Þetta voru ekki tillögur að breytingum á kots eins og kom fram hér að ofan heldur var búið að ákveða að svona verði fyrirkomulagið í ár.
Rökin að keyra ekki eldra fyrirkomulag standast enga skoðun.
1. Að það hafi verið svo fáir keppendur, 25-35 keppendur undanfarin ár er svipað eða meira heldur en í flestum íslandsmeistaramótum, 25 keppendur þykir bara mjög góð mæting í flestu mótorsporti á íslandi að ég best veit.
2. Að menn hafi veri að sérsmíða keppnistæki í kots, ekki var hægt að nefna nein tæki. Þar fyrir utan ætti það ekki að teljast slæmt ef svo væri og auðvitað vinna menn í sínum tækjum til að stefna að sigri hvort sem það er kots eða annað, það hefur alltaf verið talað fyrir því að menn smíði tæki í flokka/mót sem þeir ætli að keppa í en ekki smíða flokk fyrir ákveðin tæki eins og kots 2016 virðist hafa verið stílað inná nýrri bíla sem geta tekið beygjur með stíl.
Það kom fram að þeir sem hafi ekki bíla sem henti í hringakstur geti tekið þátt í og reynt að vinna 1/8 keppnina og/eða 1/4 mílukeppnina í kots og sleppt hringakstrinum, þannig getur maður ekki unnið titilinn king of the street þar sem samanlögð stig úr öllum þremur hlutum telja til sigurs, flestir hljóta að keppa til að reyna við titilinn en ekki bara til að vera með eins og í kvennahlaupinu.
Það var talað um að 2016 verði keyrð mörg keppnisfyrirkomulög til að sjá hvað er vinsælast, þar á meðal verður 1/8 kots fyrirkomulagið sem var keyrt í sumar sem fyrsta keppni ársins 2016 þrátt fyrir að ekki voru fleirri keppendur þar heldur en hafa verið í kots árin þar á undan, eldra fyrirkomulagið skal ekki keyrt framar no matter what !
Kots er skemmtilegasta fyrirkomulag sem ég hef keppt í hér og mér finnst eftirsjá í því að leggja það niður. Ég reyndi allavega að koma mínum skoðunum á framfæri en fékk misjöfn viðbrögð, þar á meðal að þessi keppni skipti engu máli og að ef menn vildu hafa eitthvað um þetta að segja þá gætu þeir bara boðið sig fram í stjórn.
Ég er allavega búinn að afskrifa eldra fyrirkomulagið og mun ekki röfla um það frekar.
Góðar stundir...10/4....over and out.