Author Topic: Keppnisgjöld og tryggingar  (Read 11784 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Keppnisgjöld og tryggingar
« on: June 14, 2017, 14:45:06 »
Nú hafa keppnisgjöldin verið á sama prísnum undanfarin ár en það hefur aldrei verið jafn dýrt að mæta með tæki í keppni.
 
Hvernig væri nú að keppnisgjöldin færu í sjóð klúbbsins til að reka keppnina, en ekki séu ekki notuð bara til að dylja og hylja kostnað keppenda við þáttöku með einhverjum blekkingum og rugli að manni finnst. Því það eru blekkingar og rugl, að tala um að keppnisgjöldin séu lág, þegar keppandi á eftir að greiða tryggingafélagi aukalega.

 Er alveg lífsins ómögulegt að klúbbarnir tryggi þessar keppnir? Hvernig er hægt að réttlæta að keppendur standi styr af slíkum kostnaði hver í sínu horni við einhver tryggingafélög útí bæ?

 Hvernig er réttlætanlegt að keppandi sé ábyrgðarmaður áhorfenda sem greiðir Kvartmíluklúbbnum eða öðrum íþróttafélögum aðgangseyri fyrir að sjá sig í braut?

Ég hef persónulega alltaf verið á móti keppnisgjöldum og alltaf fundist frekar að við ættum að fá jafnvel fría pulsu fyrir mæta og keppa, en þegar keppendur eru neyddir til að borga tryggingar fyrir mótshaldið fyrirfram, hver í sínu horni og enginn borgar það sama, ofaná keppnisgjöldin, er þá ekki nær að allir borgi sömu upphæð fyrir keppnisgjaldið og klúbburinn semji um að tryggja sína viðburði?
 
 Hvernig er þessum hlutum háttað í keppnum erlendis?

Þarf ekki að ræða þetta eitthvað?


 

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #1 on: June 14, 2017, 14:56:41 »
Stutta svarið:

Klúbburinn er vátryggður skv. lögum og reglugerðum þar um enda fengist ekki starfsleyfi eða keppnisleyfi nema svo væri.
Hins vegar ná þær tryggingarggingar ekki til keppendanna sjálfra.

Skráð ökutæki hafa lögboðnar vátryggingar og vátryggingarviðauka vegna heimildar til keppni (þó ekki kaskó).
Óskráð ökutæki þarf að vátryggja sérstaklega bæði vegna þriðja aðila sem og ökumanns.

Vátryggingar þær sem nú eru greiddar til AKÍS eru eingöngu vegna slysatrygginga ökumanna sjálfra og er ársiðgjaldið.

Erlendis er mun meiri ábyrgð á herðum keppendanna sjálfra sem og kostnaður þeirra við vátryggingar



Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #2 on: June 14, 2017, 15:35:39 »
Klúbburinn er vátryggður skv. lögum og reglugerðum þar um enda fengist ekki starfsleyfi eða keppnisleyfi nema svo væri.
Hins vegar ná þær tryggingar ekki til keppendanna sjálfra.

 Hvers vegna ná þær ekki til keppendanna, og hvað er því til fyrirstöðu? Þarf hún yfir höfuð að ná til keppenda?

Skráð ökutæki hafa lögboðnar vátryggingar og vátryggingarviðauka vegna heimildar til keppni (þó ekki kaskó).
Óskráð ökutæki þarf að vátryggja sérstaklega bæði vegna þriðja aðila sem og ökumanns.

Ég er að spyrja leiða til að breyta þessu og laga þetta fyrir okkur keppendur, hvernig er réttlætanlegt að keppandi tryggi áhorfanda?
Á markmaður að tryggja bullu? hljómsveitarmeðlimur tónleikagest?

Vátryggingar þær sem nú eru greiddar til AKÍS eru eingöngu vegna slysatrygginga ökumanna sjálfra og er ársiðgjaldið.

Af hverju borgar klúbburinn ekki þær tryggingar með keppnisgjaldinu?

Erlendis er mun meiri ábyrgð á herðum keppendanna sjálfra sem og kostnaður þeirra við vátryggingar

 Ég hef sjálfur verið þáttakandi erlendis í amatör sandspyrnukeppni líkt og við höldum hér á Íslandi og veit fyrir víst að svo er ekki, og hef heyrt sömu sögur víðar, það væri gaman að fá einhver gögn um hvað aðrir áhugamenn erlendis eru að greiða fyrir að stunda sín áhugamál.


 Þú verður að afsaka þó ég spyrji einsog barn... en það er voðalega lítið á hreinu með þessi mál öll en það alveg á hreinu hversu lítið gagn er í greiðslum keppenda þegar fólk sem hefur slasast á keppnum annarra akstursíþróttafélaga þarf málaferli þó allir hafi staðið skil á sínu.
 
