Author Topic: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016  (Read 22935 times)

Offline Birgir Þór

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #20 on: August 29, 2015, 19:39:38 »
þetta fyrirkomulag sem var á king of the streets var mjög gott og er allt til bóta sem fjölgar keppnum yfir tímabilið til bóta og vonandi nást fleiri inn fyrir næsta ár og það hefur allavega verið fjölgunn í hjólum í sumar.

þarna fyrir norðan mættu þeir taka þetta upp sem var hér fyrir sunnan á king of the streets því fyrir þá sem fara norður og eitthvað klikkar að fara bara 2 tímatökuferðir og svo tvær ferðir í keppni og svo búið það er til að auka við spennu og keppendur og árhorfendur fá meira fyrir aurinn, einnig mætti taka verðlauna  afhendingar til skoðunar og bæta við þriðja sæti sem meiri hvatning fyrir þá sem lenda þar að halda áfram eins og gert er í flest öllum sportum.

 
bestu tímar
1/4
8.94@152mph 1.409 60 foot
8.95@151mph 1.41
1/8
5.67@123mph 1.44
5.73@122.95mph 1.43
5.87@ 196 km 1.42 BA

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #21 on: September 11, 2015, 00:19:06 »
Held að það sé ekki málið að breyta bara til að breyta og sjá hvort það auki áhugan. Að mínu mati er mikilvægast að laga keppnishaldið það ætti alltaf að vera keppnistæki að keyra brautina eftir að keppni hefst. Þetta atriði er auðvelt að laga með samstilltu staffi. Svo þarf að hafa þul sem þekkir vel til og er líflegur fyrir áhorfendur. Búið er að fæla marga áhorfendur frá sportinu með biðtímum og ekkert er að gerast langtímum saman.

Ég er með skilaboð til keppnishaldara frá 3 áhorfendum sem komu til að horfa á Kvartmilukeppni í fyrsta sinn, þetta eru menn sem hafa gaman að mótorsporti almennt. Skilaboðin eru "þeir ætla aldrey að koma aftur upp á braut vegna þess þeir láta ekki bjóða sér svona seinagang og endalaus bið í miðri keppni" Þeim leiddist biðin og urðu hálf móðgaðir. Ath þetta eru skilaboð. Þetta á eflaust við um fleirri sem segja ekkert en bara fara.

Sem keppandi til margra ára hefur það verið áberandi mikill seinagangur á keppnishaldinu undanfarin ár. Þetta var ekki svona sæmt hér áður fyrr, keppnirnar voru oftast kláraðar innan 2ja tíma jafnvel þó það væru yfir 60 keppendur sem var um tíma. Mæli með nýjum keppnisstjóra og slípa staffið saman. Fá upplýstan líflegan þul, Byrta úrslit strax án tafar, Byrta stig til Íslandsmeistara án tafar, Setja inn fréttir af atburðum úr hverri keppni án tafar. Læt þetta duga í bili.
kv. GF.
« Last Edit: September 11, 2015, 00:23:25 by Gretar Franksson. »
Gretar Franksson.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #22 on: September 13, 2015, 10:06:10 »
Sæll.

Þú talar um biðtíma og að það sé æskilegt að það séu ávalt tæki í brautinn. Ég er á sama máli en til þess að þetta gangi þá þarf mun fleiri keppendur.

Ef það væru +8 í hvefum flokk þá gengi þetta betur.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #23 on: September 14, 2015, 17:49:09 »
Það ætti ekki að vera erfiðara að klára keppni með t.d. 25 keppenum samanborið við t.d.50 keppendum og hafa alltaf keppnistæki í braut. Kælitími er ekki vandamál í OF vegna þess að þar þarf aðeins eina ferð til að vinna. Bílar á númerum eru yfirleitt með þannig kælikerfi að kælitími er ekki vandamál. T.d. gæti verið heppilegt að keyra keppni eftirfarandi: Byrja á einni umferð í OF ef það eru t.d. 4 í þeim flokk er bara ein úrslitaferð eftir. Semsagt bara tvö rönn þar. Aðra flokka mætti keyra eins byrja eina umferð í hverjum flokk þar sem þarf tvær ferðir til að vinna. Endurtaka það síðan í næstu umferð. Það er ekkert mál að hafa alltaf keppnistæki í brautinni aftir að keppni hefst. Uppröðun er allt sem þarf, keppnistæki verði hlið við hlið upp rampinn að brautinni og byrja burnout um leið og parið á undan er komið út á enda. Þetta hefur verið gert margoft hér áður fyrr. Eina sem þarf er réttur keppnisstjóri og staff (pittstjóri, uppröðun,brautarstjóri, tölvumann í turn og ræsir) 6 manns gætu dugað. Nota talstöðvar og hafa skipulagið í lagi. Ég get fengið réttan keppnisstjóra í þetta ef það er vilji fyrir því.
kv. GF.
Gretar Franksson.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #24 on: September 14, 2015, 21:35:14 »
Þú varst ekki á síðustu keppni sem gekk verulega hratt.
Þá var þetta gert þannig að uppröðun er með spjald töflu í pitt sem stjórnstöð sendir uppröðun á jafn óðum.

