Þessi guli er, ef ég man rétt, sá ljósblái í dag og ég man að sú kjaftasaga gekk að hann færi kvartmíluna á ca. 15 sek. á skeiðklukku (það var áður en brautinn var byggð) en með standard 289 þá kalla ég hann góðann að nálgast 16 sek.
Þetta var á þeim árum þegar menn reyndu ýmislegt t.d. man ég eftir 4 dyra Volvo sem ætlaði augljóslega að steykja alla hina og mætti með heimasmíðaðar skóflur úr járni (ekkert gúmmí).
Síðan setti hann B18inn á yfirsnúning og þegar 1. gírinn var kominn á enda var skipt í 2. en þá dó B18 eiginlega og á miðri brautinni skipti hann niður í 1. aftur til að geta klárað, hann sást ekki aftur á brautinni.