 Ég hef engan áhuga á því að vera gerður ábyrgur fyrir áhorfendum þegar eitthvað kemur fyrir. Það er ekki hægt að segja að ég sé tryggður, því ég verð rukkaður upp í topp fyrir allan kostnað sem af tjóni eða skaða hlýst ef áhorfandi sem borgaði sig inn á keppni fær í sig vélaparta eða sandgusu frá mér.

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #3 on: June 14, 2017, 15:48:01 »
Ég hef ekki mikið velt mér upp úr þessu, en spurði að ganni í mínu tryggingarfélagi þegar ég var það um daginn hvað ég þyrfti að borga fyrir viðauka og svarið sem ég fékk fannst mér heldur mikið :(

Segjum sem svo að ef ég mæti á óskráðu tæki á svæðið og keyri, get ég þá tæknilega séð farið fram á að ákveðnum áhorfendum sé vísað af svæðinu þar sem ég er að tryggja þá, og hugsanlega treysti því ekki að þeir myndu kannski hlaupa í veg fyrir tækið mitt.
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #4 on: June 15, 2017, 10:47:56 »
Hvað eiga keppendur að tryggja marga áhorfendur sem borga aðgangseyri til íþróttafélaganna?

 Fjörtíu miðakaupendur?
 Þrjúhundruð miðakaupendur?
 Tólfhundruð miðakaupendur?
Tvöþúsund og áttahundruð?

 Er viðburðurinn hluti af hátíð? Er hún haldin að kvöldlagi eða um helgar? Verður áfengi í einhverjum af miðakaupendum?

 Það er bara hlegið að manni hjá tryggingafélögum
 

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #5 on: June 16, 2017, 00:19:00 »
Þessa hluti þarf að ræða og finna lausn á því þessi tryggingamál eru alltof loðinn og eru nú orðinn einn stæðsti þröskuldurinn fyrir nýliðun og fjölgun í okkar sporti td. Ungir ökumenn eru að fá kostnaðar tilboð í tryggingar með viðauka upp á 120-150 þús kr.
Ef ég slasa áhorfanda í keppni sem er réttu meginn við girðingu á keppnissvæðinu þá er svarið frá tryggingafélaginu mínu,um hver sé ábyrgur á þann veg að það verði að meta í hvert skipti... þá spyr maður ef við keppendur erum ábyrgir fyrir tryggingu áhorfenda kemur þá tryggingafélagið með endurkröfu á ökumann tækisins ef um alvarlegt slys er að ræða á áhorfanda. Þá eru forsendur fyrir þessu sporti sem hobbýi ansi hæpnar.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #6 on: June 17, 2017, 04:33:31 »
Halló , lesið skilmála tryggingafélagana á þeim tryggingum sem boðið er uppá. Óskráð ökutæki borgar ca 20.000 kr fyrir timabilið og mér sýnist verndin vera nokkuð skýr. Ef þið þurfið viðauka og eruð hjá alvöru tryggingafélagi þá kostar viðauki ekki neitt og ef ungir ökumenn eiga í hlut eru það nokkrir bíómiðar.
En ef þið eruð hjá Verði eða Sjóvá þá bara að fá tilboð hjá öðrum.

Og svo má nefna það að AKIS er með ökumannstryggingu á mjög góðu verði.

Hvað ef ég er að keppa og loftsteinn fellur á mig og hendist á áhorfenda og .... við getum bara farið innanhúsfótbolta og ..... hvað er málið?

mbk harry þór

1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #7 on: June 17, 2017, 12:54:28 »
Harry ég spurði hjá mínu tryggingarfélagi og þeir vissu ekkert höfðu enginn svör.Þá var ég nú bara að spyrja um þessa tryggingu sem okkur ber að kaupa núna fyrir óskráð tæki.En þeir ætluðu að kanna þetta fyirir mig en ég á eftir að heyra í þeim aftur.Málið er að í fyrra í Torfærukeppni varð slys Torfærutæki ekur á Ljósmyndara og hann slassast.í stuttu máli þá var Tækið tryggt og allir töldu að væri eins og blómstrið eina en þegar á reyndi var ekki svo gott.Mér skilst að það tryggingarfélag Ljósmyndarans sé að gera kröfu á torfærutækið.Mundir þú Harry vilja hafa svona málsókn hangandi yfir þér?Ekki ég.En þetta er það sem maður hefur heyrt og því finnst mér eðlilegt að menn séu að velta þessum málum fyrir sér svo ekki verði annað slíkt mál til.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #8 on: June 17, 2017, 12:59:12 »
Svo er t.d á brautum erlendis t.d Orlando Speed World að þar er skilti sem segir að á þessu svæði sértu algerlega á eiginn áhættu og ef þú unir því ekki verður þú bara að fara annað.Kannski ættum við hjá KK að setja svona skilti upp til að koma í veg fyrir svona mál sem upp gætu komið ef allt færi nú í skrúfuna sem við auðvita vonum að ekki gerist.En hvað sem því líður þá þarf að fría keppendur frá því að tryggja áhangendur.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #9 on: June 18, 2017, 13:54:09 »
Èg er hjá TM og þeir eru með þessa tryggingu og skilmálarnir eru skýrir. En við vitum að allar tryggingar eru með smáaletur og við getum fyrirgert rétti okkar með klúðri.
Í okkar sporti eru áhorfendur nokkuð öruggir eins og 40 ára sagan segir.
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #10 on: June 18, 2017, 15:42:09 »
Ok það er spes ég er hjá TM og þeir hafa ekki getað svarað mér einu né neinu um þessa tryggingu annað en að hún er fáanleg.En sem betur fer á 40 ára ferli brautarinniar höfum við verið nánast slysalausir og vonum við auðvitað að það breyttist ekki.En það breyttir ekki þeirri staðreynd að það er með öllu fáránlegt að keppendur beri ábyrgð á áhorfendum og það þarf að laga sem allra first ekki satt.
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #11 on: June 18, 2017, 16:20:01 »
https://www.tm.is/media/skilmalar/225.pdf