Þegar það eru fáir í mörgum flokkum t.d. 3-6 í flokk og 25 í heildina og það tekur 1-2 mínútur að keyra hverja ferð sem gerir 13 ferðir eða 15-20 mín fyrsta umferðin og svipaðan tíma seinni ferðin og þá það sem eftir er 10-20 mín. Þá er ekki kælitími. Það eru nú þegar til götubílar sem skila mera afli en bílar í OF og það er ekki hægt að senda þá í þrjár ferðir í beit án þess að ofhita vél skiptingu og drif.

Með 25 keppendum er ekki hægt að bíla í brautinni allan tíman. Ef keppendur bæru 50  og 8-12 í flokk þá væri það trúlega hægt. Þá væri hægt að raða upp í röð í pittinum eins og gert var þegar fjöldin var hærri.

Ef þú ert með starfsfólk á brautina og eða keppnisstjóra þá er það frábært. Það stóð til fyrir þetta keppnistímabil að hafa 2 teimi í stjórnstöðinni en það gekk því miður ekki.

Ég lendi oftar en ekki þó að ég sé að keppa að byrja í sjoppunni og einnig að aðstoða við uppröðun á milli ferða..

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Oskar K

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #25 on: September 16, 2015, 00:21:41 »
Þú grétar þá reddar kannski "réttu staffi" því ég hef ekki orðið var við það undanfarið það sé slegist um þær stöður.
Svo var 90% af biðtíma í sumar vegna vinnu við brautina og oftar en ekki þá til að skúra upp olíu eða týna upp rusl sem keppnistæki skildu eftir sig í brautinni, og þar eru sumir duglegri en aðrir
Óskar Kristófer Leifsson

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #26 on: September 16, 2015, 00:30:04 »
Sælir félagar

Ég vil nú byrja á að þakka mönnum fyrir gott sumar, þrátt fyrir að veðrið hafi strítt okkur aðeins á köflum.

Mig langar að byrja á því að koma inná það, þar sem talað er um seinagang í keppnum undanfarið, en hann virðist hafa farið framhjá mér, en kannski svíf ég bara um á bleiku skýi. Ég er nú ekki búinn að vera viðriðinn brautin nærri því jafn lengi og þið flest. En ég er þó búinn að standa á startlínunni í áratug, á velflestum keppnum og viðburðum, og frá því að ég byrjaði sumarið 2005 hefur margt breyst. Keppnishald, keppendafjöldi, áhorfendafjöldi og brautaraðstaða, og mér datt nú síst í hug að menn færu að setja út á seinagang á undanförnum árum. Þegar ég var að byrja, var það nokkuð eðlilegt að staðið væri í keyrslu á keppni framundir sex á daginn, keppnir hófust að mig minnir klukkan tvö. Nú er tíðin önnur, keppnir með meðal keppendafjölda uppá 25-35 tæki rúlla í gegn á rúmum klukkutíma þegar best lætur. Og olíuslysum er brugðist við fumlaust á stuttum tíma, olíuslysum sem fyrir fáeinum árum hefði jafnvel orðið til mikilla tafa á keppni, jafnvel frestun.

