Author Topic: Tillögur að reglubreytingum - MC  (Read 23714 times)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Tillögur að reglubreytingum - MC
« on: December 20, 2008, 22:41:32 »
Umræður um reglubreytingar eru á fullu þessa dagana og hér og það fyrsta sem að við tókum fyrir er MC flokkurinn og mögulegar breytingar þar.

Við viljum leggja þetta fram hér og óskum eftir málefnanlegri og góðri umræðu, einnig þá viljum við helst fá comment beint á okkur í tölvupósti á reglur@kvartmila.is einnig þá erum allir til í að ræða þetta one on one.

MC flokkur -   Opna flokkinn fyrir bíla framleidda eftir 1985 og leifa innspýtingar.
            Taka út takmarkanir á framleiðslu landi, sem sagt t.d. leifa 8cyl þýska og japanska bíla.
            Ástæðurnar fyrir þessu eru þær að í dag þá eiga stock 8 cyl bílar framleiddir eftir 1985 hvergi    
            heima né heldur 8cyl þýskir og japanskir, einnig þá eru þessir bílar á svipuðu reiki og þeir sem eru í
            MC í dag, taka skal fram að power adders verða ekki leifðir í þessum flokk.

            Flokkurinn verði takmarkaður við bíla sem að þurfa ekki veltiboga og veltibúr
            þeir bílar sem að þurfa eftirfarandi búnað finnst okkur að eigi ekki heima í entry level flokki.


Reglunefnd
Guðmundur Þór Jóhannsson
Gunnar Sigurðsson
Hálfdán Sigurjónsson
Ingólfur Arnarson
Magnús Finnbjörnsson

e-mail reglur@kvartmila.is
« Last Edit: January 05, 2009, 08:31:57 by GummiPSI »
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #1 on: December 20, 2008, 22:56:11 »
Tjah t.d. þá var engum reglum breytt núna fyrir sumarið var það ?

En varla ertu ósammála því að það vanti flokk fyrir lítið breytta 8cyl bíla hvort sem þeir eru Amerískir eða ekki ?

Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #2 on: December 21, 2008, 16:41:46 »
Sælir strákar

Í fljótu bragði sé ég tvennt sem þið þurfið að spá í.

Í 1. lagi þá munu hugmyndir ykkar gera MC að óopinberum index flokki vegna þess að bílar sem ná veltibogatíma verða ekki gjaldgengir í flokknum. Þetta verður því í raun 11.99 flokkur (miðað við núverandi veltibogareglur á vef KK). Þetta þýðir að það verður ekki mikið meiri framþróun í e.t. í þessum flokki sem er ekki gott.  Það á nefnilega að vera hægt að ná lágum 11 og jafnvel háum 10 sekúntum í þessum flokki út frá núverandi reglum. Þeir bílar sem hafa keppt mest í þessum flokki undanfarið eru hvorttveggja þungir og alls ekki tjúnnaðir til fulls miðað við regluheimildir en hafa þó verið í lágum 12. Verði hugmyndir ykkar að veruleika þá tjúnna keppendur bara fyrir 11.99. Þá dregur verulega úr gamaninu fyrir keppendur sem áhorfendur.

Í 2. lagi þá skil ég að þið viljið reyna að opna reglurnar til að fjölga keppendum. Því miður hefur verið fámennt í MC síðustu árin (fjórir bílar s.l. sumar) miðað við gullaldarárin c.a. 2003. Tilraunir til að fá eigendur tryllitækja til að koma í flokkinn hafa ekki gefið neitt af sér. En hér er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að þrengja enn meira reglurnar um hversu mikið má tjúnna til að auka líkurnar á að sá fjöldi lítið tjúnnaðra tryllitækja sem hér eru til mæti. Færa semsagt reglurnar nær búnaði þeirra tryllitækja sem eru á götunum hér. Keppnin skv. þessu yrði líklega jafnari og erfiðara væri fyrir einn keppanda að stinga hjörðina af. Hin leiðin er sú sem þið leggið til.  Ég hef ekki hugmynd um (og ég held að þið vitið það ekki heldur) hvort þá muni fjölga í flokknum. En það er morgunljóst að verði ykkar hugmynd að veruleika þá er þetta ekki lengur MC flokkur. Þetta væri nýr keppnisflokkur vegna þess að þar geta átt heima bílar sem aldrei geta skilgreinst sem tryllitæki/kaggar  (musclecars).  Þetta verður þá einhverskonar klósettflokkur þar sem margskonar bílum er sturtað inn. Hann gæti heitið WC :wink:.

