Kvartmílan => Spyrnuspjall => Topic started by: Guðmundur Þór Jóhannsson on December 20, 2008, 22:41:32

Title: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on December 20, 2008, 22:41:32
Umræður um reglubreytingar eru á fullu þessa dagana og hér og það fyrsta sem að við tókum fyrir er MC flokkurinn og mögulegar breytingar þar.

Við viljum leggja þetta fram hér og óskum eftir málefnanlegri og góðri umræðu, einnig þá viljum við helst fá comment beint á okkur í tölvupósti á reglur@kvartmila.is einnig þá erum allir til í að ræða þetta one on one.

MC flokkur -   Opna flokkinn fyrir bíla framleidda eftir 1985 og leifa innspýtingar.
            Taka út takmarkanir á framleiðslu landi, sem sagt t.d. leifa 8cyl þýska og japanska bíla.
            Ástæðurnar fyrir þessu eru þær að í dag þá eiga stock 8 cyl bílar framleiddir eftir 1985 hvergi    
            heima né heldur 8cyl þýskir og japanskir, einnig þá eru þessir bílar á svipuðu reiki og þeir sem eru í
            MC í dag, taka skal fram að power adders verða ekki leifðir í þessum flokk.

            Flokkurinn verði takmarkaður við bíla sem að þurfa ekki veltiboga og veltibúr
            þeir bílar sem að þurfa eftirfarandi búnað finnst okkur að eigi ekki heima í entry level flokki.


Reglunefnd
Guðmundur Þór Jóhannsson
Gunnar Sigurðsson
Hálfdán Sigurjónsson
Ingólfur Arnarson
Magnús Finnbjörnsson

e-mail reglur@kvartmila.is
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on December 20, 2008, 22:56:11
Tjah t.d. þá var engum reglum breytt núna fyrir sumarið var það ?

En varla ertu ósammála því að það vanti flokk fyrir lítið breytta 8cyl bíla hvort sem þeir eru Amerískir eða ekki ?

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on December 21, 2008, 16:41:46
Sælir strákar

Í fljótu bragði sé ég tvennt sem þið þurfið að spá í.

Í 1. lagi þá munu hugmyndir ykkar gera MC að óopinberum index flokki vegna þess að bílar sem ná veltibogatíma verða ekki gjaldgengir í flokknum. Þetta verður því í raun 11.99 flokkur (miðað við núverandi veltibogareglur á vef KK). Þetta þýðir að það verður ekki mikið meiri framþróun í e.t. í þessum flokki sem er ekki gott.  Það á nefnilega að vera hægt að ná lágum 11 og jafnvel háum 10 sekúntum í þessum flokki út frá núverandi reglum. Þeir bílar sem hafa keppt mest í þessum flokki undanfarið eru hvorttveggja þungir og alls ekki tjúnnaðir til fulls miðað við regluheimildir en hafa þó verið í lágum 12. Verði hugmyndir ykkar að veruleika þá tjúnna keppendur bara fyrir 11.99. Þá dregur verulega úr gamaninu fyrir keppendur sem áhorfendur.

Í 2. lagi þá skil ég að þið viljið reyna að opna reglurnar til að fjölga keppendum. Því miður hefur verið fámennt í MC síðustu árin (fjórir bílar s.l. sumar) miðað við gullaldarárin c.a. 2003. Tilraunir til að fá eigendur tryllitækja til að koma í flokkinn hafa ekki gefið neitt af sér. En hér er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að þrengja enn meira reglurnar um hversu mikið má tjúnna til að auka líkurnar á að sá fjöldi lítið tjúnnaðra tryllitækja sem hér eru til mæti. Færa semsagt reglurnar nær búnaði þeirra tryllitækja sem eru á götunum hér. Keppnin skv. þessu yrði líklega jafnari og erfiðara væri fyrir einn keppanda að stinga hjörðina af. Hin leiðin er sú sem þið leggið til.  Ég hef ekki hugmynd um (og ég held að þið vitið það ekki heldur) hvort þá muni fjölga í flokknum. En það er morgunljóst að verði ykkar hugmynd að veruleika þá er þetta ekki lengur MC flokkur. Þetta væri nýr keppnisflokkur vegna þess að þar geta átt heima bílar sem aldrei geta skilgreinst sem tryllitæki/kaggar  (musclecars).  Þetta verður þá einhverskonar klósettflokkur þar sem margskonar bílum er sturtað inn. Hann gæti heitið WC :wink:.

Í fyrra lagði ég nokkra vinnu í að koma til KK hugmyndum um reglubreytingar í MC vegna þess að klúbburinn bauð upp á það. Ég hafði þrennt í huga við þá vinnu: Að gera MC reglurnar einfaldari, að gera keppnina jafnari og að draga úr möguleikum á svindli.  Ég sendi þær til KK en ekkert varð úr breytingum það árið. Þið látið mig bara vita ef þið hafið áhuga á að fá þessar hugmyndir sendar aftur.

Góðar stundir

Ragnar

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on December 21, 2008, 17:31:56
Sælir Ragnar.

Endilega sendu þessar tillögur aftur á reglur@kvartmila.is því við viljum sjá allt sem að menn hafa áhuga á að breyta.
Varðandi ET þá eru það 11.49, ég veit að það stendur einhversstaðar í reglunum að það sé 11.99 en því var breytt fyrir 2-3 árum skildist mér.


kv
Guðmundur
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on December 21, 2008, 17:56:59
Sælir strákar

Í fljótu bragði sé ég tvennt sem þið þurfið að spá í.

Í 1. lagi þá munu hugmyndir ykkar gera MC að óopinberum index flokki vegna þess að bílar sem ná veltibogatíma verða ekki gjaldgengir í flokknum. Þetta verður því í raun 11.99 flokkur (miðað við núverandi veltibogareglur á vef KK). Þetta þýðir að það verður ekki mikið meiri framþróun í e.t. í þessum flokki sem er ekki gott.  Það á nefnilega að vera hægt að ná lágum 11 og jafnvel háum 10 sekúntum í þessum flokki út frá núverandi reglum. Þeir bílar sem hafa keppt mest í þessum flokki undanfarið eru hvorttveggja þungir og alls ekki tjúnnaðir til fulls miðað við regluheimildir en hafa þó verið í lágum 12. Verði hugmyndir ykkar að veruleika þá tjúnna keppendur bara fyrir 11.99. Þá dregur verulega úr gamaninu fyrir keppendur sem áhorfendur.

Sæll Ragnar.

Það er ekki verið að tala um að banna bíla með búr og boga heldur er verið að miða við að bílar í MC fari ekki á betri tíma en 11,49 sem er viðmið við veltiboga enda er það ekki auðvelt að fara niður í 11,49 á venjulegum radial dekkjum. Við teljum einnig ef einhver smíðar sér MC bíl sem er með boga og getur farið niður í 11,49 má sé það minnsta mála að fara í lágar 10 með því að setja slikka undir. MC er hugsaður fyrir öfluga götubíla á radial dekkjum.



Í 2. lagi þá skil ég að þið viljið reyna að opna reglurnar til að fjölga keppendum. Því miður hefur verið fámennt í MC síðustu árin (fjórir bílar s.l. sumar) miðað við gullaldarárin c.a. 2003. Tilraunir til að fá eigendur tryllitækja til að koma í flokkinn hafa ekki gefið neitt af sér. En hér er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að þrengja enn meira reglurnar um hversu mikið má tjúnna til að auka líkurnar á að sá fjöldi lítið tjúnnaðra tryllitækja sem hér eru til mæti. Færa semsagt reglurnar nær búnaði þeirra tryllitækja sem eru á götunum hér. Keppnin skv. þessu yrði líklega jafnari og erfiðara væri fyrir einn keppanda að stinga hjörðina af. Hin leiðin er sú sem þið leggið til.  Ég hef ekki hugmynd um (og ég held að þið vitið það ekki heldur) hvort þá muni fjölga í flokknum. En það er morgunljóst að verði ykkar hugmynd að veruleika þá er þetta ekki lengur MC flokkur.  Þetta væri nýr keppnisflokkur vegna þess að þar geta átt heima bílar sem aldrei geta skilgreinst sem tryllitæki/kaggar  (musclecars).  Þetta verður þá einhverskonar klósettflokkur þar sem margskonar bílum er sturtað inn. Hann gæti heitið WC :wink:.

Hvað áttu við er  2000 árgerð af Camaro ekki MC bíll? Er 2008 Charger ekki MC bíll ? Er 2005 Mustang ekki MC bíll ? Allir þessir bílar eru með SB á meðan gömlu bílarnir ykkar eru með BB. Viltu ekki keppa við nýja MC bíla? Allavega eru þeir ekki að fara á betri tíma en MC bílarnir í dag. Ég veit ekki til þess að nokkur bíll sem kæmist í breyttan MC farið undir 12,2 sek á radial dekkjum.

