Author Topic: Á bílasölunni...  (Read 100161 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Á bílasölunni...
« on: September 22, 2007, 00:23:26 »
Jæja Camarofræðingar.  Hvað vitið þið um þennan?
Myndin er frá '77-'78.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #1 on: September 22, 2007, 00:24:22 »
Tja..... handskrifuðu athugasemdirnar segja "AK bíll"?

kv
Björgvin

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #2 on: September 22, 2007, 00:28:54 »
Jamm.  Þessi bíll var í höfuðstað Norðurlands stuttan tíma og þá í eigu Steina stúku.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Á bílasölunni...
« Reply #3 on: September 22, 2007, 00:52:22 »
jaa.. er þetta ekki RS merki í grillinu? er þetta núverandi HUNTS?
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Robbi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 161
  • Verðugt verkefni í skúrnum........
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #4 on: September 22, 2007, 10:34:39 »
er hunts camaroinn orginal rs
Róbert Hjörleifsson
enduro@hive.is
661-9292
barracuda notchback 1968

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
RS Camaro
« Reply #5 on: September 22, 2007, 11:59:32 »
Það er gaman að sjá loksins mynd af þessum,þennan hef ég oft ætlað að ræða um hér á spjallinu.Þessi bíll og einn af eigendum hans,bera beint og óbeint ábyrgð á áhuga mínum á amerískum kraftaköggum.Hér á árum áður,sennilega kringum ´74-´76 birtist þessi bíll á bílastæðinu við Grenigrund 6 í Kópavogi þar sem ég bjó sem gutti,hann var þá blár.Í húsinu bjó ungur maður að nafni Stefán Ragnarsson ásamt foreldrum sínum og yngri systrum,hann hefur þarna verið rétt innan við tvítugt að ég held.Stefán keyfti í félagi við móður sína nýlegan Fiat af minnstu sort þegar hann fékk bílprófið,en einhvernveginn hefur honum tekist að véla þá gömlu til að skifta honum upp í Camaroinn nokkrum misserum seinna.Bílskúr þarna við húsið hafði Stefán til umráða,og voru þar oft margir mótorhausar að dunda í þeim bláa sem og öðrum bílum og mótorhjólum.Þarna var yfirleitt Eiríkur Friðriksson,betur þektur sem Eiki kokkur,en þeir Stefán voru bræðrasynir.Stefán tók þátt í einni af fyrstu,ef ekki fyrstu,sandspyrnukeppnum Kvartmíluklúbbsins og bar þar sigur úr býtum í sínum flokki.Ég man eftir að hafa séð í blaðaumfjöllun um keppnina,að hann hafði tapað fyrstu ferð í úrslitum,en í næstu hefði hann ekki komið bílnum í 1.gír svo hann varð að taka af stað í 2.og hentaði það svona helv. vel að hann hafði sigur.Sennilega hefur verið verðlaunafé á þessum tíma því hann sagði mér á sínum tíma að hann hefði keyft dekk og hjólkoppa undir Camaroinn fyrir verðlaunin,sýnist mér það vera sömu kopparnir og eru undir honum á myndinni hér að ofan.Undir þessum bíl sá ég í fyrsta skifti "breið dekk" sennilega verið Maxima 60 sem kunningi hans lánaði honum,og þótti mér þetta ógurlega flott.Nokkru seinna var Camaroinn settur inn í skúr og farið að undirbúa fyrir málningu,sett á hann "scoop" og "spoiler" að aftan,síðan málaður grænn og svartur.Á einhverjum tímapunkti missti ég sjónar á þessum bíl,en tel mig hafa séð hann nokkrum árum seinna á Nýbýlaveginum í Kópavogi og á þeim tíma málaður hvítur.Ég sá fyrir nokkrum árum myndir frá umræddri sandspyrnu,og sást þar prófílmynd af þessum Camaro og sáust þar greinilega "rally sport"stafir á frambrettinu aftanverðu,þannig að ég geng út frá því að um original  RS bíl hafi verið að ræða.Enn allnokkrum árum seinna var á ferðinni hér í bæ hvítur ´69 RS Camaro,orðinn allhrörlegur og sást standa hér og þar bilaður,þessi var á þess tíma "utanbæjarnúmerum" gott ef ekki U-númeri.
Ég hef á tilfinningunni að hér hafi ég verið að fjalla um hvíta Camaroinn sem var sagt frá á öðrum stað hér á spjallinu fyrir skömmu,að hafi verið rifinn fyrir austan.
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #6 on: September 22, 2007, 13:07:07 »
Sæll Sigtryggur

Skemmtilegt innlegg frá þér og ekki sakar að þú ert stálminnugur líka.
Hérna er smábútur um þessa sandspyrnu úr 6. fréttablaði KK frá ágúst 1976.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #7 on: September 23, 2007, 01:09:45 »
Tryggilegt er Tryggs minni
Torinoar og fleira.
Við Kamaró vil bæta kynni,
Vildi hann fá að keyra.

