Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíla / götuspyrna
joik307:
Bíddu er ekki verið að keppa í kvartmílu eða götuspyrnu í þessum klúbb, auðvitað á hann sem er með kraftmesta og best upp setta bílinn að vinna.
Persónulega fynnst mér að eigi bara að einfalda þetta. Líkara Kots, nema bara en einfaldara.
Radial flokkur þá 4 -12 cyl bílar allir saman.
Slikkar. 4-12cyl bílar allir saman.
Outlaw, allt sem er ekki á götuskráningu.
Alveg óþarfi að vera búa til einhverja míni flokka eftir hvert ár til að halda einhverjum góðum.
Og að segja það að 4cyl bíll eigi ekki séns í 8 cyl, þá sá ég Hondu civic ná betri tíma en 70% af 8cyl bílum á þessu landi hafa náð uppá braut núna um helgina.
Og Bracket til hvers að vera mæta þá með eitthvað flott tæki uppá braut til að gefa gaurnum á sjálfskipta 30 sec Fiat Multipla möguleika á að vinna þig. (Þetta er eins og að segja Usain Bolt að hann verði að hlaupa í ruby búning vegna þess að hann er svo miklu fljótari en hinir, eða Meisturunum frá seinnasta ári í ensku deildinni að þeir verði að vera 9 inná vellinum vegna þess að þeir eru svo miklu betri til að gefa hinum séns.)
ATH. þessi skrif endurspeygla engan veginn viðhorf klúbbsins til þessa máls, þetta er mitt álit á þessu.
Kveðja Jóhann Kjartansson bracket hatari :)
S.Andersen:
Sælir félagar.
Þetta er mjög þörf umræða og á vel við núna eftir frekar lélega mætingu í sumar.
En við eigum mjög góða flokka sem eru sek-flokkarnir 9.90 10.90 11.90 12.90 13.90 14.90 flest allt leyfilegt
startað á jöfnu og sá vinnur sem er á undan yfir enndalínu svo framalega að hann fari ekki undir tíma.
Við verðum að skoða hvað er best fyrir klúbbinn og ég held að þessir flokkar séu bestir fyrir okkur.
Kv.S.A.
Kristján F:
Sælir félagar
Ágætir punktar hér inn á milli.Sennilegast er enginn ein skýring á því hvers vegna menn og konur koma ekki og keppa.Mín skoðun er sú að kvartmíla er íþróttakeppni og því er grunnurinn að skemmtilegri keppni jafnréttisgrundvöllur bæði fyrir þann sem keppir og fyrir þá sem koma að horfa á.Í flokkum þar sem allt er leyft verður alltaf dominering og afleiðingin er sú að þáttaka lognast útaf,því úthald í að ausa endalausu fjármagni í tækin er ekki á færi allra. Sec flokkar og bracket leysa þessi mál sé rétt að þeim staðið. Bracket þá með föstu indexi eða ekki,sec flokkarnir eiga að virka vel ef bíll er settur í flokk sem er td 0,5 sec hraðari en hans besti tími.
Kv Kristján F
Kristján Skjóldal:
ég er á sama máli braket flokkur er það leiðilegasta sem hægt er að horfa á :-#mun flottara að hafa þetta eins og er hér fyrir ofan frá bara helst 7.90 og svo 8.90 -9,90 upp í 14,90 og allt leift einfallt og gott :wink:
fordfjarkinn:
Ég á ekki orð. Þetta er nú meiri þvælan. Þetta er nú það vitlausasta sem ég hef séð í þessara umræðu hingað til.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version