Þegar komið er að því að best sé að hafa keppnistæki í brautinni öllum stundum, þá er ég hjartanlega sammála, ég myndi vilja hafa sem þéttasta keyrslu, allar keppnir, alltaf. En keppendafjöldinn býður eiginlega ekki upp á það, ekki nema menn hafi áhuga á að klára keppnir á hálftíma, það er allavegana það sem ég vil meina að myndi verða niðurstaðan ef keyrt væri örar.
Vissulega koma upp tímapunktar í keppnum, þar sem tafir verða í keyrslu, ekkert að gerast, en þá er undantekningalítið búið að senda keppendur af stað upp í braut. Afhverju flæðið er ekki stöðugt er ekki gott að segja, stundum eru menn eitthvað að skrúfa, stilla, gera og græja. Og þá bara bíða menn, mótherjar, því allir erum við samherjar í sportinu, þá eru tafir, ekkert að gerast í brautinni. Þannig horfir þetta við mér, vissulega þurfum við að reyna að gera sem mest fyrir áhorfendur okkar sem mæta, borga sig inn og horfa á. Mér finnst ekki rétta leiðin að setja allt í overdrive og klára allt af, í einum grænum hvelli. Mér finnst fólk þurfa að fá eitthvað fyrir peninginn, og við gerum hvað við getum.

Hvað staffið varðar, þá ætla ég að byrja á því að þakka þessum fáu einstaklingum sem gefa sér tíma til að koma og standa að keppnishaldi fyrir og með klúbbnum, kærlega fyrir samstarfið á undanförnum tímabilum. Þetta er fámennur hópur, sem vinnur að því er mér finnst mjög vel saman og gerir sitt vel. Sá galli er hinsvegar á gjöf njarðar að það eru höggvin stór skörð í keppnishaldið ef einn og einn aðili dettur út, kemst ekki til að vera með okkur. Nú hefur það verið stefnan undanfarin ár að koma upp öðru brautarteymi, eins og Ingólfur bendir á, en það hefur ekki gengið, það skilar sér ekki fólk í það, ekki fáir, eiginlega bara engir. Gaman þætti mér að heyra hvað það er í störfum starfsfólksins sem þyrfti helst að slípa saman, þau vita hvað þau eiga að gera, öll samskipti fara saman í gegnum talstöðvar. Nema þá kannski samskipti keppnisstjórnar og pittstjóra, en hann fær allar upplýsingar beint inn á lófatölvu um leið og þær eru tilbúnar. Það eina sem ég get fyrir mína parta sett út á starfsfólkið er að það er of lítið af því, en það er lítið sem núverandi starfsfólk getur gert í því. Jú og það bráðvantar þul, sem getur matað upplýsingar ofan í fróðleiksfúsa áhorfendur.

Og ekki sé ég hvernig það á að breyta nokkrum sköpuðum hlut á nokkurn veg, að skipta út keppnisstjóra, ekki það að ég hugsa að Jón yrði stórfeginn ef það er einver til í að koma og vera keppnisstjóri í hans stað. En ég sé ekki að það breyti keppnishaldinu neitt, keppnir eru keyrðar eftir sama fyrirkomulagi og það hefur í grófum dráttum verið eins síðan ég byrjaði. Einhverjir kunna að halda að ég ætli að halda einhverjum hlífiskyldi yfir honum afþví að við erum vinir en það er nú ekki svo. Það slær sennilega hvað oftast í brýni okkar á milli, á keppnisstað, í keppni, heldur en milli nokkurra annarra, kemur reglulega að við séum ósammála. En það er þá bara rætt, þar til niðurstaða er komin. En eftir því sem mér hefur sýnst, þá er staða keppnisstjóra ekkert voðalega eftirsóknarverð, allavegana hefur enginn sýnt því áhuga að taka við. Kannski er aðilinn bara búinn að bíða á hliðarlínunni eftir rétta tækifærinu, það er núna, mér finnst við hæfi að sá hinn sami kynni sig. Okkur vantar alltaf fleira fólk, vont ef fólk situr heima og heldur að því yrði illa tekið, allir velkomnir í staff sem eru til í að starfa fyrir klúbbinn.

Þetta er orðinn agalegur pistill, en það verður að hafa það, maður verður hálfsár, við svona lesningu, eftir allt það sem er búið að gera og færa til betri vegar á brautinni undanfarin ár.

Og að lokum vil ég þakka ykkur félagar, keppendur, sem hafið fyrir því að mæta og skemmta ykkur og öðrum, keppni eftir keppni, sumar eftir sumar, fyrir góðar stundir.
Takk

Með bestu kveðju
Arnar B. Jónsson
Addi Ræsir.
 