Í fyrra lagði ég nokkra vinnu í að koma til KK hugmyndum um reglubreytingar í MC vegna þess að klúbburinn bauð upp á það. Ég hafði þrennt í huga við þá vinnu: Að gera MC reglurnar einfaldari, að gera keppnina jafnari og að draga úr möguleikum á svindli.  Ég sendi þær til KK en ekkert varð úr breytingum það árið. Þið látið mig bara vita ef þið hafið áhuga á að fá þessar hugmyndir sendar aftur.

Góðar stundir

Ragnar

66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #3 on: December 21, 2008, 17:31:56 »
Sælir Ragnar.

Endilega sendu þessar tillögur aftur á reglur@kvartmila.is því við viljum sjá allt sem að menn hafa áhuga á að breyta.
Varðandi ET þá eru það 11.49, ég veit að það stendur einhversstaðar í reglunum að það sé 11.99 en því var breytt fyrir 2-3 árum skildist mér.


kv
Guðmundur
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #4 on: December 21, 2008, 17:56:59 »
Sælir strákar

Í fljótu bragði sé ég tvennt sem þið þurfið að spá í.

Í 1. lagi þá munu hugmyndir ykkar gera MC að óopinberum index flokki vegna þess að bílar sem ná veltibogatíma verða ekki gjaldgengir í flokknum. Þetta verður því í raun 11.99 flokkur (miðað við núverandi veltibogareglur á vef KK). Þetta þýðir að það verður ekki mikið meiri framþróun í e.t. í þessum flokki sem er ekki gott.  Það á nefnilega að vera hægt að ná lágum 11 og jafnvel háum 10 sekúntum í þessum flokki út frá núverandi reglum. Þeir bílar sem hafa keppt mest í þessum flokki undanfarið eru hvorttveggja þungir og alls ekki tjúnnaðir til fulls miðað við regluheimildir en hafa þó verið í lágum 12. Verði hugmyndir ykkar að veruleika þá tjúnna keppendur bara fyrir 11.99. Þá dregur verulega úr gamaninu fyrir keppendur sem áhorfendur.

Sæll Ragnar.

Það er ekki verið að tala um að banna bíla með búr og boga heldur er verið að miða við að bílar í MC fari ekki á betri tíma en 11,49 sem er viðmið við veltiboga enda er það ekki auðvelt að fara niður í 11,49 á venjulegum radial dekkjum. Við teljum einnig ef einhver smíðar sér MC bíl sem er með boga og getur farið niður í 11,49 má sé það minnsta mála að fara í lágar 10 með því að setja slikka undir. MC er hugsaður fyrir öfluga götubíla á radial dekkjum.




Í 2. lagi þá skil ég að þið viljið reyna að opna reglurnar til að fjölga keppendum. Því miður hefur verið fámennt í MC síðustu árin (fjórir bílar s.l. sumar) miðað við gullaldarárin c.a. 2003. Tilraunir til að fá eigendur tryllitækja til að koma í flokkinn hafa ekki gefið neitt af sér. En hér er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að þrengja enn meira reglurnar um hversu mikið má tjúnna til að auka líkurnar á að sá fjöldi lítið tjúnnaðra tryllitækja sem hér eru til mæti. Færa semsagt reglurnar nær búnaði þeirra tryllitækja sem eru á götunum hér. Keppnin skv. þessu yrði líklega jafnari og erfiðara væri fyrir einn keppanda að stinga hjörðina af. Hin leiðin er sú sem þið leggið til.  Ég hef ekki hugmynd um (og ég held að þið vitið það ekki heldur) hvort þá muni fjölga í flokknum. En það er morgunljóst að verði ykkar hugmynd að veruleika þá er þetta ekki lengur MC flokkur.  Þetta væri nýr keppnisflokkur vegna þess að þar geta átt heima bílar sem aldrei geta skilgreinst sem tryllitæki/kaggar  (musclecars).  Þetta verður þá einhverskonar klósettflokkur þar sem margskonar bílum er sturtað inn. Hann gæti heitið WC :wink:.