KV Ingó. :D


Í fyrra lagði ég nokkra vinnu í að koma til KK hugmyndum um reglubreytingar í MC vegna þess að klúbburinn bauð upp á það. Ég hafði þrennt í huga við þá vinnu: Að gera MC reglurnar einfaldari, að gera keppnina jafnari og að draga úr möguleikum á svindli.  Ég sendi þær til KK en ekkert varð úr breytingum það árið. Þið látið mig bara vita ef þið hafið áhuga á að fá þessar hugmyndir sendar aftur.

Góðar stundir

Ragnar


Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on December 21, 2008, 20:58:46
Sælir strákar

Það stendur enþá í MC reglunum á þessum vef að 11.99 sé veltibogatími. Ég trúi öllu sem stendur í reglunum  :wink:

Svörin ykkar staðfesta að 11.49 (eða 11.99) verður eins og "index" tími fyrir þennan flokk. Hörku heads up keppni leggst þá af.

Ingó: Samkvæmt bréfinu ykkar munu þýskir og japanskir bílar verða skilgreindir sem musclecars. Over my dead body.

Hvað varðar þá spurningu þína hvort ég vilji ekki keppa við þessa bíla þá er því til að svara að það sem mestu máli skiptir er að fjölga keppendum. Ef þið eruð vissir um að það muni gerast svona þá skuluð þið endilega drífa í þessu.  En ég tel mjög líklegt að eigendur létttjúnnaðra klassískra amerískra tryllitækja munu líklega ekki keppa í slíkum flokki þannig að þessir nýju bílar mundu einfaldlega yfirtaka flokkinn. Það verður nefnilega hægt að ná 11.49 á þeim bílum sem þið viljið opna fyrir í flokkinn miðað við núgildandi útbúnaðarreglur. Tvö orð fyrir þá sem efast: Viper og Corvette. Einnig er nýji Challengerinn að fara á 12.10 með afar litlum breytingum.

Ein hugmynd til að fá ný-kagga á hreinum radialdekkjum til keppni væri að tvískipta þessum flokki í NMC (Neo-Muscle Cars) og CMC (Classic Muscle Cars). Við erum að tala um old school vs new school technology; blöndungar vs innspýtingar, tölvur vs. skrúfjárn. Það er í raun það margt sem greinir þessa bíla að, að rökin fyrir slíkri tvískiptingu eru nokkuð skýr.

Það væri kannski reynandi að sjá hver áhuginn væri á slíkum NMC flokki næsta sumar áður en farið er að hræra í núverandi MC reglum og opna þann flokk fyrir nýjum bílum? 

Góðar stundir

Err
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Geir-H on December 21, 2008, 21:02:35
Sammála Ragnari í þessu líst miklu betur á þetta heldur en að fara að hræra of mikið í MC
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on December 21, 2008, 22:05:16
Sælir strákar

Það stendur enþá í MC reglunum á þessum vef að 11.99 sé veltibogatími. Ég trúi öllu sem stendur í reglunum  :wink:

Sæll Ragnar.

Svörin ykkar staðfesta að 11.49 (eða 11.99) verður eins og "index" tími fyrir þennan flokk. Hörku heads up keppni leggst þá af.

Það verður gaman að sjá það gerast að menn aka á 11,49 ferð eftir ferð lo lo.  


Ingó: Samkvæmt bréfinu ykkar munu þýskir og japanskir bílar verða skilgreindir sem musclecars. Over my dead body

Það var rætt sérstaklega þetta með BMW og M Bens og við sáum ekki ógn í þessum bílum og þeir passa eiginlega hvergi en það má deila um það hvort þeir megi vera með í MC.

Hvað varðar þá spurningu þína hvort ég vilji ekki keppa við þessa bíla þá er því til að svara að það sem mestu máli skiptir er að fjölga keppendum. Ef þið eruð vissir um að það muni gerast svona þá skuluð þið endilega drífa í þessu.  En ég tel mjög líklegt að eigendur létttjúnnaðra klassískra amerískra tryllitækja munu líklega ekki keppa í slíkum flokki þannig að þessir nýju bílar mundu einfaldlega yfirtaka flokkinn. Það verður nefnilega hægt að ná 11.49 á þeim bílum sem þið viljið opna fyrir í flokkinn miðað við núgildandi útbúnaðarreglur. Tvö orð fyrir þá sem efast: Viper og Corvette. Einnig er nýji Challengerinn að fara á 12.10 með afar litlum breytingum.

Það er ekki ástæða að hræðast nýju bílana. Ef þú hefur fylgst með upp á braut þá hafa bæði TT C6 Z06 og Viper mætt þangað  og voru að ná best 12,3-13 sek fyrir utan að Viper er V10 sem er ekki löglegt . Miðað við það grip sem er á brautinni og að bílar séu á radial dekkjum þá sé ég ekki að þessir bílar séu að gera eitthvað betri hluti en þið eruð að gera. Það hefur sýnt sig að það er ekki hægt að bera saman tíma á okkar braut og brautum í USA

Ein hugmynd til að fá ný-kagga á hreinum radialdekkjum til keppni væri að tvískipta þessum flokki í NMC (Neo-Muscle Cars) og CMC (Classic Muscle Cars). Við erum að tala um old school vs new school technology; blöndungar vs innspýtingar, tölvur vs. skrúfjárn. Það er í raun það margt sem greinir þessa bíla að, að rökin fyrir slíkri tvískiptingu eru nokkuð skýr.

Old School New School. Er það ekki rétt að það má vera með allt að 560 cic BB í MC það hlýtur að duga á móti SB sem er í öllum bílum af nýrri gerðinni. Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd.

Kv Ingó. :)

Það væri kannski reynandi að sjá hver áhuginn væri á slíkum NMC flokki næsta sumar áður en farið er að hræra í núverandi MC reglum og opna þann flokk fyrir nýjum bílum? 

Góðar stundir

Err

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on December 21, 2008, 23:24:34
Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."

Ingólfur,

Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.

Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru  í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni.  Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Geir-H on December 21, 2008, 23:30:16
Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."

Ingólfur,

Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.

Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru  í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni.  Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.

Góðar stundir

Ragnar

Þennan flokk hefur vantað og væri til að sjá flokk fyrir þessa bíla! Reyna að fá sem flesta af þessum yngri F-Body bíl og Mustang til dæmis!
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on December 21, 2008, 23:39:46
Þennan flokk hefur vantað og væri til að sjá flokk fyrir þessa bíla! Reyna að fá sem flesta af þessum yngri F-Body bíl og Mustang til dæmis!

Okkur hefur reyndar ekki mega bæta við flokkum.
En ef það yrði úr að það yrði nýr flokkur þá allavega finnst mér að það megi alls ekki vera eingöngu fyrir USA bíla.
Hvert ættu þá nýlegir 8cyl bílar sem eru ekki smíðaðir í USA að fara .. í enn einn sérflokkinn ?

kv
Guðmundur Þór
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Geir-H on December 22, 2008, 00:12:12
Þarf ekkert endilega að vera lokað fyrir annað en USA Gummi tók þessa bíl bara sem dæmi, en að fara að opna fyrir þetta í MC finnst mér ekki sniðugt  frekar að gera eins og Ragnar talar um
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on December 22, 2008, 10:34:17
Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."

Ingólfur,

Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.

Sæll Ragnar.

Já við erum samála um að það þarf að fjölga keppendum



Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru  í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni.  Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.

Hvaða leið er best!! Eins og MC er í dag þá er hann eingöngu fyrir gömul Amerísk trilli tæki með BB !! það er ekki glæta fyrir menn að mæta með SB ef þeir eiga að eiga möguleika á því að vinna. Þessi flokkur var stofnaður fyrir öll Amerísk trilli tæki sem eru notaðir til götu aksturs! Þessi flokkur var ekki hugsaður fyrir sérsmíðaða götubíla !! Að mínu mati er flokkurinn gal opinn hvað breytingar varðar s.b. 560 cid. Það hlýtur að vera eðlilegt að uppfæra árgerðarmörkinn þar sem það er verið að framleiða nýja MC bíla í dag.

Kv Ingó. :)


p.s. það er ekki verið að hugsa um að fjölga flokkum !!

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on December 22, 2008, 12:03:18
Blessaður Ingólfur

Við vitum ekki hvaða leið er best vegna þess að við höfum takmarkaðar upplýsingar um stöðuna núna hvað þá um komandi sumar.

