Það er gaman að sjá loksins mynd af þessum,þennan hef ég oft ætlað að ræða um hér á spjallinu.Þessi bíll og einn af eigendum hans,bera beint og óbeint ábyrgð á áhuga mínum á amerískum kraftaköggum.Hér á árum áður,sennilega kringum ´74-´76 birtist þessi bíll á bílastæðinu við Grenigrund 6 í Kópavogi þar sem ég bjó sem gutti,hann var þá blár.Í húsinu bjó ungur maður að nafni Stefán Ragnarsson ásamt foreldrum sínum og yngri systrum,hann hefur þarna verið rétt innan við tvítugt að ég held.Stefán keyfti í félagi við móður sína nýlegan Fiat af minnstu sort þegar hann fékk bílprófið,en einhvernveginn hefur honum tekist að véla þá gömlu til að skifta honum upp í Camaroinn nokkrum misserum seinna.Bílskúr þarna við húsið hafði Stefán til umráða,og voru þar oft margir mótorhausar að dunda í þeim bláa sem og öðrum bílum og mótorhjólum.Þarna var yfirleitt Eiríkur Friðriksson,betur þektur sem Eiki kokkur,en þeir Stefán voru bræðrasynir.Stefán tók þátt í einni af fyrstu,ef ekki fyrstu,sandspyrnukeppnum Kvartmíluklúbbsins og bar þar sigur úr býtum í sínum flokki.Ég man eftir að hafa séð í blaðaumfjöllun um keppnina,að hann hafði tapað fyrstu ferð í úrslitum,en í næstu hefði hann ekki komið bílnum í 1.gír svo hann varð að taka af stað í 2.og hentaði það svona helv. vel að hann hafði sigur.Sennilega hefur verið verðlaunafé á þessum tíma því hann sagði mér á sínum tíma að hann hefði keyft dekk og hjólkoppa undir Camaroinn fyrir verðlaunin,sýnist mér það vera sömu kopparnir og eru undir honum á myndinni hér að ofan.Undir þessum bíl sá ég í fyrsta skifti "breið dekk" sennilega verið Maxima 60 sem kunningi hans lánaði honum,og þótti mér þetta ógurlega flott.Nokkru seinna var Camaroinn settur inn í skúr og farið að undirbúa fyrir málningu,sett á hann "scoop" og "spoiler" að aftan,síðan málaður grænn og svartur.Á einhverjum tímapunkti missti ég sjónar á þessum bíl,en tel mig hafa séð hann nokkrum árum seinna á Nýbýlaveginum í Kópavogi og á þeim tíma málaður hvítur.Ég sá fyrir nokkrum árum myndir frá umræddri sandspyrnu,og sást þar prófílmynd af þessum Camaro og sáust þar greinilega "rally sport"stafir á frambrettinu aftanverðu,þannig að ég geng út frá því að um original RS bíl hafi verið að ræða.Enn allnokkrum árum seinna var á ferðinni hér í bæ hvítur ´69 RS Camaro,orðinn allhrörlegur og sást standa hér og þar bilaður,þessi var á þess tíma "utanbæjarnúmerum" gott ef ekki U-númeri.
Ég hef á tilfinningunni að hér hafi ég verið að fjalla um hvíta Camaroinn sem var sagt frá á öðrum stað hér á spjallinu fyrir skömmu,að hafi verið rifinn fyrir austan.