Hvað áttu við er  2000 árgerð af Camaro ekki MC bíll? Er 2008 Charger ekki MC bíll ? Er 2005 Mustang ekki MC bíll ? Allir þessir bílar eru með SB á meðan gömlu bílarnir ykkar eru með BB. Viltu ekki keppa við nýja MC bíla? Allavega eru þeir ekki að fara á betri tíma en MC bílarnir í dag. Ég veit ekki til þess að nokkur bíll sem kæmist í breyttan MC farið undir 12,2 sek á radial dekkjum.

KV Ingó. :D


Í fyrra lagði ég nokkra vinnu í að koma til KK hugmyndum um reglubreytingar í MC vegna þess að klúbburinn bauð upp á það. Ég hafði þrennt í huga við þá vinnu: Að gera MC reglurnar einfaldari, að gera keppnina jafnari og að draga úr möguleikum á svindli.  Ég sendi þær til KK en ekkert varð úr breytingum það árið. Þið látið mig bara vita ef þið hafið áhuga á að fá þessar hugmyndir sendar aftur.

Góðar stundir

Ragnar


Ingólfur Arnarson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #5 on: December 21, 2008, 20:58:46 »
Sælir strákar

Það stendur enþá í MC reglunum á þessum vef að 11.99 sé veltibogatími. Ég trúi öllu sem stendur í reglunum  :wink:

Svörin ykkar staðfesta að 11.49 (eða 11.99) verður eins og "index" tími fyrir þennan flokk. Hörku heads up keppni leggst þá af.

Ingó: Samkvæmt bréfinu ykkar munu þýskir og japanskir bílar verða skilgreindir sem musclecars. Over my dead body.

Hvað varðar þá spurningu þína hvort ég vilji ekki keppa við þessa bíla þá er því til að svara að það sem mestu máli skiptir er að fjölga keppendum. Ef þið eruð vissir um að það muni gerast svona þá skuluð þið endilega drífa í þessu.  En ég tel mjög líklegt að eigendur létttjúnnaðra klassískra amerískra tryllitækja munu líklega ekki keppa í slíkum flokki þannig að þessir nýju bílar mundu einfaldlega yfirtaka flokkinn. Það verður nefnilega hægt að ná 11.49 á þeim bílum sem þið viljið opna fyrir í flokkinn miðað við núgildandi útbúnaðarreglur. Tvö orð fyrir þá sem efast: Viper og Corvette. Einnig er nýji Challengerinn að fara á 12.10 með afar litlum breytingum.

Ein hugmynd til að fá ný-kagga á hreinum radialdekkjum til keppni væri að tvískipta þessum flokki í NMC (Neo-Muscle Cars) og CMC (Classic Muscle Cars). Við erum að tala um old school vs new school technology; blöndungar vs innspýtingar, tölvur vs. skrúfjárn. Það er í raun það margt sem greinir þessa bíla að, að rökin fyrir slíkri tvískiptingu eru nokkuð skýr.

Það væri kannski reynandi að sjá hver áhuginn væri á slíkum NMC flokki næsta sumar áður en farið er að hræra í núverandi MC reglum og opna þann flokk fyrir nýjum bílum? 

Góðar stundir

Err
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #6 on: December 21, 2008, 21:02:35 »
Sammála Ragnari í þessu líst miklu betur á þetta heldur en að fara að hræra of mikið í MC
Geir Harrysson #805

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #7 on: December 21, 2008, 22:05:16 »
Sælir strákar

Það stendur enþá í MC reglunum á þessum vef að 11.99 sé veltibogatími. Ég trúi öllu sem stendur í reglunum  :wink:

Sæll Ragnar.

Svörin ykkar staðfesta að 11.49 (eða 11.99) verður eins og "index" tími fyrir þennan flokk. Hörku heads up keppni leggst þá af.

Það verður gaman að sjá það gerast að menn aka á 11,49 ferð eftir ferð lo lo.


Ingó: Samkvæmt bréfinu ykkar munu þýskir og japanskir bílar verða skilgreindir sem musclecars. Over my dead body

Það var rætt sérstaklega þetta með BMW og M Bens og við sáum ekki ógn í þessum bílum og þeir passa eiginlega hvergi en það má deila um það hvort þeir megi vera með í MC.

