Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það eru allt of fáir keppendur á mílunni í sumar. Vonandi verða fleiri með þann 28. júlí. En hérna er listi yfir afsakanir sem þeir sem eiga bíla í góðu standi geta notað ef þeir mæta ekki næst:
10. Ég bar Mjallarbón á allan bílinn í einu og á í basli með að ná því af.
9. Eru þetta ekki tómir lausingjar og spilagosar sem eru í þessari kvartmílu? Mamma bannaði mér að umgangast svoleiðis lið.
8. Ég er búinn að hugsa svo mikið um að keppa að það fæst ekki lengur nógu stór hjálmur á hausinn á mér.
7. Það verður örugglega rigning, þannig að það borgar sig ekki að skrá sig.
6. Ég er á móti því að jólatré séu notuð til annars en leiða ömmu í kringum það á aðfangadagskvöld.
5. Ég þori ekki því að þá verð ég brennimerktur hraðafíkill af vinnufélögunum
4. Ég keppi ekki vegna þess að Ragnheiður forvarnarfulltrúi segir að það sé glæpur að keyra hratt.
3. Ég er 19 sekúntna maður á 13 sekúntna bíl
2. Iss, þarf þess ekki ég mundi steikja ykkur alla (5 sekúntna maður á 25 sekúntna bíl)
og topp afsökunin er.........
Ég ætla ekki að vera með vegna þess að það er svo fáir að keppa.
Ragnar