Author Topic: Ótrúleg framkoma.  (Read 13270 times)

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #20 on: July 04, 2009, 16:09:01 »
Ég fór með Oldsinn í bremsutest (að framan) og stýrið var tjékkað og allt í góðu með hann. Mætti með hann og hann keyrði beint (og svo brlddum við úr vélinni).

Mæti með bílinn í fyrra og var spurður: "Varst þú ekki með bílinn hérna í fyrra?" og ég svara því játandi og fæ eftirfarandi svar "Ok, þá þarf ekkert að skoða bílinn hjá þér" !

Það er of margt ekki í lagi núna og þessi mál þarf aldeilis að skoða og það að hleypa ekki manninum í test bunu þó það séu ekki nema 60ft er bara FÁRÁNLEGT, ekki skrítið að maður hafi ekki lyst á að koma þarna uppeftir, hvort sem það er til að horfa eða keppa.


 Einar, þegar þú komst með bílinn þá skoðaði ég hann. Þú fékkst ekki að keyra fyrr en búið var að laga nokkur atriði. Viltu að ég telji þau upp?

 Stebbi, Það er eitt að vera með bíl í sandi, annað að vera með uppá braut. ég hef skoðað þennan bíl þegar hann var í eigu Hafliða, Þessi bíll sómir sér vel á 90 metrunum það veit ég. En ég veit hvar reiðhjólakeðjan er og það fengist hvergi samþykkt í kvartmílu,ekki einusinni á Íslandi..


 


Sæll Magnús

Þú talar um að keðjustýrið fengist hvergi samþykkt í kvartmíluakstur ! hvernig stendur þá á því að öryggisfulltrúi kvartmíluklúbbsins Hálfdán Sigurjónsson og Valur Vífilsson sáu ekkert akkúrat ekkert af þessum búnaði og bílnum almennt þegar þeir skoðuðu hann í gær. (Já þeir voru fengnir upp á braut í gær til þess að líta á tækið)

P.s. Ég held að það gefi sig ALLT annað áður en að þessi keðja ákveður að yfirgefa samkvæmið !

K.v.

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #21 on: July 04, 2009, 16:24:25 »
Góðir hálsar. Þeir feðgar vissu vel að KK var með efasemdir um þetta tæki á brautinni. Ég var búinn að tala við þá sem ráða, um að tala við þessa aðila sem og fleiri vegna öryggisatriða og það yrði leyst heima í skúr en ekki uppá braut á keppnisdegi. Að mæta með þetta tæki á æfingu var ekki skynsamlegt. Þetta tæki er sandspyrnutæki fyrst og fremst og  á sér sögu þar og grunar mig að það móti þessa afstöðu manna sem bera ábyrgð á keppnishaldi KK.

Að banna þeim feðgum að rúlla brautina eru meðmæli með öryggismálum KK og ætla að hrauna hér yfir þessa stráka sem eru að keyra æfingar og keppnir með þessum hætti er ekki til sóma.

Einar K Möller, ég segi bara " Farið hefur fé betra "

mbk Harry Þór

Gaman að heyra það að menn skuli tala um tækið út í bæ ( þessa hrákasmíð  :roll: ) En aldrei var komið að máli við mig að ég ætti ekki að koma með tækið á brautina ! Þvert á móti var sífellt verið að spyrja mig hvenær ég ætlaði að koma að prófa tækið á kvartmílubrautinni, því kemur það mér verulega á óvart að það hafi verið fyrirfram ákveðið að banna mér að koma uppeftir.

Stefán Kristjánsson


Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #22 on: July 04, 2009, 16:59:32 »
Sælir félagar. :)

Ég er nú búinn að vera að fylgjast með þessum þræði og ég verð að segja að það er margt "fróðlegt" sem borið hefur verið upp.

En málið er nú samt að ég er EKKI öryggisfulltrúi klúbbsins, og ég er heldur ekki skoðunarmaður, að minnsta kosti ekki í sumar.

Það er mitt að tryggja öryggi keppnisbrautarinnar sjálfrar, keppenda, starfsfólks og áhorfenda sem fulltrúi í öryggisnefnd hjá akstursíþróttanefnd ÍSÍ (og LÍA), og gera skýrslu um þetta eftir tímabil.