Hvað varðar þá spurningu þína hvort ég vilji ekki keppa við þessa bíla þá er því til að svara að það sem mestu máli skiptir er að fjölga keppendum. Ef þið eruð vissir um að það muni gerast svona þá skuluð þið endilega drífa í þessu.  En ég tel mjög líklegt að eigendur létttjúnnaðra klassískra amerískra tryllitækja munu líklega ekki keppa í slíkum flokki þannig að þessir nýju bílar mundu einfaldlega yfirtaka flokkinn. Það verður nefnilega hægt að ná 11.49 á þeim bílum sem þið viljið opna fyrir í flokkinn miðað við núgildandi útbúnaðarreglur. Tvö orð fyrir þá sem efast: Viper og Corvette. Einnig er nýji Challengerinn að fara á 12.10 með afar litlum breytingum.

Það er ekki ástæða að hræðast nýju bílana. Ef þú hefur fylgst með upp á braut þá hafa bæði TT C6 Z06 og Viper mætt þangað  og voru að ná best 12,3-13 sek fyrir utan að Viper er V10 sem er ekki löglegt . Miðað við það grip sem er á brautinni og að bílar séu á radial dekkjum þá sé ég ekki að þessir bílar séu að gera eitthvað betri hluti en þið eruð að gera. Það hefur sýnt sig að það er ekki hægt að bera saman tíma á okkar braut og brautum í USA

Ein hugmynd til að fá ný-kagga á hreinum radialdekkjum til keppni væri að tvískipta þessum flokki í NMC (Neo-Muscle Cars) og CMC (Classic Muscle Cars). Við erum að tala um old school vs new school technology; blöndungar vs innspýtingar, tölvur vs. skrúfjárn. Það er í raun það margt sem greinir þessa bíla að, að rökin fyrir slíkri tvískiptingu eru nokkuð skýr.

Old School New School. Er það ekki rétt að það má vera með allt að 560 cic BB í MC það hlýtur að duga á móti SB sem er í öllum bílum af nýrri gerðinni. Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd.

Kv Ingó.
:)

Það væri kannski reynandi að sjá hver áhuginn væri á slíkum NMC flokki næsta sumar áður en farið er að hræra í núverandi MC reglum og opna þann flokk fyrir nýjum bílum? 

Góðar stundir

Err

« Last Edit: December 21, 2008, 22:07:40 by Ingó »
Ingólfur Arnarson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #8 on: December 21, 2008, 23:24:34 »
Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."

Ingólfur,

Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.

Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru  í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni.  Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.

Góðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #9 on: December 21, 2008, 23:30:16 »
Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."

Ingólfur,

Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.

Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru  í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni.  Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.

Góðar stundir

Ragnar

Þennan flokk hefur vantað og væri til að sjá flokk fyrir þessa bíla! Reyna að fá sem flesta af þessum yngri F-Body bíl og Mustang til dæmis!
Geir Harrysson #805

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #10 on: December 21, 2008, 23:39:46 »
Þennan flokk hefur vantað og væri til að sjá flokk fyrir þessa bíla! Reyna að fá sem flesta af þessum yngri F-Body bíl og Mustang til dæmis!

Okkur hefur reyndar ekki mega bæta við flokkum.
En ef það yrði úr að það yrði nýr flokkur þá allavega finnst mér að það megi alls ekki vera eingöngu fyrir USA bíla.
Hvert ættu þá nýlegir 8cyl bílar sem eru ekki smíðaðir í USA að fara .. í enn einn sérflokkinn ?

kv
Guðmundur Þór
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #11 on: December 22, 2008, 00:12:12 »
Þarf ekkert endilega að vera lokað fyrir annað en USA Gummi tók þessa bíl bara sem dæmi, en að fara að opna fyrir þetta í MC finnst mér ekki sniðugt  frekar að gera eins og Ragnar talar um
Geir Harrysson #805

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #12 on: December 22, 2008, 10:34:17 »
Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."

Ingólfur,

Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.

Sæll Ragnar.

Já við erum samála um að það þarf að fjölga keppendum




Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru  í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni.  Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.

Hvaða leið er best!! Eins og MC er í dag þá er hann eingöngu fyrir gömul Amerísk trilli tæki með BB !! það er ekki glæta fyrir menn að mæta með SB ef þeir eiga að eiga möguleika á því að vinna. Þessi flokkur var stofnaður fyrir öll Amerísk trilli tæki sem eru notaðir til götu aksturs! Þessi flokkur var ekki hugsaður fyrir sérsmíðaða götubíla !! Að mínu mati er flokkurinn gal opinn hvað breytingar varðar s.b. 560 cid. Það hlýtur að vera eðlilegt að uppfæra árgerðarmörkinn þar sem það er verið að framleiða nýja MC bíla í dag.

