Sælir félagar.
Ég er nú búinn að vera að fylgjast með þessum þræði og ég verð að segja að það er margt "fróðlegt" sem borið hefur verið upp.
En málið er nú samt að ég er EKKI öryggisfulltrúi klúbbsins, og ég er heldur ekki skoðunarmaður, að minnsta kosti ekki í sumar.
Það er mitt að tryggja öryggi keppnisbrautarinnar sjálfrar, keppenda, starfsfólks og áhorfenda sem fulltrúi í öryggisnefnd hjá akstursíþróttanefnd ÍSÍ (og LÍA), og gera skýrslu um þetta eftir tímabil.
Í gærkvöldi var ég hinsvegar beðinn um að skoða viðkomandi keppnistæki eftir eitthvað orðaskak sem að hafði orðið áður en ég kom á svæðið, þannig að ég þekki ekki forsögu þess máls.
Ég hef réttindi skoðunarmanns fyrir akstursíþróttir og ákvað að reyna að fá annan skoðunarmann með mér til að hafa tvö álit á þessum bíl, og til þess fékk ég Val Vífilsson sem var á staðnum þegar ég kom á brautina.
Við vorum sérstaklega beðnir um að skoða stýrsganginn í þessu tæki og hann virtist okkur vera í lagi þrátt fyrir að vera "óvenjulegur", og hugsanlega með einhverja hluti á gráu svæði, og leyfðum við fyrir okkar leiti að viðkomandi tæki færi sínar sex prufuferðir sem að nýtt tæki þarf að fara undir eftirliti hvað svo sem stýrisganginn varðar.
Við framkvæmdum hins vegar enga skoðun á tækinu öllu sem að þarf að gera áður en það fer í keppni (skiptir ekki máli þó að tækið hafi verið í sandspyrnu áður), þannig að um annað ástand þessa keppnistækis eða heildarástand þess get ég ekki sagt til um.
Ég benti hins vegar eiganda keppnistækisins á nokkra hluti sem að betur mættu fara sem að ég sá í fljótu bragði.
Skoðunarmenn KK hafa hingað til verið taldir hæfir í að skoða bæði bremsur og stýrisgang í keppnisbílum, sem og önnur smíða og öryggisatriði sem eiga að vera til staðar samkvæmt reglum og ég get ekki séð að hæfni þeirra nýju manna sem að komið hafa inn í klúbbinn sé neitt minni en hinna sem að hafa meiri reynslu.
Þetta er kannski spurning um að kenna og læra.
Einnig væri gott að forsvarsmenn klúbbsins á keppnum/æfingum myndu kynna sér reglur sem að eru til um skilyrði fyrir brautarkeppnum og hvernig staðið hefur verið að keppnum/æfingum hjá klúbbnum áður en þeir fara að alhæfa hluti hér á spjallinu sem að eru rangir.
En svona atvik eru til þess að læra af.
Síðan vil ég gefa Jóni Bjarna keppnisstjóra prik fyrir að þora að taka ákvörðun og standa við hana þrátt fyrir þrýsting og gyldir þá einu hvort hún er/var rétt eða röng, hann stóð á fastur á sinni sannfæringu.
Bara svona til þess að bæta við fyrir þá sem að hafa nennt að lesa þetta, þá vorum við Hlöðver Gunnarsson fengnir af þáverandi formanni KK Ingólfi Arnarsyni til að sjá um skoðun á sérsmíðuðum keppnistækjum sumarið 2004-5 (að mig minnir).
Þá þurftu menn að tilkynna það með fyrirvara ef að þeir ætluðu að keppa, og svo komum við Hlöðver og skoðuðum bílana í skúrnum.
Sú skoðun tók oft um 3. klst enda var þar farið yfir bæði smíði samkvæmt "SFI spec" og síðan öryggisbúnað bíla og ökumanna.
Þegar tækið hafði staðist þessa skoðun þá var límdur á það skoðunarmiði með okkar undirskrift, sem að var þá í leiðinni rásleyfi fyrir viðkomandi tæki.
Þarna komu engar skoðunarstöðvar nálægt, en gjald var tekið fyrir skoðunina.
Svona skoðun er ekki erfitt að framkvæma og það væri klúbbnum til góðs ef að svona skoðun væri tekin upp á ný.
Hér er hlekkur inn á "skilyrði fyrir brautarkeppnum" og það á að meginhluta við æfingar líka:
http://www.lia.is/?i=frettir&m=07&ar=2009&nr=65Kv.
Hálfdán Sigurjónsson.