Í gærkvöldi var ég hinsvegar beðinn um að skoða viðkomandi keppnistæki eftir eitthvað orðaskak sem að hafði orðið áður en ég kom á svæðið, þannig að ég þekki ekki forsögu þess máls.
Ég hef réttindi skoðunarmanns fyrir akstursíþróttir og ákvað að reyna að fá annan skoðunarmann með mér til að hafa tvö álit á þessum bíl, og til þess fékk ég Val Vífilsson sem var á staðnum þegar ég kom á brautina.

Við vorum sérstaklega beðnir um að skoða stýrsganginn í þessu tæki og hann virtist okkur vera í lagi þrátt fyrir að vera "óvenjulegur", og hugsanlega með einhverja hluti á gráu svæði, og leyfðum við fyrir okkar leiti að viðkomandi tæki færi sínar sex prufuferðir sem að nýtt tæki þarf að fara undir eftirliti hvað svo sem stýrisganginn varðar.

Við framkvæmdum hins vegar enga skoðun á tækinu öllu sem að þarf að gera áður en það fer í keppni (skiptir ekki máli þó að tækið hafi verið í sandspyrnu áður), þannig að um annað ástand þessa keppnistækis eða heildarástand þess get ég ekki sagt til um.
Ég benti hins vegar eiganda keppnistækisins á nokkra hluti sem að betur mættu fara sem að ég sá í fljótu bragði.

Skoðunarmenn KK hafa hingað til verið taldir hæfir í að skoða bæði bremsur og stýrisgang í keppnisbílum, sem og önnur smíða og öryggisatriði sem eiga að vera til staðar samkvæmt reglum og ég get ekki séð að hæfni þeirra nýju manna sem að komið hafa inn í klúbbinn sé neitt minni en hinna sem að hafa meiri reynslu.
Þetta er kannski spurning um að kenna og læra.

Einnig væri gott að forsvarsmenn klúbbsins á keppnum/æfingum myndu kynna sér reglur sem að eru til um skilyrði fyrir brautarkeppnum og hvernig staðið hefur verið að keppnum/æfingum hjá klúbbnum áður en þeir fara að alhæfa hluti hér á spjallinu sem að eru rangir.

En svona atvik eru til þess að læra af.

Síðan vil ég gefa Jóni Bjarna keppnisstjóra prik fyrir að þora að taka ákvörðun og standa við hana þrátt fyrir þrýsting og gyldir þá einu hvort hún er/var rétt eða röng, hann stóð á fastur á sinni sannfæringu.

Bara svona til þess að bæta við fyrir þá sem að hafa nennt að lesa þetta, þá vorum við Hlöðver Gunnarsson fengnir af þáverandi formanni KK Ingólfi Arnarsyni til að sjá um skoðun á sérsmíðuðum keppnistækjum sumarið 2004-5 (að mig minnir).
Þá þurftu menn að tilkynna það með fyrirvara ef að þeir ætluðu að keppa, og svo komum við Hlöðver og skoðuðum bílana í skúrnum.
Sú skoðun tók oft um 3. klst enda var þar farið yfir bæði smíði samkvæmt "SFI spec" og síðan öryggisbúnað bíla og ökumanna.
Þegar tækið hafði staðist þessa skoðun þá var límdur á það skoðunarmiði með okkar undirskrift, sem að var þá í leiðinni rásleyfi fyrir viðkomandi tæki.
Þarna komu engar skoðunarstöðvar nálægt, en gjald var tekið fyrir skoðunina.
Svona skoðun er ekki erfitt að framkvæma og það væri klúbbnum til góðs ef að svona skoðun væri tekin upp á ný.

