Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíla / götuspyrna
Kristján Stefánsson:
Heyrði það eitthverstaðar að OF flokkur væri keyrður 1/8 vegna þess að tækin þar eru farin að fara 150 mp/h+ í 1/4 og það væri ekki boðlegt með þennan bremsukafla, sem er bæði stuttur og ansi illa farinn !! Þetta er ekki spurning um það hvort það verði slys, heldur hvenær. því miður. Núna sýnist mér götubílar vera að dansa á línuni hvað varðar þennan ofsahraða. gilda ekki sömu relgur fyrir götubíla og/eða mótorhjól eins og sérsmíðuðutækin ?
Tek undir með Kidda. 1/8 er málið... Minna álag á dótið, = fleiri ferðir og meira stuð...
Kv.
Kristján.
bæzi:
--- Quote from: Kristján Stefánsson on August 12, 2013, 17:38:21 ---Heyrði það eitthverstaðar að OF flokkur væri keyrður 1/8 vegna þess að tækin þar eru farin að fara 150 mp/h+ í 1/4 og það væri ekki boðlegt með þennan bremsukafla, sem er bæði stuttur og ansi illa farinn !! Þetta er ekki spurning um það hvort það verði slys, heldur hvenær. því miður. Núna sýnist mér götubílar vera að dansa á línuni hvað varðar þennan ofsahraða. gilda ekki sömu relgur fyrir götubíla og/eða mótorhjól eins og sérsmíðuðutækin ?
Tek undir með Kidda. 1/8 er málið... Minna álag á dótið, = fleiri ferðir og meira stuð...
Kv.
Kristján.
--- End quote ---
Hef ekki trú á að ef að KK hættir með 1/4 mílu og byrjar að aka eingöngu 1/8 mílu að menn komi frekar þá, persónulega hef ég gaman af hvoru tveggja....
en held samt að það leysi ekki slappleikann í mætingu....
kv 1/8 og 1/4 Bæzi
Charon:
Nú er ég ekki með svarið við neinum af þessum spurningum sem farnar eru að fljúga hérna, en hinsvegar í þessa bracket vs. sec. flokka umræðu, þá verð ég að leggja inn mínar 2 kr.
Það er nú ekkert leindarmál að ég fer hægt yfir á brautinni, og endurspeglast það af mínum tíma og hraða, hafa menn líkt mér við múrstein og veit ég það vel, einnig skil ég það mjög vel að mönnum þyki ekkiert gríðarlega spennandi að horfa á hægfara bíla fara út brautina, menn eru mættir uppá braut til að sjá tæki og græjur taka flotta tima á blússandi hraða.
Svo eru menn hér soldið mikið ósammála, sumir vilja að 300 hp bíll vs 600 hp og báðir eiga séns, aðrir hafa ekkert gaman af því og vilja sjá ræst á jöfnu og sá sem er fljótari yfir línuna hann vinnur. Hvoru tveggja er gott og blessað, en ef menn vilja fá nýliðunina, þá verða menn að vera tilbúnir að horfa á hægfara bílana, allaveganna bíða meðan þeir eru að keyra hvort sem þeir fylgjast með því eða ekki, sökum þess að það eru alls ekki allir sem hafa efni á því að versla sér margra miljón króna græju og koma að keyra flotta tíma á brautinni 1, 2 og bíngo, einhverstaðar verða menn að byrja.
Svo ég komi mér nú að niðustöðunni úr þessu tuði mínu, þá er það mín skoðun að eins og staðan er í dag þá þýðir lítið að endur vekja sec. flokkana að nýju, einns og ég hef skilið söguna (var ekki virkur í sportinu þegar þetta gerðist) þá lognuðust þeir útaf vegna þáttakenda leysis, jújú rosagman að margir eigi séns á að vinna en ekki allir að keppast um sömu dolluna, en til þess að eithvað gaman sé af því þá þurfa að vera nokkrir þáttakendur í hverjum flokk, 4 eða fleiri.