Ég er nú ekki jafnsvartsýnn og þú á að small-block bílar eigi ekki sjens í MC. Með núverandi MC reglum má nota léttan bíl með small-block  með algengar vélarstærðir á bilinu 440-460 ci. Séu slíkar vélar hannaðar frekar fyrir hestöfl en tog (vinna mest á síðari hluta brautarinnar miðað við startið) þá geta þær rústað núverandi MC meti og legið í veltibogatíma.

Ég skil ekki þessa flokkafjölgunarfælni.  Mér finnst alveg  sjálfsagt að fjölga flokkum EF víst er að keppendur koma í þá.

Hálfdán er búinn að vera að þýða flokkareglur frá því elstu menn mældu fyrst 402,33 metra hérna.  Stundum hafa slíkar þýðingar komið vel út en stundum ekki.   En við keppnisflokkareglusmíðar hefur haglabyssuaðferðin stundum verið notuð; það er að þýða fyrst og spyrja svo hvort einhver vilji vera með (skjóta fyrst og skoða svo hvort einhver högl rötuðu á réttan stað).  Hvernig væri að snúa þessu við?  Væri ekki ráð að reglunefndin gerði könnun (ekki nafnlausa) meðal  lesenda þessa þráðar SEM eiga tryllitæki SEM falla utan núverandi MC reglna  OG hafa mikinn áhuga á að keppa um a: Hvort þeir vilja keppa í plain radial flokki og b: Hvort þeir vilji gera það í sérstökum ný-tryllitækjaflokki eða með fornbílunum í MC. Niðurstaða slíkrar könnunnar getur verið upplýsandi og auðveldað reglunefndinni að ákveða hvaða leið er best.


Ég sé hér að ofan að upprennandi racer (Geir) hefur áhuga á þessari umræðu og ég hvet aðra af hans kaliberi til að segja skoðun sína.

Góðar stundir

Err
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: maggifinn on December 22, 2008, 14:07:59
Það hefur nú sýnt sig á þeim könnunum sem hafa verið gerðar hér á spjallinu að þær eru ekki marktækar. Allir ætla alltaf að koma næsta sumar, og skyftir þá engu um hvaða flokk er verið að ræða.

Tilfellið er bara að það er ekki nema örlítil prósenta sem á MC bíla sem eru menn til að keppa. Þið Harry eruð kjarninn, svo eru einhverjir tveir kannski í viðbót.

Þessvegna tel ég að það þurfi að sameina sem mest af tækjum í þá flokka sem geta talist til lítið breittra bíla, annarsvegar átta sylendra afturdrifnir og svo einhver samkreistingur fyrir alla hina.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on December 22, 2008, 14:22:12
Blessaður Ingólfur

Við vitum ekki hvaða leið er best vegna þess að við höfum takmarkaðar upplýsingar um stöðuna núna hvað þá um komandi sumar.

Ég er nú ekki jafnsvartsýnn og þú á að small-block bílar eigi ekki sjens í MC. Með núverandi MC reglum má nota léttan bíl með small-block  með algengar vélarstærðir á bilinu 440-460 ci. Séu slíkar vélar hannaðar frekar fyrir hestöfl en tog (vinna mest á síðari hluta brautarinnar miðað við startið) þá geta þær rústað núverandi MC meti og legið í veltibogatíman.

Sæll Ragnar.

Ég hef ekki orðið var við marga bíla í MC með SB og ég veit ekki til þess að það sé til extra léttir Camaro og Charger þó svo að þeir séu með SB.

Ég get ekki séð hverjir vilji sérsmíða MC bíla á radial dekkjum til að ná niður í 11,49 en þetta hljómar eins og formsatriði hjá þér að gera þetta. Vill þannig til að ég á verulega öfluga TT Corvettu og hún er ókeyrandi  á radial fyrir utan að vera stór hættuleg. Til að ná niður í 11,49 á radial þarf endahraðinn trúlega að vera 130-140 mílur.

Ég skil ekki þessa flokkafjölgunarfælni.  Mér finnst alveg  sjálfsagt að fjölga flokkum EF víst er að keppendur koma í þá.

Varðandi flokkafælni er ekki frekar breytingafælni hjá keppendum í MC?

Kv Ingó.

Hálfdán er búinn að vera að þýða flokkareglur frá því elstu menn mældu fyrst 402,33 metra hérna.  Stundum hafa slíkar þýðingar komið vel út en stundum ekki.   En við keppnisflokkareglusmíðar hefur haglabyssuaðferðin stundum verið notuð; það er að þýða fyrst og spyrja svo hvort einhver vilji vera með (skjóta fyrst og skoða svo hvort einhver högl rötuðu á réttan stað).  Hvernig væri að snúa þessu við?  Væri ekki ráð að reglunefndin gerði könnun (ekki nafnlausa) meðal  lesenda þessa þráðar SEM eiga tryllitæki SEM falla utan núverandi MC reglna  OG hafa mikinn áhuga á að keppa um a: Hvort þeir vilja keppa í plain radial flokki og b: Hvort þeir vilji gera það í sérstökum ný-tryllitækjaflokki eða með fornbílunum í MC. Niðurstaða slíkrar könnunnar getur verið upplýsandi og auðveldað reglunefndinni að ákveða hvaða leið er best.


Ég sé hér að ofan að upprennandi racer (Geir) hefur áhuga á þessari umræðu og ég hvet aðra af hans kaliberi til að segja skoðun sína.

Góðar stundir

Err

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Björgvin Ólafsson on December 22, 2008, 14:36:51
Sælir félagar!

Það er jákvætt að skoða málin og velta vöngum – en til að koma með jákvæða gagnrýni þá finnst mér persónulega kannski eitt vera að gleymast í þessum hugleiðingum með að fá inn fleiri keppendur.

Þar á ég við keppnishaldið sjálft. Það er ansi margt sem má laga, breyta og bæta í undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni af svona viðburðum sem ætti að verða til þess að menn myndu vilja keppa. Ég er allavega sannfærður að það myndi skila fleiri keppendum að hafa keppnishaldið meira „pro“ en að fara að hræra í núverandi flokkum eða bæta við – meðan ekki eru komnir fleiri keppendur.

Bestu kveðjur!
Björgvin
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Heddportun on December 22, 2008, 15:06:47
Það er fínt að koma með nýja flokka til að breyta til og reyna að opna þetta aðeins nýliðum - Fækka reglum

Væri gaman að sjá FWD,RWD og AWD flokka sem og sér FI - N/A flokka
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: maggifinn on December 22, 2008, 16:07:21
Það er fínt að koma með nýja flokka til að breyta til og reyna að opna þetta aðeins nýliðum - Fækka reglum

Væri gaman að sjá FWD,RWD og AWD flokka sem og sér FI - N/A flokka

 Með þessum litlu breitingum yrði MC fyrir lítið breytta afturdrifna N/A V8 bíla.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Dodge on December 22, 2008, 17:33:50
Smári fyrrum methafi er með 427 smallblock, tvíka hana aðeins til, setja í fox töng með góða fjöðrun og verka úr henn vigt eins og má samkvæmt reglum þá dettur hann í boga tíma.

Hvað með flokkana sem þessir nýlegu hafa verið að keppa í? Hafa þeir ekki sloppið í GT flokk hingað til? ég lifði alltaf í þeirri trú að GT hafi verið ætlaður akkúrat fyrir þessa bíla en hafi óvart orðið lancer flokkur í stað RS sem var aftur smíðaður í það. væri ekki vit að stokka upp og laga til þarna frekar?
Tekið skal fram að ég hef ekki lesið reglurnar í þessum flokkum enda á milli, enda hefur maður tæplega geð á því að scrolla í gegnum þessar regluflækjur nema maður sé að fara að keppa í viðkomandi flokk.
Svo kannski er ég bara að vaða steypu, in which case just ignore me :)
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on December 22, 2008, 17:41:01
Blessaður enn Ingólfur

Þótt þú hafir ekki orðið var við extra létta small block bíla í MC þá eru til býsna létt small block tryllitæki.  Til dæmis 67 Nova  2790 pund. Framleidd með 327 og mætti (miðað við 100 c.i. + regluna og ef hægt er að bora þá blokk svo mikið) vera með 427 c.i. small block í MC.  69 Dodge GTS  sem er 2884 pund, framleiddur með 340 small block og gæti verið allt að 440 c.i. Svona bílar gætu verið algjörar bombur í þessum flokki. Til samanburðar er bíllinn sem á núna MC metið 4118 pund. Þumalfingursreglan á 12-13 sek tímabeltinu er að fyrir hver 100 pund sem bíll léttist þá hrapar e.t. niður um 0,10 sek. Þar sem ég og Harry erum komnir niður í lágar 12 á mjög þungum bílum sem EKKI er búið að tjúnna til fulls þá sé ég ekki stórt vandamál að fara í 11.50.

