Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíla / götuspyrna
DÞS:
heyrheyr
svanur_v:
Fyrir mitt leiti sem nýliða í klúbbnum hefur mér fundist móttakan hafa verðið góð, fullt af mönnum sem eru tilbúnir að leiðbeina og hjápla. Hvað keppnis fyrirkomulag varðar að þá verð ég að segja fyrir mitt leiti að þá er ekkert svakalega spennandi fyrir menn að koma keppa ef að þeir vita að eini sjensinn til að vinna eða geta átt séns á sigri er ef að keppinauturinn klikkar eða bilar. Hvernig er best að skipta upp flokkum þannig að keppnin yrði milli fleiri en tveggja max þriggja bíla í hverjum flokki gæti hinsvegar verið snúin sökum fárra þátttakenda í hverjum flokki fyrir sig. Ég þekki bara ekki nógu vel setupið á hvernig hægt er að útfæra svona keppnir, en velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að keppa eftir einhverskonar forgjafarkerfi þar sem 300hp bíll getur keppt við 600hp bíl svoleiðis kerfi hlýtur að vera til og þá væri hægt að hafa skemmtilegar keppnir þótt svo fárir komi sem auðvita getur allaf gerst. Þið verðið að afsaka fáfræði mína á keppnisreglum en það er bara þannig að það vill enginn keppa bara til að vera með where´s the fun it that það langar öllum að vinna. Menn geta bara mætt á æfingar til að keppa við sjáfa sig og spara sér keppnisgjaldið það verður að vera einhver kvati fyrir menn að mæta til keppni. Ég er einnig sammála því að allir ættu að greiða sama gjaldið það myndi að ég held einfalda málið, allir borga sama árgjaldið og svo sér fyrir keppnir bara eins og gengur. Það þarf kannski bara finna nýtt angle á því hvernig keppnirnar eru byggðar upp og reyna gera þetta þannig að sem flestir verði virkir.
GO:
Góð ummræða Til kvers að henda 100...k Og $$$ undanfarin 3 ár og enginn að keppa við í flokknum H/S DÝrar staðfestingarferðir það. Kv. Garðar Ólafsson. Langar mikið að mæta ,kvað með hina sem eyga svipaða jálka.(þessir með stóru vélarnar)
fordfjarkinn:
Það er fínt að það séu einhverjir að vakkna til lífsins í þessum málum nú þarf bara einhver að tak af skarið og fara í gang með þetta. Ég væri til í að koma að því með fleiri góðum mönnum. Er með tilbúinn svona flokk sem allir myndu passa inní. Nei það er ekki Bracket enn forskotakerfi samt. Ef einhverjir hafa áhuga þá geta menn sent mér skilaboð hérna á spjallinu. Annars sé ég ekkert að því að það verði tekið upp braket flokkur og hann kyntur almenilega enn ekki talaður niður af enhverjum Kóngum sem þykjast allt vita.
Valiant´69:
Bracket passar öllum, í allri mynd með föstu indexi eða ekki. Það þarf enga nýja flokka. kv FG.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version