Enn og aftur eru menn að hverfa til þessarar fortíðar þráhyggju.
Þeir bílar sem tóku þátt í MC flokki 2002 og 2003 voru flestir að keyra frá 12,20 - 12,80 á götuslikkum, ef að þessir bílar eru með venjuleg radialdekk, þá heitir þetta spólkeppni, "been there and done that".
Núna er allt í einu Frikki orðinn voða hrifinn af sekúnduflokkunum, í fyrra var þetta að hans sögn bara ökuleikni fyrir kerlingar. En samkvæmt þessum tillögum um dekk að þá sýnist mér það einmitt vera ökuleikni, þ.e.a.s. að keyra brautina án þess að spóla.
Fyrir áhorfendur, held ekki.
Svo segir það nú ýmislegt um vanþekkingu manna um hvað þeir eru að tala varðandi sekunduflokkana, "hafa ekki tíma eða peninga til að græja og breyta bílnum fyrir sekúnduflokkinn", það er einmitt málið engu þarf að breyta, bara að mæta. Og svona að lokum þá verða menn að meðtaka þær breytingar sem orðið hafa á dóti og stróki sem er orðið ansi algengt í bílum herlendis og laga reglurnar eftir því. Og ef að menn hafa ekki fjárráð til keppa uppá braut, þá er það allt annar handleggur.
PS. Svo gleyma menn alltaf því að það þarf mannskap í flokkaskoðun fyrir MC-flokk, hvar er sá mannskapur? Hann hefur ekki fundist síðustu 3 árin.