 
« Last Edit: September 16, 2015, 00:33:30 by Addi »
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #27 on: September 16, 2015, 12:08:53 »
 =D> =D> =D> =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #28 on: September 18, 2015, 21:23:54 »
Finnst ekki rétt að blanda saman framkvæmdum við brautina sem hafa verið góðar og miklar. Þar hefur verið gert vel og þeir sem þar hafa lagt til vinnu eiga gott hrós skilið. Það fengust peningar i framkvæmdir frá vini okkar sem erfði KK af miklum peningum sem ekki hefur verið minnst á hér á spjallinu. Það sem ég er að reyna að benda á er að keppnishaldið er ekki nógu gott. Áhorfendum fækkar og áhugin á sportinu minkar. Til að laga þessa hluti þarf að ræða þessa hluti. Ég kom með skilaboð frá áhorfendum sem voru á keppni þeir ætla ekki að koma aftur vegna biðtíma og seinagangs, ég hef verið mjög virkur í að mæta í keppnir undanfarin ár þá er venjulega byrjað milli kl 7 og 8 um morgun mætt í pitt og beðið, byrjað að vikta milli 10 og 11 síðan bið,tímatökur, keppni byrjar t.d. kl 14 ef ekki er seinkun. Keppni lokið milli 16 og 19 venjulega komin í skúr aftur kl 18 til 20. Það er of mikil bið á milli. þetta þarf að laga, en ekki fara í einhverskonar afneitun og halda því fram að það sé ekki hægt að keyra keppni án svona biðtíma.
kv, GF.   
Gretar Franksson.

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #29 on: September 19, 2015, 10:55:31 »
Það er rangt hjá þér að ekki hafi verið minnst á arfinn frá Pálma hér á spjallinu, það var þráður um það hérna á sínum tíma. En það er þó ótengt þessari umræðu.

Það er vissulega gott að ræða hvað má betur fara, en menn verða að vera raunsæir.
Kvartmílukeppni er nánast ómögulegt að keyra án þess að nokkur biðtími sé, ég geri ráð fyrir að þú hafir farið á keppnir erlendis og séð að þar þurfa menn líka að kljást við ýmsar tafir, t.d. vegna óhappa í brautinni eða þegar verið er að draga í á milli.

Við höfum reynt að keyra keppnir eins þétt og hægt hefur verið, það er miserfitt. Fer eftir því hversu margir keppendur eru og í hversu mörgum flokkum. Það er þó langt síðan keppni hefur tekið meira en einn og hálfan tíma í keyrslu hjá okkur.

Stundum hefur keppnishaldið ekki getað byrjað á réttum tíma, en oftast stafar það af því að það vantar fleiri hendur til að vinna þau verk sem þarf að vinna við undirbúning keppninnar, uppsetningu á brautinni, skoðun og viktun ásamt fleiru sem fellur til.


Við fögnum öllum þeim sem eru til í að koma og vinna með okkur á brautinni, þá eru hugmyndir um hvernig megi gera betur líka vel þegnar.
Það þarf þó að virða við það góða starfsfólk sem hefur verið að vinna með okkur á brautinni þeirra framlag og ekki gera lítið úr því. Það eina sem er að okkar starfsfólki að mínu mati er að það er of fátt.
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #30 on: September 19, 2015, 17:04:09 »
Það er ekki verið að setja út á þá starfsmenn sem hafa verið að vinna við brautina eða keppnishaldið,þeir eiga hrós skilið ef þú hefur lesið póstin á undan þá kemur það fram þar. Skilur þú, það er ekki verið að setja út á þá starfsmenn sem hafa verið að vinna fyrir KK af hverju er svona mikil tilhneiging til að snúa út úr því sem er skrifað eða bara túlkað einhvern vegin. Ég er ekki einu sinni að setja út á Jón hann hefur unnið mikið fyrir KK og gert margt gott þar. Það sem ég er að meina að það eru til betri keppnistjórar en hann og ég myndi vilja hafa einn röskan reyndan keppnisstjóra til að setja meiri áræðni í keppnishaldið. Það er ekki rétt hjá þér að keppnir hafi verið alment í 1 og 1/2 tíma. Þær hafa verið allt of langdregnar, skilur þú. Samanber skilaboðin frá áhorfendum sem ég hef komið á framfæri. Þið virðist vera í einhverskonar afneitun í stað þess að finna lausn.
GF. 
Gretar Franksson.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #31 on: September 19, 2015, 20:33:39 »
Sæl öll. Er í sumarfríi og hef verið fylgjast með þessari umræðu sem er hið besta mál. Við hljótum að vera sammála um að keppnishaldið þarf að ganga smurt fyrir sig. Til þess að það gangi smurt þurfum við að hjálpast að og rétta hönd þegar það er keppni í staðinn fyrir að fylgjast með úr fjarska og undrast seinagang. Ég mætti í allar keppnir í sumar sem keppandi í OF og ég sá um að flagga styrktaraðilum, ég sá um að koma vigtum í pitt í einni keppni, bara vegna þess að staff var ekki nóg. Ég er sammála Grétari að keppnir geta gengið mun hraðar og ég hef viðrað þær hugmyndir oftar enn einu sinni.
Ég er ekki sammála því að skrifa þetta bara á Jón Bjarna sem mér finnst að hafi unnið mjög vel sem keppnisstjóri. Í svona stórum og flottum klúbb er alveg furðulegt að öll vinna skuli bitna á þeim sem veljast í stjórn. Við sem erum ekki að keppa hverju sinni og eru að drepast úr kvartmíludellu eiga bara hundskast til hjálpa til við keppnishald þegar menn eru ekki í keppnisstuði.