Kv Ingó.
:)


p.s. það er ekki verið að hugsa um að fjölga flokkum !!

Góðar stundir

Ragnar
Ingólfur Arnarson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #13 on: December 22, 2008, 12:03:18 »
Blessaður Ingólfur

Við vitum ekki hvaða leið er best vegna þess að við höfum takmarkaðar upplýsingar um stöðuna núna hvað þá um komandi sumar.

Ég er nú ekki jafnsvartsýnn og þú á að small-block bílar eigi ekki sjens í MC. Með núverandi MC reglum má nota léttan bíl með small-block  með algengar vélarstærðir á bilinu 440-460 ci. Séu slíkar vélar hannaðar frekar fyrir hestöfl en tog (vinna mest á síðari hluta brautarinnar miðað við startið) þá geta þær rústað núverandi MC meti og legið í veltibogatíma.

Ég skil ekki þessa flokkafjölgunarfælni.  Mér finnst alveg  sjálfsagt að fjölga flokkum EF víst er að keppendur koma í þá.

Hálfdán er búinn að vera að þýða flokkareglur frá því elstu menn mældu fyrst 402,33 metra hérna.  Stundum hafa slíkar þýðingar komið vel út en stundum ekki.   En við keppnisflokkareglusmíðar hefur haglabyssuaðferðin stundum verið notuð; það er að þýða fyrst og spyrja svo hvort einhver vilji vera með (skjóta fyrst og skoða svo hvort einhver högl rötuðu á réttan stað).  Hvernig væri að snúa þessu við?  Væri ekki ráð að reglunefndin gerði könnun (ekki nafnlausa) meðal  lesenda þessa þráðar SEM eiga tryllitæki SEM falla utan núverandi MC reglna  OG hafa mikinn áhuga á að keppa um a: Hvort þeir vilja keppa í plain radial flokki og b: Hvort þeir vilji gera það í sérstökum ný-tryllitækjaflokki eða með fornbílunum í MC. Niðurstaða slíkrar könnunnar getur verið upplýsandi og auðveldað reglunefndinni að ákveða hvaða leið er best.


Ég sé hér að ofan að upprennandi racer (Geir) hefur áhuga á þessari umræðu og ég hvet aðra af hans kaliberi til að segja skoðun sína.

Góðar stundir

Err
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #14 on: December 22, 2008, 14:07:59 »
Það hefur nú sýnt sig á þeim könnunum sem hafa verið gerðar hér á spjallinu að þær eru ekki marktækar. Allir ætla alltaf að koma næsta sumar, og skyftir þá engu um hvaða flokk er verið að ræða.

Tilfellið er bara að það er ekki nema örlítil prósenta sem á MC bíla sem eru menn til að keppa. Þið Harry eruð kjarninn, svo eru einhverjir tveir kannski í viðbót.

Þessvegna tel ég að það þurfi að sameina sem mest af tækjum í þá flokka sem geta talist til lítið breittra bíla, annarsvegar átta sylendra afturdrifnir og svo einhver samkreistingur fyrir alla hina.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #15 on: December 22, 2008, 14:22:12 »
Blessaður Ingólfur

Við vitum ekki hvaða leið er best vegna þess að við höfum takmarkaðar upplýsingar um stöðuna núna hvað þá um komandi sumar.

Ég er nú ekki jafnsvartsýnn og þú á að small-block bílar eigi ekki sjens í MC. Með núverandi MC reglum má nota léttan bíl með small-block  með algengar vélarstærðir á bilinu 440-460 ci. Séu slíkar vélar hannaðar frekar fyrir hestöfl en tog (vinna mest á síðari hluta brautarinnar miðað við startið) þá geta þær rústað núverandi MC meti og legið í veltibogatíman.

Sæll Ragnar.

Ég hef ekki orðið var við marga bíla í MC með SB og ég veit ekki til þess að það sé til extra léttir Camaro og Charger þó svo að þeir séu með SB.

