 1/8


Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Racer on March 19, 2006, 22:17:36
Ef menn hjálpa öðrum aksturíþróttum að komast upp án þess að huga að því sem fyrst var og það sem langflestir vilja þá fá menn mun fjölbreytari og stærri hóp manna að kvarta.. menn kvarta yfir að kvartmílubrautinn sé ekki nógu löng og breið og aðrir kvarta að drift eða hringavitleysan sé ekki nógu góð og þá er allt komið til fjandans.

eins og margir segja og standa við: allt tekur sinn tíma og allt gott gerist seint en gerist samt.

kv. Davíð
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dr.aggi on March 19, 2006, 23:23:57
Sæll nóni: Enda var ekki tekin einhliða ákvörðun eftir þeirri skoðanakönnun varðandi flokkana,við blönduðum saman tveimur valkostum könnunarinnar.

Ég var bara að kvetja menn til að kvitta fyrir sig vegna fyrri reynslu.
Og svo var ég að kveikja á því að það eru 2754 notendanöfn á þessu spjalli svo einn og sami maðurinn getur haft mörg aðgangsorð og því kosið all oft.
Svo er líka fínt að sjá kverjir eru félasmenn í KK og kverjir ekki því ef allir þessir 2754 notendur myndu greiða félagsgjöld í KK þá stæðum við sterkir fyrir svona framkvæmd.

ÞEIR HAFA VÆNTANLEGA ENNÞÁ TÍMA TIL AÐ KVITTA FYRIR SIG ÞVÍ ÉG TEL ÞÁ VÆNTANLEGA VERA AÐ FYLGJAST MEÐ ÞESSU SPJALLI.

Agnar H Arnarson     KK#8
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Preza túrbó on March 19, 2006, 23:26:21
Ég kaus lengja og breikka brautina. vegna þess eins og Aggi sagði er hraði bílana orðinn gífulegur, og er að aukast í sumar ef að svo fer sem flestir vona að Þórður komi með "big fish-inn" til landsins að þá þarf að gera þessar framkvæmdir. Eins er Rúdólf að koma með sinn Pontiac og hver veit nema að þa séu að koma fleiri stórir bílar, svo er líka Einar Birgis, og fleiri

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
mikið fyrir lengingu og breikkun  :D
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Ingó on March 19, 2006, 23:42:49
Ég mæli með hringakstursbraut vegna þess að það kemur til með að margfalda tekjur fyrir KK og af því að það er tækifæri fyrir KK að vera fyrstir að gera slíka braut.

Ingó.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: 1965 Chevy II on March 19, 2006, 23:44:18
Ég kaus lengingu og breikkun brautarinnar.
Ég tel líka að það sé óskynsamlegt að tengja hringakstursbrautina við kvartmílubrautina til dæmis vegna veðurs,það eru ekkert of margir góðir dagar sem við höfum til að keppa og það er vont að láta það rekast á við aðrar keppnir eða æfingar á hringakstursbraut,erfiðara að fresta kvartmílukeppnum ofl.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Kiddi on March 19, 2006, 23:50:42
Lenging og breikkun (ásamt steyptu starti og "burn out boxi"), það er miklu minni áfangi en að gera akstursbraut sem má koma eftir á þegar er búið að gera Kvartmílubrautina góða :)

KR
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: firebird400 on March 20, 2006, 00:09:01
Lenging og breikkun frá mér.

Það þarf að vera skírara hvernig þessi hringakstursbraut á að vera.

Er verið að tala um eiginlegann hring ? svona Speedway braut ?

Eða er verið að tala um braut, svona mini Formulu eitt, touring car braut ?
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 20, 2006, 01:31:12
Quote from: "Dr.aggi"
Ég var bara að kvetja menn til að kvitta fyrir sig vegna fyrri reynslu.
Og svo var ég að kveikja á því að það eru 2754 notendanöfn á þessu spjalli svo einn og sami maðurinn getur haft mörg aðgangsorð og því kosið all oft.
Svo er líka fínt að sjá kverjir eru félasmenn í KK og kverjir ekki því ef allir þessir 2754 notendur myndu greiða félagsgjöld í KK þá stæðum við sterkir fyrir svona framkvæmd.

ÞEIR HAFA VÆNTANLEGA ENNÞÁ TÍMA TIL AÐ KVITTA FYRIR SIG ÞVÍ ÉG TEL ÞÁ VÆNTANLEGA VERA AÐ FYLGJAST MEÐ ÞESSU SPJALLI.

Agnar H Arnarson     KK#8


Þú mátt ekki gleyma öllum þeim fjölda sem myndi ganga í KK ef við myndum ráðast í framkvæmd eins og kappakstursbraut, við erum ekki á móti því þó að þeir séu ekki gamlir jaxlar og hafi ekki stofnað klúbbinn á sínum tíma og hafi aðeins annan vinkil á kappakstur.

Við skulum ekki gera ráð fyrir að haft sé rangt við hér í þessari könnun, heldur skulum við þakka mönnum fyrir að taka þátt.


Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 20, 2006, 01:41:57
Quote from: "firebird400"
Lenging og breikkun frá mér.

Það þarf að vera skírara hvernig þessi hringakstursbraut á að vera.

Er verið að tala um eiginlegann hring ? svona Speedway braut ?

Eða er verið að tala um braut, svona mini Formulu eitt, touring car braut ?



Að sjálfsögðu verður þetta ekki speedway, við þurfum að koma upp svæði sem við getum keyrt í allskyns beygjur og bremsað, þetta finnst mér að sé frekar ljóst sérstaklega ef menn hafa kannski séð uppdráttinn sem var þó reyndar ekki endanlegur. Ég get ekki séð að við þurfum F1 braut hér með öllum þeim kröfum sem af því hljótast, við hljótum að geta sætt okkur við braut sem er nógu góð fyrir fólksbíla og þannig græjur.
Eða eins og Geir Haarde sagði í gær í Valhöll: :D

"við fáum ekki alltaf allt sem við viljum, það geta ekki allir farið heim með sætustu stelpunni, stundum verðum við að sætta okkur við einhverja sem gerir sama gagn"


Við verðum að hamra á þessu núna á meðan járnið er heitt.



Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 20, 2006, 01:58:12
Breikka og lengja fyrir mig takk.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Sara on March 20, 2006, 09:10:28
Ég vil fá breikkun og styrkingu á startinu og hringakstursbraut og meiri fjölbreyttni í akstursíþrótta flóruna, fyrir mína parta tel ég það vera í farvatninu að koma upp hvoru tveggja, sem er gott, í dag nefnilega gerast hlutir hratt og örugglega, peningarnir koma með fleiri félögum og stærri framkvæmdum sem laða að sér fjölbreytt akstursíþróttastarf! Ég er sammála Nóna hér með að ofan með FH, það er orðið stórveldi í dag, en ekki bara fimleikafélag, samt er alltaf talað um Fimleikafélag Hafnarfjarðar þó að verið sé að spila handbolta, sama verður gert hjá okkur nema að við verðum ekki með handbolta, heldur akstursíþróttir sem krefjast malbiks til iðkunar. Málið er það að það kostar að stækka svæðið okkar, en í dag má semja við lánastofnanir til langs tíma og það er það sem við ættum að stefna að, ekki að vera með rörsýn á gamla daga.
Þetta er mín prívat skoðun og hefur ekkert með stjórn KK að gera 8)
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dr.aggi on March 20, 2006, 10:38:00
Sæl.
Að sjálfsögðu er þessi könnun bara rannsóknarverkefni.
En að sjálfsögðu er það ekki sanngjarnt gagnvart félagsmönnum KK sem hafa greitt og greiða félagsgjöld vegna kvartmílunnar að það sé settar stórar fjárhæðir í verkefni í fyrsta forgang fyrir hóp sem er ekki í klúbbnum en hefur haft tækifæri til þess því jú stór hluti þessa hóps hefur tekið þátt í föstudagsæfingum og valla tímt að koma sér upp hjálmi kvað þá að borga félagsgjöld til kk
hvað þá þegar þau þurfa að bæta við mun meiri öryggisbúnaði: VELTIBÚRI, NOMEX KEPNISGALLA,FIMM PÚNTA ÖRYGGISBELTI o.fl.
Þannig að þau rök að fá krakkana af götunni er FALLIN.

Því þið gerið ykkur það örugglega ekki ljóst að fólk verður ekki hæft í hringakstur aðeins með strípur í hárinu og í Gucci skóm.

Þið krakkar talið um að þið viljið hraða?
það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins  og Kvarmíla.

Kv.
Agnar H Arnarson
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: JHP on March 20, 2006, 11:09:31
Quote from: "Dr.aggi"
það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins  og Kvarmíla.

Kv.
Agnar H Arnarson
Ekki trúir þú því sjálfur að það hafi allir gaman af því að keyra beint áfram  :roll:

Ég vill fá hring og drift braut,Það mæta pottþétt mörgumsinnum fleiri á það en hafa gert á þessa fínu beinu malbiksræmu undanfarið!
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: baldur on March 20, 2006, 11:39:31
Bretinn er mikið í því að keyra 1,25 mílu, þar er ekki óalgengt að götubílar séu að ná 200mph án þess að hafa tuskubremsu.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 20, 2006, 12:56:27
Quote from: "Dr.aggi"
Sæl.
Að sjálfsögðu er þessi könnun bara rannsóknarverkefni.
En að sjálfsögðu er það ekki sanngjarnt gagnvart félagsmönnum KK sem hafa greitt og greiða félagsgjöld vegna kvartmílunnar að það sé settar stórar fjárhæðir í verkefni í fyrsta forgang fyrir hóp sem er ekki í klúbbnum en hefur haft tækifæri til þess því jú stór hluti þessa hóps hefur tekið þátt í föstudagsæfingum og valla tímt að koma sér upp hjálmi kvað þá að borga félagsgjöld til kk
hvað þá þegar þau þurfa að bæta við mun meiri öryggisbúnaði: VELTIBÚRI, NOMEX KEPNISGALLA,FIMM PÚNTA ÖRYGGISBELTI o.fl.
Þannig að þau rök að fá krakkana af götunni er FALLIN.

Því þið gerið ykkur það örugglega ekki ljóst að fólk verður ekki hæft í hringakstur aðeins með strípur í hárinu og í Gucci skóm.

Þið krakkar talið um að þið viljið hraða?
það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins  og Kvarmíla.

Kv.
Agnar H Arnarson



Þetta sýnir berlega hver afstaða manna er til að fá nýtt fólk inn í klúbbinn með breiðari sýn. Dapurlegt.
Fæstir borga félagsgjöld bara í þeim tilgangi að styrkja klúbbinn þó að þeir finnist nokkrir. Fólkið sem kom upp á kvartmílubraut á síðasta sumri til að keyra hefur allt þurft að borga félagsgjaldið, það er meirihluti félagsmanna sem hér er um að ræða að mínu mati og eru þeir ekki endilega að setja búr og fá sér keppnisgalla ef þeir ekki þurfa þess eins og á okkar braut.


Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Gretar Franksson. on March 20, 2006, 14:17:37
Sælir,
Lengja og breikka kvartmílubrautina hlítur að vara næst á dagskrá. Við verðum að lengja bremsukaflan, það er must. Þegar ég var að keppa síðast var sú hugsun að trufla mig í startinu hvort ég næði að bremsa niður áður en ég færi út af brautarinnar.  Ég byrjaði ávalt að bremsa áður en ég fór yfir markið (8.6@130 milur) hættulegt og truflandi.

Það er mikið mál að gera hringakstursbraut, að mínu mati þarf að liggja fyrir samþykkt skipulag frá bænum sem er jú í vinnslu. Þannig hringaksturinn hlítur að koma seinna á dagskrá. Það þarf að liggja ljóst fyrir hver staðan á þessu er í dag. Taka svo næsta skref.

Gretar Franksson
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: firebird400 on March 20, 2006, 14:19:49
Sæll Nóni.

Jú ég veit það að við höfum ekkert við full size F1 braut að gera með öllu tilheyrandi enda er það svona verkefni sem ríkiskassinn mundi vart ráða við.

En í könnuninni er sagt "hring"akstursbraut og það fékk mig bara til að staldra aðeins við.

Kappakstursbraut yrði eðal innstprauta af fólki í klúbbinn, ekki nokkur vafi á því.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Gretar Franksson. on March 20, 2006, 14:45:44
Sæll Nóni,
Ég frétti að þú hefðir sett link in á "live2kruze" og hvatt þá til að taka þátt í könnuninni um hringakstursbraut. Ég er hálf hissa á þessu, því flestir þessir menn eru ekki í KK og hafa ekki hagsmuni KK að leiðarljósi. Er ekki betra að aðeins félagsmenn KK geri slika könnun og kvitti fyrir sig?

Gretar Franksson
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dr.aggi on March 20, 2006, 15:10:00
Sæl.
Tvent er það sem þið gerið ykkur kanski ekki grein fyrir.

1.
Kvartmílubrautin er 30 ára gamalt mannvirki og er orðin mjög skemt af völdum malarflutninga bifreiða,krana og annara þungaflutninga,netastórbruna,bílhræja förgunar,bílhræja buna,o.fl.
og svo eðlilegs slits og missigs á 30 árum.
KVARTMÍLUBRAUTIN ER MJÖG ÝLLA FARIN.

2.
Kvartmílubrautin stenst ekki öryggisreglur NHRA/FÍA í dag vegna breiddar og lengdar.
Þetta eru sömu öryggirglur og kepnisstjórnir okkar nota varðandi skoðanir á öryggisbúnaði keppnistækja og ökumanna.
Hvort keppandi sé hæfur til keppni eða ekki.


SKÍTUR ÞAÐ EKKI SVOLÍTIÐ SKÖKKU VIÐ ?