Mbk frá Croatiu
Harry þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Charon

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #32 on: September 21, 2015, 17:56:20 »
Sæl öll sömul sem eru að fylgjast með þessari umræðu, langar mig að legga mín grömm á vogarskálarnar í þessari umræðu.

Til að byrja með langar mig að viðra mína skoðun á upprunalegri spurningu þessa þráðar, keppnishald komandi tímabils.
Dagatalið lýtur vel út, þokkalega dreift yfir sumarið, en er ekki soldið bjartsýni að halda fyrsta mót í lok apríl? En sökum þess að það er einungis bikarmót er lítið mál að fella það út af dagatali ef ekki verður farið að vora nóg til þess að keyra það.

Mér lýst ágætlega á þá hugmynd að keyra Íslandsmeistara mótin í "secon chance" fyrirkomulagi, það fjölgar ferðum keppenda og veitir mönnum líka möguleika á því að keyra á móti fleyri andstæðingum sem þeir myndu ekki fá ef þeir detta út í fyrstu umferð eins og fyrirkomu lagið er núna. Einnig myndi það lengja keppnir sem mér persónulega þykja vera fjári stuttar undanfarin ár (kem nánar að því máli síðar.)

Mig langar ekki að sjá Bracket detta út úr íslandsmeistara mótinu, þó svo að ég hafi ekki haft tækifæri til að keppa undan farin ár sökum vinnu, þá hafði ég huxað mér að gera aðra tilraun til keppni á næstkomandi tímabili og veit ég um annann mann sem er áhugasamur að koma og keppa á móti mér í bracket (og þá vantar bara einn til að keppnin sé gild til Íslandsmeistara).
Ég veit að mörgum þykir ekki spennandi að horfa á hægfara bíla í braut, og jafnvel ruglandi fyrir nýja áhorfendur að horfa á bracket (þar komum við að þörf á góðum og líflegum kynni) en eins og ég skil uppsetninguna á Bracket flokknum þá er hann hugsaður fyrir menn á mínu caliberi (hægfara) og þar byrjar fólk, það er lýtt spennandi fyrir nýja aðila að koma inn í nýtt sport bara til að prófa að keppa ef það á ekki einu sinni möguleika á því að vera með í baráttunni um að vinna og því hentar bracket vel. Allaveganna í hvert skipti sem fólk spyr mig út í kvartmílu og hvað þarf til að byrja að keppa þá útskýri ég bracket og fólk er áhugafullt, hefur ekki skilað neinum nýjum keppendum enþá, en umræður og kynning er fyrsta skrefið.

KOTS þykir mér hafa soldið tapað tengingunni við götnua, Allt eldsneiti, öll dekk og skránnig ekki skylda, þar þykir mér vera lítil tengin við konung götunar.
Mér lýst vel á að skoða þá hugmynd sem kom upp fyrir nokkrum árum og Maggi minntist á hér framan í þræðinum að byrja keppnina á bensín stöð og keyra bílana svo uppá braut, það er að sjálfsögðu fyrirkomulag sem þyrfti að fullmóta og útfæra en skemmtileg hugmynd eingu að síður. Hvað varðar 1/8 vs. 1/4 þá er ég sjálfur hrifnari af 1/4 því mér finnst hreinræktaðir götubílar vera ökutæki sem fólk miklar ekki fyrir sér að skella sér á rúntinn eða kíkja í næsta bæjarfélag á og svo mæta í keppni á, og slíkir bílar oftar en ekki (þó ekki alltaf) eru nú þó nokkuð hátt drifaðir og taka ílla af stað á línunni en skila sínu mesta þegar komið er framm yfir 1/8. Pro Tree virðist auka stressstuðulinn hjá sumum keppendum og gerir keppni því meira spennandi, og má svo sem alveg færa rök með og á móti því að það eigi heima í þessari keppni. En skemmtilegt að hafa Pro Tree í KOTS til að greina hana soldið frá æIslandsmeistara mótinu.

