Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíla / götuspyrna
SPRSNK:
Er spyrna að deyja út?
Hvar eru öll keppnistækin sem til eru á klakanum?
Moli:
...að ekki sé minnst á alla gömlu muscle car bílana sem varla sjást!!
joik307:
Það er voðalega mikill lægð yfir þessu núna fynnst mér. Ég sjálur næ ekki að vera með þar sem það er eitthvað ekki í lagi í gírkassanum eftir að snúa í sundur drifskaftið :roll:
Kristján Skjóldal:
já þetta er eitthvað skrítið #-o hvort það hafi eitthvað með það að gera hvernig skránigar form er ? þar sem margir vilja alltaf skrá sig helst sama dag og það á að keppa og er ekki búið að áhveða sig með viku fyrivara. eða hræðist þessi nýju gjöld ? sem fyrir mann sem ætlar að keppa allt sumar þá er þetta orðið frekar mikið af seðlum sem maður þarf að borga til að bara fá að keppa ? eða bara að nú eru margir góðir bílar að dóminera í flest öllum flokkum og þá vilji aðrir ekki koma ? svo eru kanski fleyri eins og ég sem áhveðu að taka sér frí þetta sumar í að keppa :wink: og kanski erum við ekki nóu góðir að taka á móti nýjum spyrnu glöðu fólki inn ?
Dodge:
Þetta er góð spurning, að einhverju leiti eru menn ekki að tíma peningum í þetta eða eiga þá ekki til.
Svo er það spurning hvort það séu ekki í raun of margar keppnir á ári, því í raun eru þetta meira og minna sömu keppendurnir í öllum greinum þ.e. kvartmílu, götuspyrnu og sandspyrnu.
Það er alveg spurning um að fækka keppnum og sameina mótin eitthvað eins og að ég held einhver KK maður hefur stungið uppá.
Hafa t.d. 1 KOTS keppni, 1 götuspyrnu og svo sameinist KK og BA um 1/8 íslandsmót eða eitthvað þessháttar.
Svo er spurning hvað ætti að gera með sandinn, gæti verið betri þáttaka ef sandmótið væri keyrt eftir malbiks seasonið eins og var í denn svo menn séu ekki alltaf að hræra á milli.
Svo er þetta spurning með keppnisskírteinin, ég persónulega mundi vilja sjá eitt ríkis ársskírteini uppá 7000 - 10000 fyrir alla, skil ekki síðasta útspil með ársskírteini uppá 15000 og götubílaskírteini uppá 5000 (sem 80% keppenda geta keypt) afhverju eiga hin 20% að niðurgreiða fyrir þá?
Svo eru eflaust 100 fleiri atriði sem gætu haft áhrif, ég held að keppnishaldarar þyrftu að funda rækilega í haust um þessi mál og keppnisdagatalið.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version