Lögreglan vill frá umsögn frá LÍA.
Þegar LÍA gefur umsögn tekur sá sem skrifar undir hana ábyrgð á því að hún sé rétt.
Þeir sem skrifa undir umsögnina eru stjórnarmenn LÍA.
Afhverju ættu stjórnarmenn LÍA að vilja taka ábyrgð á og gefa vinnu í klúbb sem er ekki innan vébanda landsambandssins?
Meira:
LÍA er FIA aðilinn á Íslandi. Fyrir löngu þá ákvað íslenska ríkið að skuldbinda sig til þess að fara eftir lögum FIA og fylgja þeirra stöðlum. Þess má geta að í lögum FIA stendur að enginn nema þeir sem eru í FIA mega nota reglur FIA. Sem segir okkur einfaldlega það að þegar LÍA gefur umsögn á KK keppni sem segir að allt sé í góðu þá er hún röng. Því LÍA er FIA aðilinn á Íslandi og KK er ekki í LÍA. Og KK er að nota FIA reglurnar er það ekki?
Lögreglan tók sjálf ákvörðun um að stöðva keppni.(eins og það sé eitthvað sem þarf að íhuga, þeir voru að brjóta lög). Eitthvað var ekki verið að gera rétt þarna svo keppnin var stöðvuð af lögreglu sem er besta mál. Hvað ef eitthvað hefði komið uppá? Tryggingar geta neitað að taka ábyrgð ef verið var að brjóta íslensk lög.
LÍA er einfaldega að fara eftir eigin lögum og lögreglan líka.
Þetta er mál sem þarf að vinna í en ég skil alls ekki hvernig þið haldið að það hafi verið góð hugmynd að blanda fjölmiðlum í málið. Jú reyndar þá er það eflaust ágætt fyrir KK að koma í fréttum og sviðsetja sig sem eitthvert fórnarlamb