Kvartmílan > Almennt Spjall

Kvartmíla / götuspyrna

<< < (2/11) > >>

SMJ:
Góðir punktar sem vonandi verða ræddir nánar fyrir komandi ár.


--- Quote from: Dodge on August 08, 2013, 10:05:00 ---Þetta er góð spurning, að einhverju leiti eru menn ekki að tíma peningum í þetta eða eiga þá ekki til.
Svo er það spurning hvort það séu ekki í raun of margar keppnir á ári, því í raun eru þetta meira og minna sömu keppendurnir í öllum greinum þ.e. kvartmílu, götuspyrnu og sandspyrnu.

Það er alveg spurning um að fækka keppnum og sameina mótin eitthvað eins og að ég held einhver KK maður hefur stungið uppá.

Hafa t.d. 1 KOTS keppni, 1 götuspyrnu og svo sameinist KK og BA um 1/8 íslandsmót eða eitthvað þessháttar.
Svo er spurning hvað ætti að gera með sandinn, gæti verið betri þáttaka ef sandmótið væri keyrt eftir malbiks seasonið eins og var í denn svo menn séu ekki alltaf að hræra á milli.

Svo er þetta spurning með keppnisskírteinin, ég persónulega mundi vilja sjá eitt ríkis ársskírteini uppá 7000 - 10000 fyrir alla, skil ekki síðasta útspil með ársskírteini uppá 15000 og götubílaskírteini uppá 5000 (sem 80% keppenda geta keypt) afhverju eiga hin 20% að niðurgreiða fyrir þá?

Svo eru eflaust 100 fleiri atriði sem gætu haft áhrif, ég held að keppnishaldarar þyrftu að funda rækilega í haust um þessi mál og keppnisdagatalið.

--- End quote ---

Lenni Mullet:
Eru ekki bara svona highs and lows í þessu eins og öðru ? Ég held að það sé erfitt að greina vandan útfrá einu ári... Sérstaklega þegar það er verið að miða við síðasta ár sem var stærsta ár varðandi fjölda keppenda sem við höfum átt hjá BA...

ÁmK Racing:
Sælir félagar það er bara svo margt sem spilar inn í þetta.Stór partur getur verið racegashallærið sem er búið að vera hér þetta ár.Þetta er dýrt og eru menn ekki líka bara að hlada að sér höndum svo veit maður að þetta aukagjald pirrar marga.Svo eins og kom fram hér í fyrri póst er kannski kominn tími til að stokka þetta upp prufa eiithvað nýtt því miður hefur verið frekar dösuð þátttaka í ísl mótinu síðustu ár.Kv Árni Kjartans

baldur:
Svo hjálpar nú sjálfsagt ekki til að það kom varla neitt sumar hérna í ár.

SPRSNK:
Hér er greinilega kominn breiður umræðugrundvöllur fyrir framtíð spyrnu a Íslandi!

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version