En með bracketið, þá ertu að sameina þessa einn og einn sem voru eftir í hverjum sec. flokk og koma þeim öllum undir sama þakið, en þá vaknar þessi spurning; hvað er gamanið við það að ég á mínum 15.6 sec. bíl á alveg séns í Bæza á sínum 10 sec. bíl ef báðir keyra bracket, jú þar gleimist það sm bracket snýst af hluta til um, þu ert mun meira að keppa við ökumanninn en bílinn. En svo er jú gallinn við bracket að það er hægt að dominera hann eins og alla aðra flokka og er það átæan fyrir því að hann lagðist af á sínum tíma og sec. flokkarnir teknir upp (segja menn mér sem þekkja til).
Þetta endurspeglar eingöngu mína skoðun sem hægfara keppandi sem langar að keppa í bracket á jafnaðar grundvelli. 8-)
Þegar ég rita menn hér þá á ég bæði við karlmenn og kvennmenn, þar er nú önnur spurning, Afhverju eru ekki fleiri stúlkur að keyra á brautinni? :-k
Diesel Power:
1/8 gerir spyrnuna að meira ökumanns sporti og enn meira spennandi fyrir byrjanda á kraft minni/verr uppsettum bíl (að mínu mati).
Kv. Reynslulaus,en með áhuga.
Valli Djöfull:
Það var mynduð ansi góð stemming á sínum tíma og þá gekk nýliðun hrikalega vel.
5000 kall, æfingar öll föstudagskvöld og kostaði ekkert að keyra. Maður hafði varla undan að taka við félagsgjöldum og merkja bíla. Svo var alltaf verið að pikka í fólk og hvetja að prófa að mæta á keppnir og það gekk sæmilega, enda fólk þá komið í klúbbinn og eini aukakostnaðurinn við keppni var 2500 kall í keppnisgjöld ef ég man rétt. Sumir vilja bara leika sér, og ég sé ekkert að því. Sumum finnst gaman að henda pílum í spjald, og bæta sig í því, en hafa engan á huga á að keppa í því og eiga ekki skilið neitt skítkast fyrir það :wink:
En alls konar aukagjöld, eins og þessi ÍSÍ gjöld, fæla marga frá hugsa ég. Það er ekki kynnt nógu vel að það þurfi ekki að punga út 15 þús + keppnisgjöldum. Það eru til dagsskírteini, nýliðaskírteini, götubílaskírteini og örugglega eitthvað fleira, en hvorki ég, né aðrir sem ekki hafa komið nálægt þeim pakka, hafa hugmynd um hvað þessi skírteini þýða eða gera. T.d. hvort maður þurfi að kaupa ÍSÍ skírteini ef maður ætli sér hvort eð er ekkert að stefna á titil eða met?
Þetta er ansi mikil hækkun fyrir mann sem vill ganga í klúbb og mæta á keppni. Flestir hafa verið að kaupa ársskírteinin grunlausir um aðrar leiðir og ég veit um einhver dæmi í ár, þar sem menn hafa keypt ársskírteini frá ÍSÍ fyrir eina keppni.. Svo breytingin er þessi:
Félagsgjald + ein æfing + keppnisgjald + ísí skírteini..
2007 var það 5000+2500 = 7500 kr.
2013 er það 5000 + 1500 + 5000 + 15000 = 26.500 kr.
c.a. 250% hækkun..
Og ef menn vita af dagsskírteini
5000+1500+5000+5000 = 16.500 kr.
er það samt 120% hækkun (plús það að enginn fer að mæta á keppni eftir eina æfingu, og þær telja hratt)
Það er auðvitað búið að gera hrikalega mikið þarna og vinna frábært starf og ég er ekki að reyna að setja út á neitt sem gert hefur verið, svo það sé alveg á hreinu. Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.
kv.
Valbjörn Júlíus
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version