Umræður um reglubreytingar eru á fullu þessa dagana og hér og það fyrsta sem að við tókum fyrir er MC flokkurinn og mögulegar breytingar þar.
Við viljum leggja þetta fram hér og óskum eftir málefnanlegri og góðri umræðu, einnig þá viljum við helst fá comment beint á okkur í tölvupósti á
reglur@kvartmila.is einnig þá erum allir til í að ræða þetta one on one.
MC flokkur - Opna flokkinn fyrir bíla framleidda eftir 1985 og leifa innspýtingar.
Taka út takmarkanir á framleiðslu landi, sem sagt t.d. leifa 8cyl þýska og japanska bíla.
Ástæðurnar fyrir þessu eru þær að í dag þá eiga stock 8 cyl bílar framleiddir eftir 1985 hvergi
heima né heldur 8cyl þýskir og japanskir, einnig þá eru þessir bílar á svipuðu reiki og þeir sem eru í
MC í dag, taka skal fram að power adders verða ekki leifðir í þessum flokk.
Flokkurinn verði takmarkaður við bíla sem að þurfa ekki veltiboga og veltibúr
þeir bílar sem að þurfa eftirfarandi búnað finnst okkur að eigi ekki heima í entry level flokki.
Reglunefnd
Guðmundur Þór Jóhannsson
Gunnar Sigurðsson
Hálfdán Sigurjónsson
Ingólfur Arnarson
Magnús Finnbjörnsson
e-mail
reglur@kvartmila.is