Um keppnisfyrirkomulag OF ætla ég bara að segja það að mér þykir skemmtilegra að fylgjast með keppnum eftir að því var fækkað í 1 ferð til sigurs, því þá þarf síður að bíða eftir kælitíma OF bíla og jafnvel ekki 15 mínútna bið eftir úrslita ferð í OF eftir að keyrslu á keppni lýkur að örðu leiti eins og var æ oft áður en þessu var breytt.

Mér lýst ílla á þá hugmynd að breyta úr Íslandsmeistara mótaröðinni niður í eina keppni og eina keppni eingöngu til Íslandsmeistara. Jú það er þó nokkur bynding að vilja keppa í öllum keppnum til þess reyna að vinna sér inn titil, en þegar titillinn er kominn í hús, þá er viðkomandi Íslandsmeistari það tiltekna ár, þ.e.a.s. bestur (eða heppnastur) á landinu í sínu tiltekna sporti/flokk og því fylgir vina, peningar (mis mikklir), og vilji til árangurs. Það er að sjálfsöguðu auðvelt fyrir mig sem hef ekki enn keppt heilt tímabil, að sitja hér og tala um þetta mál til margra sem hafa keppt í sportinu í ára raðir og sýnt mikkla vinnu, mikla peninga, miklar fórnir og mikinn vilja til að reyna að ná sínu markmiði og jafnvel reynt og/eða náð titli, en hér erum við að skiptast á skoðunum og þetta er mín.

Og svo að lokum sko ég snúi mér nú að því sem virðist hafa orðið mál málanna í þessum þræði, keppnishald, keppendafjöldi, starfsmanna fjöldi og frammistaða og samhengið milli þessa þátta.
Heillt yfir litið þykir mér keppnishald hafa gengið vel fyrir sig þar sem ég hef séð til bæði sem starfsmaður á brautinni og sem áhorfandi.

Að sjálfsögðu er ekkert fullkomið í þessum heimi, en hvað varðar tíma sem tekur að keyra keppni þykir mér það hafa gengið vel fyrir sig. Við viljum held ég öll alltaf sjá bíla í braut, en það er einfaldlega ekki alltaf möguleiki meðan keppendur eru ekki fleyri, því þegar flokkar eru orðnir fáir og komið er í undan úrslit eða úrslit, þá er t.d. verið að bíða eftir því að bílar komi niður til baka brautina áður en sennt er í næstu ferð, því það gengur vel og hratt fyrir sig að koma bílum af stað í braut þegar þeir eru komnir í ramp.

Ekki má gleyma lið keppenda í þessu máli því ég hef sjálfur verið í pittnum, af og til kemur fyrir að keppendur eru ekki tilbúnir þegar að þeim kemur þó svo að þeir séu búnir að fá viðvörun um að stutt sé í þá, tekið skal framm að þau tilfeli eru frekar undantekkning  og heillt yfirlitið eru keppendur vel undirbúnir og sýna skjót viðbrögð þegar þeir eru beðnir um að fara í ramp. Oftast eru menn að reyna að kæla bílana eða gera smávægilegar breytingar á stillingum milli ferða, og eru það atriði sem mætti ræða í þræði útaf fyrir sig en staðreyndin er sú að vélar, skiptingar, gírkassa og drif hitna öll í þessum átökum sem eru að keyra kvartmílu, og þegar komið er upp í kraftmeiri bílana þá fer orðið erfitt að keyra þá margar ferðir í beit áður en hiti fer að verða vandamál, og þá er ég ekki að tala um OF bíla, og hefur kppendafjöldi bein áhrif á þetta hita mál.

Keppenda fjöldi er mál útaffyrir sig sem menn hafa skeggrætt undanfarin ár og hvað gera megi til að fjölga iðkendum, ég er ekki með svarið við þeyrri spurningu þó svo ég glaður vildi.
En eins og Maggi benti hér á að réttilega meiga menn vera ánægðir með og stolltir af þeim félagsmönnum sem eru mjög duglegir að iðka sportið en á sama tíma, þá myndi það gera keppnishald ánægjulegra fyrir flest alla ef keppendafjöldi væri meiri.