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #8 on: September 23, 2007, 01:23:32 »
Camarhaugur fornfrægur
Þriggja spítu beinaður
Aldrei hefði allsgáður
Inn í sest hann viljugur
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #9 on: September 23, 2007, 01:34:38 »
Skil ég þig vel Sigtryggur
Sitja ei í Kamma
Ekki færi ég viljugur
Inn í svona pramma.

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #10 on: September 24, 2007, 00:45:31 »
Quote from: "Anton Ólafsson"
Skil ég þig vel Sigtryggur
Sitja ei í Kamma
Ekki færi ég viljugur
Inn í svona pramma.
 :lol:
Einar Kristjánsson

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #11 on: September 24, 2007, 01:14:51 »
Fordinn víða fundin er
á fjölda mörgum stöðum.
Bilaður og brotin fer
í dráttarbíla röðum.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #12 on: September 25, 2007, 13:28:34 »
Við kammakarlarnir (ég og Svavar S-69) erum eiginlega í hálfgerðu áfalli yfir því að vita ekkert um þennan RS 69 bíll, ég heyrði af RS bíl á austfjörðum sem var víst rifinn en ég tók það með varúð, en núna sé ég að það hafa allavega verið 3 stk. til sem vitað er um.
RS Camaro var spes að því leitinu til að hann var, að ég held, eini Chevyinn sem var með öðruvísi fram- og afturenda heldur en standard gerðin t.d. aðalbíllinn hjá Chevy, Corvettan, var bara með einn framenda, þið getið lesið um RS í Camarogreininni minni hérna : http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=17759
Gunnar Ævarsson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #13 on: September 25, 2007, 16:49:38 »
Strákar
Ég skal lofa því að fara varlega í myndbirtingum hér eftir, og þið getið fengið ódýra áfallahjálp hjá mér ef þetta bráir ekki af ykkur fyrir jól :)
Annars barst þættinum staka frá gamalli konu á Austurlandi sem kveðst muna vel eftir þessum Camaro (hún lýgur því reyndar).

Í kvíðakasti eru Kammakallar
kviknar í þeim ofurlítið stress.
Og þörf að vita þegar sumri hallar
hvort Kamminn grænn sé bæði R og S.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #14 on: September 26, 2007, 21:52:26 »
Endilega ef menn eiga myndir af Camaro að setja þær á netið, þetta hrærir upp í okkur "sérfræðingunum".
En þetta með að kannast við bíla hér og þar getur tekið á sig skondnar myndir, hann Svavar vinur minn valdi númerið S 69 á sinn Camaro, ekki að því að bíllinn væri frá Seyðisfirði (fyrir ykkur yngri að þá voru svörtu plöturnar tengdar landshlutum eða bæjum, t. d. S=Seyðisf.) heldur vegna þess að þetta er RS bíll.
Stuttu eftir að bíllinn hans kom á götuna svífur ókunnur maður á Svavar og segist kannast við bílinn frá Seyðisfirði en þangað hefur bíllinn aldrei verið og aldrei komið  :D  :D
Gunnar Ævarsson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #15 on: September 27, 2007, 20:49:56 »
Jæja bílasagnfræðingar

Hvað vitið þið um þennan?  Virðist þrusuflottur vagn ef drullusokkurinn yrði bara riggaður upp.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline ljotikall

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 838
    • View Profile
    • http://kvartmila.is
Á bílasölunni...
« Reply #16 on: September 27, 2007, 22:43:35 »
sami bill??
aukalimur#858
ljotikall@visir.is
pontiac = Poor old nigger thinks its a cadillac.
kveðja Guðjón Jónsson

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #17 on: September 27, 2007, 23:11:32 »
hvar er þessi rauði í dag?
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #18 on: September 27, 2007, 23:53:47 »
Quote from: "edsel"
hvar er þessi rauði í dag?


Í geymslu

kv
Björgvin

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Á bílasölunni...
« Reply #19 on: September 27, 2007, 23:54:09 »
Nei!Þessi rauði er upphaflega hvítur.
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963