Varðandi spurninguna um breytingarfælni hjá keppendum í MC þá er ég hingað til eini keppandinn sem hef svarað beiðni ykkar um umræðu um þetta. Mér þykir því vænt um að þú teljir mig a.m.k. tveggja manna maka og vísir til mín í fleirtölu. En það skal vera alveg skýrt að ég hræðist ekki breytingar í MC og hef (eins og þú sérð ef þú lest bréfin mín hér og skoðar tillögurnar sem ég sendi KK í fyrra) lagt til breytingar í MC en þær eru (one more time) í þá átt að fella útbúnaðareglur í flokknum að útbúnaði sem flestra klassískra amerískra tryllitækja sem eru hér á landi fyrir til þess að auka líkurnar á að slíkir bílar komi til keppni, því nóg er til að þeim. Ef slíkar breytingar yrðu að veruleika þá skapar það vinnu og kostnað fyrir sjálfan mig því þá þarf ég mögulega að de-tjúnna bílinn sem svo aftur gæti leitt til þess að bíllinn yrði ekki samkeppnishæfur við önnur tæki.  En það skiptir meira máli að breytingarnar leiðir til vaxtar í MC en að e.t. hjá mér lækki. Ég frábið mér því dylgjur um að ég sé að skara eld að minni köku. Eini flokkadraumurinn sem ég á væri að sjá F.A.S.T. líkan flokk hérlendis og MC breytingarhugmyndir  mínar ganga dálítið í þá átt.

En hvað hafið þið reglunefndarmenn fyrir ykkur sem rök fyrir því að hugmyndir ykkar um opnun flokksins muni leiða þar til fjölgunar? Ef skoðun Ingólfs er rétt um e.t. slíkra bíla, þá tel ég ólíklegt að eigendur þeirra vilji lenda í að einhverjir fornbílar séu að taka þá í nefið.

Góðar stundir

Err

----------------------
Sæll Ragnar.

Ég hef ekki orðið var við marga bíla í MC með SB og ég veit ekki til þess að það sé til extra léttir Camaro og Charger þó svo að þeir séu með SB.

Ég get ekki séð hverjir vilji sérsmíða MC bíla á radial dekkjum til að ná niður í 11,49 en þetta hljómar eins og formsatriði hjá þér að gera þetta. Vill þannig til að ég á verulega öfluga TT Corvettu og hún er ókeyrandi  á radial fyrir utan að vera stór hættuleg. Til að ná niður í 11,49 á radial þarf endahraðinn trúlega að vera 130-140 mílur.

Ég skil ekki þessa flokkafjölgunarfælni.  Mér finnst alveg  sjálfsagt að fjölga flokkum EF víst er að keppendur koma í þá.

Varðandi flokkafælni er ekki frekar breytingafælni hjá keppendum í MC?

Kv Ingó.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on December 22, 2008, 18:49:52
Blessaður enn Ingólfur

Þótt þú hafir ekki orðið var við extra létta small block bíla í MC þá eru til býsna létt small block tryllitæki.  Til dæmis 67 Nova  2790 pund. Framleidd með 327 og mætti (miðað við 100 c.i. + regluna og ef hægt er að bora þá blokk svo mikið) vera með 427 c.i. small block í MC.  69 Dodge GTS  sem er 2884 pund, framleiddur með 340 small block og gæti verið allt að 440 c.i. Svona bílar gætu verið algjörar bombur í þessum flokki. Til samanburðar er bíllinn sem á núna MC metið 4118 pund. Þumalfingursreglan á 12-13 sek tímabeltinu er að fyrir hver 100 pund sem bíll léttist þá hrapar e.t. niður um 0,10 sek. Þar sem ég og Harry erum komnir niður í lágar 12 á mjög þungum bílum sem EKKI er búið að tjúnna til fulls þá sé ég ekki stórt vandamál að fara í 11.50.

Varðandi spurninguna um breytingarfælni hjá keppendum í MC þá er ég hingað til eini keppandinn sem hef svarað beiðni ykkar um umræðu um þetta. Mér þykir því vænt um að þú teljir mig a.m.k. tveggja manna maka og vísir til mín í fleirtölu. En það skal vera alveg skýrt að ég hræðist ekki breytingar í MC og hef (eins og þú sérð ef þú lest bréfin mín hér og skoðar tillögurnar sem ég sendi KK í fyrra) lagt til breytingar í MC en þær eru (one more time) í þá átt að fella útbúnaðareglur í flokknum að útbúnaði sem flestra klassískra amerískra tryllitækja sem eru hér á landi fyrir til þess að auka líkurnar á að slíkir bílar komi til keppni, því nóg er til að þeim. Ef slíkar breytingar yrðu að veruleika þá skapar það vinnu og kostnað fyrir sjálfan mig því þá þarf ég mögulega að de-tjúnna bílinn sem svo aftur gæti leitt til þess að bíllinn yrði ekki samkeppnishæfur við önnur tæki.  En það skiptir meira máli að breytingarnar leiðir til vaxtar í MC en að e.t. hjá mér lækki. Ég frábið mér því dylgjur um að ég sé að skara eld að minni köku. Eini flokkadraumurinn sem ég á væri að sjá F.A.S.T. líkan flokk hérlendis og MC breytingarhugmyndir  mínar ganga dálítið í þá átt.

Sæll Ragnar.

Það má eiða nokkrum dögum í þras um hvað hverjum finnst og benda á allskonar bíla sem gætu hugsamlega mætt og eða hvort ég tala um þig í eintölu eða fleirtölu en þetta snýst ekki um það. Við erum að reyna að vinna í því fyrir KK að uppfæra reglur, stoppa í göt til bóta fyrir KK. Hagsmunir KK hljóta að fara saman með meðlimum KK en menn sem eru að keppa virðast alltaf hafa það eina markmið að reglur henti þeirra eigin tækjum og í hvert sinn þegar það er minnst á reglu breytingu hversu litlar sem þær eru þá er hver hendi upp á móti annarri og eigin samstaða með neitt. MC er örugglega 10 ár+ gamall og árgerð 2000 er gamall bíl en hvenær er hann nægjanlega gamall til að fá aðgang að keppni með árgerð 1969 ?

Hverjir mæta til að keppa í MC? Jú þeir sem eiga bíla sem komast undir 13 sek. Hversu margir MC bílar komast undir 13 sek ? í mestalagi 10 stk. Hvað er þá málið að hinir 10 Amerísku bílarnir sem eru nýrri en 90 árgerðin fái að vera með. Það allavega koma kannski fleiri en 4 til keppni. Þið hafið engu að tapa allt að vinna. Sláum til og sínum í eitt sinn smá samstöðu og prufum þetta í sumar.

Kv Ingó




En hvað hafið þið reglunefndarmenn fyrir ykkur sem rök fyrir því að hugmyndir ykkar um opnun flokksins muni leiða þar til fjölgunar? Ef skoðun Ingólfs er rétt um e.t. slíkra bíla, þá tel ég ólíklegt að eigendur þeirra vilji lenda í að einhverjir fornbílar séu að taka þá í nefið.

Hvað áttu við?? Við eru ekki að oppna flokkin við erum að breyta árgerða takmörkum.

Góðar stundir

Err

----------------------
Sæll Ragnar.

Ég hef ekki orðið var við marga bíla í MC með SB og ég veit ekki til þess að það sé til extra léttir Camaro og Charger þó svo að þeir séu með SB.

Ég get ekki séð hverjir vilji sérsmíða MC bíla á radial dekkjum til að ná niður í 11,49 en þetta hljómar eins og formsatriði hjá þér að gera þetta. Vill þannig til að ég á verulega öfluga TT Corvettu og hún er ókeyrandi  á radial fyrir utan að vera stór hættuleg. Til að ná niður í 11,49 á radial þarf endahraðinn trúlega að vera 130-140 mílur.

Ég skil ekki þessa flokkafjölgunarfælni.  Mér finnst alveg  sjálfsagt að fjölga flokkum EF víst er að keppendur koma í þá.

Varðandi flokkafælni er ekki frekar breytingafælni hjá keppendum í MC?

Kv Ingó.

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on December 22, 2008, 18:52:09
Smári fyrrum methafi er með 427 smallblock, tvíka hana aðeins til, setja í fox töng með góða fjöðrun og verka úr henn vigt eins og má samkvæmt reglum þá dettur hann í boga tíma.