Hér er hlekkur inn á "skilyrði fyrir brautarkeppnum" og það á að meginhluta við æfingar líka:   http://www.lia.is/?i=frettir&m=07&ar=2009&nr=65

Kv.
Hálfdán Sigurjónsson.
« Last Edit: July 04, 2009, 18:03:48 by 429Cobra »
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline b-2bw

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #23 on: July 04, 2009, 18:25:58 »
Jón Þór það er ekki hægt að fara með svona bíl í bremsutest út af því að spólulæsinginn slær bremsutestaranum út og því ekkert hægt að gera.Þannig að sá draugur er fallinn um sjálfan sig og þar fyrir utan hefði ég haldið að öryggisfulltrúi og skoðunarmaður þyrftu alltaf að vera þegar menn eru að keyra á brautinni það eru ekki allir á Evo með 10 skoðun.Svo er annað það er einginn að tala um að það eigi ekki að fara eftir öryggisreglum heldur er mönnum farið að finnast að þessi klúbbur snúist um nip og denso tíkur (evo hondu.subaru og allar þessar rice dósir) og menn sem eru með alvöru græjur sem er það sem fólk vill koma og horfa á séu hreinlega ekki velkomnir þarna lengur ég veit um nokkuð marga sem hafa þessa tilfiningu.Og ef við tölum um öryggi þá var þessi ákveðni starfmaður ekki fróðari um þetta en svo að á æfingunni í apríl þurfti ég að benda honum á að það var Subaru að keyra undir tíma veltiboga og hann virtist ekki vita það en menn auðvita vita ekki allt.Vona að þú verðir ekki voða sár sem þú viðist alltaf verða ef eitthvað er skrifað hér með bestu kveðju Árni Kjartansson

Fyndið að þú skulir segja þetta, hvernig heldur þú að öllum sem hafa verið á svona tíkum sem eru jú farnar að taka mun betri tíma en margir og vel flestir þessa alvöru bíla hafi liði seinustu ár þarna upp frá, eiga ekki bara allir jafnan rétt á að vera þarna.
Sævar Már G
Willys 64
Kawasaki KFX450R

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #24 on: July 04, 2009, 19:25:16 »
#1. Þessi klúbbur snýst um þá sem mæta.

Kvartmíla er ekki og hefur aldrei verið fyrir ameríska V8 bíla eingöngu.

Menn ættu ef eitthvað er að vera fegnir því að það eru ungir strákar að mæta þarna, borgandi keppnisgjöld, borgandi í klúbbinn, dragandi vini sína á staðinn og versla í sjoppunni og borgandi áhorfenda gjöldin.

Það er fyrir neðan allar hellur að gera lítið úr þeim sem MÆTA og KEPPA sama hvað tæki þeir nota til að spyrna.



With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #25 on: July 04, 2009, 21:14:54 »
Mín síðustu orð í þessu þrasi eru , auðvitað eru allir velkomnir hvort sem þeir eru á grjónum eða amerískum  v8 . Ekki hefði síðasta keppni verið burðug ef ekki hefðu verið þessi ungmenni sem kepptu með sóma. það skildi þó ekki vera að menn sem eru búnir að eyða mörgum dollurum í sína V 8 bíla þori ekki að mæta og taka lakari tíma en 4 cyl turpó snáði eða stelpa er með.

Ég væri alveg tíl í grjónatíma á minn V8 -)

En við skulum taka öryggismál alvarlega , sem við og gerum.

mbk Harry Þór

« Last Edit: July 05, 2009, 00:27:20 by Harry »
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #26 on: July 04, 2009, 22:00:24 »
Ég veit ekki betur en að allir OF bílar hafi verið neyddir í svona test..   Af hverju ætti þessi bíll ekki að fara?  Halda sumir að þeir séu eitthvað merkilegri en aðrir?

Eða elti þessi þig bara heim? :lol:

Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #27 on: July 04, 2009, 22:33:23 »
Hmm.. Var búið að fyrirframákveða að þessi bíll fengi ekki að keyra, en þeir ekki látnir vita af því fyrr en þeir mættu?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Stebbik

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #28 on: July 04, 2009, 22:58:43 »
Þar sem ég er nýliði (rookie) :roll: hélt ég að þessi grind sem er búinn að keppa í ófáum s-keppnum á vegum kk og
væri marg skoðuð fram og til baka væri í lagi að ath hvort mæti auka notkun á grindinni með því að setja slikka
undir og prófa hvernig hún léti á malbiki og í fávisku minni hélt ég að með því að mæta á æfíngu á brautinni gæti ég fengið smá reynslu á grindina
ef að ég hef sært stjórnarmenn KK biðst ég afsökunnar á þvi og skal passa mig að angra þá ekki framar.

p.s. hvernig er best að snúa sér að því að ganga í Bílaklúbb Akureyrar ?

