Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on September 22, 2007, 01:08:47

Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Moli on September 22, 2007, 01:08:47
Þessar eru teknar ári áður en ég kem í heiminn, upp á dag! 8)
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Moli on September 22, 2007, 01:09:31
Meira! 8)
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on September 22, 2007, 16:43:46
Algóður þessi Station Ford.. Var ekki verið að minnast á einhvern Gulan ford station í öðrum þræði hérna?
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Steinn on September 22, 2007, 17:58:04
Þetta er sami bíllinn. Ford Farline 500 árg 67 sem var í eigu Jóns Jónssonar.
Þess hins sama og breytti Challanger í olíubrennara :lol:
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Steinn on September 22, 2007, 18:05:13
Þetta er sami bíllinn. Ford Farline 500 árg 67 sem var í eigu Jóns Jónssonar.
Þess hins sama og breytti Challanger í olíubrennara :lol:
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Skúri on September 23, 2007, 14:46:59
Flottar myndir Moli. Seinni sandspyrnu myndaserían er alveg örugglega tekinn ´78. Ég man vel eftir þessum bílum þá. Það er alltaf gaman að sjá gömlu Kryppuna hans Dadda í aksjón ,eins gaman að sjá Spörfuglinn, en hann stendur inní skúr hjá vinnufélaga mínum í dag.

Kv Kristján Kolbeinsson
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Gummari on September 23, 2007, 15:43:29
spörfuglinn :?: er það sunbeaminn svarti
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Skúri on September 23, 2007, 15:49:40
Já það er Sunbeaminn. Mig minnir reyndar að hann hafi nú ekki getað mikið gamla daga, var svona frekar eftir líking af Kókosbollunni.

Kv. Kristján Kolbeinsson
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Kristján F on September 23, 2007, 17:43:54
Gaman að þessum myndum. Höfum ekki séð þessa af Kryppunni áður en Sunbeaminn þarna kom úr Kópavoginum og eigandinn á þeim tíma var Rögnvaldur Pálmason.Spörfuglinn átti Páll Hreggviðsson. Skoðið þennan gamla þráð http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7508&highlight=sp%F6rfuglinn
Title: sandspyrna
Post by: Harry þór on September 23, 2007, 18:39:40
Sæl öll. Þessar sandspyrnumyndir eru teknar 1980 , sigurvegari í flokki A , Chevelle 396 - Harry og Friðbjörn.

harry
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Moli on September 23, 2007, 18:44:42
Quote from: "Skúri"
Flottar myndir Moli. Seinni sandspyrnu myndaserían er alveg örugglega tekinn ´78. Ég man vel eftir þessum bílum þá. Það er alltaf gaman að sjá gömlu Kryppuna hans Dadda í aksjón ,eins gaman að sjá Spörfuglinn, en hann stendur inní skúr hjá vinnufélaga mínum í dag.

Kv Kristján Kolbeinsson


jújú, passar, fyrstu 4 eru teknar 25.05.80 en síðustu 3 myndirnar 03.09.78. Sá það þegar ég kíkti aftan á þær því þær voru í sama albúmi! :wink:
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Bannaður on September 23, 2007, 20:43:56
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/2348.jpg)

Þarna á þessum gula ford var Helga Hlyns sem var jafnframt eigandi.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Gummari on September 23, 2007, 22:20:04
eitthvað virðist ekki mjög skýrt hvað spörfuglinn er sunbeam eða mg midget sem rætt er um í þræðinum sem Kristjan setti inn :-k
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Kristján Skjóldal on September 23, 2007, 22:34:43
hljóðkerfið er geðveigt :D
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: GunniCamaro on September 25, 2007, 12:58:48
Þessi guli er, ef ég man rétt, sá ljósblái í dag og ég man að sú kjaftasaga gekk að hann færi kvartmíluna á ca. 15 sek. á skeiðklukku (það var áður en brautinn var byggð) en með standard 289 þá kalla ég hann góðann að nálgast 16 sek.
Þetta var á þeim árum þegar menn reyndu ýmislegt t.d. man ég eftir 4 dyra Volvo sem ætlaði augljóslega að steykja alla hina og mætti með heimasmíðaðar skóflur úr járni (ekkert gúmmí).
Síðan setti hann B18inn á yfirsnúning og þegar 1. gírinn var kominn á enda var skipt í 2. en þá dó B18 eiginlega og á miðri brautinni skipti hann niður í 1. aftur til að geta klárað, hann sást ekki aftur á brautinni.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Skúri on September 25, 2007, 13:27:31
Þetta er allt að ryfjast upp fyrir manni. Ég man vel eftir þessum Volvo, þetta var örugglega í sömu keppni og pabbi keypti í og vann 4 sílendra flokkin á gamla brúna Escortinum sem hann átti með því að leggja einmitt Volvo. Þetta var nú í eina skiptið sem hann var keppandi en ekki starfsmaður á keppni, þetta var ´79. Það væri gaman ef einhver ætti mynd af honum í keppninni.