Hvað með flokkana sem þessir nýlegu hafa verið að keppa í? Hafa þeir ekki sloppið í GT flokk hingað til? ég lifði alltaf í þeirri trú að GT hafi verið ætlaður akkúrat fyrir þessa bíla en hafi óvart orðið lancer flokkur í stað RS sem var aftur smíðaður í það. væri ekki vit að stokka upp og laga til þarna frekar?
Tekið skal fram að ég hef ekki lesið reglurnar í þessum flokkum enda á milli, enda hefur maður tæplega geð á því að scrolla í gegnum þessar regluflækjur nema maður sé að fara að keppa í viðkomandi flokk.
Svo kannski er ég bara að vaða steypu, in which case just ignore me :)



GT flokkurinn er of opinn fyrir venjulega bíla!!

kv Ingó.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on December 22, 2008, 19:56:09

Úff

Þið gáfuð upp boltann og báðuð um málefnalegar umræður og ég hef staðið við það. Þú verður bara að sætta þig við að ég er á annarri skoðun en þú um breytingar í MC. Ég er búinn að skýra þær rækilega hér að ofan og sendi KK hugmyndir mínar í fyrra og þær voru ekkert sérstaklega til hagsbóta fyrir mitt tæki (ef þú ert að ýja að slíku í skrifum þínum þá ertu kominn út á hálan ís). Þessi umræða er ekki enþá komin á þrasstigið en hún siglir þangað óðfluga og þessvegna mun ég kæta þig með því að reyna að hemja mig hér eftir á þessum þræði.

En ég óska enn eftir svörum og rökum fyrir hvaða líkur eru á að ný-tryllitækin sæki í MC út frá hugmyndum ykkar.

Að GAMNI tek ég að lokum síðustu málsgreinina úr bréfinu þínu hér að neðan og breyti henni örlítið til að þú sjáir svart á hvítu að ég tala líka fyrir breytingum í MC þær eru bara í allt aðra þveröfuga átt við þínar:

"Hverjir mæta til að keppa í MC? Jú þeir sem eiga bíla sem komast undir 13 sek. Hversu margir MC bílar komast undir 13 sek ? í mestalagi 10 stk. Hvað er þá málið að hinir 50 gömlu Amerísku bílarnir sem eru minna tjúnnaðir sjái einhverja möguleika að vera með. Það allavega koma kannski fleiri en 4 til keppni. Þið hafið engu að tapa allt að vinna. Sláum til og sínum í eitt sinn smá samstöðu og prufum þetta í sumar."

Góðar stundir

Err

---------------------
Sæll Ragnar.

Það má eiða nokkrum dögum í þras um hvað hverjum finnst og benda á allskonar bíla sem gætu hugsamlega mætt og eða hvort ég tala um þig í eintölu eða fleirtölu en þetta snýst ekki um það. Við erum að reyna að vinna í því fyrir KK að uppfæra reglur, stoppa í göt til bóta fyrir KK. Hagsmunir KK hljóta að fara saman með meðlimum KK en menn sem eru að keppa virðast alltaf hafa það eina markmið að reglur henti þeirra eigin tækjum og í hvert sinn þegar það er minnst á reglu breytingu hversu litlar sem þær eru þá er hver hendi upp á móti annarri og eigin samstaða með neitt. MC er örugglega 10 ár+ gamall og árgerð 2000 er gamall bíl en hvenær er hann nægjanlega gamall til að fá aðgang Hverjir mæta til að keppa í MC? Jú þeir sem eiga bíla sem komast undir 13 sek. Hversu margir MC bílar komast undir 13 sek ? í mestalagi 10 stk. Hvað er þá málið að hinir 10 Amerísku bílarnir sem eru nýrri en 90 árgerðin fái að vera með. Það allavega koma kannski fleiri en 4 til keppni. Þið hafið engu að tapa allt að vinna. Sláum til og sínum í eitt sinn smá samstöðu og prufum þetta í sumar.



Kv Ingó
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on December 22, 2008, 20:52:20

Úff

Þið gáfuð upp boltann og báðuð um málefnalegar umræður og ég hef staðið við það. Þú verður bara að sætta þig við að ég er á annarri skoðun en þú um breytingar í MC. Ég er búinn að skýra þær rækilega hér að ofan og sendi KK hugmyndir mínar í fyrra og þær voru ekkert sérstaklega til hagsbóta fyrir mitt tæki (ef þú ert að ýja að slíku í skrifum þínum þá ertu kominn út á hálan ís). Þessi umræða er ekki enþá komin á þrasstigið en hún siglir þangað óðfluga og þessvegna mun ég kæta þig með því að reyna að hemja mig hér eftir á þessum þræði.

Sæll Ragnar

Ekki misskilja mig þú er ávalt málefnalegur og einnig hér að framann. Ég er ekki að höfða sérstaklega til þín hvað varðar að þú sért að hugsa eingöngu um þig heldur er þetta almennt með keppendur.

Jú það er nú tilgangur að kalla fram málefnalega umræðu og einnig það að samfæra men um það að það sem við erum að leggja til eigi rétt á sér og ekki má gleyma því að eingin verður breyting nema að það náist samstaða meðal keppenda.   



En ég óska enn eftir svörum og rökum fyrir hvaða líkur eru á að ný-tryllitækin sæki í MC út frá hugmyndum ykkar.

Við höfum svo sem ekkert fyrir okkur sem tryggir betri mæting í MC. En eftir síðasta sumar lagðist GT flokkurinn nánast af alavega hvað varðar nýlegu Amerísku bílana og við erum að vona að þeir skili sér aftur ef þeir komast inn í MC flokk enda trúlega í besta falli á svipuðum tíma og bestu tímar í MC.

Við erum að reyna að koma einhverjum skurk í umbótum á reglum og þá er því mikilvægt að byrja á MC. Það ræðst að niðurstöðu í MC hvert framhaldið verður með næstu skref Reglunefndar hvað hina flokkana varðar.

Við erum að reyna að búa til flæði þannig að menn geti ávalt byrjað í t.d. MC og síðan haldið áfram í næsta flokk ef menn vilja aka hraðara, einskonar Góður, Betri, Bestur, og í leiðinn tryggja það að bilið á milli flokka sé ekki og langt.

Kv Ingó.


Að GAMNI tek ég að lokum síðustu málsgreinina úr bréfinu þínu hér að neðan og breyti henni örlítið til að þú sjáir svart á hvítu að ég tala líka fyrir breytingum í MC þær eru bara í allt aðra þveröfuga átt við þínar:

"Hverjir mæta til að keppa í MC? Jú þeir sem eiga bíla sem komast undir 13 sek. Hversu margir MC bílar komast undir 13 sek ? í mestalagi 10 stk. Hvað er þá málið að hinir 50 gömlu Amerísku bílarnir sem eru minna tjúnnaðir sjái einhverja möguleika að vera með. Það allavega koma kannski fleiri en 4 til keppni. Þið hafið engu að tapa allt að vinna. Sláum til og sínum í eitt sinn smá samstöðu og prufum þetta í sumar."

Góðar stundir

Err

---------------------
Sæll Ragnar.

Það má eiða nokkrum dögum í þras um hvað hverjum finnst og benda á allskonar bíla sem gætu hugsamlega mætt og eða hvort ég tala um þig í eintölu eða fleirtölu en þetta snýst ekki um það. Við erum að reyna að vinna í því fyrir KK að uppfæra reglur, stoppa í göt til bóta fyrir KK. Hagsmunir KK hljóta að fara saman með meðlimum KK en menn sem eru að keppa virðast alltaf hafa það eina markmið að reglur henti þeirra eigin tækjum og í hvert sinn þegar það er minnst á reglu breytingu hversu litlar sem þær eru þá er hver hendi upp á móti annarri og eigin samstaða með neitt. MC er örugglega 10 ár+ gamall og árgerð 2000 er gamall bíl en hvenær er hann nægjanlega gamall til að fá aðgang Hverjir mæta til að keppa í MC? Jú þeir sem eiga bíla sem komast undir 13 sek. Hversu margir MC bílar komast undir 13 sek ? í mestalagi 10 stk. Hvað er þá málið að hinir 10 Amerísku bílarnir sem eru nýrri en 90 árgerðin fái að vera með. Það allavega koma kannski fleiri en 4 til keppni. Þið hafið engu að tapa allt að vinna. Sláum til og sínum í eitt sinn smá samstöðu og prufum þetta í sumar.



Kv Ingó

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Anton Ólafsson on January 03, 2009, 03:07:51
Það þarf ekki að laga flokkana neitt, það þarf miklu frekar að laga keppnishaldið til að laða keppendur að.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Geir-H on January 03, 2009, 05:00:18
Þessu er ég reyndar sammála,
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on January 03, 2009, 11:35:59
Það þarf ekki að laga flokkana neitt, það þarf miklu frekar að laga keppnishaldið til að laða keppendur að.


Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það þurfi að gera hvort tveggja.
Og ég get ekki séð að það þurfi bara að gera annaðhvort, er það ?

Eðlilega þá hef ég mikið meiri skoðanir á því hvað þarf að gera varðandi 4 cyl bíla.

T.d. eins og reglurnar eru í dag þá er ekki til flokkur þar sem að 4 cyl bíll getur keyrt á race gas t.d.
Nema þá í GF og þá með því að þyngja bílinn um c.a. 200kg
Sama á við Hondurnar, nema þær þyrftu að bæta við sig c.a. 350kg eða svo.
Mér finnst allt í lagi að það séu til flokkar fyrir 3-6 cyl bíla þar þeir eru sammkeppnishæfir og annað en race gas leyft.
Svo eru aðrir hlutir ens og að stock Impresa eða Dodge Neon SRT-4 passi ekki inn í RS flokkinn.
Einnig þá veit ég ekki betur en að það sé ekki til heads up flokkur þar sem að stockish 8 cyl bílar eru samkeppnishæfir.
Svona svo að ég nefni nokkra hluti sem að mér finnst nauðsynlegt að laga.

En ég vil endilega heyra rök fyrir því afhverju ykkur finnst ekki þurfa neinar reglubreytingar ?

kv
Guðmundur
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on January 03, 2009, 13:09:36
Þegar hér er komið sögu er rétt að upplýsa um reglur KK í þessu sambandi:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega  fyrir 5 Janúar hvers árs.

Nefndin skal skipuð minnst  3 og ekki fleirum en 5  mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.

Þessi nefnd skal þar næst að boða til fundar með keppendum í þeim flokkum sem lagt er til að breyta til að rökræða tillögur eftir að fresti til að skila inn tillögum lýkur.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: maggifinn on January 03, 2009, 14:04:01
Þegar hér er komið sögu er rétt að upplýsa um reglur KK í þessu sambandi:


Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega  fyrir 5 Janúar hvers árs.

Nefndin skal skipuð minnst  3 og ekki fleirum en 5  mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn

 Gott að fá þetta fram Raggi. ég sé aðalvandamálin í þessari reglu þær að tíminn frá 5-Janúar til aðalfundar er hvergi nærri nægur til að fá fram málefnalega umræðu um hvað má betur fara í tillögum og því síður nægur til að funda með keppendum og hafa samráð um alla flokka.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Harry þór on January 03, 2009, 14:22:53
Sæl öll. Ég sé nú ekki þörfina á að fá newmc bíla á meðal fornbíla. Er ekki flokkur fyrir newmc í dag? Sammál að keppnishald þarf að laga og fá mc bílana til að mæta. Svavar er á leiðinni :lol:

Afhverju fer ekki newmc í MS frekar, Þar má vera með spólvörn og allskyns tjúnningar.

Látum bara Mc vera í friði.

mbk Harry
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: ÁmK Racing on January 03, 2009, 23:14:35
Hvert á maður að senda reglubreyttingar?Er með hugmynd sem ég vill koma á framfæri.Kv Árni Kjartans
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on January 03, 2009, 23:17:05
reglur@kvartmila.is
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on January 04, 2009, 20:45:28
Sæl öll. Ég sé nú ekki þörfina á að fá newmc bíla á meðal fornbíla. Er ekki flokkur fyrir newmc í dag? Sammál að keppnishald þarf að laga og fá mc bílana til að mæta. Svavar er á leiðinni :lol:

Afhverju fer ekki newmc í MS frekar, Þar má vera með spólvörn og allskyns tjúnningar.

Látum bara Mc vera í friði.

mbk Harry

Sæll Harry


Er þetta málið að halda úti flokk sem 3 mæta í !!!!! er ekki skemmtilegra að reyna að fjölga keppendum!! Eru virkilega svona miklir fordómar hjá ykkur í MC ganavart nýu MC bílunum. Ég verð að játa það að ég hefði haldið að það væri mikilvægt að fjölga keppendum í MC flokknum sem og í öllum hinum flokunum.   

 

MC
             Nafn 1. Keppni 2. Keppni 3. Keppni 4. Keppni 5. Keppni Samtals
MC66    Ragnar S. Ragnarsson
                         121       116          94             96    --      427
MC69    Harry Þór Hólmgeirsson
                           95         74          121           115    --       405
MC70    Smári Helgason
                            0         95           75             0    --              170
MC20    Árdís Pétursdóttir
                           74          0             0             0    --           74

Þetta er frá keppnisárinu 2008.

Kv Ingó.



Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on January 04, 2009, 21:24:40
Sæll Ingólfur


Komdu því inn í hausinn á þér í eitt skipti fyrir öll að við viljum fjölga keppendum í flokknum en eftir allt öðrum leiðum en þú ert að prédika fyrir.

Skrifaðu það í vasabókina þína að miðað við þær reglur sem við teljum skynsamlegar þá munu bílar okkar Harrys ekki verða samkeppnishæfir ef að tímarnir fara niður fyrir veltibogatíma vegna þess að veltibogar munu aldrei verða settir í þá. Þessvegna er ekki hægt að saka okkur um að vera verja eiginhagsmuni.

Mundu það svo örugglega að við teljum líklegra að eigendur Ný-tryllitækja muni frekar vilja keppa í Neo-MC flokki heldur en að eiga það á hættu að láta í minni pokann fyrir fornbílum með fornvélum.


Ásökun þín um fordóma er æðisleg og ég vænti þess að þú sért að tala hér sem reglunefndarmaður fyrir hönd KK.

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Kiddi on January 04, 2009, 21:43:28
við viljum fjölga keppendum í flokknum

(http://www.larryhodgeracing.com/shop/images/3752R.jpg)
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Kiddi on January 04, 2009, 21:46:52
Eða þá öll DOT dekk.... eins og var fyrir nokkrum árum............. þegar mesta þátttakan var #-o

(http://www.mickeythompsontires.com/images/products/et_street.jpg)
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on January 04, 2009, 21:52:10
Sæll Ingólfur

Sæll Ragnar.

Komdu því inn í hausinn á þér í eitt skipti fyrir öll að við viljum fjölga keppendum í flokknum en eftir allt öðrum leiðum en þú ert að prédika fyrir.

Vá frekar dónalegur !! :oops:  

Skrifaðu það í vasabókina þína að miðað við þær reglur sem við teljum skynsamlegar þá munu bílar okkar Harrys ekki verða samkeppnishæfir  Og þið eruð ekki að hugsa um eigin hag ??Er málið að búa til sér flokk fyrir ykkur Harry?

ef að tímarnir fara niður fyrir veltibogatíma vegna þess að veltibogar munu aldrei verða settir í þá. Þessvegna er ekki hægt að saka okkur um að vera verja eiginhagsmuni.

Ég gæti ekki verið mera samála ykkur með það að setja tíma mörk við 11.49 sek.  =D>

Mundu það svo örugglega að við teljum líklegra að eigendur Ný-tryllitækja muni frekar vilja keppa í Neo-MC flokki heldur en að eiga það á hættu að láta í minni pokann fyrir fornbílum með fornvélum.

Það er ekki stefnan að fjölga flokkum

Ásökun þín um fordóma er æðisleg og ég vænti þess að þú sért að tala hér sem reglunefndarmaður fyrir hönd KK.

Ég held að þú ættir að líta í eigin barm. Hlutverk mitt í reglunefnd er að hugsa um hag heildarinnar en ekki hagsmuni einstakra keppenda. Lestu það sem þú skrifar og spurðu sjálfan þig um hvað hagsmuni þú berð í brjóst.

Kv Ingó. :)

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: 1966 Charger on January 04, 2009, 22:36:14
Ingólfur

Ég get ekki útskýrt betur en ég hef gert hverra hagsmuni ég er að hugsa um. Þú verður að eiga það við sjálfan þig ef þú hefur ekki skilið það.

Þú getur svo tekið klappkallinn úr síðasta bréfinu þínu vegna þess að ef þú lest það sem ég hef skrifað á þessum þræði þá tala ég ekki fyrir einhverjum 11.49 takmörkunum í MC. Það er best að þetta sé heads up flokkur þar sem keppendur eiga að reyna að vera eins fljótir og þeir geta/vilja/ mega út frá keppnisreglum.

Góðar stundir

Ragnar  (dónalegasti keppandinn í MC)
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum
Post by: Ingó on January 04, 2009, 22:52:57
Sæll Ragnar.

Klapp kallin er flottur. Ég held að það sé gott að skiptast á skoðunum en næsta mál er að finna tíma til að hittast þ.a.s. keppendur í MC, helst í þessari viku og ræða málinn og í framhaldi af því sjá til hvort það er grundvöllur fyrir einhverjum breytingum í MC.


