Author Topic: Keppnisgjöld og tryggingar  (Read 14406 times)

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #20 on: June 22, 2017, 13:02:56 »
Skilmálarnir fyrir akís trygginguna voru í einhverri frétt á akis.is í vor, en eingöngu á dönsku, ég bað þá að redda þessu á einhverju skiljanlegu tungumáli en held það hafi ekkert gerst í því frekar en öðru, og þótti bara óeðlileg krafa.

Þessi trygging er vissulega ekki dýr fyrir þá sem eru á óskráðum tækjum, en fyrir þá sem eru á skráðum bílum og með tryggingaviðauka og því með slysatryggingu ökumanns í gildi þá er þetta of mikið.

Þeir segja að þetta sé valkvæð trygging og bætist því ofan á aðrar tryggingar til útgreiðslu, en með skilmálana á dönsku veit ég ekkert um það.

Svo er maður enn að skoppa milli tryggingafélaga á hverju ári að berjast fyrir því að fa drusluna tryggða með viðauka..
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #21 on: June 22, 2017, 13:23:46 »
Ég hefði haldið að þessi AKIS trygging væri bara fyrir óskráð tæki. Er það málið að menn skrá sig ekki í keppni útaf allskyns skráningarveseni ?

Mér sýnist ca 7 vera skráða?  #-o

mbk harry þór tryggður og skráður
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #22 on: June 22, 2017, 20:10:28 »
Hvernig var þetta áður, segjum okkur úr AKÍS.

Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #23 on: June 23, 2017, 07:52:17 »
Þessi mál eru klárlega að draga úr þáttöku að einhverju leiti, þar vegur þyngst tryggingaviðaukinn, nú er hann t.d. víðast hvar ekki í boði á fornbílatryggingu sem getur þýtt hækkun úr 18.000 í 125.000 ef þig langar að keira eina keppni, og þá færðu ekki fornbílatryggingu aftur á þann bíl.

Og hvað gerist, 8cyl std á bíladögum með 7 keppendum í stað 23 í fyrra.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #24 on: June 26, 2017, 00:58:05 »
Ég hefði haldið að þessi AKIS trygging væri bara fyrir óskráð tæki. Er það málið að menn skrá sig ekki í keppni útaf allskyns skráningarveseni ?

Mér sýnist ca 7 vera skráða?  #-o

mbk harry þór tryggður og skráður
Ég sendi póst á þá með fyrirspurn um þetta, ég er með tryggingu og í henni stendur eins og umsamið er " Gildir einnig í spyrnukeppni" , sé því enga ástæðu til að borga AKIS 4000kr í viðbót fyrir ekkert.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #25 on: June 26, 2017, 12:48:52 »
Spurt :
Ég er á skráðu ökutæki með tryggingu og í skilmálum er umsamið " Gildir einnig í spyrnukeppni " hvers vegna þarf að kaupa tryggingu hjá AKIS uppá 4000kr í viðbót ?

Svar : Þetta er slysa- og dánartrygging keppanda.

Sendi aftur póst:Takk fyrir svarið, nú er slysatrygging innifalin í minni tryggingu. Hvar finnur maður skilmálana fyrir þessa tryggingu á Íslensku?

Svar: Bætur úr þessari tryggingu leggjast ofan á þær aðrar tryggingar sem þú kannt af hafa. Því miður eru skilmálarnir ekki til á íslensku, en hér eru þeir:
http://www.akis.is/slysa-og-danartrygging-keppenda/


Mér finnst undarlegt að það sé hægt að neyða fólk til að taka tryggingar sem það er jafnvel nú þegar með !

Ég kann varla orð í dönsku en mér sýnist kostnaður per einstakling vera 179 DKK eða 2.879 ISK.

.....flestir taka líklega íslensku leiðina á þetta og take it up the old pipehole...



.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #26 on: June 26, 2017, 13:08:38 »
Það hefur staðið til að breyta umferðarlögum á Íslandi.
Ein breyting sem þar er fyrirhuguð er að akstursíþróttasvæði eins og klúbbsins í Kapelluhrauni verði skilgreind sérstaklega sem akstursíþróttasvæði og fái annan sess en nú er gagnvart t.d. vátryggingum.
Þá er líklegt að allar almennar vátryggingar falli niður þegar inn á svæðið er komið og þá muni þurfa að vátryggja keppnistæki og keppendur sérstaklega, hvort sem að þau eru skráð og á númerum eða séu óskráð.

Nú hafa þessar breytingar verið í undirbúningi í yfir 10 ár og hvorki gengur né rekur að koma þeim í gegnum nálarauga ráðuneyta og/eða Alþingis.
En þegar að því kemur þurfum við að vera búin undir breytt fyrirkomulag hvort sem að það verður í gegnum AKÍS/MSÍ eða hver fyrir sig.
Það að ná að tengjast þessu danska tryggingafélagi getur nýst í framtíðinni ef/þegar að breytingar verða á umferðalögum.

En ég get verið sammála því að þessi vátrygging nýtist óskráðum ökutækjum betur en skráðum ökutækjum í dag.
Það ber þó að hafa í huga að sum íslensku tryggingafélögin hafa undanskilið slysatryggingu ökumanns við útgáfu vátryggingaviðauka!!


Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Keppnisgjöld og tryggingar
« Reply #27 on: June 26, 2017, 21:45:18 »
Já þetta er búið að taka ótrúlegan tíma, en í mínu tilfelli er slysatrygging ökumans gild í keppni.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas