Sælir félagar.
Það er rétt hann Palli á SC Birdinn ennþá.
Hann er þriðji eigandi að bílnum og bíllin hafði aðeins verið keyrður um 40K kílometra þegar við fluttum hann inn.
Það fóru í honum heddpakkningar og þar sem að það er töluvert mál að skipta um þær þá ákvað hann að kaupa nýuppgerðann mótor sem er loksins núna kominn í hús (það er erfitt að fá SC mótora).
Það þarf að færa yfir blásarann, soggrein og olíupönnu, sem er verið að gera.
Það ættu að vera til mun fleiri svona bílar, ég veit að Ingó flutti inn þrjá eða fjóra svona SC Thunderbird bíla.
Þetta eru rosalega skemmtilegir bíla og Palli fór í háar 15 sek á sínum standard 1700kg bíl.
Þessir bílar voru framleiddir á árunum 1988-1995.
(Mynd tekin af síðunni:
http://www.sccoa.com/Þetta er góð síða til að lesa sig til um þessa bíla.