Ég get ekki séð hverjir vilji sérsmíða MC bíla á radial dekkjum til að ná niður í 11,49 en þetta hljómar eins og formsatriði hjá þér að gera þetta. Vill þannig til að ég á verulega öfluga TT Corvettu og hún er ókeyrandi  á radial fyrir utan að vera stór hættuleg. Til að ná niður í 11,49 á radial þarf endahraðinn trúlega að vera 130-140 mílur.


Ég skil ekki þessa flokkafjölgunarfælni.  Mér finnst alveg  sjálfsagt að fjölga flokkum EF víst er að keppendur koma í þá.

Varðandi flokkafælni er ekki frekar breytingafælni hjá keppendum í MC?

Kv Ingó.


Hálfdán er búinn að vera að þýða flokkareglur frá því elstu menn mældu fyrst 402,33 metra hérna.  Stundum hafa slíkar þýðingar komið vel út en stundum ekki.   En við keppnisflokkareglusmíðar hefur haglabyssuaðferðin stundum verið notuð; það er að þýða fyrst og spyrja svo hvort einhver vilji vera með (skjóta fyrst og skoða svo hvort einhver högl rötuðu á réttan stað).  Hvernig væri að snúa þessu við?  Væri ekki ráð að reglunefndin gerði könnun (ekki nafnlausa) meðal  lesenda þessa þráðar SEM eiga tryllitæki SEM falla utan núverandi MC reglna  OG hafa mikinn áhuga á að keppa um a: Hvort þeir vilja keppa í plain radial flokki og b: Hvort þeir vilji gera það í sérstökum ný-tryllitækjaflokki eða með fornbílunum í MC. Niðurstaða slíkrar könnunnar getur verið upplýsandi og auðveldað reglunefndinni að ákveða hvaða leið er best.


Ég sé hér að ofan að upprennandi racer (Geir) hefur áhuga á þessari umræðu og ég hvet aðra af hans kaliberi til að segja skoðun sína.

Góðar stundir

Err

Ingólfur Arnarson

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #16 on: December 22, 2008, 14:36:51 »
Sælir félagar!

Það er jákvætt að skoða málin og velta vöngum – en til að koma með jákvæða gagnrýni þá finnst mér persónulega kannski eitt vera að gleymast í þessum hugleiðingum með að fá inn fleiri keppendur.

Þar á ég við keppnishaldið sjálft. Það er ansi margt sem má laga, breyta og bæta í undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni af svona viðburðum sem ætti að verða til þess að menn myndu vilja keppa. Ég er allavega sannfærður að það myndi skila fleiri keppendum að hafa keppnishaldið meira „pro“ en að fara að hræra í núverandi flokkum eða bæta við – meðan ekki eru komnir fleiri keppendur.

Bestu kveðjur!
Björgvin

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #17 on: December 22, 2008, 15:06:47 »
Það er fínt að koma með nýja flokka til að breyta til og reyna að opna þetta aðeins nýliðum - Fækka reglum

Væri gaman að sjá FWD,RWD og AWD flokka sem og sér FI - N/A flokka
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #18 on: December 22, 2008, 16:07:21 »
Það er fínt að koma með nýja flokka til að breyta til og reyna að opna þetta aðeins nýliðum - Fækka reglum

Væri gaman að sjá FWD,RWD og AWD flokka sem og sér FI - N/A flokka

 Með þessum litlu breitingum yrði MC fyrir lítið breytta afturdrifna N/A V8 bíla.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Tillögur að reglubreytingum
« Reply #19 on: December 22, 2008, 17:33:50 »
Smári fyrrum methafi er með 427 smallblock, tvíka hana aðeins til, setja í fox töng með góða fjöðrun og verka úr henn vigt eins og má samkvæmt reglum þá dettur hann í boga tíma.

Hvað með flokkana sem þessir nýlegu hafa verið að keppa í? Hafa þeir ekki sloppið í GT flokk hingað til? ég lifði alltaf í þeirri trú að GT hafi verið ætlaður akkúrat fyrir þessa bíla en hafi óvart orðið lancer flokkur í stað RS sem var aftur smíðaður í það. væri ekki vit að stokka upp og laga til þarna frekar?
Tekið skal fram að ég hef ekki lesið reglurnar í þessum flokkum enda á milli, enda hefur maður tæplega geð á því að scrolla í gegnum þessar regluflækjur nema maður sé að fara að keppa í viðkomandi flokk.
Svo kannski er ég bara að vaða steypu, in which case just ignore me :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is