Ástæðan fyrir því að stjórn KK breytti afstöðu sinni í dekkja máli MC var út af erindi sem barst til stjórnar frá keppanda í MC flokki ( sjá úrdrátt úr erindi þessu hér að neðan ) Það var ákveðið að ekki væri hægt að banna 4 strigalaga dekk þar sem 6 strigalaga dekk eru illfáanleg.
Þetta opnaði fyrir notkun á Mack Reri . Þá fóru menn að mæta á ET street og keppnisstjórn lokaði augunum fyrir ET street . ET street voru aldrei samþykkt en menn lokuðu augunum.
Sæll Ingólfur. Ég er ekki sáttur með það að mér var bannað að nota nylon dekk í síðustu keppni af þeirri ástæðu að þau eru 4 striga laga, reglurnar segja að nylon dekk verða að vera minnst 6 strigalaga, en það fást enginn 6 strigalaga nylon dekk. Ætlið þið að banna bíl að keppa í MC ef að hann er alveg orginal eins og hann kom úr verksmiðju?? Það sem skeði í síðustu keppni var að XXXXX mætti á götuslikkum á þeim forsendum að það stæði ekkert á þeir að þetta séu slikkar, eina sem hægt var að hanka hann á að þau eru 4 strigalaga, en þá gat hann sagt á móti að okkar dekk eru 4 strigalaga líka.
Ég fer fram á það að þessi regla verði breytt STRAX á þeirri forsendu að þetta sé prentvilla og heimlt verði að nota 4 strigalaga nylon dekk, en þó ekki götuslikka. Ég fékk skoðun á þessi dekk, en varla fengi ég skoðun á MT ET street. Þessi Regla á ekki að vera til þar sem ekki eru til 6 strigalaga nylon dekk
Úr reglum MC.
Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.
Ingó.
p.s. mér finnst ET street ekki eiga heima í MC, menn ættu frekar að opna fyrir DR.