Hérna er þetta ef ykkur finnst það vissara að vera tryggður.
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #12 on: June 19, 2017, 11:17:01 »


Hérna er þetta ef ykkur finnst það vissara að vera tryggður.

Harry er draggin hjá þér ekki tryggður?
Kristján Hafliðason

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #13 on: June 19, 2017, 11:41:02 »
Ég er með tryggingu sem keppandi og svo er hann lika tryggður í flutningi. Ég komst að því í fyrra að þegar við erum að draga þetta td. norður þá er farmurinn ótryggður.

mbk harry þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #14 on: June 20, 2017, 23:45:48 »
 Það er ekki hægt að skrá sig nema kaupa þetta árlega Akís dæmi líka?

 

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #15 on: June 21, 2017, 10:08:50 »
Já það er magnað að það skuli ekki vera hægt að tryggja keppnishaldið almennilega þannig að keppendur þurfi ekkert að gera annað en mæta og borga þá bara hærra keppnisgjald frekar og losna við þessa endalausu baráttu. Skýringar sem maður fær er að það sé eitthvað í umferðarlögum sem kemur í veg fyrir það, afhverju eru menn þá ekki búnir að fá þeim breitt?

Við stofnuðum nú AKÍS til að vinna að svona málum fyrir okkur en ekki bara til að leggja á okkur auknar kvaðir og kostnað og vinna að lokun spyrnubrauta þar sem er búið að keyra vel yfir 10.000 rönn algerlega uppákomulaust.

Ég man ekki eftir neinu jákvæðu sem akís hefur gert fyrir sportið á sínum starfstíma, og er því tímabært að þeir hysji upp um sig og t.d. hjóli í þetta mál.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #16 on: June 21, 2017, 22:49:11 »
Það er mjög sanngjarnt verð 4000 kr á þessari slysa og líftryggingu sem AKIS býður uppá. Bara passa að hún gildir fyrir allt keppnistímabilið. Þeir reyndu að rukka mig aftur en ég reif kjaft.

Úr því að menn eru byrjaðir að tala um tryggingar þá kemur alltaf upp sú setning " Maður tryggir ekki eftirá " svo plís hættið að tala um tryggingar áður en við þurfum að tryggja okkur fyrir smáletrinu

harry þór tryggi

1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #17 on: June 21, 2017, 23:35:45 »
Þessi trygging hjá AKIS, á hún að fara ofaná hinar tryggingarnar sem ég er með eða undir þær?

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #18 on: June 21, 2017, 23:56:30 »
þú getur ekki fengið slysa / líftryggingu á Islandi sem keppandi í mótorsporti. Þið hljótið að fagna þessu, ein tryggingin í viðbót á 4000kr.

3 x sandspyrna
5 x míla
2 x eitthvað
samtals 10 keppnir sem gerir 400 kr per viðburð/ slysa og líftryggður.

harry þór
ps. sigarrettupakki kostar 1350kr og endist í 1 dag
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #19 on: June 22, 2017, 00:07:32 »
Hefur einhver fundið skilmálana yfir þessa Akís tryggingu ?

Líklegast er að Akís tryggingin eigi við þegar um sérsmíðað ökutæki er að ræða

Bílar á númerum með viðauka þá er spurning hvor tryggingin gildi, þar sem viðaukinn er framlenging á tryggingu ökutækisins við akstur í
keppni og ef skilmálarnir eru eins hjá öllum þá er ábyrgðar og slysatrygging ökumanns og eiganda gild við akstur á æfingum og við keppni í akstursíþróttum.
__________________
Kristján Finnbjörnsson