Að koma brautinni í nútímalegt horf eftir nútíma staðli gefur okkur möguleika á því kanski að komast inn í evropu meistara mótaröðina.





Agnar
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: gstuning on March 20, 2006, 15:53:41
Hvað með að smíða bara braut sem er bæði?

Athugið líka linkinn
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14571
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 20, 2006, 16:59:38
Quote from: "Vega 71"
Sæll Nóni,
Ég frétti að þú hefðir sett link in á "live2kruze" og hvatt þá til að taka þátt í könnuninni um hringakstursbraut. Ég er hálf hissa á þessu, því flestir þessir menn eru ekki í KK og hafa ekki hagsmuni KK að leiðarljósi. Er ekki betra að aðeins félagsmenn KK geri slika könnun og kvitti fyrir sig?

Gretar Franksson



Það er fullt af því fólki í KK, það er einmitt þetta fólk sem KK þarf að ná til sem er þar og er ekki í KK.

Hagsmunir KK eru að sjálfsögðu að fjölga félagsmönnum en vera ekki einhver einkaklúbbur úti í horni og vilja enga inn nema þeir eigi Chevy eða dragster.


Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Ingó on March 20, 2006, 17:26:19
Það koma ekki að óvart svörin flestum af þeim sem vilja lengja og breikka brautina . Það er ekki beinlínis hægt að halda því fram að það séu menn breytinga heldur eru þeir menn stöðnunar og afturhaldsemi. Ef menn átta sig ekki á því að það þarf nýtt blóð í KK þá verður þetta deyjandi félag. Jú það er valkostur það er annað félag sem kemur til með að fá aðstöðu á sama stað og brautin er og það félag hefur jafnan rétt og KK. Ef KK. Sér ekkert nema kvartmílu þá verða menn að snúa sér að hinu félaginu sem heitir AIH.

Ingó.
Title: Agnar, er þetta svar til mín?
Post by: Sara on March 20, 2006, 17:34:29
Quote from: "Dr.aggi"
Sæl.
Að sjálfsögðu er þessi könnun bara rannsóknarverkefni.
En að sjálfsögðu er það ekki sanngjarnt gagnvart félagsmönnum KK sem hafa greitt og greiða félagsgjöld vegna kvartmílunnar að það sé settar stórar fjárhæðir í verkefni í fyrsta forgang fyrir hóp sem er ekki í klúbbnum en hefur haft tækifæri til þess því jú stór hluti þessa hóps hefur tekið þátt í föstudagsæfingum og valla tímt að koma sér upp hjálmi kvað þá að borga félagsgjöld til kk
hvað þá þegar þau þurfa að bæta við mun meiri öryggisbúnaði: VELTIBÚRI, NOMEX KEPNISGALLA,FIMM PÚNTA ÖRYGGISBELTI o.fl.
Þannig að þau rök að fá krakkana af götunni er FALLIN.

Því þið gerið ykkur það örugglega ekki ljóst að fólk verður ekki hæft í hringakstur aðeins með strípur í hárinu og í Gucci skóm.

Þið krakkar talið um að þið viljið hraða?
það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins  og Kvarmíla.

Kv.
Agnar H Arnarson

Agnar er tu að svara mér þarna eða?
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Einar K. Möller on March 20, 2006, 17:42:12
Ég verð að segja að ég mjög hlynntur því að fá hringakstursbraut, driftsvæði o.sv.frv....

En mér finnst að forgangurinn eigi að liggja í breikkun og lengingu á kvartmílubrautinni, það er að segja sem stendur...það er bara ekki hægt að bjóða uppá þetta lengur.

Þessi klúbbur er starfandi í sportinu... ég veit ekki til þess að það séu starfandi klúbbar í hringakstri... þar af leiðandi er þörfin okkar meiri.

Einhverjir hafa sagt hér á undan að við eigum til kvartmílubraut og þess vegna eigi frekar að fara útí hitt... það er bara ekki rétt.. við eigum bara nokkur hundruð metra af ónýtu malbiki...

En ég myndi taka því fagnandi að sjá hringakstursbrautina, það leikur enginn vafi á því.

EKM
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dr.aggi on March 20, 2006, 17:52:40
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í KK.
Það er nefnilega mergur málsins fyrst að ganga í KK ná upp fjölda með  þennan með hring áhuga (samt ekki í nefi),
Stofna síðan deild innan KK sem hefur þetta á stefnuskrá.

Því jú höfðafjöldi hefur stór áhrif á bæjarstórnir og pólitíkusa.
ÞEIR HAFA EINGANN ÁHUGA Á KEPP-ENDUM HELDUR KJÓS-ENDUM

Félagsmenn kvartmíluklúbbsins og einn eða tveir í FH geta ekki heimtað að FH búinn til fyrir þá golfvöllur og haldið sé fyrir þá golfmót.

Eða Íslenka ríkisstjórnin myndi hætta við virkjun á Kárahnjúkum og hefja virkjunarframmkvæmdir í Færeyjum.

Agnar H
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 20, 2006, 18:05:44
Quote from: "Dr.aggi"
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í KK.
Það er nefnilega mergur málsins fyrst að ganga í KK ná upp fjölda með  þennan með hring áhuga (samt ekki í nefi),
Stofna síðan deild innan KK sem hefur þetta á stefnuskrá.

Því jú höfðafjöldi hefur stór áhrif á bæjarstórnir og pólitíkusa.
ÞEIR HAFA EINGANN ÁHUGA Á KEPP-ENDUM HELDUR KJÓS-ENDUM

Félagsmenn kvartmíluklúbbsins og einn eða tveir í FH geta ekki heimtað að FH búinn til fyrir þá golfvöllur og haldið sé fyrir þá golfmót.

Agnar H


Er það vegna þess að það eru til margir golfvellir og óþarfi er að fjölga þeim ?


Þú nærð ekki fjölda fólks inn í KK emð því að segja því að ef til vill og kannski einhverntíma í framtíðinni verði eitthvað gert fyrir það en á meðan verði það bara að bíða. Við verðum að skapa aðstæður og laða að okkur fólk, ekki láta gamla tímann ráða heldur horfa til framtíðar.


Kv. Nóni
Title: Áhorfendur bara mega ekki gleymast í þessum umræðum.
Post by: stigurh on March 20, 2006, 18:38:51
Ég er ekki hrifin af umræðum manna sem bara vilja fá handa sér betri  aðstæður og hugsa ekki um hag félagsins. Aðstæður eru betri núna en nokkru sinni en það eitt og sér virðist ekki fjölga keppendum eða áhorfendum.

Það verður að huga að áhorfendum á þessu ári. Meiriháttar skref í þá átt er tekið með ljósaskiltum. Hafið þökk fyrir það. En betur má ef duga skal.
Klárið húsið og nýjan hól og þá er mál að gera eitthvað í malbiksmálum.