Grétar þú talar um þá bið sem er fyrir keppendur frá því þeir mæta á svæðið og þar til þeir fara heim að kvöldi, jú þarna er nokkuð um bið en ekki þykir mér það óeðlilegt, ég hef líka prófað að keppa á akureyri í götuspyrnu og sandi og málið var eins þar. Pittur opnar á sama tíma fyrir alla keppendur, það þarf að skrá alla keppendur inn, það þarf að skoða alla keppendur, það þarf að vigta OF bíla og það þarf að setja brautina upp. Allt þetta tekur tíma og það fáa starfsfólk sem á brautinni er gerir sitt besta til að láta þetta taka sem styðstann tíma, því þetta er ekki sá tími dags sem það hefur messt gaman af, það vill líka ljúka þessu sem fyrst af, því það vill sjá keppnina sjálfa eiga sér stað því það er það sem allir eru komnir til að sjá og vera partur af, og starfsfólkið líka.

Ég vona að ég hafi ekki móðgað marga og vona að þessar umræður sem hér eiga sér stað eigi eftir að skila okkur flyri keppendum, fleyri keppnum og ánægðari áhorfendum, keppendum og starfsfólki í frammtíðinni.

Með kvartmílu kveðju
Páll Straumberg
Páll St. Guðsteinsson
1978 Chevrolet Nova Custom: 14.398 @ 96.360 MPH  [7.185 @ 72.47 km/h Sandur]
1992 Nissan Patrol 20.985 @ 64.10

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #33 on: September 23, 2015, 14:41:14 »
Sælir félagar eftir að hafa rúllað um þennan þráð að þá er hann löngu kominn út fyrir upprunnalega málið.Hann átti að snúast um fyrikomulag í keppnum 2016 ekki keppnishald ársins 2015 sem var með ágætum.En mér hefur sýnst svona síðustu ár að áhugi á þessu blessaða íslandsmeistara móti vera að dvína og spurningin er hvað skal gera?Það eru sjálfsagt alveg rosalega margar ástæður fyrir því og er þetta nú einu sinn þannig að hver hefur þetta eftir sínu nefi og sínum bauk því að við vitum allir sem höfum og erum að brasa í þessu að þetta er ekki ódýrt og þarf ekki mikið til að slá menn út af laginu eins og dæmi hafa sannað.En það hefur lengi verið mikil hræðsla í okkar félagi að prufa eitthvað nýtt stíg ú fyrir ramman og hefur það fylgt þessu félagi alveg síðan ég byrjaði í þessu og þessu þarf að snúa við.Við þurfum allir að vera meira til í eitthvað nýtt.Nærtækt dæmi er King of the Street í sumar þetta fór greinilega fyrir brjóstið á mörgum að menn skyldu voga sér að stytta þetta í 1/8.Mér fannst þetta brillijant og ætla vona að þessu verði aldrei breytt til baka.Mín skoðun er sú að það eigi að keppa meira í 1/8 pro tree og reyna aðeins að grafa þenna 1/4 mílu draug sem virðist hanga voða sterkt yfir okkar flotta félagi.Með bestu kveðju Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #34 on: September 24, 2015, 09:53:57 »
Hafa KOTS eins og hún var áður, pro tree 1/4, pump gas etc, bæta við keppni með þessu fyrirkomulagi sem var keyrt í ár sem öðru bikarmóti, eitthvað fyrir alla og fróðlegt að sjá hvort mótið fær meiri aðsókn  8-)

Að öðru eins og áður hefur komið fram er aflið í tækjunum og götubílunum sérstaklega orðið mun meira en áður var og 3500+ lbs tæki sem er að keyra 10sek ferðir eða jafnvel fljótar
mun hitna og það verulega.

Td sauð vatnið bæði hjá Gæa og Danna um daginn þegar þeir fór tvær ferðir í beit, ekki boðlegt og þarf að laga.... helst með fleirri keppendum  8-)

Með svona fáa keppendur eins og hefur verið mætti örugglega stytta viðveruna upp á braut fyrir keppendur og staff, seinka mætingartíma, byrja keppni kl 13:00
Um að gera að láta mætingarfrest ráðast af keppendafjölda.

Vonandi verða mun fleirri keppendur á næsta ári, undirritaður stefnir allavega á að taka þátt í nokkrum keppnum.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline GSX-R

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #35 on: September 24, 2015, 20:49:26 »
Hvernig er þetta með tryggingarviðaukan,er hann mögulega að fæla frá?
Hef verið að skoða síðuna hjá Santa pod http://www.rwyb.co.uk/index.php samkvæmt henni borgarðu og þú færð að keyra.
Kv Þórður.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #36 on: September 25, 2015, 08:24:05 »
Hann fælir frá, það er mjög misjafnt hvernig tryggingafélög tækla hvert tilfelli og jafnvel bara munur á milli starfsmanna innan tryggingafélagana.

