Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíla / götuspyrna
SPRSNK:
Það eru frábærar aðstæður á Kvartmílubrautinni =D> en sjaldan verið eins fá tæki að keyra :-$
Það getur orðið löng bið ef allir eru að bíða eftir að hinir komi að keyra
Það eru gríðarlega margir flokkar sem hægt er að keyra og því ættu allir að finna flokk við hæfi.
Þeir flokkar sem í boði fyrir bíla í íslandsmóti eru eru:
GF http://kvartmila.is/is/sidur/gf-flokkur
OF http://kvartmila.is/is/sidur/of-flokkur
MS http://kvartmila.is/is/sidur/ms-flokkur
GT http://kvartmila.is/is/sidur/gt-flokkur
SE http://kvartmila.is/is/sidur/se-flokkur
RS http://kvartmila.is/is/sidur/rs-flokkur
MC http://kvartmila.is/is/sidur/mc-flokkur
OS http://kvartmila.is/is/sidur/os-flokkur
HS http://kvartmila.is/is/sidur/hs-flokkur
TS www.kvartmila.is/is/sidur/ts-flokkur
TD http://kvartmila.is/is/sidur/ts-dot-flokkur
DS http://kvartmila.is/is/sidur/ds-flokkur
LS http://kvartmila.is/is/sidur/ls-flokkur
BRACKET http://kvartmila.is/is/sidur/bracket-flokkur
fordfjarkinn:
þetta eru alt of margir flokkar. Þetta er nánast einn flokkur fyrir hverja tvo bíla í sportinu. Eftir fljóta yfirferð á þessum flokkum þá má allavegana fækka þeim um átta og búa til einn sem allir þessir bílar gætu flokkast inní.
Svo er þetta kanski ekkert slæmt miðað við fólksfjölda efnahagsástands osf.
Það er bara einn flokkur fyrir alla eins og er. Það er Bracket. Allir hinir eru fyrir menn sem eru tilbúnir til að láta miljónir í græjurnar sínar og þeir eru bara of fáir svo að það sé hægt að halda úti sér flokk fyrr hvern og einn þeirra.
ÁmK Racing:
Hæ ég held að þetta snúist akkurat ekkert um flokka eða bracket =;Það er kannski bara kominn tími á að breytta eitthvað til í formi keppnishalds hafa færri en stærri keppnir gæti verið ein leið =D>En að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem þarf allt að skoða en first og fremst snýst þetta um tíma og krónur.Svo annað ef að Bracket væri lausnin á öllum vanda því deyr Bracketið alltaf út?KV Kjartansson
bæzi:
Sælir
Þetta snýst um nýliðun.... að fá nýja menn inní sportið er það sem þarf, ekki hægt að láta þetta funkera alltaf á sömu mönnunum.
Það þarf að hafa þessar æfingar áfram líka á virkum kvöldum " ÞEGAR VEL VIÐRAR"! það hefur verið skelfileg tíð í sumar hvað veður varðar og spilar það mikið inní.
Skil að þeir sem vilja prófa bílana sína mæta ekki í keppni bæði vegna þess að það kostar mikið af peningum , og einnig þar sem menn eru hræddir að mæta á móti þeim vönu sem eru komnir miklu lengar en meðalmaður keyrir 1/4 og eru orðnir allnokkrir öflugir hér á landi.
en æfingarnar eiga að vera til að fá þá til að mæta og það koma alltaf inn nýjir dellustrumpar út úr því.
það eru ennþá til fullt af FWD 4cyl bílum, RWD V8 12-14sek græjum og turbo subbar/Evoar sem mæta ekki lengur, áður var allt kröggt af þessu uppá braut.
kv bæzi
Diesel Power:
Fyrir mitt leiti (aldrei keppt en stendur til) þá er bracket mest spennandi,en það vantar (að mér finnst) að beina sem flestum götu bílum í bracket til að búa til einn stóran aðal flokk sem er ekki fyrirfram unnin af þeim sem kemur með stæðstu sleggjuna.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version