Lagið startið, lengið brautina, förum í hringi og gerum það saman.
Allar framkvæmdir eru af hinu góða.

Stígur A Herlufsen
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Porsche-Ísland on March 20, 2006, 19:02:29
Quote from: "Dr.aggi"
Sæl.
Tvent er það sem þið gerið ykkur kanski ekki grein fyrir.

1.
Kvartmílubrautin er 30 ára gamalt mannvirki og er orðin mjög skemt af völdum malarflutninga bifreiða,krana og annara þungaflutninga,netastórbruna,bílhræja förgunar,bílhræja buna,o.fl.
og svo eðlilegs slits og missigs á 30 árum.
KVARTMÍLUBRAUTIN ER MJÖG ÝLLA FARIN.

2.
Kvartmílubrautin stenst ekki öryggisreglur NHRA/FÍA í dag vegna breiddar og lengdar.
Þetta eru sömu öryggirglur og kepnisstjórnir okkar nota varðandi skoðanir á öryggisbúnaði keppnistækja og ökumanna.
Hvort keppandi sé hæfur til keppni eða ekki.


SKÍTUR ÞAÐ EKKI SVOLÍTIÐ SKÖKKU VIÐ ?

Að koma brautinni í nútímalegt horf eftir nútíma staðli gefur okkur möguleika á því kanski að komast inn í evropu meistara mótaröðina.





Agnar


Er þetta ekki einmitt málið,, klúbburinn er ekki það stór, fjöldi meðlima,  að þessi braut er meira en nóg fyrir hann að reka.

Hringakstursbraut og æfingarsvæði er eitthvað sem aðrir klúbbar ættu að fara að vinna í. Það er ekkert sem segir að þetta þurfi að gerast þannig að KK brautin verði partur af því. Akstursklúbbum í Hafnarfirði var úthlutað þessu svæði. Látum hvern klúbb vinna á sínu sviði. Auðvitað er hægt að hafa þetta eitthvað sameiginlegt en það þarf ekki að vera allt.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Gretar Franksson. on March 20, 2006, 19:26:18
Maður er svoldið hissa á hvernig sumir tjá sig um hringakstursbraut. Það er eins og KK eigi til næga peninga í verkið. Fyrst þarf að fá svæðið hannað og teiknað og samþykkt af bænum. Síðan að fjármagna dæmið. bærinn er með þetta í vinnslu og stjórnin fundar með þeim á næstunni. 'Eg sé ekki betur en þetta sé í ágætum farvegi.

Það verður að lengja bremsukaflan fyrir sumarið. Það hlitur að ganga fyrir.

Svo koma ljósaskilti í sumar sem birta tima og hraða instant. Gott mál.

Gretar Franksson
Title: Stjórn ?
Post by: Einar Birgisson on March 20, 2006, 20:52:22
Eru Aggi og Nóni ekki í sömu stjórninni ? þe stjórn KK, og er Ingó ekki fráfarandi formaður sama félags ? maður bara spyr sig eftir að lesa spjallið undanfarið ! og þá sérstaklega hvað Aggi og Nóni eru hrikalega off í skoðunum.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Davíð S. Ólafsson on March 20, 2006, 22:01:53
Ég held að menn séu aðeins að misskilja hlutina ,  snúa út úr hlutunum og taka þá úr samhengi.

Málið er að það þarf að lagfæra brautina og hafa hana eins góða og kostur er. Í því tilviki er ekki verið að tala um mjög háar upphæðir til að koma hlutunum í lag.

Það er annað mál sem þarf að vinna í, koma upp akstursbraut.

Sú vinna er komin af stað og þarf að gefa sér tíma í að kanna hvaða leið er heppilegust og hvaða aðilar koma að þessu verkefni.

Við önum ekki af stað og bönkum upp á hjá fjárfestum og biðjum um pening í verkefni sem við vitum ekki hvað á að kosta. Hvernig brautin á að vera og svo frv.

Ef við félagar í KK getum ekki staðið saman hvernig getum við þá ætlast til þess að fá stuðning í þetta stóra verkefni sem framundan er ?

Varðandi það sem Einar Birgis segir þá er ég honum  hjartanlega sammála.

Við sem erum í stjórn höfum mismunandi skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Við ræðum hlutina á stjórnarfundum og finnum út hvernig best er að leysa ágreiningsmál sem koma upp á borð til okkar.
Lýðræðislega kosin stjórn og hver má hafa sýna skoðun.

Það er alveg ótrúlegt að lesa skrif fyrrverandi formanns KK.

Hvaða tilgangi og hverra hagsmuna þjónar það að  skrifa svona eins og  fyrrverandi formaður KK gerir ???????


Kveðja Davíð
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 20, 2006, 22:43:11
Quote from: "Suzuki"

Við sem erum í stjórn höfum mismunandi skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Við ræðum hlutina á stjórnarfundum og finnum út hvernig best er að leysa ágreiningsmál sem koma upp á borð til okkar.
Lýðræðislega kosin stjórn og hver má hafa sýna skoðun.

Það er alveg ótrúlegt að lesa skrif fyrrverandi formanns KK.

Hvaða tilgangi og hverra hagsmuna þjónar það að  skrifa svona eins og  fyrrverandi formaður KK gerir ???????


Kveðja Davíð


Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst nú ekkert óeðlilegt við þessar athugasemdir hjá Ingólfi.


Hitt er annað mál að eins og þú segir þá verða allir að fá að hafa sínar skoðanir og að hafa rétt til að tjá sig um þær. Það er hins vegar svo að þegar haldnir eru stjórnarfundir og einn stjórnarmann vantar (kannski viljandi) og tveir aðrir kaffærðir eftirá með því að halda því fram á spjallborðinu að lagfæring kvartmílu brautarinnar sé í forgangi er frekar fúlt. Þá er heldur ekkert annað að gera en að kvarta í mömmu og pabba sem er í þessu tilfelli þeir sem eru í félaginu. Það var aldrei samþykkt að fara í einhverjar framkvæmdir á startkafla brautarinnar sem kæmi fáum til góða.
Það getur ekki talist góð pólitík að snúa öllu á hvolf sem hefur verið gert áður og mála allt upp á nýtt, samanber flokkakerfið.


Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Davíð S. Ólafsson on March 20, 2006, 23:03:04
Sæll Nóni

Ef þú átt bara 1 kr og ætlar að fara að kaupa þér bíl. Ekki ferð þú og kaupir þér bíl fyrir 6,000,000 kr ,sérð fram á það að þú getir ekki staðið skil af afborgunum á þessum sex millum. Hvað mundir þú gera í stöðunni ?

1. Væla í mömmu og pabba.

2. Láta vinnufélaga þína leggja í púkk og fá upp í eina afborgun.

3. Hugsa málið og fá þér bíl þegar fjárhagurinn batnar og þú sérð fram á   að geta staðið í skilum af láninu sem þú þarft að taka.


