Author Topic: Ótrúleg framkoma.  (Read 13170 times)

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Ótrúleg framkoma.
« on: July 03, 2009, 23:40:48 »
Það er ótrúlegt að vera búinn að leggja nótt við dag að græja til keppnistæki sem á að prófa í fyrsta skipti til þess að geta hugsanlega notað tækið í keppni á komandi sumri og verða vísað frá vegna þess að OF tæki skuli þurfa að ganga í gegnum sérstaka skoðun t.d. vegna bremsuprófana sem er nánast illmögulegt vegna spólu læsingar og annara sérbreytinga sem eru ekki skoðunnar skyld. ( hjá Aðalskoðun )
Þessvegna bið ég aðra sem ætla sér að græja tæki í OF flokk að mæta beint í keppni án æfingar því þá hugsanlega verða einhverjir á staðnum sem gætu skoðað viðkomandi tæki !  :roll:
En það er alltaf gott að mæta í góðu veðri upp á braut þó að maður fái ekki að sleppa hestöflunum á brautina vegna strangra reglna.
En þó skoðuðu gömlu lurkarnir Valur Vífilsson og Hálfdán Sigurjónsson tækið og töldu það í góðu lagi fyrir spyrnuakstur.
En þar sem undirritaður er orðinn gamall og lúinn og nennir ekki að standa í stappi við drengina sem telja sig vita allt best og mest þá er betur heima setið en af stað farið.
Ef þetta eru móttökurnar sem að maður fær, þá vonandi fæ ég betri móttökur þegar ég mæti í sandinn á Akureyri í haust.

Stefán Kristjánsson
Willys SBC 434

Offline Lolli DSM

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 176
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #1 on: July 03, 2009, 23:50:24 »
Á að fara með númerislausan OF bíl í aðalskoðun?
Þórður Birgisson a.k.a. Lolli

Mitsubishi Eclipse GSX 1990

9.65@148mph Best trap 150mph! Ethanol + Avgas blanda 50%
10.65@129.6 á 100oct dælubensín

Offline Jón Geir Eysteinsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 187
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #2 on: July 04, 2009, 00:01:11 »
Sæll Stefán

Ég vildi að ég hefði  fengið sömu mótökur og þú þegar ég mætti með draggan minn í fyrsta skiptið uppá braut........

....ég fékk að keyra og ..............nú á ég engan dragga. :mrgreen:





1970 Plymouth Hemicuda

1971 Plymouth cuda340

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #3 on: July 04, 2009, 00:02:31 »
Sælir, best að ég tjái mig ekkert um æfingu hjá KK - en þú ert hjartanlega velkominn í sand hjá okkur enda bíllinn búinn að keppa þar hjá okkur langt á annan áratug!!

kv
Björgvin

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #4 on: July 04, 2009, 00:04:08 »
Sæll Stefán

Ég vildi að ég hefði  fengið sömu mótökur og þú þegar ég mætti með gráu kryppuna mína í fyrsta skiptið uppá braut........

....hún fékk að keyra og ..............nú á ég enga gráa kryppu. Mr. Green


 
  

  Hvar er nú Grétar Franks til að botna þennan söng

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #5 on: July 04, 2009, 00:14:27 »
Sælir strákar.

Er ekki málið þannig að menn verði að fara 6 ferðir til að æfa sig á nýtt tæki, 2 ferðir 60 fet 2 ferðir á smá gjöf og svo 2 ferðir á fullu gasi, það var að minnsta kosti áætlunin hjá mér, bara að sjá hvernig tækið myndi höndla á malbiki en ekki að sigra heiminn í fyrstu ferðum eins og mér heyrist á ykkur sumum.

K.v.
Stefán Kristjánsson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #6 on: July 04, 2009, 00:25:57 »
jú rétt hjá þér æfa æfa sig nó mikið  :!:og þetta bull með að fara með of tæki í skoðunar stöð ](*,) hefur ekkert uppá sig það er nó af góðum mönnum í KK til að skoða  :!:og svo þegar keppnisstjóri er til í að gefa þér grænt ljós eftir slatta af æfingar ferðum þá máttu fara koma og keppa \:D/en snild að þessi græja sé að fara koma og prufa mílu ég get lofað því að þú átt eftir að fá smá kikk úr svona dragga já já bara gaman =D> =D> \:D/
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #7 on: July 04, 2009, 00:31:29 »
Ég hefði haldið að æfingar væru einmitt rétti staðurinn til að prófa svona græjur - auðvitað á að láta menn prófa fyrst en ekki fara á fullu röri. Án þess að taka vafa af því að öryggisatriði eru eitthvað sem ekki á að dansa í kringum, er samt ekki bara skylda að koma með þetta bremsutest fyrir keppni?

kv
Björgvin

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #8 on: July 04, 2009, 08:59:04 »
Ótrúleg framkoma hjá ykkur feðgum í garð starfsmanna KK.
Þetta er niðurrifsstarf hjá þér akkurat núna í garð Kvartmíluklúbbsins.

