Klúbburinn er vátryggður skv. lögum og reglugerðum þar um enda fengist ekki starfsleyfi eða keppnisleyfi nema svo væri.
Hins vegar ná þær tryggingar ekki til keppendanna sjálfra.
Hvers vegna ná þær ekki til keppendanna, og hvað er því til fyrirstöðu? Þarf hún yfir höfuð að ná til keppenda?
Skráð ökutæki hafa lögboðnar vátryggingar og vátryggingarviðauka vegna heimildar til keppni (þó ekki kaskó).
Óskráð ökutæki þarf að vátryggja sérstaklega bæði vegna þriðja aðila sem og ökumanns.
Ég er að spyrja leiða til að breyta þessu og laga þetta fyrir okkur keppendur, hvernig er réttlætanlegt að keppandi tryggi áhorfanda?
Á markmaður að tryggja bullu? hljómsveitarmeðlimur tónleikagest?
Vátryggingar þær sem nú eru greiddar til AKÍS eru eingöngu vegna slysatrygginga ökumanna sjálfra og er ársiðgjaldið.
Af hverju borgar klúbburinn ekki þær tryggingar með keppnisgjaldinu?
Erlendis er mun meiri ábyrgð á herðum keppendanna sjálfra sem og kostnaður þeirra við vátryggingar
Ég hef sjálfur verið þáttakandi erlendis í amatör sandspyrnukeppni líkt og við höldum hér á Íslandi og veit fyrir víst að svo er ekki, og hef heyrt sömu sögur víðar, það væri gaman að fá einhver gögn um hvað aðrir áhugamenn erlendis eru að greiða fyrir að stunda sín áhugamál.
Þú verður að afsaka þó ég spyrji einsog barn... en það er voðalega lítið á hreinu með þessi mál öll en það alveg á hreinu hversu lítið gagn er í greiðslum keppenda þegar fólk sem hefur slasast á keppnum annarra akstursíþróttafélaga þarf málaferli þó allir hafi staðið skil á sínu.
Ég hef engan áhuga á því að vera gerður ábyrgur fyrir áhorfendum þegar eitthvað kemur fyrir. Það er ekki hægt að segja að ég sé tryggður, því ég verð rukkaður upp í topp fyrir allan kostnað sem af tjóni eða skaða hlýst ef áhorfandi sem borgaði sig inn á keppni fær í sig vélaparta eða sandgusu frá mér.