MBK.
Stefán kristjánsson. þessi með illa smíðuðu Willys grindina.
Stefán Kristjáns.
næst besti N.A 1/8 tími á brautinni
1/8 besti tími 4.9 sec, 144 mph.1.18.60 fetin

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #29 on: July 04, 2009, 23:46:55 »
Stebbi það er eitt að halda og eitt að vita  :D

það sem ég á við með því er að þar sem þetta var fýsta ferðin þín upp á braut með þessa grind hefði ekki verið skimsamlegt að vera búinn að alfa sér upplýsinga  með t,d að búa til þráð eða finna númer stjórnanda og spurna“ kvað þarf ég að gera til að mengja taka þátt í æfingu og keppni“ :?: .


mbk Benni
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #30 on: July 05, 2009, 00:21:13 »
p.s. hvernig er best að snúa sér að því að ganga í Bílaklúbb Akureyrar ?
Það er ekki flókið ferli :)

Fyllir þetta út og færð reikning í heimabanka ef ég man rétt :)
http://www.ba.is/is/memberapply/
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #31 on: July 05, 2009, 01:26:01 »
Sælir ég tek undir að tilhneiging er nú til staðar að vísa KK meðlimum frá og af brautinni ef þeir koma til að æfa sig með OF-tæki. Þetta virðist vera inn nú. Mér var t.d. tjáð að ég fengi ekki að keyra Veguna á brautinni þegar ég mætti.( auglýst æfing ).   Þessir hlutir eru ekki í farvegi núna. Hvar eiga menn að æfa sig ef ekki á brautinni okkar?  Hvað þurfa menn að hafa af vottorðum til að fá að æfa sig í OF? Það verður að koma þessum hlutum á hreint áður en fleirri verða fúlir.
Gretar Franksson.
Gretar Franksson.

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #32 on: July 05, 2009, 01:50:53 »
Hlutirnir eru flóknari en það að einhver öryggisskoðun tryggi það að OF-tæki fari ekki útaf. Þegar ég missti Pontiacin útaf var það ekki vegna þess að bíllin stæðist ekki skoðun því að þetta var bíll sem var með 1 flokks öryggisnúnað í góðu lagi. Sérsmiðaður Prostock bill frá Don Nes. Ástæðan fyrir útafakstrinum var sú að bíllin fer í spól þegar ég set í 3 gír (á hálfri gjöf) næ ekki að leiðrétta bílinn á mjórri brautinni og með hliðarvind við enda gardrils uppá 18metra á sek sem var ekki til að bæta stöðuna.
Gretar Franksson.
Gretar Franksson.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #33 on: July 05, 2009, 03:47:04 »
Þar sem ég er nýliði (rookie) :roll: hélt ég að þessi grind sem er búinn að keppa í ófáum s-keppnum á vegum kk og
væri marg skoðuð fram og til baka væri í lagi að ath hvort mæti auka notkun á grindinni með því að setja slikka
undir og prófa hvernig hún léti á malbiki og í fávisku minni hélt ég að með því að mæta á æfíngu á brautinni gæti ég fengið smá reynslu á grindina
ef að ég hef sært stjórnarmenn KK biðst ég afsökunnar á þvi og skal passa mig að angra þá ekki framar.

p.s. hvernig er best að snúa sér að því að ganga í Bílaklúbb Akureyrar ?

MBK.
Stefán kristjánsson. þessi með illa smíðuðu Willys grindina.