Ef þú kemur með númerslausan eða óskoðaðan bíl á brautina þá færðu ekki að keyra vegna þess að það er ekki hægt að ábyrgjast öryggisbúnað bílsins.
Þannig er það og hefur alltaf verið. Þetta er regla sem má ekki brjóta.
Það nákvæmlega sama hlýtur að ganga yfir OF bílana líka. Ef þú getur ekki fylgt lögum félagsins um að færa ökutækið til skoðunar og látið ath bremsukerfi og stýrisgang þá er ekki hægt að hleypa þér á brautina af öryggisástæðum. Þið feðgarnir létuð síðan orðaforðann ykkar sleppa lausum hala. Eftir því sem ég best veit þá hefur þessi bíll ekki verið notaður á brautinni okkar. Við þekkjum ekki þennan bíl og það er sjálfsögð kurteisi að fara eftir lögum félagsins og því sem starfsmenn segja. Bara svo það sé á hreinu þá tók ég ekki þessa ákvörðun um að banna þér að keyra en ég styð hana heilshugar.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #9 on: July 04, 2009, 09:13:58 »
auðvita ræður KK hvernig þetta á allt að vera en OF tæki í skoðunarstöð er bara rugl og ekkert að gera þangað passa ekki í bremsutest og hvað eiga þeir að skoða betur sem þið getið vel skoðað  :?: :?:  :?: það er ekkert sem sannar að það sé ekki eitthvað búið að eiga við td bremsur og stýrisgang eftir að tækið fór í skoðunarstöð það á að skoðast uppá braut.
« Last Edit: July 04, 2009, 09:15:59 by Kristján Skjóldal »
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #10 on: July 04, 2009, 09:24:16 »
auðvita ræður KK hvernig þetta á allt að vera en OF tæki í skoðunarstöð er bara rugl og ekkert að gera þangað passa ekki í bremsutest og hvað eiga þeir að skoða betur sem þið getið vel skoðað  :?: :?:  :?: það er ekkert sem sannar að það sé ekki eitthvað búið að eiga við td bremsur og stýrisgang eftir að tækið fór í skoðunarstöð það á að skoðast uppá braut.
Þá mætir maðurinn bara með tækið í skoðun á keppnisdegi.
Það vita allir sem stunda þetta sport að það eru ekki skoðunarmenn á æfingum og ekki hægt að taka þessa ábyrgð.
Þó svo að þetta ökutæki hafi einhverntímann keppt á mjúkum sandi þá er það engan veginn líkt malbiki

Mér finnst bjánalegt að heyra af vönum mönnum hér segja að öryggiskröfur séu rugl.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #11 on: July 04, 2009, 09:56:13 »
þú ert eitthvað að misskilja mig með þetta :roll: öryggiskröfur er að sjálfsögðu það sem á að vera :!: en að láta bifreiðaskoðun sjá um mál hjá KK er rugl og eiga ekkert sameigilegt með okkar sporti  ](*,)þeir hafa eingar upl um hvernig þetta á allt að vera eina sem þeir geta gert er að skoða stýrisenda og bremsur á framan það eru hlutir sem KK getur vel skoðað og tekið út :!: hinsvegar er senilega best að ef nýtt tæki á að koma er best að hafa bara samband við stjórn KK og fá þá til að senda man til að taka tækið út og gefa grænt ljós á það :idea: svo að hann þurfi ekki endilega að mæta bara í keppni til að æfa sig  :roll:og er það ekki rétti staður til þess heldur á æfingum  \:D/kveðja KS :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #12 on: July 04, 2009, 12:02:33 »
Jón Þór það er ekki hægt að fara með svona bíl í bremsutest út af því að spólulæsinginn slær bremsutestaranum út og því ekkert hægt að gera.Þannig að sá draugur er fallinn um sjálfan sig og þar fyrir utan hefði ég haldið að öryggisfulltrúi og skoðunarmaður þyrftu alltaf að vera þegar menn eru að keyra á brautinni það eru ekki allir á Evo með 10 skoðun.Svo er annað það er einginn að tala um að það eigi ekki að fara eftir öryggisreglum heldur er mönnum farið að finnast að þessi klúbbur snúist um nip og denso tíkur (evo hondu.subaru og allar þessar rice dósir) og menn sem eru með alvöru græjur sem er það sem fólk vill koma og horfa á séu hreinlega ekki velkomnir þarna lengur ég veit um nokkuð marga sem hafa þessa tilfiningu.Og ef við tölum um öryggi þá var þessi ákveðni starfmaður ekki fróðari um þetta en svo að á æfingunni í apríl þurfti ég að benda honum á að það var Subaru að keyra undir tíma veltiboga og hann virtist ekki vita það en menn auðvita vita ekki allt.Vona að þú verðir ekki voða sár sem þú viðist alltaf verða ef eitthvað er skrifað hér með bestu kveðju Árni Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #13 on: July 04, 2009, 13:24:48 »
Bremsutestarar slá ekki út ef maður er með harðlæst, en það er hinsvegar sett útá það í venjulegri skoðun, en það er enginn að tala um það.
Bara fara í skoðunarstöð og byðja um vottun á stýri og bremsum, eins og allir aðrir hafa þurft að gera, ekkert vandamál.