Með vinsemd Davíð :o
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Ingó on March 20, 2006, 23:37:50
Quote from: "Suzuki"
Ég held að menn séu aðeins að misskilja hlutina ,  snúa út úr hlutunum og taka þá úr samhengi.

Málið er að það þarf að lagfæra brautina og hafa hana eins góða og kostur er. Í því tilviki er ekki verið að tala um mjög háar upphæðir til að koma hlutunum í lag.

Það er annað mál sem þarf að vinna í, koma upp akstursbraut.

Sú vinna er komin af stað og þarf að gefa sér tíma í að kanna hvaða leið er heppilegust og hvaða aðilar koma að þessu verkefni.

Við önum ekki af stað og bönkum upp á hjá fjárfestum og biðjum um pening í verkefni sem við vitum ekki hvað á að kosta. Hvernig brautin á að vera og svo frv.

Ef við félagar í KK getum ekki staðið saman hvernig getum við þá ætlast til þess að fá stuðning í þetta stóra verkefni sem framundan er ?

Varðandi það sem Einar Birgis segir þá er ég honum  hjartanlega sammála.

Við sem erum í stjórn höfum mismunandi skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Við ræðum hlutina á stjórnarfundum og finnum út hvernig best er að leysa ágreiningsmál sem koma upp á borð til okkar.
Lýðræðislega kosin stjórn og hver má hafa sýna skoðun.

Það er alveg ótrúlegt að lesa skrif fyrrverandi formanns KK.

Hvaða tilgangi og hverra hagsmuna þjónar það að  skrifa svona eins og  fyrrverandi formaður KK gerir ???????


Kveðja Davíð


Sæll Davíð.

Þú sem formaður KK ættir ekki að tala niður til félaga í KK það sæmir ekki stöðu formans.
Ég hef aðeins lagt fram spurningar á kurteisilegan hátt og það hlýtur val stjórnar hvort hún svarar eða ekki.

Ingó.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 20, 2006, 23:40:47
Quote from: "Suzuki"
Sæll Nóni

Ef þú átt bara 1 kr og ætlar að fara að kaupa þér bíl. Ekki ferð þú og kaupir þér bíl fyrir 6,000,000 kr ,sérð fram á það að þú getir ekki staðið skil af afborgunum á þessum sex millum. Hvað mundir þú gera í stöðunni ?

1. Væla í mömmu og pabba.

2. Láta vinnufélaga þína leggja í púkk og fá upp í eina afborgun.

3. Hugsa málið og fá þér bíl þegar fjárhagurinn batnar og þú sérð fram á   að geta staðið í skilum af láninu sem þú þarft að taka.


Með vinsemd Davíð :o



Þetta eru útúrsnúningar manns sem er að verja málsstað sem hann veit að er ekki góður.


Lestu pistilinn minn og hugsaðu svo málið vel í nótt.





KV. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Bebecar on March 21, 2006, 07:54:13
Ég er ekki skráður félagi í kvartmíluklúbbnum enda á ég ekki kvartmílubíl og mun aldrei eiga.

Ég hef hinsvegar mætt á föstudagsæfingar (MEÐ MINN HJÁLM) og tekið þátt í þeim og dregið marga vini mína með mér.

Það var NÓG fyrir mig. Og þar liggur akkúrat vandi KK, það er fullt af fólki, alveg haugur af fólki, sem vill koma og prófa en hefur engan áhuga á að keppa í kvartmílu að jafnaði. Þetta fólk mun ekki borga félagsgjöld fyrr en það er eitthvað í boði fyrir það (þetta er fólk af 4 stórum spjallsvæðum og telur líklega um 3-4 þúsund manns).

Hringakstursbraut og beinn kafli myndi gefa svæði þar sem hægt er að stunda hvorutveggja og það er einmitt mikil og skemmtileg tækifæri á hringakstursbraut þegar hún er blaut! Þannig að það skerist á við kvartmílubrautina þarf ekki að koma til.

Auðvitað þurfa menn sem keppa á svona braut að hafa öryggisútbúnaði í lagi... en allsstaðar í evrópu fá menn að mæta á sínum fjölskyldu bílum á svokallaða "track days" þar sem þú þarft ekkert annað en hjálm. EF ykkur fannst föstudagsæfingarnar vel heppnaðar, þá getið þið ímyndað ykkur viðbrögðin við svona track day.

Á spjallsvæðunum hefur komið fram að flestir eru til í að borga 3-5 þúsund krónur fyrir svona track day þegar þeir mæta á eigin bíl (svipað og góður túr í go-kart)... Það er líka hægt að selja hringi (stykkið á 1000 kall t.d. eins og á stærstu braut evrópu)

Margir möguleikar ef svona svæði er komið upp. Ég hvet ykkur líka til að kíkja á þráðinn sem að GStuning henti hér einhversstaðar á undan þar sem verið er að ræða Patterson flugvöll utan við hliðið á Varnarsvæðinu. Það svæði virðist henta mjög vel.

Að lokum, er ég eitthvað að misskilja eða var stjórn kvartmíluklúbbsins ekki búin að samþykkja eftirfarandi???

Quote
Stjórn kvartmíluklúbbsins hefur ákveðið að víkka svið klúbbsins, þ.e.a.s. að búa til akstursbraut með beygjum á svæði klúbbsins í Kapelluhrauni. Stefnan er að fá fyrirtæki, einstaklinga og hagsmunaaðila sem kostunaraðila með í lið og búa til braut sem hægt væri að taka tíma í.
Hugmyndir eða aðstoð í einhverju formi eru vel þegnar og væri vel skrifaður tölvupóstur vel þeginn.


kveðja,
Ingvar Örn Ingvarsson
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Davíð S. Ólafsson on March 21, 2006, 08:30:13
Sæll Ingó

Það sem ég á við þegar ég segi að þín skrif séu alveg ótrúleg er.

Þú segir í pistli hér á vefnum orðrétt"Ég veit örugglega meira um þetta mál en öll stjórn KK til samans" Þá er átt við að mér skilst uppbyggingu brautar á svæðinu.

Hvers vegna hefur þú þá sem fyrrum formaður KK ekki látið okkur fá þær upplýsingar sem þú liggur á ?

Þú mailaðir mér upplýsingum sem áttu að gagnast mér og stjórninni. Þær voru umbrot af blaðinu sem gefið var út vegna bíla sýningar KK.
Einnig útlit miða á bílasýningu.
Skipulag á svæðinu eins og sagt var frá í blaði KK.

Kveðja Davíð

Þetta eru einu upplýsingar sem þú hefur láti fara frá þér.

Að halda því fram að ný stjórn sé eins og þú segir sjálfur orðrétt  "Það er ekki beinlínis hægt að halda því fram að það séu menn breytinga heldur eru þeir menn stöðnunar og afturhaldssemi"

"Að ef KK sér ekkert nema Kvartmílu þá verða menn að snúa sér að AIH"

Ingó það er ekki verið að tala niður til þín.

Við í stjórninni erum að fjalla um bæði lagfæringu á KK brautinni og einnig hvernig best sé að koma hringakstri fyrir á svæðinu.

Þetta ætti ekki að vera óskiljanlegt hvað við erum að gera ?.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Davíð S. Ólafsson on March 21, 2006, 08:39:43
Sæll Nóni

Þú segir að ég sé með útúrsnúning manns sem er að verja málsstað sem hann veit að er ekki góður.
Það er ekki verið að snúa út úr hlutunum. Við erum að ræða þá kosti sm viðstöndum frammi fyrir eins og svo oft hefur komið fram.

Hvaða málsstað er ég að verja sem er ekki góður ?

Lagfæra KK brautina og vinna að því að fá hringakstursbraut . Eru þessir kostir  ekki góðir ?

Hvað er svona óskiljanlegt í þessu ?

Kv Davíð
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Ingó on March 21, 2006, 10:39:12
Quote from: "Suzuki"
Sæll Ingó

Það sem ég á við þegar ég segi að þín skrif séu alveg ótrúleg er.

Þú segir í pistli hér á vefnum orðrétt"Ég veit örugglega meira um þetta mál en öll stjórn KK til samans" Þá er átt við að mér skilst uppbyggingu brautar á svæðinu.

Hvers vegna hefur þú þá sem fyrrum formaður KK ekki látið okkur fá þær upplýsingar sem þú liggur á ?

Þú mailaðir mér upplýsingum sem áttu að gagnast mér og stjórninni. Þær voru umbrot af blaðinu sem gefið var út vegna bíla sýningar KK.
Einnig útlit miða á bílasýningu.
Skipulag á svæðinu eins og sagt var frá í blaði KK.

Kveðja Davíð

Þetta eru einu upplýsingar sem þú hefur láti fara frá þér.

Að halda því fram að ný stjórn sé eins og þú segir sjálfur orðrétt  "Það er ekki beinlínis hægt að halda því fram að það séu menn breytinga heldur eru þeir menn stöðnunar og afturhaldssemi"

"Að ef KK sér ekkert nema Kvartmílu þá verða menn að snúa sér að AIH"

Ingó það er ekki verið að tala niður til þín.

Við í stjórninni erum að fjalla um bæði lagfæringu á KK brautinni og einnig hvernig best sé að koma hringakstri fyrir á svæðinu.

Þetta ætti ekki að vera óskiljanlegt hvað við erum að gera ?.


Sæll Davíð.

Ég er og hef verði tilbúin að svara og aðstoða stjórn KK í þessum málum en stjórnin hefur ekki leitað eftir því. Það er val stjórnar hvernig hún vinnur. Ég sem fyrrum formaður KK vann við undirbúning á þessu máli stórann hluta af síðasta ári þar með er ég vel inn í stóðu mála..

Davíð vísar í : Að halda því fram að ný stjórn sé eins og þú segir sjálfur orðrétt "Það er ekki beinlínis hægt að halda því fram að það séu menn breytinga heldur eru þeir menn stöðnunar og afturhaldssemi"


Svar : Þetta á ekki víð um stjórn KK.

Davíð Skrifar: Við þurfum að huga að framtíðinni. Hætta að fara í litla hringi eins og Ragnar Reykás.(800m)

Hvernig á ég að túlka þetta.

Kv Ingó.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Racer on March 21, 2006, 13:03:17
þetta minnir mig á sjálfstæðiflokkinn og samfylkinguna vera ræða um mál. :lol:

annars er það svo sem gott enda mun eitthvað verða bætt og annað kannski sett á haka og skemmtilegar rökræður um hitt og þetta.

haldið áfram.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: gstuning on March 21, 2006, 13:13:46
Hvað ætlar KK að gera ef einhver annar klúbbur býr til braut og á þeirri braut er kvartmílu svæði?

Þótt að fólki finnst gamann að spyrna eða þrykkja í beygjur þá er það ekki
jafngilding á meðlim sem myndi taka þátt í keppni,
enda hver á 15k fyrir mótsgjöldum einu sinni í mánuði á braut +
viðhald á bíl og þess háttar.

ástæðan fyrir að ekki eru fleiri keppendur í kvartmílu er að íslendingar
taka ekki þátt í neinu nema vera vissir um að vinna,
en allir eru til í að leika sér á föstudagsæfingum því þar hefur maður
engu að tapa og hefur gamann að.

Það er markaðurinn sem klúbburinn ætti að vera ná inn,
fólki sem vill leika sér á ykkar svæði,

og hvenær vill það fólk leika sér ??
Föstudögum
Það þýðir ekkert að kvarta yfir starfsmannaleysi,
þetta er eitthvað sem þarf að leysa,

If you wanna be big,, you have to think BIG,.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dr.aggi on March 21, 2006, 17:26:10
Sæll.
Ég er sammála þessu og mín skoðun er sú að ef stjórnmálamenn verða jafn vonsviknir og leiðir og ég þegar ungt fólk lætur lífið vegna hraðakstursþörf þá ættu þeir að sýna sóma sinn í því að kosta eins og tvo starfsmenn á vegum Kvartmíluklúbbsins svo við gætum staðið undir því að hafa opið  allavega um helgar upp á braut.

Kv.
Agnar H
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 21, 2006, 17:46:47
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll.
Ég er sammála þessu og mín skoðun er sú að ef stjórnmálamenn verða jafn vonsviknir og leiðir og ég þegar ungt fólk lætur lífið vegna hraðakstursþörf þá ættu þeir að sýna sóma sinn í því að kosta eins og tvo starfsmenn á vegum Kvartmíluklúbbsins svo við gætum staðið undir því að hafa opið  allavega um helgar upp á braut.

Kv.
Agnar H



Það þýðir þá ekkert að troða því niður í kokið á fólki að það eigi bara að keyra beint.


Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: 440sixpack on March 21, 2006, 18:07:51
STOPP STOPP STOPP STOPP STOPP

Strákar mínir þetta þras hérna þjónar engum tilgangi, leyfum stjórninni að gera það sem hún vill, henni var falið það verkefni, tíminn mun síðan leiða í ljós hvort þeir hafa tekið réttar ákvarðanir.

Munið: Dæmum menn eftir verkum þeirra og árangri.
Title: Stjórnin
Post by: 65tempest on March 21, 2006, 21:58:25
Hvernig er það eigum við ekki að gefa stjórn KK vinnufrið og biðja Ingólf , Nóna ofl. um að halda í taumana og róa sig niður. Við ætlum að fara að keppa í kvartmílu eftir 2 mánuði. Hringirnir koma seinna eigum við ekki að snúa okkur að því að hafa komandi keppnistímabil í kvartmílu fyrst í lag. Ég held að það sé ein rallycrossbraut tilbúinn skammt frá kvartmílubrautinni. Þeir hafa boðið upp á keppni í krónuflokki og eitthverju fleiru fyrir áhugasama.

Man ekki eftir því að hafa verið eins sammála þeim félögum Agga og Gretari F. lengi .

kv.