Hvað græðiru á því?
Geir Harrysson #805

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #34 on: July 05, 2009, 04:40:31 »
Hvað er bara að gerast hérna, hvernig væri bara að láta skoða græjuna klára það mál og mæta svo með hana og hætta að grenja???? Eða var þetta eina skiptið sem að þú gast mætt með bílinn? Græðir ekkert á því að grenja á netinu alveg sama hvernig þetta mál liggur!!
Geir Harrysson #805

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #35 on: July 05, 2009, 10:19:33 »
Hvað er bara að gerast hérna, hvernig væri bara að láta skoða græjuna klára það mál og mæta svo með hana og hætta að grenja???? Eða var þetta eina skiptið sem að þú gast mætt með bílinn? Græðir ekkert á því að grenja á netinu alveg sama hvernig þetta mál liggur!!
x2..

Tala við stjórn, græja þá pappíra sem þeir vilja og mæta og keyra..   Sé ekki vandamálið :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #36 on: July 05, 2009, 12:37:18 »
Ég ætla ekki að þykjast hafa vit á málinu en hef grun um að ef allir aðilar hefðu verið svolítið meira dipló þá væru þessi leiðindi ekki komin upp. 

Ég man eftir gömlum skoðunarmanni sem var alltaf mjög vinalegur og fór svo fínt í hlutina þegar menn fengu hjá honum endurskoðun að þeir fóru ekki ósáttir út. 

Að fara í hörkurifrildi (hvað þá á netinu) hjálpar hvorki klúbbnum né öðrum.

Jón H.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #37 on: July 05, 2009, 13:41:37 »
Já menn verða að vinna saman. Það væri góð lausn að sérstakir skoðunarmenn frá KK skoðuðu keppnistæki fyrir keppnir (ný OF keppnistæki sérstaklega). Eins og Hálfdán nefnir. Best væri ef hægt væri að fá þá félaga aftur í þetta Hlöðver og Hálfdán. Er vissum að eigendur OF keppnistækja tækju þessu vel. Þessir skoðunarmenn gætu einnig farið með uppá braut (æfing,ekki endilega auglýst, engin þörf á ljósabúnaði))til að prófa ný tækið og gefa komment hvernig tækið höndlar að keyra brautina. Ég persónulega myndi notfæra mér slíka þjónustu og greiða fyrir hana með ánægju.
Gretar Franksson.
Gretar Franksson.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #38 on: July 05, 2009, 15:01:53 »
Mér finnst ótrúlegt að félagsmenn skuli skjóta svona á klúbbinn og starfsmenn hans á opinni spjallrás í eigu klúbbsins.
Afhverju í veröldinni eigum við að leggja út þessari gríðarlegu vinnu sem hefur farið í það síðustu ár að byggja upp brautarsvæðið ef þið vælið svona.
Kvartið undan því að við skulum voga okkur að fara fram á að þið séuð með bílana ykkar í lagi. Segið að stjórn klúbbsins sé á móti því að amerískir bílar keyri á brautinni og að japönskum sé sett hærra undir höfuð. Hvaðan í veröldinni fáið þið þessar hugmyndir?
Ykkur að segja þá hefur aldur keppenda dottið svakalega niður og eru keppendur oftast fæddir í kringum 1990 - 1985. Eldri félagsmenn sem kvörtuðu mest og vildu fá nýtt malbik hafa ekki mætt á brautina. Keppendafjöldi er hlægilegur miðað við síðustu ár og vitum við ekki hvernig á að ná honum upp aftur. Keppnishald hefur aldrei verið betra og keppnir eru keyrðar hratt og örugglega í gegn. Þið sem eruð eldri og reyndari í þessum klúbb og eruð ekki að keyra, hvernig væri að mæta sem starfsmaður á keppnum eða æfingum og miðla af ykkar reynslu sem eru að hjálpa okkur núna.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #39 on: July 05, 2009, 15:49:55 »
Sammál Jón Þór, fáum reynda menn til að koma að þessu. Það þarf að fá menn til að hittast og ákveða hvernig við getum komið þessu í góðan farveg. Menn þekkja þetta vel og myndu leysa þetta með sóma ef áhugi er fyrir hendi. Það er bara að tala menn til og fá þá til að koma. Það vantar alltaf og hefur alltaf vantað fleirri vinnandi hendur í sjálfboðavinnu fyrir KK.
Gretar Franksson.

Gretar Franksson.