Author Topic: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016  (Read 22936 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« on: July 23, 2015, 03:23:25 »
Hugmynd að keppnisdagskrá sumarið 2016 sem lögð var fram á félagsfundi í kvöld

Kvartmílubraut

30.4.2016   Bikarmót - Opnunarmót
14.5.2016   Íslandsmót
4.6.2016   Afmælishátíð KK - Muscle Car dagur
25.6.2016   Íslandsmót   
9.7.2016   Bikarmót -   King of the Street
23.7.2016   Íslandsmót
13.8.2016   Bikarmót - Metadagur
27.8.2016   Íslandsmót   
17.9.2016   Bikarmót - Lokamót

Þá komu fram hugmyndir um að á Íslandsmóti yrði keppt með second chance fyrirkomulagi

Bikarmót verði notuð til að keyra annars konar keppnisfyrirkomulag:
Bracket
Shootout - etja saman bílum, bíltegndum og gömlum Legendum
Metadagur til að bæta persónuleg met
1/8 míla - margir keppendur voru ánægðir með keppnisfyrirkomulag í KOTS í sumar

Á að breyta KOTS aftur í kvartmílu?

Endilega leggið ykkar lóð og vogarskálarnar, komið með hugmyndir, skiptumst á skoðunum og ræðum saman á jákvæðum nótum
« Last Edit: July 23, 2015, 15:24:49 by SPRSNK »

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #1 on: August 14, 2015, 08:29:21 »
Sælir, ég myndi vilja sjá þetta gamla góða fyrirkomulag fyrir OF flokk að það þarf að vinna 2svar. Þetta sekond change fyrirkomulag er þannig að áhorfendur vita ekkert hver er að vinna eða tapa. Og keppendur vita það varla sjálfir þeir þurfa þá að kynna sér það sérstaklega og fylgjast vel með. Óspennandi.
kv, Gretar Franksson 
Gretar Franksson.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #2 on: August 24, 2015, 08:38:16 »
Nei Grétar þetta er ekki rétt hjá þér second chance er nefnilegi mjög spennndi.Að eiga möguleika að vinna keppnini þó þú eigir eina slakka ferð finnst mér hleypa spennu í þetta.Og þetta með áhorfendur eins og t.d með Opna Flokkinn þá skilur fólk hann ekki hvort sem er þannig að það er einginn hindrun þar.En vonadi verða bara allar niðurstöður sportinu til framdráttar hverjar sem þær nú verða.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Lenni Mullet

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #3 on: August 25, 2015, 11:14:00 »
Persónulega myndi ég vilja sjá KOTS aftur sem 1/8 keppni. en ég ætla að reyna að mæta á KOTS 2016 hvort sem hún verður 1/8 eða 1/4.  \:D/

Mér finnst bara vera meirri spenna í 1/8 bæði sem áhorfandi og keppandi, Pro Tree er líka algjörlega málið, Full Tree á bara heima í einhverjum öldunga keppnum  :mrgreen:
AMC For Live

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #4 on: August 25, 2015, 20:29:20 »
Ég myndi vilja KOTS í það form sem hún var 1/4 mílu og pro tree. Þessi keppni sem var keyrð í staðin fyrir KOTS í ár væri flott viðbót í flóruna.  :spol:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #5 on: August 25, 2015, 23:46:27 »
Frikki hún var ekki keyrð í staðinn fyrir Kots hún var KOTS og var reyndar alveg brilliant keppni.Hrikalega spennadi og jöfn☺Persónulega mundi ég mæla með að þessu yrði ekki breytt yfir í kvartmíluklúbbnum aftur.En vissulega  er það bara mín skoðun 😎. Ég myndi vilja sjá fleiri viðburði í þessum dúr.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #6 on: August 26, 2015, 12:42:15 »
Ég tók svona til orða því þegar nánast öllum hugmyndum sem voru á bakvið KOTS er hent út og nýtt fyrirkomulag sett inn undir sama nafni þá er varla hægt
að segja að þetta sé sama keppnin þó hún beri sama nafn, Subway er ekki pizzastaður þó hann yrði skírður Dominos.

Það er engin ástæða til að KOTS fái ekki að vera það sem hún var, götubílakeppni fyrir bíla sem keyra stundum rúnt og eru á dælubensíni og limit á dekkjastærð með allan búnað
sem þarf til að standast bifreiðaskoðun.

Þessi keppni sem var keyrð núna má að sjálfsögðu vera óbreytt og flott viðbót í keppnishaldið.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #7 on: August 28, 2015, 11:59:04 »
ég farinn að kunna vel við einnar ferða fyrirkomulagið hjá okkur í Opna Flokknum. Mér finnst það bara tækifæri til að leggja meira á vélarnar í keppni.

