Kvartmílan > Almennt Spjall

Kvartmíla / götuspyrna

<< < (9/11) > >>

1965 Chevy II:
Ég er sammála Árna, það er bara skortur á seðlum sem er að valda lélegri þáttöku en ekki flokkarnir. Sumarið var í blautari kantinum í ár og það hjálpar ekki heldur.

Gjöld til AKIS eiga ekki að fæla frá þá nýliða þar sem þeir mæta yfirleitt bara til æfinga fyrst.

Hins vegar hefur tryggingarviðaukinn fælt marga frá, það er varla nokkurt samræmi milli tryggingafélaga eða einstaklinga sem biðja um viðauka, sumir fá hann í skilmála, aðrir fyrir staka keppni, sumir fyrir árið og aðrir fá bara NEI.

Harry þór:
Fróðleg samantekt Valli. Þetta er mikil hækkun á keppnisgjöldum. Árið 2007 var usa dollar ca 69 kr. Árið 2007 var bensinið ca 112 kr / race gas 375 kr.
Ég hef haldið því fram í mörg ár að við eigum að hafa brautina opna um helgar þegar vel viðrar og leika okkur meira. Þetta fyrirkomulag eins og við höfum haft þetta svo lengi sem elstu menn muna að mæta kl 9 og pittur lokar og keppni hefst ef hann hangir þurr. Ef hann rignir til svona ca 12 og keppni dregst til ca. 18 eins og gerðist í sumar þá verða allir fúlir eftir 12 tíma. Opna brautina kl 13 og æfa/ tjúna og taka svo race við hinn sem er á sama leveli eða ögra einhverjum sem er búinn að eyða fullt af dollurum.

Svo væri gaman að vita hvort þetta keppnishald sé að skila tekjum fyrir KK ?  Kanski kæmi það betur út fyrir KK hafa bara leikdaga/æfingar ?

Mbk Harry þór

einarak:

--- Quote from: Valli Djöfull on August 12, 2013, 21:46:31 --- Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus

--- End quote ---

Alveg klárlega, og nú er meira að segja rukkað fyrir áhorfandann á æfingar... ekki er það nú til að trekkja að tilvonandi áhugamenn

Kristján Skjóldal:
Bæsi braket getur verið eins og sek flokkar :roll: þá meina ég ef einhver gefur upp hærri tima og slær svo af yfir enda línu ](*,) en Torfi bíður öruglega spentur eftir því að þið takið upp leiðilegasta flokk sem ég hef á ævi minni séð :D ps það er nó til af flokkum það vantar bara keppendur með áhuga og nýtt blóð :wink:

1965 Chevy II:

--- Quote from: Valli Djöfull on August 12, 2013, 21:46:31 ---Þ

Félagsgjald + ein æfing + keppnisgjald + ísí skírteini..
2007 var það 5000+2500 = 7500 kr.
2013 er það 5000 + 1500 + 5000 + 15000 = 26.500 kr.

c.a. 250% hækkun..

Og ef menn vita af dagsskírteini
5000+1500+5000+5000 = 16.500 kr.

er það samt 120% hækkun (plús það að enginn fer að mæta á keppni eftir eina æfingu, og þær telja hratt)

Það er auðvitað búið að gera hrikalega mikið þarna og vinna frábært starf og ég er ekki að reyna að setja út á neitt sem gert hefur verið, svo það sé alveg á hreinu.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus

--- End quote ---

Það kostar ekki svona mikið að taka þátt í æfingu, sem flestir nýliðar gera áður en þeir fara að keppa.

Það kostar félagsskírteini 5000kr og 1500kr fyrir æfingargjald eða dagsskírteini á æfingu sem kostar að mig minnir 3000kr, þetta er nú ekki stóri peningurinn.

Hins vegar er þetta AKIS skírteini alltof dýrt finnst mér.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version