Kvartmílan > Almennt Spjall

Kvartmíla / götuspyrna

<< < (6/11) > >>

Kristján F:
Hvernig væri þá að við vitleysingjarnir fengjum að njóta visku þinnar  :mrgreen:

SPRSNK:
Við skulum spara stóru orðin og halda þessum þræði á málaefnalegum nótum ..... annars eyðileggjum við umræðuna sem er mjög nauðsynleg að mínu mati!

bæzi:

--- Quote from: S.Andersen on August 12, 2013, 08:33:25 ---Sælir félagar.

Þetta er mjög þörf umræða og á vel við núna eftir frekar lélega mætingu í sumar.
En við eigum mjög góða flokka sem eru sek-flokkarnir 9.90 10.90 11.90 12.90 13.90 14.90 flest allt leyfilegt
startað á jöfnu og sá vinnur sem er á undan yfir enndalínu svo framalega að hann fari ekki undir tíma.
Við verðum að skoða hvað er best fyrir klúbbinn og ég held að þessir flokkar séu bestir fyrir okkur.

Kv.S.A.

--- End quote ---

Þessir sekúndu flokkar eru bullshit að mínu mati, þá fara bara stóru karlarnir með sleggjurnar sem þora kannski ekki í hina stóru karlana  :mrgreen:  að mæta í þessa flokka og slá bara af  !  svona eins og er farið að tíðkast meira segja í TD sem er með 10.49 limit.

En bracket er fínn flokkur fyrir þá sem vilja mæta og prófa því að þegar öllu er á botnin hvolft er hrikalega gaman og krefjandi að ná stedy ferðum og góðu viðbragði og getur það verið mikil spenna og skemmtun að taka þátt í Bracket flokki , mjög sniðugt fyrir Nýliða að skrá sig í þann flokk til að byrja með.

kv Bæzi sem fílar ekki sekúnduflokka fyrir fimmaura....

Lanzo:
Sælir.

Ég held ég hafi bara aldrei séð jafn lélega þáttöku og í sumar, og held að sumarið spili rosalega mikið inn í það.

Svo kemur að þessu með flokkana mín skoðun er að bracket er alveg óendalega leiðinlegur flokkur þú getur mætt á liggur við hvaða bíl sem er og unnið.

Sec flokkar sé eitthvað sem þarf að skoða að taka upp aftur. 2008-2009 voru þessu flokkar alltaf fullur af bílum.

MBK

Hafsteinn Örn Eyþórsson

Jón Þór Bjarnason:
Það þarf að fá fleiri bíla sem eru frá 13 sek og upp úr.
Þar eru nýliðarnir sem eiga síðan eflaust eftir að bæta og breyta sínum farartækjum.
Flokkarnir í dag eru orðnir of dómerandi og nánast enginn sem vill mæta í keppni til þess eins að tapa.
Ég mæli alla vegana með að þessir sek flokkar komi aftur næsta sumar. 12:90 - 13:90 og 14:90

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version