en hinsvegar eins og Stjáni segir þá náttúrulega komast fæstir OF bílar á bremsutestarann þmt þessi bíll, nema hann sé settur á einhvern undarlegann hjólabúnað
og vissulega ættu skoðunarmenn á brautinni að geta tekið á stýrisgang og látið bílinn keyra smá bunu og nauðhemla..
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #14 on: July 04, 2009, 13:29:55 »
 :-({|=
« Last Edit: July 05, 2009, 19:34:25 by Einar K. Möller »
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #15 on: July 04, 2009, 13:49:13 »
Góðir hálsar. Þeir feðgar vissu vel að KK var með efasemdir um þetta tæki á brautinni. Ég var búinn að tala við þá sem ráða, um að tala við þessa aðila sem og fleiri vegna öryggisatriða og það yrði leyst heima í skúr en ekki uppá braut á keppnisdegi. Að mæta með þetta tæki á æfingu var ekki skynsamlegt. Þetta tæki er sandspyrnutæki fyrst og fremst og  á sér sögu þar og grunar mig að það móti þessa afstöðu manna sem bera ábyrgð á keppnishaldi KK.

Að banna þeim feðgum að rúlla brautina eru meðmæli með öryggismálum KK og ætla að hrauna hér yfir þessa stráka sem eru að keyra æfingar og keppnir með þessum hætti er ekki til sóma.

mbk Harry Þór
« Last Edit: July 04, 2009, 21:07:46 by Harry »
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #16 on: July 04, 2009, 14:30:42 »
 :-$
« Last Edit: July 05, 2009, 19:34:41 by Einar K. Möller »
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #17 on: July 04, 2009, 15:52:24 »
Ég fór með Oldsinn í bremsutest (að framan) og stýrið var tjékkað og allt í góðu með hann. Mætti með hann og hann keyrði beint (og svo brlddum við úr vélinni).

Mæti með bílinn í fyrra og var spurður: "Varst þú ekki með bílinn hérna í fyrra?" og ég svara því játandi og fæ eftirfarandi svar "Ok, þá þarf ekkert að skoða bílinn hjá þér" !

Það er of margt ekki í lagi núna og þessi mál þarf aldeilis að skoða og það að hleypa ekki manninum í test bunu þó það séu ekki nema 60ft er bara FÁRÁNLEGT, ekki skrítið að maður hafi ekki lyst á að koma þarna uppeftir, hvort sem það er til að horfa eða keppa.


 Einar, þegar þú komst með bílinn þá skoðaði ég hann. Þú fékkst ekki að keyra fyrr en búið var að laga nokkur atriði. Viltu að ég telji þau upp?

 Stebbi, Það er eitt að vera með bíl í sandi, annað að vera með uppá braut. ég hef skoðað þennan bíl þegar hann var í eigu Hafliða, Þessi bíll sómir sér vel á 90 metrunum það veit ég. En ég veit hvar reiðhjólakeðjan er og það fengist hvergi samþykkt í kvartmílu,ekki einusinni á Íslandi..


 

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #18 on: July 04, 2009, 15:59:22 »
Mér þykir þessi umræða hér okkur öllum til minnkunar.


Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #19 on: July 04, 2009, 16:05:11 »
Maggi,

Stóllinn var laus á einum bolta í fyrstu keppninni sem ég kom með bílinn. Það var lagað á staðnum.

En hvað sem var að mínum bíl þá keyrði ég alltaf á þeim degi sem ég kom með hann. Því þeim málum var reddað.

En þetta snýst ekki um minn bíl og skoðun á honum.


Grindin var fín á 90 metrunum, klárlega... en hún er bara allt öðruvísi í dag. Talandi um keðjuna.. þú yrðir hissa hvað sést á brautum hingað og þangað um heimin, ekki það að ég sé eitthvað hlyntur þessu, bara benda á það.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!