Nú verða menn að finna leiðir til að fjölga keppendum og auka áhuga á þessu mjög svo skemmtilega sporti sem 1/4 míla er, bæði til að fá fleiri keppendur og svo ekki sé talað um áhorfendur. Það verður að teljast mjög undarlegt hvað margir koma á æfingar á föstudögum sem ekki keppa og sem verra er koma ekki einu sinni daginn eftir að horfa á þá sem þora að keppa. Þessi mál verður að laga þannig að kk lendi í þeim ánægjulegu aðstæðum að þurfa að bæta bæði keppnishaldið og aðstæður áhorfenda.
Með virðingu
Árni Hólm