Jæja, átti frábæra helgi á Akureyri fyrir utan eitt leiðinda óhapp sem að varð til þess að bíllinn varð ófær til keppni...
Mætti með heysið á Föstudeginum, ferðin gekk vel fyrir sig.... tæpar 23.000kr fóru í olíu, sem að mér þykir mjög gott
Var búinn að vera að æfa mig að taka nokkrar bunur og var búinn að átta mig á því að best væri að snuða inn á powerbandið í 3gír, skvt. G-Tech...
Besta run þar var;
60' - 1.66
1/8 - 7.274 @ 92mph
Þetta run var tekið á ~85psi...
Meðan að á prufurúnterí-inu stóð fékk ég símtal um að "AÐAL KEPPINAUTURINN" væri að skrúfa og gera og græja, svo að auðvitað varð maður að gera eins og stefnan var tekin á 90psi, "play it safe"...
Hjá mér er þetta sett upp ÁN wastegate... það er jú wastegate á minni túrbínunni en sú stærri er wastegate laus og getur blásið endalaust... boostið stýrist af því hvað ég dæli inn miklu eldsneyti...
More Fuel = More Boost...
Vandinn við að hafa þetta mechanical er að það er ekki hægt að mappa inn "trigger" á boost til að slá út eða slá af þegar að maður hefur náð ákveðið miklu boosti...
Nálin á boost mælirnum datt í 100psi og með fylgdi þessi ógurlegi fallbyssuhvellur og í kjölfarið hvítur reykur....
Ég "luggaði" trukknum inn á N1 planið við Leirunesti og opnaði bara bjór og fór að horfa á liðið spóla, PIT crewið mitt var á skallanum og engin von að þessu yrði reddað um kvöldið....
Þá hitti ég STÍG KEPPNIS, sem að benti mér á að tala við Björgvin Ólafs... og eiga þeir báðir lof skilið fyrir að hafa vilja til þess að aðstoða ókunnuguan mann í að komast í keppni, það var allt reynt en kom fyrir ekki...
Dreginn inn í pittinn, öllum tíma eytt í að reyna að koma þessu í gang... en ótrúlegt en satt... heddpakkningin er bólgin út á ÖLLUM 6 cyl
Ég þakka samt sem áður fyrir mig, það var gaman að fylgjast með og skoða græjurnar...
Hefði mögulega getað tekið þátt næstu helgi í Kapelluhrauni, en ákvað að slá heddpakkningaskiptum á frest þangað til þá helgi...