Rúdólf
 :shock:
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: PHH on March 21, 2006, 22:56:45
Eitt í þessu, eins og staðan er í dag er enginn peningur til fyrir hringakstursbraut, og því væri í raun réttast að lagfæra aðstöðu við kvartmílubrautina. Það þýðir hinsvegar ekki að við þurfum að leggja hringakstursbraut á hilluna, það má til dæmis nota kvartmílubrautina í beinan kafla á hringakstursbraut, en þá þarf líka að gera ráð fyrir slíku ef að einhverjar endurbætur eru gerðar á núverandi braut.
Sem sagt, endurbæturnar væru hugsanlega fyrsti áfanginn í gerð hringakstursbrautar, ef rétt er að málunum staðið.
Title: Re: Stjórnin
Post by: Nóni on March 21, 2006, 23:36:42
Quote from: "65tempest"
Hvernig er það eigum við ekki að gefa stjórn KK vinnufrið og biðja Ingólf , Nóna ofl. um að halda í taumana og róa sig niður. Við ætlum að fara að keppa í kvartmílu eftir 2 mánuði. Hringirnir koma seinna eigum við ekki að snúa okkur að því að hafa komandi keppnistímabil í kvartmílu fyrst í lag. Ég held að það sé ein rallycrossbraut tilbúinn skammt frá kvartmílubrautinni. Þeir hafa boðið upp á keppni í krónuflokki og eitthverju fleiru fyrir áhugasama.

Man ekki eftir því að hafa verið eins sammála þeim félögum Agga og Gretari F. lengi .

kv.

Rúdólf
 :shock:



Jæja þá, maður getur farið að þegja því að höfðinginn hefur talað....háá :lol:



Kv. Nóni
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Nóni on March 21, 2006, 23:46:15
Quote from: "ZX-9R"
Eitt í þessu, eins og staðan er í dag er enginn peningur til fyrir hringakstursbraut, og því væri í raun réttast að lagfæra aðstöðu við kvartmílubrautina. Það þýðir hinsvegar ekki að við þurfum að leggja hringakstursbraut á hilluna, það má til dæmis nota kvartmílubrautina í beinan kafla á hringakstursbraut, en þá þarf líka að gera ráð fyrir slíku ef að einhverjar endurbætur eru gerðar á núverandi braut.
Sem sagt, endurbæturnar væru hugsanlega fyrsti áfanginn í gerð hringakstursbrautar, ef rétt er að málunum staðið.



Það eru ekkert frekar til peningar fyrir öðrum framkvæmdum, þess vegna er þetta spurning um að fara í fjáröflun. Ég er ekki að tala um neina smá fjáröflun og þess vegna á að slá þessu öllu saman í einn pakka og það er einmitt það sem við höfum nú ákveðið að gera þegar komin er kostnaðaráætlun á allt dæmið.

Kv. Nóni
Title: Hringadrottinssaga
Post by: 69Camaro on March 22, 2006, 09:47:59
Hvernig er það maður lætur það vera í nokkrar daga að heimsækja KK síðuna og hvað gerist á meðan. Formaðurinn og fyrrverandi formaður komnir í hár saman.
Án þess að skilja atburðarásina þá má lesa út úr skrifum þeirra Nóna og Ingólfs að klúbbnum hafi áskotnast gríðarmikið fjármagn og að stórframkvæmdir standi fyrir dyrum. Nú það fyrsta sem manni dettur í huga er að rifja upp nýlegar minningagreinar úr Mogganum, hvort að það geti verið að einhver milljónamæringurinn hafi verið að hrökkva upp af og tekið upp á því að ánafna KK einhverjum fjárupphæðum ?  Ekki er það víkingalottóið , einhver Dani sem vann síðast ?  
Eftir aðeins meiri lestur af síðunni verður manni síðan ljóst að þessir aurar eru þá eftir allt saman ekki til. Hvernig má þetta vera, ég var farinn láta hugann reika og sá fyrir mér rauða glansandi Corvette bifreið í æsispennandi eltingaleik við aldinn Saab í hrauninu.

En við skulum ekki láta deigan síga, ég legg til að þeir Nóni og Ingólfur blási til landssöfnunar undir slagorðinu “ Hringana í hraunið “ . Hægt væri að fá til liðs við okkur landsþekkt leikara, skemmtikrafta og stjórnmálamenn í sjónvarpssal í beinni. Ég gæti reiknað með að við þyrftum einhverjar 500-600 milljónir, en hvað er það ef að þjóðin er á bak við okkur þá er allt hægt. Það er ekki eftir neinu að bíða, setja gömlu kvartmílutækin á safnið og kaupa hringakstursbíla. Fullt af gömlum NASCAR bílum til sölu á racingjunk.com

Kv.
Ari Jóhannsson
Einn eldgamall úreltur kvartmílukarl
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: PHH on March 22, 2006, 23:01:14
:D
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Dezzice on March 23, 2006, 20:51:12
Smá sem ég var að hugleiða....Ég er eins og margir vita lítið fyrir að fara beint áfram, enda er Imprezan mín engan vegin kvartmílutæki ;)  EN ég skil vel skoðanir hörðustu kvartmílumanna hér að þeir vilji fá góða braut fyrir sig til að keppa á.

Hvað ef hægt væri að safna fjármagni til að búa til hringakstursbraut sem í væri kvartmílubraut?  Væru þá ekki allir sáttir?  Harðkjarna 1/4 mílu gengi hefði nýja góða braut sem samræmdist stöðlum og reglum úti og við hinir rugludallarnir sem viljum keyra í hringi fáum braut til að missa okkur í hringakstri :lol:

Nú sé ég þetta meira sem sameiginlegt project.  Ef vel er pælt og skoðað væri ekki sjéns að hafa teikningarnar þannig að jú kvartmílubrautin væri hluti af hringnum en til að passa að ekki yrði vesen með keppnir hjá KK þá væri hægt að hafa hana í raun tvísskipta en samt sameiginlega, þ.e. menn gætu keyrt "minni" hring meðan kvartmílukeppni væri í gangi.

Nú hef ég ekki clue hvort hægt sé að teikna svona eða ekki, en mér svona datt í hug að þetta væri ásættanleg lausn fyrir alla :mrgreen:

Svo er aftur á móti annar handleggur hvað svona kostar :lol:
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 23, 2006, 21:03:08
Það voru teikningar af skipulagi svæðisins með brautum á kvartmílusýningunni, er ekki hægt að setja þær hér inn svo fólk átti sig hvað er/var verið að tala um.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Ingó on March 23, 2006, 22:29:16
Hér kemut frum útgáfan sem var unnin fyrir bílasýninguna. A.T.H þetta er alls ekki endanlegt.

Kv Ingó.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 23, 2006, 22:38:13
Á þessari mynd sést greinilega að kvartmílubrautina þarf að lengja og breikka og gæti það vel verið fyrsti áfangi í þessu. Þannig að ég sé ekki að það sé hægt að mótmæla lengingu og breikkun kvartmílubrautarinnar þegar það sést greinilega að þetta helst allt saman. Það væri asnalegt að byrja að gera hálfhring sem ekki væri hægt að keyra, ekki satt.  :D  :D  :D

Nonni glaður
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Gretar Franksson. on March 24, 2006, 03:18:08
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: MrManiac on March 24, 2006, 03:40:52
Quote from: "Bebecar"
Ég er ekki skráður félagi í kvartmíluklúbbnum enda á ég ekki kvartmílubíl og mun aldrei eiga.

Ég hef hinsvegar mætt á föstudagsæfingar (MEÐ MINN HJÁLM) og tekið þátt í þeim og dregið marga vini mína með mér.

Það var NÓG fyrir mig. Og þar liggur akkúrat vandi KK, það er fullt af fólki, alveg haugur af fólki, sem vill koma og prófa en hefur engan áhuga á að keppa í kvartmílu að jafnaði. Þetta fólk mun ekki borga félagsgjöld fyrr en það er eitthvað í boði fyrir það (þetta er fólk af 4 stórum spjallsvæðum og telur líklega um 3-4 þúsund manns).


Frítt fyrir meðlimi 1500kr kvöldið  fyrir ólimi ?? væri það ekki ágætis lausn  Fimmtudags æfingar voru yfirfullar árið 2004 enn duttu niður í ekki neitt 2005
voru að jafnaði 5 til 6 bílar á brautinni.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: gstuning on March 24, 2006, 09:47:29
Quote from: "MrManiac"
Quote from: "Bebecar"
Ég er ekki skráður félagi í kvartmíluklúbbnum enda á ég ekki kvartmílubíl og mun aldrei eiga.

Ég hef hinsvegar mætt á föstudagsæfingar (MEÐ MINN HJÁLM) og tekið þátt í þeim og dregið marga vini mína með mér.

Það var NÓG fyrir mig. Og þar liggur akkúrat vandi KK, það er fullt af fólki, alveg haugur af fólki, sem vill koma og prófa en hefur engan áhuga á að keppa í kvartmílu að jafnaði. Þetta fólk mun ekki borga félagsgjöld fyrr en það er eitthvað í boði fyrir það (þetta er fólk af 4 stórum spjallsvæðum og telur líklega um 3-4 þúsund manns).


Frítt fyrir meðlimi 1500kr kvöldið  fyrir ólimi ?? væri það ekki ágætis lausn  Fimmtudags æfingar voru yfirfullar árið 2004 enn duttu niður í ekki neitt 2005
voru að jafnaði 5 til 6 bílar á brautinni.


Það voru ekki fimmtudags æfingar 2004 heldur föstudagsæfingar
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: MrManiac on March 24, 2006, 12:04:27
Quote from: "gstuning"
Quote from: "MrManiac"
Quote from: "Bebecar"
Ég er ekki skráður félagi í kvartmíluklúbbnum enda á ég ekki kvartmílubíl og mun aldrei eiga.

Ég hef hinsvegar mætt á föstudagsæfingar (MEÐ MINN HJÁLM) og tekið þátt í þeim og dregið marga vini mína með mér.

Það var NÓG fyrir mig. Og þar liggur akkúrat vandi KK, það er fullt af fólki, alveg haugur af fólki, sem vill koma og prófa en hefur engan áhuga á að keppa í kvartmílu að jafnaði. Þetta fólk mun ekki borga félagsgjöld fyrr en það er eitthvað í boði fyrir það (þetta er fólk af 4 stórum spjallsvæðum og telur líklega um 3-4 þúsund manns).


Frítt fyrir meðlimi 1500kr kvöldið  fyrir ólimi ?? væri það ekki ágætis lausn  Fimmtudags æfingar voru yfirfullar árið 2004 enn duttu niður í ekki neitt 2005
voru að jafnaði 5 til 6 bílar á brautinni.


Það voru ekki fimmtudags æfingar 2004 heldur föstudagsæfingar


nákvæmlega kúreki.....
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Porsche-Ísland on March 24, 2006, 20:02:50
Quote from: "Ingó"
Hér kemut frum útgáfan sem var unnin fyrir bílasýninguna. A.T.H þetta er alls ekki endanlegt.

Kv Ingó.


Með fullri virðingu við þessa teikningu.

Þá væri bílabraut í stærri útgáfu af minni mótorhjólabrautinni eitthvað sem við værum að tala um.

Eins og þetta er teiknað er núna værir bara hægt að taka vinstir beygjur.

En þá kemur samt upp spurning hvort pláss sé fyrir þetta allt á þessu svæði.

Kvartmíla, Sandspyrna, Go-kart, Motocross og Kappakstursbraut. Og ekki má gleyma ökugerði. Síðan þarf að vera pittur fyrir allt og bílastæði fyrir áhorfendur.

Gaman væri að fá betri hugmynd af hvernig svæðið gæti orðið.

Svo er líka spurning hvort þetta skotsvæði þurfi ekki að víkja.
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: Mustang Fan #1 on March 25, 2006, 14:40:39
Quote from: "MrManiac"
Quote from: "Bebecar"
Ég er ekki skráður félagi í kvartmíluklúbbnum enda á ég ekki kvartmílubíl og mun aldrei eiga.

Ég hef hinsvegar mætt á föstudagsæfingar (MEÐ MINN HJÁLM) og tekið þátt í þeim og dregið marga vini mína með mér.

Það var NÓG fyrir mig. Og þar liggur akkúrat vandi KK, það er fullt af fólki, alveg haugur af fólki, sem vill koma og prófa en hefur engan áhuga á að keppa í kvartmílu að jafnaði. Þetta fólk mun ekki borga félagsgjöld fyrr en það er eitthvað í boði fyrir það (þetta er fólk af 4 stórum spjallsvæðum og telur líklega um 3-4 þúsund manns).


Frítt fyrir meðlimi 1500kr kvöldið  fyrir ólimi ?? væri það ekki ágætis lausn  Fimmtudags æfingar voru yfirfullar árið 2004 enn duttu niður í ekki neitt 2005
voru að jafnaði 5 til 6 bílar á brautinni.


þetta er frábær hugmynd sem KK átti að skoða því það verða jú allir að fá tryggingar viðaukan sjálfir ekki tryggjir KK alla bílana eða hvað?
Title: Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Post by: zazou on March 26, 2006, 19:43:05
Það er þung undiralda hjá akstursáhugamönnum þessa dagana að fá frambærilega kappakstursbraut.  Spurningin er hvort KK ætli að leiða það að fá braut eða að halda áfram í sínu tunnel vision með að keyra beint áfram í 10-15 sekúndur.

Sjálfur mun ég ganga í KK þegar klúbburinn fer að standa fyrir eitthvað sem höfðar til mín... eins og er nægja ljósaspyrnur.

Hlutverk KK yrði sem sterkur þrýstihópur um fjármagn og aðstöðu.