Kv Ingó ( með það skemmtilega verkefni að verð í reglunefnd ) =D>
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Harry þór on January 05, 2009, 20:37:33
Sæll Ingó. Það var mjög gaman í Mc í sumar. Hefði verið miklu skemmtilegra ef fleiri Mc bílar hefðu mætt. Ég get ekki betur séð en að við séum með flokk fyrir new mc bíla  - MS flokk. Geymum og verndum MC flokk í anda bílana sem þar keppa. þó keppendur hafi verið fáir í Mc var það nú samt flokkurinn sem setti flest íslandsmet í sumar auk sem verðlaun fyrir spyrnu sumarsins fór til keppanda í MC.

Munum það að það eru fullt af MC bílum til og þeir koma einn daginn.

Hvað bíla erum við að tala um sem kæmust í MC eftir breytingar?

Hverjir eru það sem vilja breyta MC ?

Hvað mælir gegn því að þessir new mc bílar sem virðast vera flokkalausir keppi í MS?

mbk Harry Þór

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Þröstur on January 05, 2009, 23:00:12
Sæl öll.
Þessar breytingatillögur frá nefndinni bera vott um skort á framsýni, MC bílum hefur snar fjölgað undanfarin ár þannig að líkurnar
á að menn komi og keppi í óbreyttum MC flokki hafa aukist, en ég er hræddur um að þessar tillögur dragi úr áhuga
þeirra manna sem eiga þessa gömlu bíla.

Kveðja
Þröstur.

Chevelle LS6
12.49 60 fet 1.73


Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Ingó on January 06, 2009, 21:43:23
Sæll Þröstur, Harry,Ragnar og allir hinir.

Eins og við sjáum þetta þá er MC eini flokkurinn sem er fyrir V8 bíla á radial dekkjum. Þetta er aðal atriðið. Það er fjölmargir sem eiga kraftmikla MC bíla nýlega og gamla. Ég skil áhyggur ykkar varðandi nýju bílana en hún er að mínu mati óþörf. Ef menn lesa reglurnar þá sjá menn það að ekki má vera með dry sump olíukerfi, ekki má skipta um spíssa ,ekki má nota blásara eða nos. Þetta útilokar bíla eins og Viper,Corvette C6 Z06 , Cobra Mustangana og ýmsa fleiri ofur bíla. Ef menn skoða flóruna sem eftir standa t.d. Corvette C5 z06 sem er trúlega öflugasti bíllin sem kæmist í MC þá fer standard þannig bíll á 12,5-13 sek. Besti tími sem ég hef náð á rauðu Corvettuni sem et vel heit er 12,28 á radial og af sjálfsögðu ekki með spólvörnina á.

Eru men sem eiga gamla MC bíla með fordóma gagnvart nýu MC ? ég held ekki en menn vilja vita út á hvað málið gengur og það skil ég.

Við erum að stefna á fund með keppendum í MC þ.a.s. eins og hann hefur verið undanfarinn ár. Ég bið ykkur sem hafið áhuga á þessum fundi að senda mér póst með símanum sem ég get náð ykkur í.

Kv Ingó. :)

ing@simnet.is

8970163
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Geir-H on January 13, 2009, 03:50:46
En að einu þessi flokkur heitir MC (Muscle Car) missir hann ekki meininguna ef þýskum og japönskum bílum yrði hleypt þarna inn ég er á báðum áttum með þetta veit ekki hvort að þessi breyting sé til hins betra
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Heddportun on January 13, 2009, 04:47:49
Mér fynnst þetta vera hættulegt með að breyta flokknum og hugsanlega fæla frá gömlu kappana og keppnina milli þeirra

Það er mjög stór aftermarket fyrir þessa nýju bíla með Lsx,Modmotors,Hemi ofl. og fynnst mér ekki rétt að skilja þá útundan,það eru til margir breyttir Late model bílar hérna í smíðum heima sem hafa ekki komið upp á braut eða eru að klárast í sumar

Ég og Geir vorum að spjalla um þetta og Það eru til skemmtilegir flokkar sem væru sniðugt að setja þá í kallast Late Model EFI
http://www.nmcadigital.com/rules/lm_efi.html
http://www.nmcadigital.com/rules/lsx_dr.html


Væri hægt að bæti inn bílum sem eru milli flokka hérna heima t.d 86+ Camaro og þeim.foxbody ect.. Jafnvel þýsku bílunum
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Geir-H on January 13, 2009, 04:49:59
Já mér líst betur á það að setja upp flottan flokk fyrir nýrri bílana heldur en að fara að blanda þeim saman við þá eldri,
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Kiddi on January 13, 2009, 07:29:26
Já mér líst betur á það að setja upp flottan flokk fyrir nýrri bílana heldur en að fara að blanda þeim saman við þá eldri,

Þið munið hvernig GT var áður en honum var breytt :-"
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: baldur on January 13, 2009, 11:08:15
Já mér líst betur á það að setja upp flottan flokk fyrir nýrri bílana heldur en að fara að blanda þeim saman við þá eldri,

Þið munið hvernig GT var áður en honum var breytt :-"

Hmm, endilega minntu mig á það.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Kiddi on January 13, 2009, 11:47:06
Já mér líst betur á það að setja upp flottan flokk fyrir nýrri bílana heldur en að fara að blanda þeim saman við þá eldri,

Þið munið hvernig GT var áður en honum var breytt :-"

Hmm, endilega minntu mig á það.

Það voru engir power adderar og það var einnig bannað að auka slaglengd... Þá var allt morandi í óbreittum 4th gen F-body, mustangs o.fl.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: baldur on January 13, 2009, 12:19:58
Það voru engir power adderar og það var einnig bannað að auka slaglengd... Þá var allt morandi í óbreittum 4th gen F-body, mustangs o.fl.

Jáá, man eftir því, 2003.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: íbbiM on January 13, 2009, 21:36:57
ég man eftir því þegar ég var 14ára og átti 10 ára gamlan mustang, fox boddý af 87árg,og dreymdi um að græja töngina fyrir MC flokk, sem leyfði þá yngst 85árg.
 í
sem að segir manni nú það að það voru nú ekki mjög gamlir bílar sem komust upprunalega í flokkin,  mustanginn var yngri þá, heldur en camaroinn minn er í dag.

auðvitað vilja allir halda alvöru MC flokk, þar sem gamlir snyrtilega græjaðir Muscle cars keppa við hvorn annan,  en ég skil alveg hvað ingólfur er að segja, sportið er búið að vera alveg óhemjudautt núna, og eina mætingin af ráði er á æfingarnar, sem segir manni nú að það er eitthvað að, fyrst að það eru allir til í að koma og keyra, en nánast enginn vill keppa

ég væri vel til í að mæta á mínum camaro í kepni,  en ég vildi þá helst keppa við aðra svpaða bíla,  mér þætti bara gaman að keppa við eldri bílana sem og þá yngri,  maður má mæta með 1st 2nd og 3rd gen í sama flokk, en svo ekki 4th gen,   maður má mæta með 3rd gen upp að 84, en þarf svo að fara í annan flokk ef maður er með 83-92

það sem ég vill hinsvegar ekki er að keppa á móti bíl sem er fjórhjóladrifinn t.d

ég veit ekki hvað það er sem veldur, en það er miklu meiri áhugi fyrir æfingum heldur en kepni, ég t.d hef 0% áhuga á kepnunum, en mæti sem áhorfandi eða keyrandi á nánast hverja einustu æfingu, síðan þær byrjuðu, ég hef engan áhuga á að keppa í kepni, mig langar bara að mæta og keyra og reyna koma bílnum mínum neðar, ekki í kepni við neinn, og ég held að það gildi nú alveg um fleyri en mig,

ég myndi stiðja að MC væri opnaður fyrir amerískum bílum með v8, það verður bara kúl að sjá tjúnaðan 99 camaro vs tjúnaðan 69 camaro..   eða srt8 charger reyna halda í við 66 charger og svo frms,   

þýskir v8 bílar eiga finnst mér ekki heima þarna, þar erum við að tala um eldri bílana sem keyra flestir 14 eitthvað, (E500/M5 540, E420 og flr) og svo yngri bílarnir, sem keyra lágar 12 niður í háar 11(E55 kompr,E60 M5 Rs4 og flr)

ég man ekki eftir mörgum v8 áfturdrifnum japönskum fólksbílum sem heita ekki lexus eða infiniti, ég sé ekki fyrir mér grimma aðsókn að þeirra hálfu

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Moli on January 13, 2009, 21:58:38
Hvernig hefur reglunefnd tekið í að breyta MC flokk þannig að leyfð verði DragRadial dekk og 3" púst, hefur það verið rætt?  :-k