Yngri kynslóðin á örugglega erfiðara með að fá viðauka og þurfa þá jafnvel að vera borga aukalega fyrir hann, þessi viðauki er æxli sem þarf að losna við.



.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #37 on: September 30, 2015, 00:23:18 »
Miðvikudaginn 7. október verður haldinn félagsfundur í félagsheimilinu okkar á Kvartmílubrautinni.
 Húsið opnar kl. 20:00 og dagskrá hefst kl. 20:30

 Á fundinum verður farið yfir:
 Keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016.
 Staða á akstursbrautinni og umhverfi hennar.
 Aðrar keppnir árið 2016.
 Keppnisdagatal KK árið 2016
 Önnur mál.

 Kaffi og vöfflur í boði klúbbsins

https://www.facebook.com/events/418353435032389/

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #38 on: October 07, 2015, 02:25:13 »
Tillögur stjórnar sem farið verður yfir á félagsfundi miðvikudaginn 7. október 2015 kl. 20:00

Stjórn klúbbsins leggur til að keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016 verði eftirfarandi:

Íslandsmót í kvartmílu verði þrjú mót, engar breytingar á flokkum en keyrt verði eftir "second chance" fyrirkomulagi í öllum flokkum nema OF, sem verði óbreytt
- keppnisdagar 14. maí, 23. júlí og 13. ágúst.

Bikarmót/brautardagar verði með mismunandi keppnisfyrirkomulagi:
30. apríl - 1/8 míla Pro Tree - sömu flokkar og í KOTS í sumar
4-5. júní Afmælishátíð 1/4 míla Full tree - Brautardagur - sýning - Muscle Car dagur
24. júní - 1/4 míla Full Tree - Import vs. V8 (kvöldkeppni)
8.-10. júlí - KOTS 1/8 míla Pro Tree og 1/4 míla Full Tree Einn flokkur bíla og hjóla
17. sept. - 1/4 míla Full Tree - Metadagur - keppni við sinn besta tíma
Þá verður haldinn mótorhjóladagur MSÍ en dagsetning er óákveðin.

Stjórn klúbbsins leggur til keppnir í öðrum keppnisgreinum árið 2016 sbr. neðangreint:

Drift
 Klúbburinn hyggst halda tvö íslandsmót í drifti - keppnisdagar verði 16. júlí (kvöldkeppni) og 27. ágúst.
 Þá verði bikarmót/sýning á afmælishátíð klúbbsins 4.-5. júní.
Time attack - hringakstur
 Klúbburinn hyggst halda þrjár keppnir í brautarakstri svokallað "Time attack". Keppnisdagar verði 16. apríl, 9. júlí og 27. ágúst.
Auto-X
 Klúbburinn hyggst halda eina keppni í Auto-X þann 9. júlí.

Aðrir brautardagar og æfingar verða skipulagðar þegar sumarið nálgast.
« Last Edit: October 07, 2015, 02:32:32 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
« Reply #39 on: October 07, 2015, 02:35:08 »
Stjórn klúbbsins leggur til breytingar á KING of the STREET á árinu 2016.

Keppnin verði þriggja daga keppni frá föstudegi til sunnudags.
Keppt verði í 1/8 mílu, 1/4 mílu, Hringakstri/Time attack og Auto-X - einn flokkur bíla og einn flokkur mótorhjóla.
Veitt verða stig fyrir hverja keppni fyrir sig, jafnmörg heildarstig fyrir hverja grein fyrir sig en stig verði veitt með eftirtöldum hætti:
Í 1/8 mílu og 1/4 mílu þar verða veitt stig fyrir viðbragðstíma, 60 fet tíma, 1/8 tíma og 1/4 tíma.
Í hringakstri og Auto-X verða veitt stig fyrir besta tíma í ferð og besta meðaltíma þrigga bestu ferða.
Allir fá stig og fer stigafjöldi eftir fjölda keppenda (ekki búið að útfæra endanlega).
Aukastig veitt fyrir að taka þátt í öllum greinum og jafnvel eitthvað fleira!

Verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverri keppnisgrein fyrir sig.

King of the Street verður sá sem fær flest stig samtals.