Ég held að menn þurfi aðeins að stíga niður á jörðina hvað það varðar um væntingar á fjölda iðkenda í sportinu.
Ég fór á drift um daginn, síðustu keppni íslandsmótsins í hrauninu rétt austan við okkur, og þar voru tíu tólf bílar að keppa.
Ég keppti í sandi á króknum, þar voru 27 tæki.
Horfði á torfærukeppni í stapafelli, 8-9 bílar, þrír eða fjórir luku keppni,,
Svo eru að meðaltali 20-25 tæki að keppa hjá okkur og þá tala menn um áhugaleysi???
Ég held þið ættuð að drullast bara til að vera stoltir af því að halda svona flottar keppnir á kvartmílubrautinni, með flotta bíla og flott mótorhjól og gott sjóv fyrir áhorfendur.
Auðvitað væri voða gaman að fá hin og þessi tæki úr skúrum eitthvað blablabla,, en veistu Ingi,, það þarf ekki.