Ég vil hér með koma því á framfæri að fátt af því sem að hefur verið gert með bílinn hefði verið mögulegt nema með aðstoð góðra manna hjá Vélasölunni og Blossa/Framtak...
Sérstakar þakkir fá:
Jói og Emil hjá Framtak/Blossa
Báðir Siggarnir, Hjörtur og Kristján hjá Vélasölunni
Gísli Ólafsson, Hreiðar Ingi Bjarnason og Þorgrímur Jóhann Halldórsson
og síðast en ekki síst
Arnar, Berti og Almar hjá Pústþjónustu Bjarkars
Með hjálp þessara þriggja fyrirtækja og starfsmanna þeirra ásamt Gísla, Hreiðari og Þorgrími sem að unnu mikla vinnu í bílnum tókst okkur að smíða gífurlega öflugan trukk, og þó að hann standist ekki væntingar er um að ræða fyrirbæri sem að enginn hefur reynt áður hér á landi...
Ég hef engar áhyggjur af áreiðanleika vélar, né afköstum hennar...
Það mun vera drifrásin sem að veldur mér áhyggjum, þó ekki hásingar eða drifbúnaður sem slíkur...
Kúplingin veður á tæpasta og verð ég sennilega með bílinn "back 30%" til þess að hlífa henni, svo að ég komist nú ábyggilega báðar leiðir...
Bíllinn kemur til með að vera í notkun daglega, keyrður í og úr vinnu og notaður við að draga vagninn sem að sést hér fyrr í þræðinum...
Þó hef ég áhuga á að smíða mér góðan gír, myndi þá sennilegast nota til þess RH47 og versla í hana frá Suncoast, þó finnst mér mesta öryggiskenndin í því að hafa gírkassa og hef líka áhuga á því að smíða mér NV4500 gírkassa með carbon synchro hjólum og öllu öðru billet, dual / triple disc kúplingssetti og þessháttar....
En ég mæti í keppni á Akureyri og geri mitt besta, vonandi kem ég bara.... sé og sigra... en það er óskhugginn draumur sem að ég vona að rætist
Með kærri kveðju,
Viktor Agnar Falk Guðmundsson (Herra Cummins)