Tvær keppnir sama daginn, glatað. Aaaalgjörlega glatað.
Það þarf að fylgja eftir stigagjöfinni úr íslandsmótinu miklu betur til að það hafi einhvern tilgang að mæta í þessar keppnir. Ég reikna með að þetta sé síðasta sísonið sem við keyrum mótið svona stíft í bili.

KOTS finnst mér marklaust nema annaðhvort með tengingu við götumíluna á AK eða með einhverri yfirbyggingu sem veitir keppninni sérstöðu, einsog að keppnin byrji við bensíndælurnar uppá höfða. King of street getur ekki orðið það sem það var því núna eru keppnir á AK, um sama hlutinn. Fljótasta númeratækið.

En heilt yfir hefði ég viljað sjá meiri áttundu mílu, meira pro tree.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #8 on: August 28, 2015, 14:28:03 »
Það þarf að fylgja eftir stigagjöfinni úr íslandsmótinu miklu betur til að það hafi einhvern tilgang að mæta í þessar keppnir.

Ég er ekki alveg að fylgja þér hér - þ.e. hvað þú ert að meina!


Stig til íslandsmeistara:
http://kvartmila.is/is/sidur/stig-i-islandsmotinu-2015
http://www.ais.is/stadan/spyrna/spyrna-2015/
« Last Edit: August 28, 2015, 14:32:53 by SPRSNK »

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #9 on: August 28, 2015, 17:58:59 »
Ég er að meina umræðuna almennt. Meðal almennings og félagsmanna.
Það sýnir þessu að því er virðist enginn áhuga.
Á þessu er vakin lítil athygli og atburðarrásinni milli keppna er lítið sem ekkert fylgt eftir.
Þetta eru nánast stakar keppnir sem við bara mætum í og keppum en það er lítið pælt í mótinu sem slíku.
Það er mín upplifun af þessu og hefur verið undanfarin ár.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #10 on: August 28, 2015, 18:09:34 »
Ég hef ekki keppt lengi í íslandsmeistaramótaröðinni en mér þætti áhugaverðara að hafa bara eina íslandsmeistarakeppni, þá geturðu orðið íslandsmeistari án þess að binda þig fjórar helgar yfir sumarið og jafnvel oftar ef það þarf að fresta keppni, bara eins og KOTS er ein keppni.

Fjölga svo annarskonar mótum í staðin eins og T.D 1/8 pro tree fyrirkomulaginu.

Margir möguleikar í boði.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #11 on: August 28, 2015, 18:12:46 »
Ég hélt að þú værir að meina stigagjöfina og útreikninginn á bak við þau :-)

Ef að áhuginn er ekki til staðar fyrir kvartmílu, hvorki frá eigendum tryllitækjanna né áhorfendum - hvað er þá hægt að gera?
Við héldum fund í júlí þar sem við veltum fyrir okkur næsta ári og fyrirkomulaginu á keppnishaldinu.
Það þarf að halda annan slíkan í september því að allar breytingar sem ekki eru innanfélags bikarmót þurfa að liggja fyrir í byrjun október.
T.a.m. íslandsmótsreglurnar kveða á um a.m.k. 3 mót í stigasöfnun.

Eitt íslandsmót er mér vel að skapi - og hafa síðan annað fyrirkomulag á ýmsum bikarmótum.

Klúbburinn er nú að byggja upp akstursíþróttasvæði á breiðari grunni og þar virðist liggja vaxtarbroddur í annars konar keppni, æfingum og sýningum.
Varðandi kvartmíluna þá verður vonandi nýliðun í gegnum Jr. dragster sem er í burðarliðnum fyrir næsta ár!

Og svo náttúrulega þetta augljósa - fáir sem standa að baki starfinu og allt það ....... það fer fækkandi í þeim hópi líka.

Minn túkall



PS þessi þráður er flottur - um að gera að skiptast á skoðunum og velta þessu fyrir okkur :-)
« Last Edit: August 28, 2015, 18:18:17 by SPRSNK »

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #12 on: August 28, 2015, 18:18:46 »
Það er nú helvíti hart að tala um að menn sem hafa keppt hjá klúbbnum og varla misst úr keppni í tíu ár hafi ekki áhuga á kvartmílu. Það er ekki það sem ég eða nokkur er að segja.
Það þarf að virða þá sem koma og keppa. Gerið ekki lítið úr því fólki.

Það hlýtur að vera hægt að ræða þessa hluti einsog um er beðið án upphrópunarmerkja.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #13 on: August 28, 2015, 20:21:21 »
 =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #14 on: August 28, 2015, 23:22:02 »
Það er nú helvíti hart að tala um að menn sem hafa keppt hjá klúbbnum og varla misst úr keppni í tíu ár hafi ekki áhuga á kvartmílu. Það er ekki það sem ég eða nokkur er að segja.
Það þarf að virða þá sem koma og keppa. Gerið ekki lítið úr því fólki.

