Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíla / götuspyrna
SPRSNK:
Varðandi Íslandsmót:
Þeir flokkar sem settir voru fram af reglunefnd og stjórn KK á sínum tíma til noktunar í Íslandsmótum eru: OF GF MS GT SE RS MC OS LS TS TD HS DS og Bracket sekúnduflokkar. Nokkrir þessarra flokka er með mjög ítarlegum texta um hvernig tæki skulu vera eða ekki vera til að vera gjaldgeng í flokkana og svo eru þarna flokkar sem eru með mjög einföldum reglum og settir voru fram nýlega sbr. TS TD HS DS. Eigendur tækja hljóta að smíða keppnistæki sín eftir því sem flokkarnir segja til um en ekki öfugt þ.e. að flokkarnir mótist af keppnistækjum? Nú er það þannig að þessi flokkaskipting hefur ratað inn til AKÍS Akstursíþróttasambands Íslands sem grundvöllur að Íslandsmóti í kvartmílu og innan ÍSÍ gilda strangari reglur um það hvernig svona reglum er breytt!! Það er því ekki lengur í höndum KK að gera breytingar heldur AKÍS. Hins vegar má ætla að þau akstursíþróttafélög innan AKÍS sem stunda spyrnugreinar hafi hins vegar nokkuð með það að segja hvernig breytingum á reglunum yrði háttað ef svo ber undir.
http://www.asisport.is/log-og-reglur/
http://www.asisport.is/log-og-reglur/spyrna/
SPRSNK:
Varðandi kostnað keppenda til AKÍS:
Sjá tengil á heimasíðu AKÍS er sýnir alla gjaldskrá sambandsins. http://www.asisport.is/umsoknir/verdlisti/
Eftirtalin gjöld eru innheimt af keppendum (þetta virðist nokkuð flókið við fyrstu sýn).
Keppnisskírteini 15.000 kr. - Gildir til 31. desember útgáfuárs
Fyrir keppanda sem er ekki nýliði og gildir í allar keppnir sem hann tekur þátt í á almanaksárinu
Dagsskírteini 5.000 kr.
Fyrir keppanda sem tekur þátt í einni ákveðinni keppni og gildir í hana eingöngu. Verði keppnin ekki haldin fellur skírteinið úr gildi
Nýliðaskírteini 4.000 kr. - Gildir til 31. desember útgáfuárs
Fyrir keppanda sem hefur aldrei áður keppt (er nýliði) og gildir í allar keppnir sem hann tekur þátt í á almanaksárinu
Götubílaskírteini 5.000 kr. í upphafi + 1.500 kr. í hvert skipti eftir það á almanaksári
Fyrir keppendur á ökutæki sem er:
1) skráð hjá Samgöngustofu til notkunar í almennri umferð
2) er fullskoðað og stenst bifreiðaskoðun á keppnisstað
3) hefur gildan tryggingarviðauka til þátttöku í aksturkeppni
að greiða sem hér segir:
Keppnisskírteini greitt á keppnisstað (“late fee”) 2.000 kr.
Staðfesting keppnisskírteinis pr.skírteini 5.000 kr. ????
SPRSNK:
Varðandi verðskrá KK:
Hér er tengill á verðskrá Kvartmíluklúbbsins:
http://kvartmila.is/is/sidur/verdskra-2011
Almennt félagsgjald er 5.000 kr. og fylgir því að frítt er inn sem áhorfandi á æfingar og keppnir.
Gull félagsgjald er 15.000 kr. og fylgir því að frítt er inn á æfingar og sem áhorfandi á alla atburði klúbbsins.
Æfingagjald er 1.500 kr. fyrir félagsmenn en frítt fyrir Gull félagsmenn.
Keppnisgjald er 5.000 kr. fyrir alla.
Hér er tengill á afslætti sem að félagsmönnum býðst hjá velunnurum klúbbsins:
http://kvartmila.is/is/sidur/afslaettir-felagsmanna
ÁmK Racing:
Hæ það er spurning um að prufa að keyra svona quick 8 eða eitthvað slíkt í haust í stað æfingar heads up 1/8 pro tree.1/8 jafnar leikinn og er meira challenge.Ég hef farið á svona Quick 8 sem var 1/8 og notuðu þeir þrjá flokka og kraftmesti bíllinn vann ekki því það,er bara þannig if you snooz you loose:-)Kv Kjartansson
Kristján Skjóldal:
ég held að við verðum að taka upp svona eins og í kvennahlaupinu allir fá verðlaun :idea: það er alltaf góð mæting í það :mrgreen:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version