Ég veit amk. fyrir víst um 3-4 keppendur með nokkuð öfluga bíla sem langar til að mæta í MC flokk ef 3" púst og Drag-Radial dekk verði leyfð, alveg er ég viss um að fjölgunin yrði meiri en þá er kominn sú hætta á að bíll detti niður fyrir 11,49 og þurfi þar af leiðandi boga. Þá er spurning um að uppfæra þá reglu, hvort það sé í lagi að miða við 11 sek. eða miða búr við endahraða?
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Kristján F on January 14, 2009, 00:24:31
Hvernig hefur reglunefnd tekið í að breyta MC flokk þannig að leyfð verði DragRadial dekk og 3" púst, hefur það verið rætt?  :-k

Ég veit amk. fyrir víst um 3-4 keppendur með nokkuð öfluga bíla sem langar til að mæta í MC flokk ef 3" púst og Drag-Radial dekk verði leyfð, alveg er ég viss um að fjölgunin yrði meiri en þá er kominn sú hætta á að bíll detti niður fyrir 11,49 og þurfi þar af leiðandi boga. Þá er spurning um að uppfæra þá reglu, hvort það sé í lagi að miða við 11 sek. eða miða búr við endahraða?
Þeir geta mætt í MS og keyrt þar og geymt 3" pústin í pittinum á meðan.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Kristján Skjóldal on January 14, 2009, 09:51:36
af hverju alltaf að ráðast í að breita reglum :!: td MC var sá flokkur sem var skemtilegastur í sumar þó fáir hafi verið =D> en svoleiðis var bara þetta sumar mjög lélegt  :evil:það er td orðinn frétt þegar það gerist sem gerðist í sumar að það voru flestir í OF  #-oþað þíðir að það er eitthvað að og það kemur ekkert MC við bara fólk hafði ekki áhuga á að mæta og ekki vel auglýst vont veður og lélegt keppnishald vegna manleisu og fleira og fleira það koma keppendur ef þetta er allt í lagi og mæta í þessa flokka sem eru til og smíða bila eftir þeim kveðja KS :-#
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: maggifinn on January 14, 2009, 17:40:28
Hvernig hefur reglunefnd tekið í að breyta MC flokk þannig að leyfð verði DragRadial dekk og 3" púst, hefur það verið rætt?  :-kÉg veit amk. fyrir víst um 3-4 keppendur með nokkuð öfluga bíla sem langar til að mæta í MC flokk ef 3" púst og Drag-Radial dekk verði leyfð,

 Hafa ákkúrat þessir 3-4 keppendur svo mikið sem mætt á æfingar? keyrt á þessum dragradial dekkjum sínum? eiga þeir dragradialdekk yfir höfuð? ég leifi mér að efast um það.

Ég minni á að það er enn smá möl sem þarf að keyra á til að komast uppá braut.

Það er alveg nákvæmlega sama hvað gert er og sagt er það eru allstaðar til menn sem þykjast vilja keppa í kvartmílu en segjast ekki geta það vegna þess að þeim er mismunað á einhvern hátt.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Moli on January 14, 2009, 18:04:23
Hvernig hefur reglunefnd tekið í að breyta MC flokk þannig að leyfð verði DragRadial dekk og 3" púst, hefur það verið rætt?  :-kÉg veit amk. fyrir víst um 3-4 keppendur með nokkuð öfluga bíla sem langar til að mæta í MC flokk ef 3" púst og Drag-Radial dekk verði leyfð,

 Hafa ákkúrat þessir 3-4 keppendur svo mikið sem mætt á æfingar? keyrt á þessum dragradial dekkjum sínum? eiga þeir dragradialdekk yfir höfuð? ég leifi mér að efast um það.

Ég minni á að það er enn smá möl sem þarf að keyra á til að komast uppá braut.

Það er alveg nákvæmlega sama hvað gert er og sagt er það eru allstaðar til menn sem þykjast vilja keppa í kvartmílu en segjast ekki geta það vegna þess að þeim er mismunað á einhvern hátt.

Ég ætla nú ekki að nefna einhver nöfn, en einn þeirra var nú þáttakandi í Kvartmílu hér á upphafsárum, reynslumikill og með glæsilegan bíl, búinn að kaupa drag-radial dekk, felgur og frontrunnera að mér best vitandi.

Annar er með nýstrókaða 408 og búinn að eiga drag-radial dekk í  góðan tíma, var keppandi í MC þegar hann var upp á sitt besta.

Einn annar er búinn að skrúfa saman 408 strokerinn sinn, búinn að kaupa felgur ofl, og nær vonandi að klára bílinn fyrir sumarið.

Annar sem er með nýskveraðann Pontiac mótor og Drag-Radial dekkin kominn undir.

Svo væri maður nú ekki að spyrja að þessu nema tilefni væri til!  :wink:
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: maggifinn on January 14, 2009, 18:47:53
Mér sínist þá að það verði metþáttaka í SE eða MS núna í sumar.
í SE eru bannaðir svona stórir mótorar einsog eru leyfðir í MC!
Í SE má vera á dragradíal og með 3" púst!
Í MS þarf pústið ekki einusinni að vera undir,

ég sé ekki þörfina á að taka radíalskylduna úr MC, nema síður sé.
 
einhverjar fornhetjur úr kvartmíluheiminum íslenska sem þróuðu bílana sína útúr MC eiga að taka næsta skref sjálfir og fara í SE. Ekki vera að fara þess á leit við alla aðra að flokkar klúbbsins fari að elta einhverja menn, þessu á neflilega að vera öfugt farið, það erum við keppendur sem eigum að elta línurnar í flokkakerfinu.

Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Moli on January 14, 2009, 19:32:16
Það er enginn að tala um að smíða MC utan um nokkra bíla, þetta var bara hugmynd sem hefur verið nefnd áður.
Ef þeir vilja fara í MS eða SE þá gera þeir það þá bara, ég er samt ekki alveg að fara að sjá það gerast.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: maggifinn on January 14, 2009, 19:54:19
Ef menn hafa á annað borð áhuga á að koma og keppa í kvartmílu á dragradíal með 3" púst þá er vettfangurinn til staðar, meirasegja í tveimur flokkum.
 
 
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Harry þór on January 14, 2009, 23:38:10
Sæll Moli. Þessir bílar sem þú talar um er sniðnir fyrir MS. Hvað er að því þeir keyri MS? það eina sem ég get sett útá MS er dekkjareglan.

mbk Harry
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Moli on January 15, 2009, 00:41:17
Sæll Harry,  :)

Það er svo sem ekkert að því, ekki finnst mér það amk. :) ég var nú bara beðinn um skella inn þessari spurningu til að kanna viðbrögðin. Einhver var að tala um að ástæðan sé sú að þeir finnst þeim ekki vera á nógu samkeppnishæfum bílum til að eiga séns í titil í MS, var ekki Óli "Hemi" að fara einhverjar 10 sek í fyrra þó svo að hafa bara verið með í einni keppni.  :-k Reyndar varð Garðar Íslandsmeistari í MS á skítlágum 12 sek og hann var með í tveim keppnum. Bílarnir sem um ræðir eru allt götubílar sem menn vilja nota í góðviðrisrúntinn, án þess að ég geti svarað fyrir þá að fullu þá getur verið að menn séu mögulega ragir við að þurfa tjúna meira eða setja boga í bílinn, að það sé ástæða þess að vilja komast í MC á drag-radial og með stærra púst. Ef ekki þá er bara valið á milli þess að vera á radial í MC eða á slikkum og með stærra púst í MS.  :wink:
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Kristján F on January 15, 2009, 01:07:15
Bílarnir sem voru í MS í sumar voru að keyra frá 11.40 upp í 13 sek.
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Moli on January 15, 2009, 01:32:08
Ok, gott og blessað, valdið er í ykkar höndum. Ég var bara beðinn um að kasta þessari spurningu hérna inn!  :wink:
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Dodge on January 15, 2009, 19:54:04
Hefur ekki Óli HEMI bara verið að keppa í 60 fetum þangað til hann gæti náð áætluðum tíma, ætlaði að ná einni bunu án þess að setja í hann boga..
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Harry þór on February 03, 2009, 23:03:39
Sæl öll. Hvernig kemur tilllaga um breytingar í MC hljóða eftir yfirferð og fundi reglunefndar með keppendum og öðrum .

mbk Harry Þór
Title: Re: Tillögur að reglubreytingum - MC
Post by: Ingó on February 04, 2009, 15:15:15
Sæll Harry

Flokkurin verður fyrir bíla frá USA V8 allar árgerðir. Hámark vélastærð 515 cid sama og í SE og bannað að nota spólvörn.

kv Ingó.