Það er ótrúlegt að vera búinn að leggja nótt við dag að græja til keppnistæki sem á að prófa í fyrsta skipti til þess að geta hugsanlega notað tækið í keppni á komandi sumri og verða vísað frá vegna þess að OF tæki skuli þurfa að ganga í gegnum sérstaka skoðun t.d. vegna bremsuprófana sem er nánast illmögulegt vegna spólu læsingar og annara sérbreytinga sem eru ekki skoðunnar skyld. ( hjá Aðalskoðun )
Þessvegna bið ég aðra sem ætla sér að græja tæki í OF flokk að mæta beint í keppni án æfingar því þá hugsanlega verða einhverjir á staðnum sem gætu skoðað viðkomandi tæki !
En það er alltaf gott að mæta í góðu veðri upp á braut þó að maður fái ekki að sleppa hestöflunum á brautina vegna strangra reglna.
En þó skoðuðu gömlu lurkarnir Valur Vífilsson og Hálfdán Sigurjónsson tækið og töldu það í góðu lagi fyrir spyrnuakstur.
En þar sem undirritaður er orðinn gamall og lúinn og nennir ekki að standa í stappi við drengina sem telja sig vita allt best og mest þá er betur heima setið en af stað farið.
Ef þetta eru móttökurnar sem að maður fær, þá vonandi fæ ég betri móttökur þegar ég mæti í sandinn á Akureyri í haust.
Stefán Kristjánsson
Willys SBC 434