Kv. Kristján Kolbeinsson
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Ramcharger on September 25, 2007, 14:17:56
Hvaða tegund er þessi rauði sem stendur á nefinu
með þessi svaðalegu sílsapúst 8)
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Ramcharger on September 25, 2007, 14:24:12
Er þetta Olds þarna :?
Upphækkun dauðans
og sílsapúst :smt118
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: GunniCamaro on September 25, 2007, 14:49:01
Ég held að þetta sé Pontiac Tempest 63-65 eða eitthvað líkt, á þessum árum var ekki verið að vinna í veggripinu heldur var "upphækkun dauðans" framkvæmd, breið dekk undir og síðan reynt að spóla sem lengst og það voru nokkrir sem voru svo mikið hækkaðir (man einhver eftir hvíta Coronetinum?) að þeir gátu næstum því runnið sjálfir í gang.
Þegar ég fór með Camaroinn minn á  BA bílasýninguna 1987 var ég að leika mér að spóla áður en hann var settu í gám og fluttur suður og þá sögðu Akureyringarnir að þetta væri enginn framistaða hjá mér, þeir sögðust byrja hér og spóla alla leið þangað og bentu eitthvað lengra.
Ég sagði þeim að fyrir sunnan reyndu við að vinna í gripinu til að minnka spólið en svona var þetta á þeim tíma á Akureyri.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Ramcharger on September 25, 2007, 15:43:17
Jú ég man eftir þeim hvíta 8)
Sá hann fara eitt skiftið upp
hverfisgötuna í hvínandi spóli :twisted:
Þetta var "83
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: 1966 Charger on September 25, 2007, 16:23:27
Þessi rauði með brekkustartaranum er ekki Pontiac heldur Oldsmobile (Starfire?).  Hann var með 455 vél (jafnvel úr Buick) þegar ég tók þessa mynd á bílasýningu BA 1978.  Mig minnir jafnvel að sá sem átti hann þá hafi verið Elliðason og síðar átt þennan gráa og svarta Camaro sem er til umræðu á öðrum þræði.

Err
Title: 455 BUICK
Post by: johann sæmundsson on September 26, 2007, 01:25:00
Mig minnir að þeir  Elliða bræður hafi verið með BUICK, og eigandinn
að þessum Viðar Elliðason (kenndir við ElliðaRúllur)(Handrærarúllur).
Viðar átti þennan bíl nokkuð lengi, ég held að hann sé en til samkvæmt
öðrum þráði var verið að tala um svona bíl

Vona að þetta svari einhverju.

kv. joi
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: motors on September 26, 2007, 01:49:13
Hvíti Coronetinn var nokkuð seigur í þá gömlu" góðu daga"Fór 13.7xxx í spóli og vitleysu og á Cooper cobra dekkjum eða einhverju álíka,og já hann var vel hár að aftan,held hann sé hjá Gulla á Flúðum. :)
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Boggi on September 26, 2007, 13:34:02
Quote from: "GunniCamaro"
Þessi guli er, ef ég man rétt, sá ljósblái í dag og ég man að sú kjaftasaga gekk að hann færi kvartmíluna á ca. 15 sek. á skeiðklukku (það var áður en brautinn var byggð) en með standard 289 þá kalla ég hann góðann að nálgast 16 sek.
Þetta var á þeim árum þegar menn reyndu ýmislegt t.d. man ég eftir 4 dyra Volvo sem ætlaði augljóslega að steykja alla hina og mætti með heimasmíðaðar skóflur úr járni (ekkert gúmmí).
Síðan setti hann B18inn á yfirsnúning og þegar 1. gírinn var kominn á enda var skipt í 2. en þá dó B18 eiginlega og á miðri brautinni skipti hann niður í 1. aftur til að geta klárað, hann sást ekki aftur á brautinni.


Ég er nokkuð viss um að sá guli sé ónýtur. Ég á ljósbláan Country sedan 1967 sem ég hugsa að þú sért að meina, þetta eru tveir aðskildir bílar. Sá blái hefur alla tíð verið með 390 cu.

Kveðja Boggi
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: GunniCamaro on September 26, 2007, 21:16:02
Sorrý klikkaði aðeins á þessu með langbakana, ekki nema von að maður ruglist aðeins, þetta var rétt uppúr miðri síðustu öld.
Ég var vitni að því þegar umræddur hvítur Coronet tók stangarstökk upp á braut þegar skiptingin sprakk hjá honum út í enda en sem betur fer fór hann ekki út af.
Upphækkunin aftan á honum var aðalega framkvæmd með loftdempurum en þeir voru vinsælir á þessum árum til að framkvæma upphækkum.
Á þessum árum þótti ekkert að því að kalla bílinn sinn gælunöfnum t.d. "hvíti stormsveipurinn", "guli tyggjópakkinn" eða "bláa drottningin".
Ætli það kæmi ekki bros á menn ef einhverjir í dag mundi kalla bílanna sína slíkum nöfnum.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 26, 2007, 21:27:58
var bíll sem var kallaður guli tyggjópakkinn?
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on September 26, 2007, 21:31:31
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Einar Birgisson on September 26, 2007, 21:35:34
Toni, þetta er ekki sá eini sanni "Guli tyggjópakkinn" það var 60s something station Coronet 318.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 26, 2007, 21:36:14
er þetta ekki 1970 Plymouth Fury?
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on September 26, 2007, 21:38:52
Var ekki þessi líka kallaður tyggjópakkinn?
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 26, 2007, 21:40:14
er hann til enþá? flott innrétting
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Einar Birgisson on September 26, 2007, 21:40:34
Eftirherma, það var bara 1.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: GunniCamaro on September 26, 2007, 23:01:48
Talandi um innréttingarnar, það er nú alveg sér kafli þessar "´70 tís and '80 tís" innréttingarnar, ég man eftir ´68 camaro hérna fyrir sunnan sem var með GÆRUSKINNSINNRÉTTINGU hugsið ykkur, svertingjarnir í Harlem hefðu ekki haldið vatni yfir þeim.
Svo þessar plussuðu innréttingar með rauðbleika litinum sem voru eins og innréttingar í lélegri klámm....... hóst hóst :oops:  ég meina í listrænum myndum og þær finnast enn í bílum.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on September 26, 2007, 23:03:01
hér er ein góð
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 26, 2007, 23:04:43
hef séð einn Pontiac með svona blárri innréttingu
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: cv 327 on September 26, 2007, 23:09:41
Hér er einn sem er ennþá í minni eigu.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Damage on September 26, 2007, 23:25:21
bláa vettan er líka með svona innréttingu
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 27, 2007, 10:44:10
hvaða vetta?
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Kristján Skjóldal on September 27, 2007, 12:15:31
sú eina sem er plusuð  :roll:  sem betur fer :D
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: GunniCamaro on September 27, 2007, 13:12:56
Þessi Corvette með plussinu er mjög merkileg því hún er, ef ég man rétt, fyrsta og eina árgerðin af 3. kynsl. (C3 1968) blæju beinskipt með orginal 427 vélinni þannig að hún er ekkert smá merkileg fyrir þá sem eru fyrir orginalinn.
Hún er, fyrir utan þessa innréttingu, aðeins breytt t. d. með breyttan framenda frá Eckler sem er Corvettu breytingarfyrirtæki í USA en þessi framendi var settur á hana í kringum 1980? þegar það var verið að gera hana upp eftir ákeyrslu.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: keb on September 27, 2007, 13:17:10
Quote from: "GunniCamaro"
Þessi Corvette með plussinu er mjög merkileg því hún er, ef ég man rétt, fyrsta og eina árgerðin af 3. kynsl. (C3 1968) blæju beinskipt með orginal 427 vélinni þannig að hún er ekkert smá merkileg fyrir þá sem eru fyrir orginalinn.
Hún er, fyrir utan þessa innréttingu, aðeins breytt t. d. með breyttan framenda frá Eckler sem er Corvettu breytingarfyrirtæki í USA en þessi framendi var settur á hana í kringum 1980? þegar það var verið að gera hana upp eftir ákeyrslu.


Var ekki þessi Corvetta 1969 ?
og það er eins og mig minni að hún hafi komið upphaflega með 350 og 427 hafi verið sett í hana í uppgerð eftir umferðaróhapp en vonandi er það rangt.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Ramcharger on September 27, 2007, 13:35:13
Það situr ansi fast í mér að hún sé "68 :roll:
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 27, 2007, 13:39:38
er til mynd af vettunni?
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on September 27, 2007, 13:40:28
Hún er allavegana skráð 69
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Skúri on September 27, 2007, 13:43:57
Það er rétt held ég hjá Gunna að þetta er ´68 módelið, fyrst árgerð með þessu útliti. Það er gaman að segja frá því að Jói notaði gamlar ál krónur sem skinnur undir skrúfurnar sem halda samstæðunniog ástæðan fyrir pluss klæðninguni er sú að innréttinginn var svo illa farinn að Jói læt klæða allt að innan með plussi, ef ég man þetta rétt, pabbi var nefnilega með Jóa í húsnæði í gamla daga þegar hann var að græa Corvettuna. Þetta er lang flottasta Corvettan hérna heima að mínu mati.

Kv. Kristján K
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on September 27, 2007, 13:51:43
1969 Chevrolet Corvette Convertible
1   Line   Chevrolet
94   Series   Corvette 8 Cyl.
67   Body   Convertible 2-Door
9   Year   1969
S   Assembly   St. Louis, Missouri
731453   Serial   731453
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Skúri on September 27, 2007, 13:53:12
Rétt skal vera rétt. :D

Kv. Kristján K
Title: corvette
Post by: Harry þór on September 27, 2007, 18:17:33
Hæ, þessa Corvette er orginal 427 og er örugglega 1969, lenti í árekstri á Nýbýlavegi og gæinn skildi hann eftir og er búinn að vera á röltinu síðan.
Þessi náungi vann í Stálvík og kom einhverju sinni í heimsókn í Búkkastaði og bauð mér í bíltúr,fór upp á Kanaveg og tryllti í áttina  til Keflavíkur og ég er en að jafna mig eftir þann bíltúr og hef ég nú reynt ýmislegt um ævina. :roll:

kv Harry
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: JONNI on September 27, 2007, 19:35:44
Þetta er 1969 L36 390 HP 427 4 speed original var hann lemans blár.

Heill og góður bíll.

Þótt svo að innréttingin mætti fjúka að mínu mati :shock:

Kv,

Jonni
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Bannaður on September 27, 2007, 19:49:40
þessi innrétting [-X
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Kristján Skjóldal on September 27, 2007, 20:04:37
hvaða svona var þetta bara og er öruglega að koma aftur :roll:  :lol:
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 27, 2007, 20:57:53
er ekki svakalegt mál að plussa svona að innan?
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: JONNI on September 27, 2007, 21:31:23
Jú Edsel menn voru ekkert að láta þetta vefjast fyrir sér í þá daga, plussað að innan hægri vinstri, custom paintjobb (misgóð) byggt yfir pickup bíla og hvað nú eina.....................
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 27, 2007, 21:47:01
það sem var gert í denn, vildi að ég hefði fæðst 30-40 árum fyrr :smt089  :smt089  :smt010  :smt010
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: JONNI on September 27, 2007, 21:49:33
nei er það þá værirðu orðinn hundgamall í dag............... 8)
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: ljotikall on September 27, 2007, 22:38:53
myndi halda ad það se betra ad vera hundgamall og muna góða tíð en vera ungur nuna... ekki mikið um spennandi hluti i dag :evil:
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Zaper on September 27, 2007, 22:45:00
flestir svona alvöru kaggar sem hafa verið hér heima hafa gengið í gegnum plus
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: edsel on September 27, 2007, 23:13:15
ekkert spennandi fyrir mig að gera í dag, vildi að núna væri árið 1982
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Leon on September 29, 2007, 13:37:50
Quote from: "Skúri"
Það er rétt held ég hjá Gunna að þetta er ´68 módelið, fyrst árgerð með þessu útliti. Það er gaman að segja frá því að Jói notaði gamlar ál krónur sem skinnur undir skrúfurnar sem halda samstæðunniog ástæðan fyrir pluss klæðninguni er sú að innréttinginn var svo illa farinn að Jói læt klæða allt að innan með plussi, ef ég man þetta rétt, pabbi var nefnilega með Jóa í húsnæði í gamla daga þegar hann var að græa Corvettuna. Þetta er lang flottasta Corvettan hérna heima að mínu mati.

Kv. Kristján K

Talandi um flottar vettur þá er þessi bláa mjög flott, en mér finnst þessar tvær flottari en þær er hér á klakanum.
1960
(http://spjall.kruser.is/files/picture_006_299.jpg)
1964
(http://spjall.kruser.is/files/064_258.jpg)
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Sigtryggur on September 29, 2007, 14:28:18
Þessi neðri væri góð ef þessum negrafelgum væri skift út fyrir 15" og alvöru gúmí!!
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Leon on September 29, 2007, 14:46:22
Quote from: "Sigtryggur"
Þessi neðri væri góð ef þessum negrafelgum væri skift út fyrir 15" og alvöru gúmí!!

Það á víst að skipta þeim út en fyrir hvað kemur bara í ljós 8)
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on October 09, 2007, 10:56:59
Er þetta ekki Jak?
Eða er þetta einhver varnaliðs bíll?
Sýnist númmerið vera JO.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Anton Ólafsson on October 10, 2007, 18:16:21
Veit enginn hvort þetta sé hún?

Vettan er búinn að vera á R48235 Síðan 76, en  hún er nýskráð á íslandi 1973,
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Kristján Skjóldal on October 10, 2007, 19:02:09
þetta hlítur að vera hún eru það voru öruglega ekki margar svona 69 vettur á skerinu og hvað þá með tusku topp
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Gummari on October 10, 2007, 23:18:35
komu kanarnir ekki stundum á rúntinn líka af vellinum hef heyrt bæði af shelby og boss 429 í den   :roll:
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Kiddi on October 10, 2007, 23:46:00
Quote from: "Gummari"
komu kanarnir ekki stundum á rúntinn líka af vellinum hef heyrt bæði af shelby og boss 429 í den   :roll:


Plum crazy HEMI 426 Challenger líka :!: Erfitt að trúa en staðreynd..
Title: Sunbeam Alpine 1965 ekki MG
Post by: Rögnvaldur Pálmason on December 26, 2007, 22:56:59
Smá SUNBEAM fróðleikur frá fyrstu hendi. Kannast ekki við spörfugls nafnið en Sunbeam okkar Jón Þórs Sigurðssonar er þarna að stilla upp við hliðina á kryppuni hans Dadda. Við hentum bílnum í kringum 1981 og hann var í orðsins fyllstu merkingu lagður til hvílu en þó ekki í vígðri mold. Hentum honum inn í sandgryfjum í Kópavogi.  Það var náttúrulega kókosbollan sem gerði góða hluti . Hvar ætli hún sé niðurkominn ? Einnig var Austin Healy sem að mig minnir að Geiri  " spíri " hafi átt. Sá hann einu sinni í skúr fyrir svona 27 árum eða svo. Gaman að fylgjast með þessu spjalli. Kveðja Rögnvaldur Pálmason.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: 66MUSTANG on December 28, 2007, 09:08:27
Kókosbollan er held ég í bílskúr á Ísafyrði.
Title: Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Post by: Moli on December 28, 2007, 18:09:19
Quote from: "66MUSTANG"
Kókosbollan er held ég í bílskúr á Ísafyrði.


Síðast þegar ég vissi var hún þar.

Quote from: "GGe"


Innlegg: 04-18-2004 20:57  

Sælir, pabbi minn á núna kókósbolluna og hefur átt hana í 12ár núna. Hún er ekki til sölu og verður ekki til sölu næstu ár. Ætlunin var að setja í hana annaðhvort volvo vél, man ekki úr hvernig volvo, en hún er tæp 200hö. Reyndar er líka í myndinni að fá 320ha vél úr 3000GT og setja í hann. Með þeirri vél er hann um 700kg og ætti þetta power að skila svona litlum bíl áfram