Sæl öll. Einum 68 -69 GTO man ég eftir sem Gunnar Dungal í Pennanum átti og seldi bróður mínum. Hann var rauður með hvítum eða svörtum vinyl top - hvitur að innan og með snúningsmæli á húddinu og his/her skiftir - þetta var bíll með öllu.Það væri gaman ef einhver ætti mynd.
kv Harry
Harry.
Þessi var ´68 árg og var á Ísafirði ca´75 í eigu Jóns Jónssonar útgerðarmanns. Synir hans Mulli og Þröstur voru oft á honum , virkaði allsvakalega. Sagt var að einhver á Akureyri hefði flutt hann inn, gott ef Kennedy bræðurnir voru ekki orðaðir við það. Vinur minn reif úr honum innréttinguna ofl, áður en hann fór í pressuna. Einn alfallegasti GTO sem til landsins kom