Það hlýtur að vera hægt að ræða þessa hluti einsog um er beðið án upphrópunarmerkja.

Ég ætla nú ekki að svara fyrir Ingimund en áhugaleysið á ekki við þá sem hafa verið að mæta reglulega(eins og t.d. ykkur feðga) heldur frekar þá fjölmörgu sem eiga tæki og mæta ekki.
Í augum okkar í stjórn kom ekki annað til greina fyrir þetta tímabil en að breyta KOTS til að reyna að gera það áhugaverðara. Auðvitað eru skiptar skoðanir um hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki en þeir sem tóku þátt núna virtust í það minnsta ánægðir með fyrirkomulagið.

Ég held að okkar helsti möguleiki í kvartmílunni til að auka áhuga og gera spennandi keppnir sé að fjölga bikarmótum og reynameð því að ná fram fjölbreytni.
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #15 on: August 29, 2015, 00:13:39 »
Ég sé bara engann hér tala fyrir minnkandi áhuga á kvartmílu, hér er verið að ræða sportið okkar og beina fyrirspurnum til keppenda um álit á næsta sísoni.
nema menn skilji það sem svo að þegar menn tali fyrir áttund þá sé minni áhugi fyrir kvart?

Hvorki mig, né nokkurn sem kemur að rekstri þessa klúbbs varðar nokkuð um álit einhverra sem ekki mæta hvorteðer, það er ekki umræðuefnið er það nokkuð?

Ef menn meta það sem svo að það sé ekki standandi í þessu fyrir okkur fáu sem viljum keppa, þá skal bara leggja þetta drasl niður.

Það er reis á morgun, sjáumst þar.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #16 on: August 29, 2015, 00:21:07 »
Maggi

smá misskilningur - ég er ekki að tala fyrir hönd klúbbsins hér i þessum þræði heldur persónulega og þegar ég talaði um áhugaleysi
þá var ég að tala almennt en ekki tala niður til neins og allra síst þeirra sem alltaf mæta.
Þegar ég tala um kvartmílu þá var ég að tala um bæði 1/4 og 1/8 án þess að greina þar á milli.

Fundurinn í sumar, þessi þráður og frekari fundir í haust eru til þess ætlaðir að fá fram skoðanir keppenda og nýjar hugmyndir til að fjölga iðkendum og keppendum.
Til að það verði hægt þurfa félagsmenn að ræða saman.





« Last Edit: August 29, 2015, 00:39:35 by SPRSNK »

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #17 on: August 29, 2015, 00:46:22 »
Ég held að menn þurfi aðeins að stíga niður á jörðina hvað það varðar um væntingar á fjölda iðkenda í sportinu.

Ég fór á drift um daginn, síðustu keppni íslandsmótsins í hrauninu rétt austan við okkur, og þar voru tíu tólf bílar að keppa.
Ég keppti í sandi á króknum, þar voru 27 tæki.
Horfði á torfærukeppni í stapafelli, 8-9 bílar, þrír eða fjórir luku keppni,,

Svo eru að meðaltali 20-25 tæki að keppa hjá okkur og þá tala menn um áhugaleysi???

 Ég held þið ættuð að drullast bara til að vera stoltir af því að halda svona flottar keppnir á kvartmílubrautinni, með flotta bíla og flott mótorhjól og gott sjóv fyrir áhorfendur. 

Auðvitað væri voða gaman að fá hin og þessi tæki úr skúrum eitthvað blablabla,, en veistu Ingi,, það þarf ekki.

Offline nikolaos1962

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 9
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #18 on: August 29, 2015, 09:30:33 »
 =D> :)

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #19 on: August 29, 2015, 12:55:56 »
ég held að það sé ekki gott að miða við þetta sumar ! það birjaði mjög ílla fyrir sunnan og seint ](*,) og það hefur bara ekki komið fyrir norðan  :D svo áhugi á að mæta verður lítil. Það er allt orðið til fyrimyndar hjá KK og eiga þeir hróss skilið og þessar fáu hræður sem hjálpa til þar =D> =D> =D> Mér finnst líka mjög flott hjá þeim að prufa eitthvað nýtt í sambandi við keppnis fyrikomulag sem bæði virkar og stundum ekki. Og það sem skiftir mestu er að við  örfáir sem erum að brasa í því að vera með verðum að standa saman. og á að standa vel á bak við þá sem mæta og veita þeim viðurkeningar. svo þarf að vinna vel í að koma nýjum inn á kk braut en ekki bara skjóta niður hugmyndir heldur hlusta og skoða vel :wink: kveða Afi gamli
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal